Einkunnir Íslands: Rúrik maður leiksins 2. júní 2018 22:13 Rúrik í leiknum í kvöld. Vísir/Andri Marinó Rúrik Gíslason var maður leiksins að mati Vísis þegar Ísland tapaði í kvöld fyrir Noregi á Laugardalsvelli í næstsíðasta leik sínum fyrir HM. Rúrik fékk tækifærið í byrjunarliðinu í kvöld og var greinilega ákveðinn í að sýna að hann ætti skilið að fá mínútur í Rússlandi en hann var ekki í EM-hópi Íslands fyrir tveimur árum síðan. Íslenska liðið lék heilt yfir ekki vel í kvöld en hér fyrir neðan má sjá einkunnir okkar manna. Einkunnagjöf Íslands fyrir Ísland - Noregur Byrjunarlið:Frederik Schram, markvörður 3 Mátti mögulega gera betur í fyrra marki Norðmanna þó það hafi verið ágætlega skotið. Gerði skelfileg mistök og gaf Norðmönnum annað markið. Ófyrirgefanlegt á stóra sviðinu. Martraðaleikur fyrir Frederik.Birkir Már Sævarsson, hægri bakvörður 5 Lenti stundum í vandræðum með sinn mann og var eins og aðrir varnarmenn Íslands stundum úr stöðu. En harður af sér og gerði margt ágætlega.Kári Árnason, miðvörður 6 Besti varnarmaðurinn í annars slakri íslenskri vörn í dag. Eins og oft áður ótrúlega drjúgur í að skalla fyrirgjafir úr teignum. Átti sendinguna á Frederik í öðru marki Norðmanna sem gerði markverðinum enga greiða.Ragnar Sigurðsson, miðvörður 5 Leit ekki vel út í marki Norðmanna í fyrri hálfleik. Gerði samt sitt eftir það og við það skánaði varnarleikur Íslands.Hörður Björgvin Magnússon, vinstri bakvörður 5 Gerði fá mistök í sókninni en það var lítill kraftur í honum þegar hann var beðinn um að sækja.Jóhann Berg Guðmundsson, hægri kantmaður 6 Mikil gæði í þessum dreng og þegar hann náði að sýna þau var hann frábær. Dró af honum eftir því sem leið á leikinn.Emil Hallfreðsson, miðjumaður 7 Stóð vaktina ágætlega í mikilvægu hlutverki á miðjunni. Fékk fáein skotfæri sem hann nýtti illa.Birkir Bjarnason, miðjumaður 7 Orkumikill á miðjunni og hefði verið gaman að sjá meira koma úr hans aðgerðum. Sýnir að hann getur leyst þetta hlutverk vel af hólmi.Rúrik Gíslason, vinstri kantmaður 8 - maður leiksins Fékk tækifæri í byrjunarliðinu í dag og nýtti það vel til að minna á sig. Var manna sprækastur þegar okkar menn voru heldur daufir í upphafi leiks og vítið sem hann fékk breytti leiknum fyrir Ísland.Jón Daði Böðvarsson, framherji 5 Ávallt duglegur og gerði margt ágætlega þegar langir boltar komu fram. En það kom lítið úr hans aðgerðum og hann komst einhvern veginn aldrei i takt við leikinn.Alfreð Finnbogason, framherji 6 Skoraði fyrsta mark Íslands úr vítaspyrnu af miklu öryggi en fékk annars úr litlu að moða. Öflugur þegar hann fékk þó boltann. Varamenn:Björn Bergmann Sigurðarson - (Kom inn á fyrir Alfreð á 46. mínútu) 5 Gerði ágætlega í aðdraganda mark Gylfa Þórs en hann breytti annars litlu í leik Íslands.Sverri Ingi Ingason - (Kom inn á fyrir Ragnar á 46. mínútu) 5 Náði því miður ekki að bæta varnarleik Íslands.Ari Freyr Skúlason - (Kom inn á fyrir Rúrik á 63. mínútu) 6 Kom inn af krafti. Vinnusamur að vana.Gylfi Þór Sigurðsson - (Kom inn á fyrir Jón Daða á 63. mínútu) 7 Mark og stangarskot hjá Gylfa. Óhætt að hann gerði mikið fyrir sóknarleik Íslands eftir að hann kom inn á.Samúel Kári Friðjónsson - (Kom inn á fyrir Emil á 82. mínútu) - Spilaði of lítði til að fá einkunn.Albert Guðmundsson - (Kom inn á fyrir Birki Bjarnason á 88. mínútu) - Spilaði of lítið til að fá einkunn. HM 2018 í Rússlandi Mest lesið „Það er björt framtíð á Nesinu“ Sport Fantasýn: Sölvi Tryggva með leynivopn Enski boltinn Fótboltaleikur í beinni á TikTok í fyrsta sinn Enski boltinn Magnús verður áfram í Mosfellsbæ Íslenski boltinn Íslendingaliðið sótti stig og Aston Villa vann mótmælaleikinn Fótbolti „Við vorum sjálfum okkur verstir“ Handbolti Uppgjörið: Fram - Valur 27-36 | Arnór í banastuði gegn meisturunum Handbolti Baldur Fritz fór á kostum og Afturelding styrkti stöðuna Handbolti „Þarf ekki að láta aðra segja mér hvort að liðið sé nógu gott“ Körfubolti Sá húsið sitt brenna til kaldra kola Körfubolti Fleiri fréttir Fantasýn: Sölvi Tryggva með leynivopn Fótboltaleikur í beinni á TikTok í fyrsta sinn Magnús verður áfram í Mosfellsbæ Íslendingaliðið sótti stig og Aston Villa vann mótmælaleikinn Sex handtökur í mótmælum fyrir leik í Evrópudeildinni Emilía skoraði annan leikinn í röð Logi á toppnum en Hákon á bekknum Shakhtar - Breiðablik 2-0 | Breiðablik átti sín augnablik Ronaldo og félagar spila landsleik í sérstökum Eusébio-búningi Ólöf og Írena báðar í úrvalsliði Ivy-deildarinnar Suárez dæmdur í bann fyrir hælspark í mótherja og missir af risaleik Pálmi í ótímabundið leyfi Góður í að þekkja stórstjörnur sem börn Erfitt að heyra hvað Orri hefur þjáðst „Ég og Nik erum ágætis vinir“ „Vel gert að geta haldið áfram í svona ástandi“ Fylgist spenntur með Viktori: „Þetta er með ólíkindum“ Stelpurnar okkar fá ekki leiki vegna sparnaðar Lamine Yamal sakaði menn um lygar eftir leik Mörk úr Meistaradeildinni: Sjáðu Osimhen hoppa upp fyrir Mbappé og Haaland Segir að Man United sé ekki að búa til Harlem Globetrotters-lið Donald Trump að fá friðarverðlaun frá FIFA? „Rokk og ról“ hjá Frey í villta vestrinu Sjáðu atvikið: Hágrátandi Hakimi frá í nokkrar vikur Óstöðvandi Osimhen, magurt hjá Mourinho og Bilbao brenndir Böl Börsunga í Belgíu Foden í stuði gegn Dortmund Spilaði meira en síðustu tvo mánuði til samans Nik fær Lindu Líf til Kristianstad Sandra María skoraði í svekkjandi leik Sjá meira
Rúrik Gíslason var maður leiksins að mati Vísis þegar Ísland tapaði í kvöld fyrir Noregi á Laugardalsvelli í næstsíðasta leik sínum fyrir HM. Rúrik fékk tækifærið í byrjunarliðinu í kvöld og var greinilega ákveðinn í að sýna að hann ætti skilið að fá mínútur í Rússlandi en hann var ekki í EM-hópi Íslands fyrir tveimur árum síðan. Íslenska liðið lék heilt yfir ekki vel í kvöld en hér fyrir neðan má sjá einkunnir okkar manna. Einkunnagjöf Íslands fyrir Ísland - Noregur Byrjunarlið:Frederik Schram, markvörður 3 Mátti mögulega gera betur í fyrra marki Norðmanna þó það hafi verið ágætlega skotið. Gerði skelfileg mistök og gaf Norðmönnum annað markið. Ófyrirgefanlegt á stóra sviðinu. Martraðaleikur fyrir Frederik.Birkir Már Sævarsson, hægri bakvörður 5 Lenti stundum í vandræðum með sinn mann og var eins og aðrir varnarmenn Íslands stundum úr stöðu. En harður af sér og gerði margt ágætlega.Kári Árnason, miðvörður 6 Besti varnarmaðurinn í annars slakri íslenskri vörn í dag. Eins og oft áður ótrúlega drjúgur í að skalla fyrirgjafir úr teignum. Átti sendinguna á Frederik í öðru marki Norðmanna sem gerði markverðinum enga greiða.Ragnar Sigurðsson, miðvörður 5 Leit ekki vel út í marki Norðmanna í fyrri hálfleik. Gerði samt sitt eftir það og við það skánaði varnarleikur Íslands.Hörður Björgvin Magnússon, vinstri bakvörður 5 Gerði fá mistök í sókninni en það var lítill kraftur í honum þegar hann var beðinn um að sækja.Jóhann Berg Guðmundsson, hægri kantmaður 6 Mikil gæði í þessum dreng og þegar hann náði að sýna þau var hann frábær. Dró af honum eftir því sem leið á leikinn.Emil Hallfreðsson, miðjumaður 7 Stóð vaktina ágætlega í mikilvægu hlutverki á miðjunni. Fékk fáein skotfæri sem hann nýtti illa.Birkir Bjarnason, miðjumaður 7 Orkumikill á miðjunni og hefði verið gaman að sjá meira koma úr hans aðgerðum. Sýnir að hann getur leyst þetta hlutverk vel af hólmi.Rúrik Gíslason, vinstri kantmaður 8 - maður leiksins Fékk tækifæri í byrjunarliðinu í dag og nýtti það vel til að minna á sig. Var manna sprækastur þegar okkar menn voru heldur daufir í upphafi leiks og vítið sem hann fékk breytti leiknum fyrir Ísland.Jón Daði Böðvarsson, framherji 5 Ávallt duglegur og gerði margt ágætlega þegar langir boltar komu fram. En það kom lítið úr hans aðgerðum og hann komst einhvern veginn aldrei i takt við leikinn.Alfreð Finnbogason, framherji 6 Skoraði fyrsta mark Íslands úr vítaspyrnu af miklu öryggi en fékk annars úr litlu að moða. Öflugur þegar hann fékk þó boltann. Varamenn:Björn Bergmann Sigurðarson - (Kom inn á fyrir Alfreð á 46. mínútu) 5 Gerði ágætlega í aðdraganda mark Gylfa Þórs en hann breytti annars litlu í leik Íslands.Sverri Ingi Ingason - (Kom inn á fyrir Ragnar á 46. mínútu) 5 Náði því miður ekki að bæta varnarleik Íslands.Ari Freyr Skúlason - (Kom inn á fyrir Rúrik á 63. mínútu) 6 Kom inn af krafti. Vinnusamur að vana.Gylfi Þór Sigurðsson - (Kom inn á fyrir Jón Daða á 63. mínútu) 7 Mark og stangarskot hjá Gylfa. Óhætt að hann gerði mikið fyrir sóknarleik Íslands eftir að hann kom inn á.Samúel Kári Friðjónsson - (Kom inn á fyrir Emil á 82. mínútu) - Spilaði of lítði til að fá einkunn.Albert Guðmundsson - (Kom inn á fyrir Birki Bjarnason á 88. mínútu) - Spilaði of lítið til að fá einkunn.
HM 2018 í Rússlandi Mest lesið „Það er björt framtíð á Nesinu“ Sport Fantasýn: Sölvi Tryggva með leynivopn Enski boltinn Fótboltaleikur í beinni á TikTok í fyrsta sinn Enski boltinn Magnús verður áfram í Mosfellsbæ Íslenski boltinn Íslendingaliðið sótti stig og Aston Villa vann mótmælaleikinn Fótbolti „Við vorum sjálfum okkur verstir“ Handbolti Uppgjörið: Fram - Valur 27-36 | Arnór í banastuði gegn meisturunum Handbolti Baldur Fritz fór á kostum og Afturelding styrkti stöðuna Handbolti „Þarf ekki að láta aðra segja mér hvort að liðið sé nógu gott“ Körfubolti Sá húsið sitt brenna til kaldra kola Körfubolti Fleiri fréttir Fantasýn: Sölvi Tryggva með leynivopn Fótboltaleikur í beinni á TikTok í fyrsta sinn Magnús verður áfram í Mosfellsbæ Íslendingaliðið sótti stig og Aston Villa vann mótmælaleikinn Sex handtökur í mótmælum fyrir leik í Evrópudeildinni Emilía skoraði annan leikinn í röð Logi á toppnum en Hákon á bekknum Shakhtar - Breiðablik 2-0 | Breiðablik átti sín augnablik Ronaldo og félagar spila landsleik í sérstökum Eusébio-búningi Ólöf og Írena báðar í úrvalsliði Ivy-deildarinnar Suárez dæmdur í bann fyrir hælspark í mótherja og missir af risaleik Pálmi í ótímabundið leyfi Góður í að þekkja stórstjörnur sem börn Erfitt að heyra hvað Orri hefur þjáðst „Ég og Nik erum ágætis vinir“ „Vel gert að geta haldið áfram í svona ástandi“ Fylgist spenntur með Viktori: „Þetta er með ólíkindum“ Stelpurnar okkar fá ekki leiki vegna sparnaðar Lamine Yamal sakaði menn um lygar eftir leik Mörk úr Meistaradeildinni: Sjáðu Osimhen hoppa upp fyrir Mbappé og Haaland Segir að Man United sé ekki að búa til Harlem Globetrotters-lið Donald Trump að fá friðarverðlaun frá FIFA? „Rokk og ról“ hjá Frey í villta vestrinu Sjáðu atvikið: Hágrátandi Hakimi frá í nokkrar vikur Óstöðvandi Osimhen, magurt hjá Mourinho og Bilbao brenndir Böl Börsunga í Belgíu Foden í stuði gegn Dortmund Spilaði meira en síðustu tvo mánuði til samans Nik fær Lindu Líf til Kristianstad Sandra María skoraði í svekkjandi leik Sjá meira