„Nokkrir bindishnútar þarna sem öskra á hjálp“ Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 9. júní 2018 22:26 Strákarnir okkar fyrir framan vél Icelandair rétt fyrir brottför frá Keflavík í morgun. Vísir/Vilhelm Martin Hermannsson, landsliðs- og atvinnumaður í körfubolta og húmoristi, fylgist vel með ferðalagi karlalandsliðsins í knattspyrnu á HM. Martin er sjállur afar liðtækur knattspyrnumaður og aldrei að vita hve langt hann hefði náð hefði hann valið fótboltann fram yfir körfuboltann. Strákarnir héldu frá Keflavík í dag, klæddir í sitt fínasta púss. Um er að ræða sérsaumuð jakkaföt frá Herragarðinum og var þeim vel fagnað í Leifsstöð við brottför. Var smellt í klassíska mynd við flugvélina en þar gripu bindishnútar nokkurra leikmanna auga Martins. „Nokkrir bindishnútar þarna sem öskra á hjálp,“ segir Martin á Twitter og „taggar“ föður sinn, Hermann Hauksson. Hermann, sem er fyrrverandi landsliðsmaður í körfubolta og sérfræðingur í Domino’s körfuboltakvöldi á Stöð 2 Sport, starfar í Boss búðinni. Hann leggur mikið upp úr því að vera vel til fara og má sannarlega kalla tískulöggu. Þegar þetta er skrifað hefur Hermann ekki svarað kalli sonar síns en tístið hefur vakið mikla athygli og virðast margir hafa húmor fyrir því. Meðal annars Þórir Hákonarson, fyrrverandi framkvæmdastjóri KSÍ, sem deilir tístinu. Þó ekki FH-ingurinn Rósmundur Magnússon. Hann tekur gríni Martins ekkert sérstaklega vel og spyr hvort bindishnútar strákanna í körfuboltalandsliðinu hafi verið í lagi þegar liðið fór á EM í Finnlandi. Okkar menn í körfunni töpuðu leikjum sínum fimm.Tístið hjá Martin má sjá hér að neðan. Nokkrir bindishnútar þarna sem öskra á hjálp. @HemmiHaukspic.twitter.com/g8CDgwzP7k — Martin Hermannsson (@hermannsson15) June 9, 2018 HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Bragðlaust eins og skyr með sykri Gagnrýni Finnur fyrir skoðunum fólks á aldursmuninum Lífið Yfirgáfu salinn þegar gæslunni var sigað á „heimska“ ungfrú Mexíkó Lífið „Erfiðasti skóli sem ég hef farið í“ Menning Kynþokkafyllstu karlmenn landsins Lífið Snýr aftur í leiklistina eftir sjö ára fjarveru Bíó og sjónvarp Sóldís Vala hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Lífið Love Island bomba keppir í Eurovision Lífið Bað fjóra menn um lífssýni en fékk föðurinn óvænt í fangið Lífið „Við vitum í raun ekkert hvað bíður okkar“ Lífið Fleiri fréttir Fresta GTA 6 aftur og um hálft ár Kynþokkafyllstu karlmenn landsins Love Island bomba keppir í Eurovision „Við vitum í raun ekkert hvað bíður okkar“ Finnur fyrir skoðunum fólks á aldursmuninum Öskraði „pegga“ og salurinn grét úr hlátri „Ég vil verða eins og þú þegar ég verð stór“ Yfirgáfu salinn þegar gæslunni var sigað á „heimska“ ungfrú Mexíkó Nablinn ræðir um naflann fræga: Enginn gröftur en stundum skvört Sóldís Vala hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Klettaskóli og Langholtsskóli áfram í úrslit Skrekk Hálft ár af hári Draumur að vinna í listrænum heimi Stokkhólms Einstök ástarsaga: „Ástin okkar var nógu sterk til að yfirstíga hindranir“ Sköpunarkrafturinn var allsráðandi í Höfuðstöðinni Taka einbýlishús í Garðabænum í gegn Hélt að allir væru ættleiddir Rjóminn gleymdist en guð var að fylgjast með Bað fjóra menn um lífssýni en fékk föðurinn óvænt í fangið Keyptu 230 fermetra einbýlishús á Seltjarnarnesi Tjáir sig um auglýsinguna umdeildu og stuðning Trump Varð næstum fyrir bíl á Formúlunni Árbæjarskóli og Fellaskóli áfram í úrslit í Skrekk „Hann var bara draumur“ Tjáir sig í fyrsta sinn um bróður sinn Stjörnupar og hafnfirsk systkini sáu stærsta harmleik sögunnar Stórefnilegir skátar heiðraðir á Bessastöðum Rífandi stemning í Reykjadal Grateful Dead-söngkona látin Með heimsfræg verk sín í sumarbústað sem gerður er úr tveimur eldri húsum Sjá meira
Martin Hermannsson, landsliðs- og atvinnumaður í körfubolta og húmoristi, fylgist vel með ferðalagi karlalandsliðsins í knattspyrnu á HM. Martin er sjállur afar liðtækur knattspyrnumaður og aldrei að vita hve langt hann hefði náð hefði hann valið fótboltann fram yfir körfuboltann. Strákarnir héldu frá Keflavík í dag, klæddir í sitt fínasta púss. Um er að ræða sérsaumuð jakkaföt frá Herragarðinum og var þeim vel fagnað í Leifsstöð við brottför. Var smellt í klassíska mynd við flugvélina en þar gripu bindishnútar nokkurra leikmanna auga Martins. „Nokkrir bindishnútar þarna sem öskra á hjálp,“ segir Martin á Twitter og „taggar“ föður sinn, Hermann Hauksson. Hermann, sem er fyrrverandi landsliðsmaður í körfubolta og sérfræðingur í Domino’s körfuboltakvöldi á Stöð 2 Sport, starfar í Boss búðinni. Hann leggur mikið upp úr því að vera vel til fara og má sannarlega kalla tískulöggu. Þegar þetta er skrifað hefur Hermann ekki svarað kalli sonar síns en tístið hefur vakið mikla athygli og virðast margir hafa húmor fyrir því. Meðal annars Þórir Hákonarson, fyrrverandi framkvæmdastjóri KSÍ, sem deilir tístinu. Þó ekki FH-ingurinn Rósmundur Magnússon. Hann tekur gríni Martins ekkert sérstaklega vel og spyr hvort bindishnútar strákanna í körfuboltalandsliðinu hafi verið í lagi þegar liðið fór á EM í Finnlandi. Okkar menn í körfunni töpuðu leikjum sínum fimm.Tístið hjá Martin má sjá hér að neðan. Nokkrir bindishnútar þarna sem öskra á hjálp. @HemmiHaukspic.twitter.com/g8CDgwzP7k — Martin Hermannsson (@hermannsson15) June 9, 2018
HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Bragðlaust eins og skyr með sykri Gagnrýni Finnur fyrir skoðunum fólks á aldursmuninum Lífið Yfirgáfu salinn þegar gæslunni var sigað á „heimska“ ungfrú Mexíkó Lífið „Erfiðasti skóli sem ég hef farið í“ Menning Kynþokkafyllstu karlmenn landsins Lífið Snýr aftur í leiklistina eftir sjö ára fjarveru Bíó og sjónvarp Sóldís Vala hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Lífið Love Island bomba keppir í Eurovision Lífið Bað fjóra menn um lífssýni en fékk föðurinn óvænt í fangið Lífið „Við vitum í raun ekkert hvað bíður okkar“ Lífið Fleiri fréttir Fresta GTA 6 aftur og um hálft ár Kynþokkafyllstu karlmenn landsins Love Island bomba keppir í Eurovision „Við vitum í raun ekkert hvað bíður okkar“ Finnur fyrir skoðunum fólks á aldursmuninum Öskraði „pegga“ og salurinn grét úr hlátri „Ég vil verða eins og þú þegar ég verð stór“ Yfirgáfu salinn þegar gæslunni var sigað á „heimska“ ungfrú Mexíkó Nablinn ræðir um naflann fræga: Enginn gröftur en stundum skvört Sóldís Vala hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Klettaskóli og Langholtsskóli áfram í úrslit Skrekk Hálft ár af hári Draumur að vinna í listrænum heimi Stokkhólms Einstök ástarsaga: „Ástin okkar var nógu sterk til að yfirstíga hindranir“ Sköpunarkrafturinn var allsráðandi í Höfuðstöðinni Taka einbýlishús í Garðabænum í gegn Hélt að allir væru ættleiddir Rjóminn gleymdist en guð var að fylgjast með Bað fjóra menn um lífssýni en fékk föðurinn óvænt í fangið Keyptu 230 fermetra einbýlishús á Seltjarnarnesi Tjáir sig um auglýsinguna umdeildu og stuðning Trump Varð næstum fyrir bíl á Formúlunni Árbæjarskóli og Fellaskóli áfram í úrslit í Skrekk „Hann var bara draumur“ Tjáir sig í fyrsta sinn um bróður sinn Stjörnupar og hafnfirsk systkini sáu stærsta harmleik sögunnar Stórefnilegir skátar heiðraðir á Bessastöðum Rífandi stemning í Reykjadal Grateful Dead-söngkona látin Með heimsfræg verk sín í sumarbústað sem gerður er úr tveimur eldri húsum Sjá meira