Elliðaárnar opna í fyrramálið Karl Lúðvíksson skrifar 19. júní 2018 17:11 Breiðan gefur oft fyrsta lax ársins í Elliðaánum. Mynd: KL Opnun Elliðaánna verður í fyrramálið 20. Júní og opnar áin eins og venja er klukkan 07:00 af Reykvíkingi ársins. Borgarstjóri Reykjavíkur Dagur B. Eggertsson ásamt Formanni borgarráðs Þórdísi Lóu Þórhallsdóttur renna síðan fyrir lax í kjölfarið. Opnun ánna verður með hefðbundnum hætti og æskilegt er að mæta við veiðihúsið við árnar laust fyrir klukkan 7 að morgni opnunardagsins, þar sem tekið verður á móti gestum. Nokkuð af laxi er þegar gengin í Elliðaárnar og það má því jafnvel reikna með að það verði líf og fjör við bakkann í fyrramálið. Þeir veiðistaðir sem jafnan gefa fyrsta laxinn eru yfirleitt Breiðan og Fossinn en það er líka töluvert af laxi í Teljarastreng og í Efri Móhyl svo það verður spennandi að sjá hvaðan sá fyrsti kemur upp en að venju er þetta líklega sá lax sem er sá mest myndaði á hverju ári. Mest lesið Svona á að hamfletta rjúpurnar Veiði Björgunarvesti fyrir veiðimenn Fish Partner Veiði Góðar fréttir af sjóbirtingssvæðum Veiði Meira af tölfræði í Eystri Rangá 2020 Veiði Hnúðlaxar veiðast sem aldrei fyrr Veiði 30 laxa dagur í Jöklu Veiði SVFR framlengir við Norðurá Veiði Veiðistaðurinn – Kríueyja í Blöndu Veiði Húseyjakvísl gaf vel þrátt fyrir erfið skilyrði Veiði Lúxusveiði í verðlaun í myndagetraun Veiði
Opnun Elliðaánna verður í fyrramálið 20. Júní og opnar áin eins og venja er klukkan 07:00 af Reykvíkingi ársins. Borgarstjóri Reykjavíkur Dagur B. Eggertsson ásamt Formanni borgarráðs Þórdísi Lóu Þórhallsdóttur renna síðan fyrir lax í kjölfarið. Opnun ánna verður með hefðbundnum hætti og æskilegt er að mæta við veiðihúsið við árnar laust fyrir klukkan 7 að morgni opnunardagsins, þar sem tekið verður á móti gestum. Nokkuð af laxi er þegar gengin í Elliðaárnar og það má því jafnvel reikna með að það verði líf og fjör við bakkann í fyrramálið. Þeir veiðistaðir sem jafnan gefa fyrsta laxinn eru yfirleitt Breiðan og Fossinn en það er líka töluvert af laxi í Teljarastreng og í Efri Móhyl svo það verður spennandi að sjá hvaðan sá fyrsti kemur upp en að venju er þetta líklega sá lax sem er sá mest myndaði á hverju ári.
Mest lesið Svona á að hamfletta rjúpurnar Veiði Björgunarvesti fyrir veiðimenn Fish Partner Veiði Góðar fréttir af sjóbirtingssvæðum Veiði Meira af tölfræði í Eystri Rangá 2020 Veiði Hnúðlaxar veiðast sem aldrei fyrr Veiði 30 laxa dagur í Jöklu Veiði SVFR framlengir við Norðurá Veiði Veiðistaðurinn – Kríueyja í Blöndu Veiði Húseyjakvísl gaf vel þrátt fyrir erfið skilyrði Veiði Lúxusveiði í verðlaun í myndagetraun Veiði