Dúxaði MR með fimmtu hæstu einkunn frá upphafi Sylvía Hall skrifar 2. júní 2018 16:47 Hörður segist alls ekki hafa legið yfir bókunum alla skólagönguna og því hafi þessi árangur komið skemmtilega á óvart. Aðsend Hörður Tryggvi Bragason er dúx Menntaskólans í Reykjavík í ár með einkunnina 9,86. Hann er með fimmtu hæstu einkunn í 172 ára sögu skólans og segir að árangurinn hafi komið sjálfum sér töluvert á óvart. „Þetta kom mér alveg algjörlega í opna skjöldu. Ég bjóst ekki við þessu, ég vissi alveg að mér hefði gengið vel en bjóst samt ekki alveg við því að ég myndi dúxa.“ segir Hörður og segist enn vera í örlitlu spennufalli eftir gærdaginn, en hann útskrifaðist af náttúrufræðibraut. Gott jafnvægi á milli náms og félagslífs Hann segist aldrei hafa einsett sér að ná því markmiði að dúxa en hafi alla tíð haldið þokkalega vel á spöðunum í námi og fundið jafnvægið milli náms og félagslífs. Hann hafi því átt von á því að útskrifast með ágætiseinkunn en árangurinn hafi farið langt fram úr eigin væntingum. „Ég var alls ekki límdur við skrifborðið mitt. Ég reyndi að halda félagslífinu og náminu í jöfnum hlutföllum en lagði samt hart að mér.“ Það mætti segja að Hörður væri tvíútskrifaður úr menntaskóla, en hann fór í skiptinám til Spánar á vegum Mundo árið 2014 og útskrifaðist einnig úr menntaskóla þar á meðan dvölinni stóð. „Það dregur kannski eitthvað úr þessu afreki“ segir Hörður léttur. Aðspurður hvað taki við segist hann ekki hafa tekið neina endanlega ákvörðun. Hann geti vel hugsað sér að fara bæði í eitthvað tengt hugvísindum og raunvísindum, en stefnan er þó sett á háskólanám í haust. „Það verður bara eitthvað sem mér finnst skemmtilegt.“ Skóla- og menntamál Dúxar Mest lesið Bað fjóra menn um lífssýni en fékk föðurinn óvænt í fangið Lífið Klettaskóli og Langholtsskóli áfram í úrslit Skrekk Lífið Draumur að vinna í listrænum heimi Stokkhólms Lífið Hálft ár af hári Lífið Tjáir sig um auglýsinguna umdeildu og stuðning Trump Lífið Sambandslaus Hamlet Gagnrýni Einstök ástarsaga: „Ástin okkar var nógu sterk til að yfirstíga hindranir“ Lífið Ólöf mætti með Magnús upp á arminn Lífið Keyptu 230 fermetra einbýlishús á Seltjarnarnesi Lífið Alvöru kósýkvöld með frábærum afsláttum, gleði og góðri stemningu Lífið samstarf Fleiri fréttir Klettaskóli og Langholtsskóli áfram í úrslit Skrekk Hálft ár af hári Draumur að vinna í listrænum heimi Stokkhólms Einstök ástarsaga: „Ástin okkar var nógu sterk til að yfirstíga hindranir“ Sköpunarkrafturinn var allsráðandi í Höfuðstöðinni Taka einbýlishús í Garðabænum í gegn Hélt að allir væru ættleiddir Rjóminn gleymdist en guð var að fylgjast með Bað fjóra menn um lífssýni en fékk föðurinn óvænt í fangið Keyptu 230 fermetra einbýlishús á Seltjarnarnesi Tjáir sig um auglýsinguna umdeildu og stuðning Trump Varð næstum fyrir bíl á Formúlunni Árbæjarskóli og Fellaskóli áfram í úrslit í Skrekk „Hann var bara draumur“ Tjáir sig í fyrsta sinn um bróður sinn Stjörnupar og hafnfirsk systkini sáu stærsta harmleik sögunnar Stórefnilegir skátar heiðraðir á Bessastöðum Rífandi stemning í Reykjadal Grateful Dead-söngkona látin Með heimsfræg verk sín í sumarbústað sem gerður er úr tveimur eldri húsum Ólöf mætti með Magnús upp á arminn Aniston hefur fundið ástina á ný Krýndur „kynþokkafyllsti maður ársins“ Breiðholtsskóli og Hagaskóli áfram í úrslit í Skrekk Leikkonan Diane Ladd er látin Hitinn náði nýjum hæðum á klúbbnum Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall „Ég sótti ekki einu sinni um háskóla á Íslandi“ Sjö lykilþættir að árangursríkari samskiptum Stjörnulífið: „Ef fólk hættir að gagnrýna mig svelt ég“ Sjá meira
Hörður Tryggvi Bragason er dúx Menntaskólans í Reykjavík í ár með einkunnina 9,86. Hann er með fimmtu hæstu einkunn í 172 ára sögu skólans og segir að árangurinn hafi komið sjálfum sér töluvert á óvart. „Þetta kom mér alveg algjörlega í opna skjöldu. Ég bjóst ekki við þessu, ég vissi alveg að mér hefði gengið vel en bjóst samt ekki alveg við því að ég myndi dúxa.“ segir Hörður og segist enn vera í örlitlu spennufalli eftir gærdaginn, en hann útskrifaðist af náttúrufræðibraut. Gott jafnvægi á milli náms og félagslífs Hann segist aldrei hafa einsett sér að ná því markmiði að dúxa en hafi alla tíð haldið þokkalega vel á spöðunum í námi og fundið jafnvægið milli náms og félagslífs. Hann hafi því átt von á því að útskrifast með ágætiseinkunn en árangurinn hafi farið langt fram úr eigin væntingum. „Ég var alls ekki límdur við skrifborðið mitt. Ég reyndi að halda félagslífinu og náminu í jöfnum hlutföllum en lagði samt hart að mér.“ Það mætti segja að Hörður væri tvíútskrifaður úr menntaskóla, en hann fór í skiptinám til Spánar á vegum Mundo árið 2014 og útskrifaðist einnig úr menntaskóla þar á meðan dvölinni stóð. „Það dregur kannski eitthvað úr þessu afreki“ segir Hörður léttur. Aðspurður hvað taki við segist hann ekki hafa tekið neina endanlega ákvörðun. Hann geti vel hugsað sér að fara bæði í eitthvað tengt hugvísindum og raunvísindum, en stefnan er þó sett á háskólanám í haust. „Það verður bara eitthvað sem mér finnst skemmtilegt.“
Skóla- og menntamál Dúxar Mest lesið Bað fjóra menn um lífssýni en fékk föðurinn óvænt í fangið Lífið Klettaskóli og Langholtsskóli áfram í úrslit Skrekk Lífið Draumur að vinna í listrænum heimi Stokkhólms Lífið Hálft ár af hári Lífið Tjáir sig um auglýsinguna umdeildu og stuðning Trump Lífið Sambandslaus Hamlet Gagnrýni Einstök ástarsaga: „Ástin okkar var nógu sterk til að yfirstíga hindranir“ Lífið Ólöf mætti með Magnús upp á arminn Lífið Keyptu 230 fermetra einbýlishús á Seltjarnarnesi Lífið Alvöru kósýkvöld með frábærum afsláttum, gleði og góðri stemningu Lífið samstarf Fleiri fréttir Klettaskóli og Langholtsskóli áfram í úrslit Skrekk Hálft ár af hári Draumur að vinna í listrænum heimi Stokkhólms Einstök ástarsaga: „Ástin okkar var nógu sterk til að yfirstíga hindranir“ Sköpunarkrafturinn var allsráðandi í Höfuðstöðinni Taka einbýlishús í Garðabænum í gegn Hélt að allir væru ættleiddir Rjóminn gleymdist en guð var að fylgjast með Bað fjóra menn um lífssýni en fékk föðurinn óvænt í fangið Keyptu 230 fermetra einbýlishús á Seltjarnarnesi Tjáir sig um auglýsinguna umdeildu og stuðning Trump Varð næstum fyrir bíl á Formúlunni Árbæjarskóli og Fellaskóli áfram í úrslit í Skrekk „Hann var bara draumur“ Tjáir sig í fyrsta sinn um bróður sinn Stjörnupar og hafnfirsk systkini sáu stærsta harmleik sögunnar Stórefnilegir skátar heiðraðir á Bessastöðum Rífandi stemning í Reykjadal Grateful Dead-söngkona látin Með heimsfræg verk sín í sumarbústað sem gerður er úr tveimur eldri húsum Ólöf mætti með Magnús upp á arminn Aniston hefur fundið ástina á ný Krýndur „kynþokkafyllsti maður ársins“ Breiðholtsskóli og Hagaskóli áfram í úrslit í Skrekk Leikkonan Diane Ladd er látin Hitinn náði nýjum hæðum á klúbbnum Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall „Ég sótti ekki einu sinni um háskóla á Íslandi“ Sjö lykilþættir að árangursríkari samskiptum Stjörnulífið: „Ef fólk hættir að gagnrýna mig svelt ég“ Sjá meira