Íslenskir strákar stórstjörnur í Moskvu Arnar Björnsson og Kolbeinn Tumi Daðason í Moskvu skrifar 16. júní 2018 07:30 „Við komum seint á þriðjudagskvöld og höfum notið Moskvu og búnir að skoða margt. Borgin er full af rosalegri sögu og hér er margt að sjá. Við erum bara búnir að hafa það mjög gott,“ segir Herjólfur Guðbjartsson sem er ásamt syni sínum, Gylfa Þór spenntur fyrir leiknum. Félagi hans Andri Þór er í för með föður sínum Þresti Bergmann. Strákarnir eru alsæli með dvölina í Moskvu, „Þetta er búið að vera mjög gaman,“ segir Gylfi Þór og vinur hans bætir því við að borgin sé flott. Það fer ekkert á milli mála að fjórmenningarnir styðja íslenska liðið, eru klæddir landsliðstreyjum.Þessar íslensku konur voru kærkomnir gestir í hóp argentínskra stuðningsmanna í Moskvu í gær.Vísir/VilhelmAllt breyttist þegar þeir fóru í treyjuna „Fyrsta daginn vorum við ekki í treyjunum og þá var öllum sama um okkur. Daginn eftir fórum við í treyjurnar og þá vildu allir fá að taka mynd af okkur, bara hú,hú, hú,“ segir Andri Þór. Þeim finnst það bara gaman. Strákarnir eru veraldarvanir og þetta er sko ekki fyrsta viðtalið sem þeir fara í. „Nei ég held að við séum búnir að fara í fimm viðtöl. Það er verið að spyrja okkur um úrslit leiksins og hvernig við höfum haft það hérna í Moskvu,“ segir Gylfi Þór. „Við erum líka spurðir að því hvernig okkur líði út af allri öryggisgæslunni og hvernig okkur líkar við Moskvu,“ bætir Andri Þór við.Hvernig er að vera pabbi með strákinn sinn og labba hér um eins og stórstjörnur í íslenskum landsliðsbúningi? „Þetta er bara skemmtileg upplifun fyrir alla held ég. Þeir eru gríðarlega ánægðir með þetta og við pabbarnir líka. Andrúmsloftið er þægilegt hérna og mér finnst það afslappað. Það halda allir með Íslandi sem öðru liði og mönnum finnst gaman að fá myndir af okkur og drengjunum,“ segir Þröstur.Argentínumenn hafa unnið keppni stuðningsmanna í Moskvu. Þeir kunna þetta allt saman, fastagestir á HM og með gleðina að vopni.Vísir/VilhelmFundið stemmninguna magnast dag frá degi Þeir feðgar Þröstur og Andri Þór voru í Frakklandi á EM fyrir tveimur árum. Þá sáu þeir Ísland og Portgal gera jafntefli. Hvernig er samanburðurinn þá og núna? „Kannski öðruvísi, sá leikur fór fram í St. Etienne þar sem margir Íslendingar gistu. Þessi leikur er í Moskvu allir gista í borginni en koma ekki til borgarinnar fyrr en á leikdegi. Það byggist upp ákveðin eftirvænting og mikil stemning á meðal Íslendinganna og allra þeirra þjóða sem eru að heimsækja borgina. Það eru fjölmargir leiki í Moskvu um helgina“, segir Þröstur.Hafið þið fundið stemninguna magnast, er Moskva öðruvísi í dag en þegar þið mættuð hérna á þriðjudag? „Já allt öðruvísi“, segja strákarnir. Það eru miklu fleiri Íslendingar komnir, það voru engir þegar við komum en nú eru þeir út um allt“.Fólk á öllum aldri og frá öllum heimshornum er samankomið í Moskvu.Vísir/VilhelmBjartsýnismenn allir fjórirHvernig fer svo leikurinn?„Ég held hann fari 1-1“, segir Gylfi Þór en félagi hans er bjartsýnni „2-1 fyrir Ísland“. „Maður verður að vera bjartsýnn og ég hef trú á strákana, ég held að þetta fari 2-1, það verður mark á 92. mínútu sem tryggir sigurinn“, segir Herjólfur. „Ég er svona hóflega bjartsýnn en reikna með jafntefli 1-1 en vona að sjálfsögðu að okkar menn fari með sigur af hólmi“, segir Þröstur. Strákarnir ætla svo sannarlega að láta heyra í sér í leiknum og eru sammála að það muni heyrast langhæst í íslensku stuðningsmönnunum. HM 2018 í Rússlandi Mest lesið „Helmingurinn af liðinu voru veikir“ Körfubolti „Hverjum er ekki sama þó við séum í veseni í deildinni“ Enski boltinn Ægir Þór: Við vorum heilt yfir miklu betri Körfubolti Uppgjör: Tindastóll-Stjarnan 93-90 | Stólarnir með ótrúlega endurkomu í blálokin Körfubolti Nýi páfinn er mikill íþróttaáhugamaður Sport Albert og félagar úr leik eftir stórleik Antony Fótbolti „Liðið ætti að vera betra en það er en við erum að reyna“ Enski boltinn Deandre Kane áfram með Grindvíkingum Körfubolti Manchester United spilar til úrslita í Evrópudeildinni Fótbolti Sheffield United með gott forskot í umspili Championship Enski boltinn Fleiri fréttir „Hverjum er ekki sama þó við séum í veseni í deildinni“ „Liðið ætti að vera betra en það er en við erum að reyna“ Albert og félagar úr leik eftir stórleik Antony Sheffield United með gott forskot í umspili Championship Manchester United spilar til úrslita í Evrópudeildinni Uppgjör: FHL-Þór/KA 2-5 | Sandra María opnaði markareikninginn með þrennu Leik lokið: Valur-Þróttur 1-3 | Þróttur fylgir Blikum eins og skugginn Chelsea örugglega í úrslitaleikinn Uppgjör: Tindastóll-Breiðablik 1-5 | Berglind aftur í stuði á Króknum Flugeldar sprengdir við hótel Tottenham í nótt Kerfið hrundi og margir misstu af miða á leik hjá sveinum Freys Enrique léttur eftir leik: „Við erum bændadeild“ Ásgeir Sigurvinsson sjötugur í dag Dáðust að Donnarumma: „Þetta er ekkert eðlilega góð markvarsla“ Sveindís kvödd á sunnudaginn Völlurinn í Grindavík metinn öruggur Fá vel greitt fyrir sjö manna bolta: „Þarf að rifja upp hvaða reglur gilda“ Sjáðu mörkin sem tryggðu PSG sæti í úrslitaleiknum Segir að klukkan tifi hjá Arteta: „Arsenal þarf að vinna“ Sýking ógnaði ferli Kristófers: „Algjört kraftaverk að þetta hafi ekki farið verr“ Rio Ferdinand lagður inn á sjúkrahús Lögreglan réðst inn á heilsugæslustöð til að komast yfir gögn um Maradona Fagnaði í bol með fullt af myndum af sjálfum sér Gætu þurft að bíða í sautján ár eftir nýjum leikvangi Trump: HM í fótbolta 2026 ætti að hvetja Rússa til að enda Úkraínustríðið „Ekkert lið í þessari keppni hefur verið betra en við“ Hakimi um Luis Enrique: „Hann er snillingur“ Arsenal tapaði í París og titlalaust tímabil staðreynd Hilmir hetja Viking í bikarnum Brann úr leik í bikarnum eftir dramatík Sjá meira
„Við komum seint á þriðjudagskvöld og höfum notið Moskvu og búnir að skoða margt. Borgin er full af rosalegri sögu og hér er margt að sjá. Við erum bara búnir að hafa það mjög gott,“ segir Herjólfur Guðbjartsson sem er ásamt syni sínum, Gylfa Þór spenntur fyrir leiknum. Félagi hans Andri Þór er í för með föður sínum Þresti Bergmann. Strákarnir eru alsæli með dvölina í Moskvu, „Þetta er búið að vera mjög gaman,“ segir Gylfi Þór og vinur hans bætir því við að borgin sé flott. Það fer ekkert á milli mála að fjórmenningarnir styðja íslenska liðið, eru klæddir landsliðstreyjum.Þessar íslensku konur voru kærkomnir gestir í hóp argentínskra stuðningsmanna í Moskvu í gær.Vísir/VilhelmAllt breyttist þegar þeir fóru í treyjuna „Fyrsta daginn vorum við ekki í treyjunum og þá var öllum sama um okkur. Daginn eftir fórum við í treyjurnar og þá vildu allir fá að taka mynd af okkur, bara hú,hú, hú,“ segir Andri Þór. Þeim finnst það bara gaman. Strákarnir eru veraldarvanir og þetta er sko ekki fyrsta viðtalið sem þeir fara í. „Nei ég held að við séum búnir að fara í fimm viðtöl. Það er verið að spyrja okkur um úrslit leiksins og hvernig við höfum haft það hérna í Moskvu,“ segir Gylfi Þór. „Við erum líka spurðir að því hvernig okkur líði út af allri öryggisgæslunni og hvernig okkur líkar við Moskvu,“ bætir Andri Þór við.Hvernig er að vera pabbi með strákinn sinn og labba hér um eins og stórstjörnur í íslenskum landsliðsbúningi? „Þetta er bara skemmtileg upplifun fyrir alla held ég. Þeir eru gríðarlega ánægðir með þetta og við pabbarnir líka. Andrúmsloftið er þægilegt hérna og mér finnst það afslappað. Það halda allir með Íslandi sem öðru liði og mönnum finnst gaman að fá myndir af okkur og drengjunum,“ segir Þröstur.Argentínumenn hafa unnið keppni stuðningsmanna í Moskvu. Þeir kunna þetta allt saman, fastagestir á HM og með gleðina að vopni.Vísir/VilhelmFundið stemmninguna magnast dag frá degi Þeir feðgar Þröstur og Andri Þór voru í Frakklandi á EM fyrir tveimur árum. Þá sáu þeir Ísland og Portgal gera jafntefli. Hvernig er samanburðurinn þá og núna? „Kannski öðruvísi, sá leikur fór fram í St. Etienne þar sem margir Íslendingar gistu. Þessi leikur er í Moskvu allir gista í borginni en koma ekki til borgarinnar fyrr en á leikdegi. Það byggist upp ákveðin eftirvænting og mikil stemning á meðal Íslendinganna og allra þeirra þjóða sem eru að heimsækja borgina. Það eru fjölmargir leiki í Moskvu um helgina“, segir Þröstur.Hafið þið fundið stemninguna magnast, er Moskva öðruvísi í dag en þegar þið mættuð hérna á þriðjudag? „Já allt öðruvísi“, segja strákarnir. Það eru miklu fleiri Íslendingar komnir, það voru engir þegar við komum en nú eru þeir út um allt“.Fólk á öllum aldri og frá öllum heimshornum er samankomið í Moskvu.Vísir/VilhelmBjartsýnismenn allir fjórirHvernig fer svo leikurinn?„Ég held hann fari 1-1“, segir Gylfi Þór en félagi hans er bjartsýnni „2-1 fyrir Ísland“. „Maður verður að vera bjartsýnn og ég hef trú á strákana, ég held að þetta fari 2-1, það verður mark á 92. mínútu sem tryggir sigurinn“, segir Herjólfur. „Ég er svona hóflega bjartsýnn en reikna með jafntefli 1-1 en vona að sjálfsögðu að okkar menn fari með sigur af hólmi“, segir Þröstur. Strákarnir ætla svo sannarlega að láta heyra í sér í leiknum og eru sammála að það muni heyrast langhæst í íslensku stuðningsmönnunum.
HM 2018 í Rússlandi Mest lesið „Helmingurinn af liðinu voru veikir“ Körfubolti „Hverjum er ekki sama þó við séum í veseni í deildinni“ Enski boltinn Ægir Þór: Við vorum heilt yfir miklu betri Körfubolti Uppgjör: Tindastóll-Stjarnan 93-90 | Stólarnir með ótrúlega endurkomu í blálokin Körfubolti Nýi páfinn er mikill íþróttaáhugamaður Sport Albert og félagar úr leik eftir stórleik Antony Fótbolti „Liðið ætti að vera betra en það er en við erum að reyna“ Enski boltinn Deandre Kane áfram með Grindvíkingum Körfubolti Manchester United spilar til úrslita í Evrópudeildinni Fótbolti Sheffield United með gott forskot í umspili Championship Enski boltinn Fleiri fréttir „Hverjum er ekki sama þó við séum í veseni í deildinni“ „Liðið ætti að vera betra en það er en við erum að reyna“ Albert og félagar úr leik eftir stórleik Antony Sheffield United með gott forskot í umspili Championship Manchester United spilar til úrslita í Evrópudeildinni Uppgjör: FHL-Þór/KA 2-5 | Sandra María opnaði markareikninginn með þrennu Leik lokið: Valur-Þróttur 1-3 | Þróttur fylgir Blikum eins og skugginn Chelsea örugglega í úrslitaleikinn Uppgjör: Tindastóll-Breiðablik 1-5 | Berglind aftur í stuði á Króknum Flugeldar sprengdir við hótel Tottenham í nótt Kerfið hrundi og margir misstu af miða á leik hjá sveinum Freys Enrique léttur eftir leik: „Við erum bændadeild“ Ásgeir Sigurvinsson sjötugur í dag Dáðust að Donnarumma: „Þetta er ekkert eðlilega góð markvarsla“ Sveindís kvödd á sunnudaginn Völlurinn í Grindavík metinn öruggur Fá vel greitt fyrir sjö manna bolta: „Þarf að rifja upp hvaða reglur gilda“ Sjáðu mörkin sem tryggðu PSG sæti í úrslitaleiknum Segir að klukkan tifi hjá Arteta: „Arsenal þarf að vinna“ Sýking ógnaði ferli Kristófers: „Algjört kraftaverk að þetta hafi ekki farið verr“ Rio Ferdinand lagður inn á sjúkrahús Lögreglan réðst inn á heilsugæslustöð til að komast yfir gögn um Maradona Fagnaði í bol með fullt af myndum af sjálfum sér Gætu þurft að bíða í sautján ár eftir nýjum leikvangi Trump: HM í fótbolta 2026 ætti að hvetja Rússa til að enda Úkraínustríðið „Ekkert lið í þessari keppni hefur verið betra en við“ Hakimi um Luis Enrique: „Hann er snillingur“ Arsenal tapaði í París og titlalaust tímabil staðreynd Hilmir hetja Viking í bikarnum Brann úr leik í bikarnum eftir dramatík Sjá meira