Matthäus og Carbajal fá nýjan mann inn í sögulegan hóp Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 4. júní 2018 19:00 Rafael Márquez í leik á móti Íslandi. Vísir/Getty Rafael Márquez var í dag valinn í HM-hóp Mexíkó og er þessi 39 ára kappi því á leiðinni á sitt fimmta heimsmeistaramót í fótbolta. Rafael Márquez mun um leið jafna met þeirra Lothar Matthaus og Antonio Carbajal sem eru þeir einu sem hafa tekið þátt í fimm heimsmeistarakeppnum í 88 ára sögu keppninnar. Lothar Matthäus lék 25 leiki á HM frá 1982 til 1998 en hann var fyrirliði heimsmeistaraliðs Þjóðvera á HM á Ítalíu 1990. Enginn leikmaður hefur spilað fleiri leiki í úrslitakeppni HM. Matthäus var þó ekki sá fyrsti til að komast á fimm heimsmeistarakeppnir en því hafði mexíkanski markvörðurinn Antonio Carbajal náð á HM í Englandi 1966. Carbajal stóð í marki Mexíkó á HM 1950, HM 1954, HM 1962 og HM 1966 og lék samtals ellefu leiki í þessum fimm keppnum. Márquez missti naumlega af HM 1998 í Frakklandi en hefur verið með Mexíkó á HM 2002, HM 2006, HM 2010 og HM 2014. Hann var með fyrirliðabandið á sinni fyrstu heimsmeistarakeppni í Suður-Kóreu og Japan árið 2002. Hann er sá eini sem hefur borið fyrirliðaband þjóðar sinnar á fjórum mismundandi heimsmeistaramótum. Márquez er þessa daganna leikmaður Atlas í Mexíkó en hann er þekktastur fyrir tíma sinn með Barcelona frá 2003 til 2010. Márquez hóf ferilinn með Atlas áður en hann fór til Evrópu (Mónakó) tvítugur. Javier Hernandez hefur verið mikið á bekknum hjá West Ham en hann er í hópnum alveg eins og bræðurnir Giovani Dos Santos og Jonathan Dos Santos sem spila með LA Galaxy í Bandaríkjunum.Cuatro años con una meta en la mente; meses de trabajo, incontables días de concentración. Todo para cumplir un sueño: Rusia 2018. A demostrar que, a los mexicanos, #NadaNosDetiene.https://t.co/Lor0uRtl3Fpic.twitter.com/k3YhhBGmKT — Selección Nacional (@miseleccionmx) June 4, 2018HM-hópur Mexíkó lítur annars þannig út:Markmenn: Guillermo Ochoa (Standard Liege), Alfredo Talavera (Toluca), Jesus Corona (Cruz Azul).Varnarmenn: Carlos Salcedo (Eintracht Frankfurt), Diego Reyes (Porto), Hector Moreno (Real Sociedad), Hugo Ayala (Tigres), Edson Alvarez (America), Jesus Gallardo (Monterrey), Miguel Layun (Sevilla).Miðjumenn: Rafael Marquez (Atlas), Hector Herrera (Porto), Jonathan Dos Santos (LA Galaxy), Giovani Dos Santos (LA Galaxy), Andres Guardado (Real Betis), Marco Fabian (Eintracht Frankfurt).Framherjar: Javier Hernandez (West Ham), Raul Jimenez (Benfica), Oribe Peralta (America), Jesus Manuel Corona (Porto), Carlos Vela (Los Angeles FC), Javier Aquino (Tigres), Hirving Lozano (PSV Eindhoven). HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Hættur aðeins þrítugur Golf Sjáðu geggjaðan snúning Alberts áður en hann skoraði frábært mark Fótbolti Áfallið staðreynd og Isak búinn í aðgerð Enski boltinn Bunting dró orð sín til baka með tárin í augunum: „Ég er ekki meistari fólksins“ Sport Sakaður um svindl á HM í pílukasti Sport Afkáralegt fagn hjá hetju Sambíu Fótbolti Táningur fær mikið hrós fyrir viðbrögð sín þegar mótherji missti meðvitund Fótbolti Steraleikarnir segi ungu fólki að það sé aldrei nógu fullkomið Sport Áhorfendur ærðust eftir mögulega mark mótsins í fyrsta leik Fótbolti Klappstýrur Björgvins Karls slógu í gegn Sport Fleiri fréttir Einn leikmaður með samning og völlurinn ólöglegur Salah færði Egyptum draumabyrjun Fulham skildi Forest eftir við fallsvæðið Áfallið staðreynd og Isak búinn í aðgerð Neres hetja Napoli í Sádi-Arabíu Aron Einar lagði upp dýrmætt sigurmark Afkáralegt fagn hjá hetju Sambíu Glódís Perla veik í jólafríið en enn taplaus Glódís og Hákon best í fótboltanum á árinu Frelsaði fjárfestirinn Dani Alves gefur sjálfum sér samning Fagnaði titli Liverpool sem óður maður um alla borg Mbappé breytti um fagn af góðu tilefni „Allir virðast elska hann“ Meira en 37 stöðugildi hjá Knattspyrnusambandi Íslands Táningur fær mikið hrós fyrir viðbrögð sín þegar mótherji missti meðvitund „Þetta mun ekki buga okkur“ Guardiola mun vigta leikmenn Man City eftir jólin „Ef þið væruð Antoine Semenyo, hvert mynduð þið fara?“ Freyr himinlifandi með íslensku strákana Sjáðu geggjaðan snúning Alberts áður en hann skoraði frábært mark Óskar Hrafn um komu Arnórs Ingva: „Gífurlega dýrmætt fyrir KR“ Áhorfendur ærðust eftir mögulega mark mótsins í fyrsta leik Sjáðu mörkin: Rogers sá um Manchester United Hleður Kjartan lofi eftir frábæra frumraun með Aberdeen Óttast að Isak hafi fótbrotnað Túfa gerir þriggja ára samning í Svíþjóð Arnór Ingvi orðinn leikmaður KR Albert skoraði í fyrsta sigri Fiorentina Bæjarar aftur á sigurbraut Tvenna frá Rogers tryggði Villa sigur gegn Manchester United Sjá meira
Rafael Márquez var í dag valinn í HM-hóp Mexíkó og er þessi 39 ára kappi því á leiðinni á sitt fimmta heimsmeistaramót í fótbolta. Rafael Márquez mun um leið jafna met þeirra Lothar Matthaus og Antonio Carbajal sem eru þeir einu sem hafa tekið þátt í fimm heimsmeistarakeppnum í 88 ára sögu keppninnar. Lothar Matthäus lék 25 leiki á HM frá 1982 til 1998 en hann var fyrirliði heimsmeistaraliðs Þjóðvera á HM á Ítalíu 1990. Enginn leikmaður hefur spilað fleiri leiki í úrslitakeppni HM. Matthäus var þó ekki sá fyrsti til að komast á fimm heimsmeistarakeppnir en því hafði mexíkanski markvörðurinn Antonio Carbajal náð á HM í Englandi 1966. Carbajal stóð í marki Mexíkó á HM 1950, HM 1954, HM 1962 og HM 1966 og lék samtals ellefu leiki í þessum fimm keppnum. Márquez missti naumlega af HM 1998 í Frakklandi en hefur verið með Mexíkó á HM 2002, HM 2006, HM 2010 og HM 2014. Hann var með fyrirliðabandið á sinni fyrstu heimsmeistarakeppni í Suður-Kóreu og Japan árið 2002. Hann er sá eini sem hefur borið fyrirliðaband þjóðar sinnar á fjórum mismundandi heimsmeistaramótum. Márquez er þessa daganna leikmaður Atlas í Mexíkó en hann er þekktastur fyrir tíma sinn með Barcelona frá 2003 til 2010. Márquez hóf ferilinn með Atlas áður en hann fór til Evrópu (Mónakó) tvítugur. Javier Hernandez hefur verið mikið á bekknum hjá West Ham en hann er í hópnum alveg eins og bræðurnir Giovani Dos Santos og Jonathan Dos Santos sem spila með LA Galaxy í Bandaríkjunum.Cuatro años con una meta en la mente; meses de trabajo, incontables días de concentración. Todo para cumplir un sueño: Rusia 2018. A demostrar que, a los mexicanos, #NadaNosDetiene.https://t.co/Lor0uRtl3Fpic.twitter.com/k3YhhBGmKT — Selección Nacional (@miseleccionmx) June 4, 2018HM-hópur Mexíkó lítur annars þannig út:Markmenn: Guillermo Ochoa (Standard Liege), Alfredo Talavera (Toluca), Jesus Corona (Cruz Azul).Varnarmenn: Carlos Salcedo (Eintracht Frankfurt), Diego Reyes (Porto), Hector Moreno (Real Sociedad), Hugo Ayala (Tigres), Edson Alvarez (America), Jesus Gallardo (Monterrey), Miguel Layun (Sevilla).Miðjumenn: Rafael Marquez (Atlas), Hector Herrera (Porto), Jonathan Dos Santos (LA Galaxy), Giovani Dos Santos (LA Galaxy), Andres Guardado (Real Betis), Marco Fabian (Eintracht Frankfurt).Framherjar: Javier Hernandez (West Ham), Raul Jimenez (Benfica), Oribe Peralta (America), Jesus Manuel Corona (Porto), Carlos Vela (Los Angeles FC), Javier Aquino (Tigres), Hirving Lozano (PSV Eindhoven).
HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Hættur aðeins þrítugur Golf Sjáðu geggjaðan snúning Alberts áður en hann skoraði frábært mark Fótbolti Áfallið staðreynd og Isak búinn í aðgerð Enski boltinn Bunting dró orð sín til baka með tárin í augunum: „Ég er ekki meistari fólksins“ Sport Sakaður um svindl á HM í pílukasti Sport Afkáralegt fagn hjá hetju Sambíu Fótbolti Táningur fær mikið hrós fyrir viðbrögð sín þegar mótherji missti meðvitund Fótbolti Steraleikarnir segi ungu fólki að það sé aldrei nógu fullkomið Sport Áhorfendur ærðust eftir mögulega mark mótsins í fyrsta leik Fótbolti Klappstýrur Björgvins Karls slógu í gegn Sport Fleiri fréttir Einn leikmaður með samning og völlurinn ólöglegur Salah færði Egyptum draumabyrjun Fulham skildi Forest eftir við fallsvæðið Áfallið staðreynd og Isak búinn í aðgerð Neres hetja Napoli í Sádi-Arabíu Aron Einar lagði upp dýrmætt sigurmark Afkáralegt fagn hjá hetju Sambíu Glódís Perla veik í jólafríið en enn taplaus Glódís og Hákon best í fótboltanum á árinu Frelsaði fjárfestirinn Dani Alves gefur sjálfum sér samning Fagnaði titli Liverpool sem óður maður um alla borg Mbappé breytti um fagn af góðu tilefni „Allir virðast elska hann“ Meira en 37 stöðugildi hjá Knattspyrnusambandi Íslands Táningur fær mikið hrós fyrir viðbrögð sín þegar mótherji missti meðvitund „Þetta mun ekki buga okkur“ Guardiola mun vigta leikmenn Man City eftir jólin „Ef þið væruð Antoine Semenyo, hvert mynduð þið fara?“ Freyr himinlifandi með íslensku strákana Sjáðu geggjaðan snúning Alberts áður en hann skoraði frábært mark Óskar Hrafn um komu Arnórs Ingva: „Gífurlega dýrmætt fyrir KR“ Áhorfendur ærðust eftir mögulega mark mótsins í fyrsta leik Sjáðu mörkin: Rogers sá um Manchester United Hleður Kjartan lofi eftir frábæra frumraun með Aberdeen Óttast að Isak hafi fótbrotnað Túfa gerir þriggja ára samning í Svíþjóð Arnór Ingvi orðinn leikmaður KR Albert skoraði í fyrsta sigri Fiorentina Bæjarar aftur á sigurbraut Tvenna frá Rogers tryggði Villa sigur gegn Manchester United Sjá meira