Gylfi eftir markið í kvöld: „Held ég verði klár gegn Argentínu“ Anton Ingi Leifsson skrifar 2. júní 2018 22:53 Gylfi Þór Sigurðsson skoraði eitt marka Íslands er liðið tapaði 3-2 fyrir Noregi í vináttulandsleik í kvöld. Gylfi hefur verið meiddur í þrjá mánuði en það tók hann sex mínútur að skora í kvöld. „Tilfinningin var frábær og móttökurnar voru góðar. Það er frábært að vera farinn að spila aftur og mér leið mjög vel,” sagði Gylfi í samtali við Arnar Björnsson eftir leikinn í kvöld. „Ég var þreyttur fyrstu fimm mínúturnar en svo komst ég í gírinn. Það gaf mér mikið sjálfstraust að hnéið hélt og svo skoraði ég auðvitað. Fínt kvöld fyrir mig persónulega. Ef við lítum á úrslitin og frammistöðuna þá erum við svekktir.” „Ég og Heimir vorum búnir að ræða það síðustu daga að við ætluðum að taka stöðuna. Það gekk vel og ég fann ekki fyrir neinu. Svo ákváðum við það að ég myndi spila 25-30 mínútur sem gekk vel.” Hvernig var fyrir Gylfa, sem er stærsta stjarna liðsins, að horfa á leikinn frá bekknum? „Auðvitað er þetta skrýtið að horfa á þetta frá bekknum sérstaklega þegar maður er svona nálægt HM. Auðvitað hefði verið skemmtilegra að spila en ég spila vonandi meira í næsta leik.” „Ég held að ég verði klár í fyrsta leik gegn Argentínu. Ég er búinn að leggja mikið á mig síðustu tvo til þrjá mánuði. Æfa mikið og reyna að vera í eins góðu standi. Svo lengi sem eitthvað annað kemur ekki fyrir þá ætti ég að vera í toppstandi.” Gylfi hefur verið ansi duglegur og lagt hart að sér að komast aftur í sitt gamla form en hefur hann aldrei orðið svartsýnn í leið sinni að batanum? „Já, það kom ein vika þar sem vökvi var í hnénu og ég náði ekki að losna við það. Ég þurfti að fara í sprautu og þar kom vika þar sem maður var svartsýnn. Sem betur er þetta allt að ganga eftir,” en hvernig leið Gylfa þá? „Auðvitað mjög illa. Ég var svolítið langt niðri en ég vissi að ég hefði langan tíma til að vera nokkurn veginn klár fyrir HM en auðvitað er betra fyrir sjálfan mig að fara í gegnum æfingar sem hefur verið raunin upp á síðkastið.” Gylfi leggst væntanlega á koddann nokkuð ánægður enda kominn til baka eftir þrjá mánuði af meiðslum þrátt fyrir tap Íslands í kvöld. „Auðvitað er margt sem við þurfum að bæta og fara yfir fyrir næsta leik en fyrir mig persónulega þá er frábært að vera kominn aftur að spila og skora líka. Auðvitað er þetta æfingarleikur og við erum að æfa öðruvísi en ég held að það sé fínt að fá smá ámninngu að það er margt sem við þurfum að bæta.” HM 2018 í Rússlandi Tengdar fréttir Frederik: Getur verið vitur eftir á Frederik Schram, markvörður Íslands gegn Noregi í kvöld, sagðist sjá eftir því að hafa reynt að sóla Joshua King í öðru marki Noregs í kvöld. 2. júní 2018 22:28 Twitter eftir leikinn: „Eins og neikvæður gaur í Costco grúppu“ Ísland tapaði 3-2 fyrir Noregi í næst síðasta æfingarleik sínum fyrir HM. Ísland komst í 2-1 um miðjan síðari hálfleikinn en glutraði niður forskotinu. 2. júní 2018 22:03 Einkunnir Íslands: Rúrik maður leiksins Rúrik Gíslason nýtti tækifærið manna best þegar Ísland tapaði fyrir Noregi á Laugardalsvelli í kvöld. 2. júní 2018 22:13 Umfjöllun: Ísland - Noregur 2-3 | Síðasta kennslustundin frá Lars Ísland komst í vænlega stöðu gegn Noregi í kvöld en klúðraði málunum á síðustu mínútunum og tapaði fyrir Lars Lagerbäck og lærisveinum hans í norska landsliðinu. 2. júní 2018 22:15 Mest lesið Endurkomusigur í stórskemmtilegum opnunarleik Enski boltinn „Ég hélt að við værum komin lengra“ Enski boltinn „Betra er seint en aldrei“ Enski boltinn „Eiginlega alveg viss“ um að Rashford megi spila á morgun Fótbolti Villareal vann í endurkomu Cazorla og frumraun Partey Fótbolti Tryggvi lét mest til sín taka í tapi gegn Portúgal Körfubolti Opnunarleikurinn var stöðvaður vegna kynþáttaníðs Enski boltinn ÍBV segir tvær hliðar á málinu og óskar Kára velfarnaðar Handbolti Kristall farinn að skora aftur eftir meiðslin Fótbolti Gummi Ben og Hjörvar Hafliða fóru að rífast Enski boltinn Fleiri fréttir „Eiginlega alveg viss“ um að Rashford megi spila á morgun „Ég hélt að við værum komin lengra“ „Betra er seint en aldrei“ Villareal vann í endurkomu Cazorla og frumraun Partey Endurkomusigur í stórskemmtilegum opnunarleik Opnunarleikurinn var stöðvaður vegna kynþáttaníðs Kristall farinn að skora aftur eftir meiðslin Aston Villa sektað og bannað að nota marga bolta „Allt er þegar þrennt er“ Liverpool kaupir ungan ítalskan miðvörð Brentford að slá félagaskiptametið Allar tilfinningarnar í gangi Enska augnablikið: Hamingjureiturinn Stórkostleg tölfræði Salah í fyrsta leik „Tölfræðin er eins og bikiní“ Fjölskylda Jota á Anfield í kvöld Táningi hótað lífláti þrátt fyrir sigurinn á Víkingum „Maður er búinn að vera á nálum“ Hentu ferðatöskum inn á völlinn í miðjum leik Danirnir hjá Norwich fögnuðu óförum Víkinga berir að ofan Spurningar um Isak tóku yfir fundinn Sjáðu þáttinn um fyrsta N1-mót kvenna: Smá stress, snitsel og Sandra María skrifaði á skó Gummi Ben og Hjörvar Hafliða fóru að rífast Sjáðu dramtíkina á Króknum í gær: Aftur fengu Þróttarakonur rautt spjald Karólína Lea valin best í fyrsta leik Enska augnablikið: Eftirminnilegasta lýsing Íslandssögunnar Nýr framherji Man. United treður með miklum tilþrifum í körfuna „Gefa áhorfendum innsýn í það sem sérfræðingarnir gera“ Dagskráin: Fyrsti leikur í enska boltanum „Galið og fáránlegt“ Sjá meira
Gylfi Þór Sigurðsson skoraði eitt marka Íslands er liðið tapaði 3-2 fyrir Noregi í vináttulandsleik í kvöld. Gylfi hefur verið meiddur í þrjá mánuði en það tók hann sex mínútur að skora í kvöld. „Tilfinningin var frábær og móttökurnar voru góðar. Það er frábært að vera farinn að spila aftur og mér leið mjög vel,” sagði Gylfi í samtali við Arnar Björnsson eftir leikinn í kvöld. „Ég var þreyttur fyrstu fimm mínúturnar en svo komst ég í gírinn. Það gaf mér mikið sjálfstraust að hnéið hélt og svo skoraði ég auðvitað. Fínt kvöld fyrir mig persónulega. Ef við lítum á úrslitin og frammistöðuna þá erum við svekktir.” „Ég og Heimir vorum búnir að ræða það síðustu daga að við ætluðum að taka stöðuna. Það gekk vel og ég fann ekki fyrir neinu. Svo ákváðum við það að ég myndi spila 25-30 mínútur sem gekk vel.” Hvernig var fyrir Gylfa, sem er stærsta stjarna liðsins, að horfa á leikinn frá bekknum? „Auðvitað er þetta skrýtið að horfa á þetta frá bekknum sérstaklega þegar maður er svona nálægt HM. Auðvitað hefði verið skemmtilegra að spila en ég spila vonandi meira í næsta leik.” „Ég held að ég verði klár í fyrsta leik gegn Argentínu. Ég er búinn að leggja mikið á mig síðustu tvo til þrjá mánuði. Æfa mikið og reyna að vera í eins góðu standi. Svo lengi sem eitthvað annað kemur ekki fyrir þá ætti ég að vera í toppstandi.” Gylfi hefur verið ansi duglegur og lagt hart að sér að komast aftur í sitt gamla form en hefur hann aldrei orðið svartsýnn í leið sinni að batanum? „Já, það kom ein vika þar sem vökvi var í hnénu og ég náði ekki að losna við það. Ég þurfti að fara í sprautu og þar kom vika þar sem maður var svartsýnn. Sem betur er þetta allt að ganga eftir,” en hvernig leið Gylfa þá? „Auðvitað mjög illa. Ég var svolítið langt niðri en ég vissi að ég hefði langan tíma til að vera nokkurn veginn klár fyrir HM en auðvitað er betra fyrir sjálfan mig að fara í gegnum æfingar sem hefur verið raunin upp á síðkastið.” Gylfi leggst væntanlega á koddann nokkuð ánægður enda kominn til baka eftir þrjá mánuði af meiðslum þrátt fyrir tap Íslands í kvöld. „Auðvitað er margt sem við þurfum að bæta og fara yfir fyrir næsta leik en fyrir mig persónulega þá er frábært að vera kominn aftur að spila og skora líka. Auðvitað er þetta æfingarleikur og við erum að æfa öðruvísi en ég held að það sé fínt að fá smá ámninngu að það er margt sem við þurfum að bæta.”
HM 2018 í Rússlandi Tengdar fréttir Frederik: Getur verið vitur eftir á Frederik Schram, markvörður Íslands gegn Noregi í kvöld, sagðist sjá eftir því að hafa reynt að sóla Joshua King í öðru marki Noregs í kvöld. 2. júní 2018 22:28 Twitter eftir leikinn: „Eins og neikvæður gaur í Costco grúppu“ Ísland tapaði 3-2 fyrir Noregi í næst síðasta æfingarleik sínum fyrir HM. Ísland komst í 2-1 um miðjan síðari hálfleikinn en glutraði niður forskotinu. 2. júní 2018 22:03 Einkunnir Íslands: Rúrik maður leiksins Rúrik Gíslason nýtti tækifærið manna best þegar Ísland tapaði fyrir Noregi á Laugardalsvelli í kvöld. 2. júní 2018 22:13 Umfjöllun: Ísland - Noregur 2-3 | Síðasta kennslustundin frá Lars Ísland komst í vænlega stöðu gegn Noregi í kvöld en klúðraði málunum á síðustu mínútunum og tapaði fyrir Lars Lagerbäck og lærisveinum hans í norska landsliðinu. 2. júní 2018 22:15 Mest lesið Endurkomusigur í stórskemmtilegum opnunarleik Enski boltinn „Ég hélt að við værum komin lengra“ Enski boltinn „Betra er seint en aldrei“ Enski boltinn „Eiginlega alveg viss“ um að Rashford megi spila á morgun Fótbolti Villareal vann í endurkomu Cazorla og frumraun Partey Fótbolti Tryggvi lét mest til sín taka í tapi gegn Portúgal Körfubolti Opnunarleikurinn var stöðvaður vegna kynþáttaníðs Enski boltinn ÍBV segir tvær hliðar á málinu og óskar Kára velfarnaðar Handbolti Kristall farinn að skora aftur eftir meiðslin Fótbolti Gummi Ben og Hjörvar Hafliða fóru að rífast Enski boltinn Fleiri fréttir „Eiginlega alveg viss“ um að Rashford megi spila á morgun „Ég hélt að við værum komin lengra“ „Betra er seint en aldrei“ Villareal vann í endurkomu Cazorla og frumraun Partey Endurkomusigur í stórskemmtilegum opnunarleik Opnunarleikurinn var stöðvaður vegna kynþáttaníðs Kristall farinn að skora aftur eftir meiðslin Aston Villa sektað og bannað að nota marga bolta „Allt er þegar þrennt er“ Liverpool kaupir ungan ítalskan miðvörð Brentford að slá félagaskiptametið Allar tilfinningarnar í gangi Enska augnablikið: Hamingjureiturinn Stórkostleg tölfræði Salah í fyrsta leik „Tölfræðin er eins og bikiní“ Fjölskylda Jota á Anfield í kvöld Táningi hótað lífláti þrátt fyrir sigurinn á Víkingum „Maður er búinn að vera á nálum“ Hentu ferðatöskum inn á völlinn í miðjum leik Danirnir hjá Norwich fögnuðu óförum Víkinga berir að ofan Spurningar um Isak tóku yfir fundinn Sjáðu þáttinn um fyrsta N1-mót kvenna: Smá stress, snitsel og Sandra María skrifaði á skó Gummi Ben og Hjörvar Hafliða fóru að rífast Sjáðu dramtíkina á Króknum í gær: Aftur fengu Þróttarakonur rautt spjald Karólína Lea valin best í fyrsta leik Enska augnablikið: Eftirminnilegasta lýsing Íslandssögunnar Nýr framherji Man. United treður með miklum tilþrifum í körfuna „Gefa áhorfendum innsýn í það sem sérfræðingarnir gera“ Dagskráin: Fyrsti leikur í enska boltanum „Galið og fáránlegt“ Sjá meira
Frederik: Getur verið vitur eftir á Frederik Schram, markvörður Íslands gegn Noregi í kvöld, sagðist sjá eftir því að hafa reynt að sóla Joshua King í öðru marki Noregs í kvöld. 2. júní 2018 22:28
Twitter eftir leikinn: „Eins og neikvæður gaur í Costco grúppu“ Ísland tapaði 3-2 fyrir Noregi í næst síðasta æfingarleik sínum fyrir HM. Ísland komst í 2-1 um miðjan síðari hálfleikinn en glutraði niður forskotinu. 2. júní 2018 22:03
Einkunnir Íslands: Rúrik maður leiksins Rúrik Gíslason nýtti tækifærið manna best þegar Ísland tapaði fyrir Noregi á Laugardalsvelli í kvöld. 2. júní 2018 22:13
Umfjöllun: Ísland - Noregur 2-3 | Síðasta kennslustundin frá Lars Ísland komst í vænlega stöðu gegn Noregi í kvöld en klúðraði málunum á síðustu mínútunum og tapaði fyrir Lars Lagerbäck og lærisveinum hans í norska landsliðinu. 2. júní 2018 22:15