Varaformaður Tólfunnar í viðtali hjá Sky: „Ekki hræddir við Rússland“ Anton Ingi Leifsson skrifar 1. júní 2018 10:00 Tólfan á EM í Frakklandi. vísir/vilhelm Sky Sports fréttastofan er með ítarlega umfjöllun um íslenska stuðningsmenn á vefsíðu sinni og varaformaður Tólfunnar segir að þeir séu klárir í slaginn. Hann veit ekki hversu margir fara til Rússlands í sumar. „Við höfum alltaf sagt það að ef þú mætir á völlinn í bláu og ert tilbúinn að syngja í 90 mínútur þá ertu hluti af hópnum,” sagði Sveinn Ásgeirsson, varaformaðurinn, í samtali við Sky Sports. Hann óttast ekki Rússlands. „Það sem ég hef heyrt þá hlakkar Rússunum til að hitta Íslendingana. Mér líkar ekki þessi “hooligan” stemning sem allir eru að tala um. Ég vona að það verði ekki raunin.” „Við óttumst þetta samt ekki. Þú sást í Frakklandi að nánast öllum líkaði vel við okkur. Ég veit ekki afhverju en kannski útaf því við brosum og erum að reyna njóta. Það eru íslensku stuðningsmennirnir að þetta er svo nýtt fyrir okkur að við erum að reyna ná sem mestu út úr þessu og hafa eins gaman og hægt er.” Ísland er eins og flestir Íslendingar vita í riðli með Argentínu, Króatíu og Nígeríu. Sveinn segir að allt sé hægt og er vongóður um að strákarnir okkar komist upp úr riðlinum. „Allt er hægt. Þegar við sáum undanriðilinn þá var hann sterkur en við unnum hann, eins sturlað og það hljómar. Ef við erum með allt okkar lið í Rússlandi þá er allt hægt,” en Aron Einar Gunnarsson og Gylfi Sigurðsson eru í kapphlaupi við tímann að ná HM. „Þetta er skrýtið. Fyrsti leikurinn okkar á stórmóti var gegn Portúgal og Cristiano Ronaldo, einum af bestu leikmönnum heims. Nú byrjum við á Argentínu og Lionel Messi, sem er einnig einn besti leikmaður í heimi.” „Ég man að Ronaldo var að kvarta undan því hversu grófir íslensku leikmennirnir voru og að þeir væru ekki að spila fótbolta. En ég meina, hann hefur spilað við lið eins og Stoke. Ég veit ekki afhverju hann er að væla undan okkur.” „Ég reikna með að við spilum eins gegn Argentínu. Ég veit að Messi er að spila en hann er einn leikmaður. Þetta er ellefu gegn ellefu og þetta verður gaman.” Nánar má lesa viðtalið við Svein hér þar sem hann ræðir meðal annars um Lars Lagerback og hvort að Tólfan ætli að koma með eitthvað nýtt efni á HM í Rússlandi. HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Sá húsið sitt brenna til kaldra kola Körfubolti Pálmi í ótímabundið leyfi Íslenski boltinn Shakhtar - Breiðablik 2-0 | Breiðablik átti sín augnablik Fótbolti Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 101-105 | Langþráður sigur Íslandsmeistarana Körfubolti Erfitt að heyra hvað Orri hefur þjáðst Fótbolti Uppgjörið: Fram - Valur 27-36 | Arnór í banastuði gegn meisturunum Handbolti ÍA - Valur 81-83 | Grátlegt tveggja stiga tap á nýjum heimavelli Körfubolti Eigandi Nott.Forest ákærður fyrir tengsl við glæpagengi Sport Stelpurnar okkar fá ekki leiki vegna sparnaðar Fótbolti Uppgjörið: Álftanes - KR 108-89 | Stórsigur gegn vængbrotnu liði Körfubolti Fleiri fréttir Íslendingaliðið sótti stig og Aston Villa vann mótmælaleikinn Sex handtökur í mótmælum fyrir leik í Evrópudeildinni Emilía skoraði annan leikinn í röð Logi á toppnum en Hákon á bekknum Shakhtar - Breiðablik 2-0 | Breiðablik átti sín augnablik Ronaldo og félagar spila landsleik í sérstökum Eusébio-búningi Ólöf og Írena báðar í úrvalsliði Ivy-deildarinnar Suárez dæmdur í bann fyrir hælspark í mótherja og missir af risaleik Pálmi í ótímabundið leyfi Góður í að þekkja stórstjörnur sem börn Erfitt að heyra hvað Orri hefur þjáðst „Ég og Nik erum ágætis vinir“ „Vel gert að geta haldið áfram í svona ástandi“ Fylgist spenntur með Viktori: „Þetta er með ólíkindum“ Stelpurnar okkar fá ekki leiki vegna sparnaðar Lamine Yamal sakaði menn um lygar eftir leik Mörk úr Meistaradeildinni: Sjáðu Osimhen hoppa upp fyrir Mbappé og Haaland Segir að Man United sé ekki að búa til Harlem Globetrotters-lið Donald Trump að fá friðarverðlaun frá FIFA? „Rokk og ról“ hjá Frey í villta vestrinu Sjáðu atvikið: Hágrátandi Hakimi frá í nokkrar vikur Óstöðvandi Osimhen, magurt hjá Mourinho og Bilbao brenndir Böl Börsunga í Belgíu Foden í stuði gegn Dortmund Spilaði meira en síðustu tvo mánuði til samans Nik fær Lindu Líf til Kristianstad Sandra María skoraði í svekkjandi leik Emelía með þrennu gegn FCK Óvænt úrslit í Meistaradeildinni „Mér finnst þetta ekki leiðinlegur fótbolti“ Sjá meira
Sky Sports fréttastofan er með ítarlega umfjöllun um íslenska stuðningsmenn á vefsíðu sinni og varaformaður Tólfunnar segir að þeir séu klárir í slaginn. Hann veit ekki hversu margir fara til Rússlands í sumar. „Við höfum alltaf sagt það að ef þú mætir á völlinn í bláu og ert tilbúinn að syngja í 90 mínútur þá ertu hluti af hópnum,” sagði Sveinn Ásgeirsson, varaformaðurinn, í samtali við Sky Sports. Hann óttast ekki Rússlands. „Það sem ég hef heyrt þá hlakkar Rússunum til að hitta Íslendingana. Mér líkar ekki þessi “hooligan” stemning sem allir eru að tala um. Ég vona að það verði ekki raunin.” „Við óttumst þetta samt ekki. Þú sást í Frakklandi að nánast öllum líkaði vel við okkur. Ég veit ekki afhverju en kannski útaf því við brosum og erum að reyna njóta. Það eru íslensku stuðningsmennirnir að þetta er svo nýtt fyrir okkur að við erum að reyna ná sem mestu út úr þessu og hafa eins gaman og hægt er.” Ísland er eins og flestir Íslendingar vita í riðli með Argentínu, Króatíu og Nígeríu. Sveinn segir að allt sé hægt og er vongóður um að strákarnir okkar komist upp úr riðlinum. „Allt er hægt. Þegar við sáum undanriðilinn þá var hann sterkur en við unnum hann, eins sturlað og það hljómar. Ef við erum með allt okkar lið í Rússlandi þá er allt hægt,” en Aron Einar Gunnarsson og Gylfi Sigurðsson eru í kapphlaupi við tímann að ná HM. „Þetta er skrýtið. Fyrsti leikurinn okkar á stórmóti var gegn Portúgal og Cristiano Ronaldo, einum af bestu leikmönnum heims. Nú byrjum við á Argentínu og Lionel Messi, sem er einnig einn besti leikmaður í heimi.” „Ég man að Ronaldo var að kvarta undan því hversu grófir íslensku leikmennirnir voru og að þeir væru ekki að spila fótbolta. En ég meina, hann hefur spilað við lið eins og Stoke. Ég veit ekki afhverju hann er að væla undan okkur.” „Ég reikna með að við spilum eins gegn Argentínu. Ég veit að Messi er að spila en hann er einn leikmaður. Þetta er ellefu gegn ellefu og þetta verður gaman.” Nánar má lesa viðtalið við Svein hér þar sem hann ræðir meðal annars um Lars Lagerback og hvort að Tólfan ætli að koma með eitthvað nýtt efni á HM í Rússlandi.
HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Sá húsið sitt brenna til kaldra kola Körfubolti Pálmi í ótímabundið leyfi Íslenski boltinn Shakhtar - Breiðablik 2-0 | Breiðablik átti sín augnablik Fótbolti Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 101-105 | Langþráður sigur Íslandsmeistarana Körfubolti Erfitt að heyra hvað Orri hefur þjáðst Fótbolti Uppgjörið: Fram - Valur 27-36 | Arnór í banastuði gegn meisturunum Handbolti ÍA - Valur 81-83 | Grátlegt tveggja stiga tap á nýjum heimavelli Körfubolti Eigandi Nott.Forest ákærður fyrir tengsl við glæpagengi Sport Stelpurnar okkar fá ekki leiki vegna sparnaðar Fótbolti Uppgjörið: Álftanes - KR 108-89 | Stórsigur gegn vængbrotnu liði Körfubolti Fleiri fréttir Íslendingaliðið sótti stig og Aston Villa vann mótmælaleikinn Sex handtökur í mótmælum fyrir leik í Evrópudeildinni Emilía skoraði annan leikinn í röð Logi á toppnum en Hákon á bekknum Shakhtar - Breiðablik 2-0 | Breiðablik átti sín augnablik Ronaldo og félagar spila landsleik í sérstökum Eusébio-búningi Ólöf og Írena báðar í úrvalsliði Ivy-deildarinnar Suárez dæmdur í bann fyrir hælspark í mótherja og missir af risaleik Pálmi í ótímabundið leyfi Góður í að þekkja stórstjörnur sem börn Erfitt að heyra hvað Orri hefur þjáðst „Ég og Nik erum ágætis vinir“ „Vel gert að geta haldið áfram í svona ástandi“ Fylgist spenntur með Viktori: „Þetta er með ólíkindum“ Stelpurnar okkar fá ekki leiki vegna sparnaðar Lamine Yamal sakaði menn um lygar eftir leik Mörk úr Meistaradeildinni: Sjáðu Osimhen hoppa upp fyrir Mbappé og Haaland Segir að Man United sé ekki að búa til Harlem Globetrotters-lið Donald Trump að fá friðarverðlaun frá FIFA? „Rokk og ról“ hjá Frey í villta vestrinu Sjáðu atvikið: Hágrátandi Hakimi frá í nokkrar vikur Óstöðvandi Osimhen, magurt hjá Mourinho og Bilbao brenndir Böl Börsunga í Belgíu Foden í stuði gegn Dortmund Spilaði meira en síðustu tvo mánuði til samans Nik fær Lindu Líf til Kristianstad Sandra María skoraði í svekkjandi leik Emelía með þrennu gegn FCK Óvænt úrslit í Meistaradeildinni „Mér finnst þetta ekki leiðinlegur fótbolti“ Sjá meira