Jóhann Berg: Eins gott að við verðum ekki þungir í næsta leik Anton Ingi Leifsson skrifar 7. júní 2018 22:31 Jóhann Berg Guðmundsson, vængmaður Íslands, segir að það hafi verið svekkjandi að missa leikinn gegn Gana niður í jafntefli en liðin skildu jöfn á Laugardalsvelli í kvöld, 2-2. „Þetta er svekkjandi. Við eigum að vinna svona leiki og við gerum það venjulega,” sagði Jóhann Berg í samtali við Arnar Björnsson í leikslok. „Þetta var mjög lélegur seinni hálfleikur eftir frábæran fyrir hálfleik. Seinni hálfleikurinn var bara alls ekki nógu góður,” en voru leikmenn Íslands þungir í seinni hálfleik? „Já, ég veit ekki afhverju það var. Svona er þetta og það er eins gott að við verðum ekki svona þungir í næsta leik. Það er alvöru leikur.” „Það er eina sem skiptir máli en auðvitað er þetta svekkjandi,” en níu dagar eru þangað til að flautað verður til leiks hjá Íslandi í Argentínu. „Frábær fyrri hálfleikur og seinni hálfleikurinn var lélegur. Þetta er eitthvað sem við þurfum að laga fyrir stóru stundina.” Ísland tók sig ansi góðan tíma í innköst og föst leikatriði er líða fór á leikinn. Jóhann segir að þetta hafi ekki verið taktík heldur bara gerst í leiknum. „Þetta gerðist bara en við tókum tíma í þetta og stillum upp. Við viljum skora úr föstu leikatriðunum og kannski var þetta bara ekki nægilega mikill kraftur í síðari hálfleik. Varnarleikurinn var ekki nógu góður.” „Við erum svekktir í kvöld, á morgun er nýr dagur og svo á laugardaginn förum við til Rússlands. Þá byrjar alvaran,” sagði Jóhann að lokum. HM 2018 í Rússlandi Tengdar fréttir Umfjöllun: Ísland - Gana 2-2 | Köstuðu frá sér sigrinum í kveðjuleiknum Íslenska landsliðið í fótbolta missti 2-0 stöðu niður í jafntefli í kveðjuleiknum fyrir HM 2018. 7. júní 2018 22:00 Twitter eftir jafnteflið: „Ég sem hélt að Gylfi væri svalastur á vellinum…” Ísland gerði 2-2 jafntefli við Gana á Laugardalsvelli í kvöld í síðasta vináttulandsleik liðsins áður en það heldur á HM í Rússlandi. 7. júní 2018 21:50 Aron Einar tók spretti eftir leik | Myndband Unnið er í því að koma landsliðsfyrirliðanum í stand fyrir HM. 7. júní 2018 22:18 Mest lesið Viktor Gísli fær treyju númer eitt hjá Barcelona Handbolti Njarðvík með fjögurra stiga forskot á toppnum Íslenski boltinn Guðmundur í grænt Íslenski boltinn Calvert-Lewin á leið til Leeds Enski boltinn Willum lagði upp sigurmark Birmingham Enski boltinn PSG kom til baka og vann Ofurbikarinn í vítakeppni Fótbolti Jón Daði skoraði fyrsta markið fyrir Selfoss í þrettán ár og Fylkir á botninum Íslenski boltinn Donnarumma sagður á leið til City í sögulegum skiptum Fótbolti Vill þjóðina upp á dekk: „Langt síðan við höfum átt alvöru heimavöll“ Fótbolti Mótherjarnir afsaka sig fyrir fram: „Hvort sem það er leikrit eða ekki“ Fótbolti Fleiri fréttir Calvert-Lewin á leið til Leeds Guðmundur í grænt Willum lagði upp sigurmark Birmingham Njarðvík með fjögurra stiga forskot á toppnum PSG kom til baka og vann Ofurbikarinn í vítakeppni Uppgjörið: Valur - Stjarnan 4-2 | Rhodes með þrennu í seinni hálfleik Jón Daði skoraði fyrsta markið fyrir Selfoss í þrettán ár og Fylkir á botninum Jason Daði og félagar fá Rauðu djöflana í heimsókn Mótherjarnir afsaka sig fyrir fram: „Hvort sem það er leikrit eða ekki“ Hártog er harðbannað og ekki skylda að vera með tagl Vill þjóðina upp á dekk: „Langt síðan við höfum átt alvöru heimavöll“ Brøndby brennir skipin: „Verðum að sækja og svo verðum við að sækja meira“ Enska augnablikið: Hugsaði til van Persie eftir frægt mark í Eyjum Matthías ekki lengi einsamall hjá Val Rashford segir Man. United fast í einskismannslandi Donnarumma sagður á leið til City í sögulegum skiptum Grealish valdi númerið sitt vegna Rooney og Gascoigne Fyrirmenni fótboltans á Norðurlöndum mæta til Íslands í vikunni Stjarnan sækir landsliðsfélaga Caulker „Fáránleg staða sem er komin upp“ Stuðningsmenn Chelsea bjartsýnastir en mjög svartsýnir hjá Newcastle Spáir Bröndby sigri í einvíginu á móti Víkingum „Er að koma inn í hlutverk sem ég veit að ég er góð í“ „Einhver vildi losna við mig“ Gullsending Sveindísar Jane valin sú besta Enska augnablikið: Hefði gengið af Hjálmari dauðum Konunum fórnað í peningavandræðum karlaliðs Barcelona Hent út úr Tottenham liðinu fyrir óstundvísi Vildi hvergi annarsstaðar spila Lehmann færir sig um set á Ítalíu Sjá meira
Jóhann Berg Guðmundsson, vængmaður Íslands, segir að það hafi verið svekkjandi að missa leikinn gegn Gana niður í jafntefli en liðin skildu jöfn á Laugardalsvelli í kvöld, 2-2. „Þetta er svekkjandi. Við eigum að vinna svona leiki og við gerum það venjulega,” sagði Jóhann Berg í samtali við Arnar Björnsson í leikslok. „Þetta var mjög lélegur seinni hálfleikur eftir frábæran fyrir hálfleik. Seinni hálfleikurinn var bara alls ekki nógu góður,” en voru leikmenn Íslands þungir í seinni hálfleik? „Já, ég veit ekki afhverju það var. Svona er þetta og það er eins gott að við verðum ekki svona þungir í næsta leik. Það er alvöru leikur.” „Það er eina sem skiptir máli en auðvitað er þetta svekkjandi,” en níu dagar eru þangað til að flautað verður til leiks hjá Íslandi í Argentínu. „Frábær fyrri hálfleikur og seinni hálfleikurinn var lélegur. Þetta er eitthvað sem við þurfum að laga fyrir stóru stundina.” Ísland tók sig ansi góðan tíma í innköst og föst leikatriði er líða fór á leikinn. Jóhann segir að þetta hafi ekki verið taktík heldur bara gerst í leiknum. „Þetta gerðist bara en við tókum tíma í þetta og stillum upp. Við viljum skora úr föstu leikatriðunum og kannski var þetta bara ekki nægilega mikill kraftur í síðari hálfleik. Varnarleikurinn var ekki nógu góður.” „Við erum svekktir í kvöld, á morgun er nýr dagur og svo á laugardaginn förum við til Rússlands. Þá byrjar alvaran,” sagði Jóhann að lokum.
HM 2018 í Rússlandi Tengdar fréttir Umfjöllun: Ísland - Gana 2-2 | Köstuðu frá sér sigrinum í kveðjuleiknum Íslenska landsliðið í fótbolta missti 2-0 stöðu niður í jafntefli í kveðjuleiknum fyrir HM 2018. 7. júní 2018 22:00 Twitter eftir jafnteflið: „Ég sem hélt að Gylfi væri svalastur á vellinum…” Ísland gerði 2-2 jafntefli við Gana á Laugardalsvelli í kvöld í síðasta vináttulandsleik liðsins áður en það heldur á HM í Rússlandi. 7. júní 2018 21:50 Aron Einar tók spretti eftir leik | Myndband Unnið er í því að koma landsliðsfyrirliðanum í stand fyrir HM. 7. júní 2018 22:18 Mest lesið Viktor Gísli fær treyju númer eitt hjá Barcelona Handbolti Njarðvík með fjögurra stiga forskot á toppnum Íslenski boltinn Guðmundur í grænt Íslenski boltinn Calvert-Lewin á leið til Leeds Enski boltinn Willum lagði upp sigurmark Birmingham Enski boltinn PSG kom til baka og vann Ofurbikarinn í vítakeppni Fótbolti Jón Daði skoraði fyrsta markið fyrir Selfoss í þrettán ár og Fylkir á botninum Íslenski boltinn Donnarumma sagður á leið til City í sögulegum skiptum Fótbolti Vill þjóðina upp á dekk: „Langt síðan við höfum átt alvöru heimavöll“ Fótbolti Mótherjarnir afsaka sig fyrir fram: „Hvort sem það er leikrit eða ekki“ Fótbolti Fleiri fréttir Calvert-Lewin á leið til Leeds Guðmundur í grænt Willum lagði upp sigurmark Birmingham Njarðvík með fjögurra stiga forskot á toppnum PSG kom til baka og vann Ofurbikarinn í vítakeppni Uppgjörið: Valur - Stjarnan 4-2 | Rhodes með þrennu í seinni hálfleik Jón Daði skoraði fyrsta markið fyrir Selfoss í þrettán ár og Fylkir á botninum Jason Daði og félagar fá Rauðu djöflana í heimsókn Mótherjarnir afsaka sig fyrir fram: „Hvort sem það er leikrit eða ekki“ Hártog er harðbannað og ekki skylda að vera með tagl Vill þjóðina upp á dekk: „Langt síðan við höfum átt alvöru heimavöll“ Brøndby brennir skipin: „Verðum að sækja og svo verðum við að sækja meira“ Enska augnablikið: Hugsaði til van Persie eftir frægt mark í Eyjum Matthías ekki lengi einsamall hjá Val Rashford segir Man. United fast í einskismannslandi Donnarumma sagður á leið til City í sögulegum skiptum Grealish valdi númerið sitt vegna Rooney og Gascoigne Fyrirmenni fótboltans á Norðurlöndum mæta til Íslands í vikunni Stjarnan sækir landsliðsfélaga Caulker „Fáránleg staða sem er komin upp“ Stuðningsmenn Chelsea bjartsýnastir en mjög svartsýnir hjá Newcastle Spáir Bröndby sigri í einvíginu á móti Víkingum „Er að koma inn í hlutverk sem ég veit að ég er góð í“ „Einhver vildi losna við mig“ Gullsending Sveindísar Jane valin sú besta Enska augnablikið: Hefði gengið af Hjálmari dauðum Konunum fórnað í peningavandræðum karlaliðs Barcelona Hent út úr Tottenham liðinu fyrir óstundvísi Vildi hvergi annarsstaðar spila Lehmann færir sig um set á Ítalíu Sjá meira
Umfjöllun: Ísland - Gana 2-2 | Köstuðu frá sér sigrinum í kveðjuleiknum Íslenska landsliðið í fótbolta missti 2-0 stöðu niður í jafntefli í kveðjuleiknum fyrir HM 2018. 7. júní 2018 22:00
Twitter eftir jafnteflið: „Ég sem hélt að Gylfi væri svalastur á vellinum…” Ísland gerði 2-2 jafntefli við Gana á Laugardalsvelli í kvöld í síðasta vináttulandsleik liðsins áður en það heldur á HM í Rússlandi. 7. júní 2018 21:50
Aron Einar tók spretti eftir leik | Myndband Unnið er í því að koma landsliðsfyrirliðanum í stand fyrir HM. 7. júní 2018 22:18