Lögðu á sig sólarhringslangt ferðalag til að endurtaka Frakklandsævintýrið Arnar Björnsson skrifar 15. júní 2018 23:00 Ferðalagið gékk nokkuð vel segir frá Ísafirði. Einar Gunnlaugsson og dóttir hans Kolfinna Brá Eva komu frá Ísafirði og voru einn og hálfan sólarhring á leiðinni. „Ég á líka afmæli á morgun og þetta er sannarlega þess virði“, segir Einar. „Dóttir mín gaf mér þetta í afmælisgjöf og þetta er jafnframt útskriftargjöf fyrir hana og því tilefni til að fara á leikinn“. Guðni Páll Guðmundsson var á EM í Frakklandi fyrir tveimur árum og segir að ferðalagið til Rússlands hafi gengið vel. „Það var annað en fyrir tveimur árum þegar við ákváðum að taka tvö gististopp í Þýskalandi. Það var fáránleg ferð en gékk vonum framar eins og íslenska landsliðinu í keppninni. Það er því ekki yfir neinu að kvarta“. Hvernig tekur Moskva á móti Íslendingunum? „Mér finnst hún bara fín. Óvenjuhrein og tiltölulega ódýr miðað við hvað við bjuggumst við. Við erum bara búin að vera hér í sólarhring og kannski ekki mikið hægt að segja“, segir Ragnar Alexander. Sem er ekki alveg viss um að hann vildi búa í Moskvu, „kannski í fína hlutanum“. Það er ekki amalegt að fá flotta fótboltaferð í útskriftargjöf. Kolfinna Brá Eva Einarsdóttir segir þetta mikla upplifun og sér alls ekki eftir því að hafa skellt sér til Moskvu. Við hverju búast menn við á morgun? „Einn besti fótboltamaður í heimi að mæta Íslendingum. Við sáum leikinn við Portúgala í Frakklandi á EM sem var með í sínu liði einn besta fótboltamann heims. Þá gerðum við 1-1 jafntefli en Portúgalar fóru alla leið og urðu Evrópumeistarar. Þetta verður „passífur“ leikur fyrir báðar þjóðir. Bæði lið gæta sín á því að gera ekki mörg mistök, 1-1 yrðu bara flott úrslit. Ég er mjög bjartsýnn að eðlisfari og get alveg séð að við vinnum 2-1“, segir Garðar Helgi. „Við skautum snemma inn einu marki og komum þeim úr jafnvægi, þá gæti allt gerst“. En litli maðurinn í treyju númer 10 er hann eitthvað sem við þurfum að hafa áhyggjur af? „Það verður ansi erfitt að sjá hann hlaupa á vörnina aftur og aftur. Það er bara að þreyta þessa menn í 30 mínútur og sjá hvað gerist þá“, Sigþór Jens er með þetta á hreinu Við hljótum að fá einhver færi okkar leikmenn eru stærri en þeir argentínsku? „Auðveldlega. Þeir eru með gamla miðverði og því ekkert ólíklegt að Íslendingar skjóti inn einu marki og getum gert þá alveg stressaða“, segir Ragnar Pétur „Gott að vera með háa pressu og þá er gott að vera með Alfreð Finnbogason sem er tilbúinn að taka hlaupin allan tímann og þreyta þessa gæja." Ef allt bregst og staðan er 1-0 fyrir Argentínu og hálftími eftir er þá er gott að nota hæð Jóns Daða Böðvarssonar ef hann byrjar ekki inná, reyna að fá hornin, aukaspyrnurnar. Ég hef litlar áhyggjur,” Garðar Helgi er búinn að sjá úrslitin fyrir sér. Eruð þið ekki hrædd um að þetta verða burst? „Nei ég held ekki. Íslendingar eiga eftir að standa í þeim, við munum gera það, segir Sigþór Jens. Einar var einn og hálfan sólarhring á leiðinni frá Ísafirði. Er hann tilbúinn að eyða einum og hálfum sólarhringi í heimferðina ef Ísland vinnur? „Að sjálfsögðu. Ég verð alltaf að fara heim því ég get ekki framlengt. En þetta er alveg vel þess virði“ „Við tökum alla þrjá leikina í riðlakeppninni og eftir leikinn í Rostov tekur við 32-33 tíma lestarferð til Sánkti Pétursborgar. Þetta verður djöfulsins vitleysa,” segir Guðmundsson við hlátur félaga sinna á tólftu hæðinni á Peking hótelinu í Moskvu. HM 2018 í Rússlandi Tengdar fréttir Þétt setinn bekkurinn á blaðamannafundi Íslands Tæpum klukkutíma áður en blaðamannafundur íslenska liðsins á að hefjast í Moskvu er blaðamannafundarherbergið að fyllast. 15. júní 2018 09:53 Sumarmessan: Aron eitthvað ofurmenni ef hann klárar 90 mínútur Stóra málið fyrir fyrsta leik Íslands á HM, sem er á morgun gegn Argentínu í Moskvu, er að sjálfsögðu hvort Aron Einar Gunnarsson geti tekið þátt í leiknum en hann er í kapphlaupi við tímann í endurhæfingu sinni eftir hnémeiðsli. 15. júní 2018 13:30 Leyndu ástandi Arons fyrir fjölmiðlum Aron Einar Gunnarsson er klár í slaginn fyrir Argentínu en það vissi enginn utan hópsins fyrr en í dag. 15. júní 2018 19:30 Strákarnir sýna mér traust Jón Daði Böðvarsson kveðst einbeittur og klár í slaginn gegn Argentínu á laugardaginn. Tæp tvö ár eru síðan hann skoraði fyrir landsliðið en hann lætur það ekki á sig fá og heldur ótrauður áfram. 15. júní 2018 21:30 Mest lesið Sjáðu geggjaðan snúning Alberts áður en hann skoraði frábært mark Fótbolti Bunting dró orð sín til baka með tárin í augunum: „Ég er ekki meistari fólksins“ Sport Sakaður um svindl á HM í pílukasti Sport Áhorfendur ærðust eftir mögulega mark mótsins í fyrsta leik Fótbolti Táningur fær mikið hrós fyrir viðbrögð sín þegar mótherji missti meðvitund Fótbolti Klappstýrur Björgvins Karls slógu í gegn Sport Óskar Hrafn um komu Arnórs Ingva: „Gífurlega dýrmætt fyrir KR“ Íslenski boltinn Stórstjarna úr WNBA-deildinni í heimsókn á Íslandi Körfubolti „Ef þið væruð Antoine Semenyo, hvert mynduð þið fara?“ Enski boltinn Guardiola mun vigta leikmenn Man City eftir jólin Enski boltinn Fleiri fréttir Mbappé breytti um fagn af góðu tilefni „Allir virðast elska hann“ Meira en 37 stöðugildi hjá Knattspyrnusambandi Íslands Táningur fær mikið hrós fyrir viðbrögð sín þegar mótherji missti meðvitund „Þetta mun ekki buga okkur“ Guardiola mun vigta leikmenn Man City eftir jólin „Ef þið væruð Antoine Semenyo, hvert mynduð þið fara?“ Freyr himinlifandi með íslensku strákana Sjáðu geggjaðan snúning Alberts áður en hann skoraði frábært mark Óskar Hrafn um komu Arnórs Ingva: „Gífurlega dýrmætt fyrir KR“ Áhorfendur ærðust eftir mögulega mark mótsins í fyrsta leik Sjáðu mörkin: Rogers sá um Manchester United Hleður Kjartan lofi eftir frábæra frumraun með Aberdeen Óttast að Isak hafi fótbrotnað Túfa gerir þriggja ára samning í Svíþjóð Arnór Ingvi orðinn leikmaður KR Albert skoraði í fyrsta sigri Fiorentina Bæjarar aftur á sigurbraut Tvenna frá Rogers tryggði Villa sigur gegn Manchester United Barcelona með fjögurra stiga forskot inn í nýtt ár Alvöru innkoma: Kjartan með stoðsendingu gegn Celtic í sínum fyrsta leik Sandra María hetjan og með þeim markahæstu í Þýskalandi Katla skoraði annan leikinn í röð Tómas Bent og félagar unnu Rangers og náðu átta stiga forskoti á toppnum Breiðablik kaupir Jónatan frá Norrköping Hildur áfram í bikarnum og Amanda enn á toppnum Fimmta sinn sem Arsenal er á toppnum um jólin: Unnu ekki titilinn í fyrstu fjögur skiptin „Viljum við að okkar verði minnst fyrir að vera skræfur?“ „Ef dómarinn hefði sinnt sínu starfi almennilega hefði Romero ekki fengið spjald“ Haaland gaf barnabarni Hareide gjöf Sjá meira
Ferðalagið gékk nokkuð vel segir frá Ísafirði. Einar Gunnlaugsson og dóttir hans Kolfinna Brá Eva komu frá Ísafirði og voru einn og hálfan sólarhring á leiðinni. „Ég á líka afmæli á morgun og þetta er sannarlega þess virði“, segir Einar. „Dóttir mín gaf mér þetta í afmælisgjöf og þetta er jafnframt útskriftargjöf fyrir hana og því tilefni til að fara á leikinn“. Guðni Páll Guðmundsson var á EM í Frakklandi fyrir tveimur árum og segir að ferðalagið til Rússlands hafi gengið vel. „Það var annað en fyrir tveimur árum þegar við ákváðum að taka tvö gististopp í Þýskalandi. Það var fáránleg ferð en gékk vonum framar eins og íslenska landsliðinu í keppninni. Það er því ekki yfir neinu að kvarta“. Hvernig tekur Moskva á móti Íslendingunum? „Mér finnst hún bara fín. Óvenjuhrein og tiltölulega ódýr miðað við hvað við bjuggumst við. Við erum bara búin að vera hér í sólarhring og kannski ekki mikið hægt að segja“, segir Ragnar Alexander. Sem er ekki alveg viss um að hann vildi búa í Moskvu, „kannski í fína hlutanum“. Það er ekki amalegt að fá flotta fótboltaferð í útskriftargjöf. Kolfinna Brá Eva Einarsdóttir segir þetta mikla upplifun og sér alls ekki eftir því að hafa skellt sér til Moskvu. Við hverju búast menn við á morgun? „Einn besti fótboltamaður í heimi að mæta Íslendingum. Við sáum leikinn við Portúgala í Frakklandi á EM sem var með í sínu liði einn besta fótboltamann heims. Þá gerðum við 1-1 jafntefli en Portúgalar fóru alla leið og urðu Evrópumeistarar. Þetta verður „passífur“ leikur fyrir báðar þjóðir. Bæði lið gæta sín á því að gera ekki mörg mistök, 1-1 yrðu bara flott úrslit. Ég er mjög bjartsýnn að eðlisfari og get alveg séð að við vinnum 2-1“, segir Garðar Helgi. „Við skautum snemma inn einu marki og komum þeim úr jafnvægi, þá gæti allt gerst“. En litli maðurinn í treyju númer 10 er hann eitthvað sem við þurfum að hafa áhyggjur af? „Það verður ansi erfitt að sjá hann hlaupa á vörnina aftur og aftur. Það er bara að þreyta þessa menn í 30 mínútur og sjá hvað gerist þá“, Sigþór Jens er með þetta á hreinu Við hljótum að fá einhver færi okkar leikmenn eru stærri en þeir argentínsku? „Auðveldlega. Þeir eru með gamla miðverði og því ekkert ólíklegt að Íslendingar skjóti inn einu marki og getum gert þá alveg stressaða“, segir Ragnar Pétur „Gott að vera með háa pressu og þá er gott að vera með Alfreð Finnbogason sem er tilbúinn að taka hlaupin allan tímann og þreyta þessa gæja." Ef allt bregst og staðan er 1-0 fyrir Argentínu og hálftími eftir er þá er gott að nota hæð Jóns Daða Böðvarssonar ef hann byrjar ekki inná, reyna að fá hornin, aukaspyrnurnar. Ég hef litlar áhyggjur,” Garðar Helgi er búinn að sjá úrslitin fyrir sér. Eruð þið ekki hrædd um að þetta verða burst? „Nei ég held ekki. Íslendingar eiga eftir að standa í þeim, við munum gera það, segir Sigþór Jens. Einar var einn og hálfan sólarhring á leiðinni frá Ísafirði. Er hann tilbúinn að eyða einum og hálfum sólarhringi í heimferðina ef Ísland vinnur? „Að sjálfsögðu. Ég verð alltaf að fara heim því ég get ekki framlengt. En þetta er alveg vel þess virði“ „Við tökum alla þrjá leikina í riðlakeppninni og eftir leikinn í Rostov tekur við 32-33 tíma lestarferð til Sánkti Pétursborgar. Þetta verður djöfulsins vitleysa,” segir Guðmundsson við hlátur félaga sinna á tólftu hæðinni á Peking hótelinu í Moskvu.
HM 2018 í Rússlandi Tengdar fréttir Þétt setinn bekkurinn á blaðamannafundi Íslands Tæpum klukkutíma áður en blaðamannafundur íslenska liðsins á að hefjast í Moskvu er blaðamannafundarherbergið að fyllast. 15. júní 2018 09:53 Sumarmessan: Aron eitthvað ofurmenni ef hann klárar 90 mínútur Stóra málið fyrir fyrsta leik Íslands á HM, sem er á morgun gegn Argentínu í Moskvu, er að sjálfsögðu hvort Aron Einar Gunnarsson geti tekið þátt í leiknum en hann er í kapphlaupi við tímann í endurhæfingu sinni eftir hnémeiðsli. 15. júní 2018 13:30 Leyndu ástandi Arons fyrir fjölmiðlum Aron Einar Gunnarsson er klár í slaginn fyrir Argentínu en það vissi enginn utan hópsins fyrr en í dag. 15. júní 2018 19:30 Strákarnir sýna mér traust Jón Daði Böðvarsson kveðst einbeittur og klár í slaginn gegn Argentínu á laugardaginn. Tæp tvö ár eru síðan hann skoraði fyrir landsliðið en hann lætur það ekki á sig fá og heldur ótrauður áfram. 15. júní 2018 21:30 Mest lesið Sjáðu geggjaðan snúning Alberts áður en hann skoraði frábært mark Fótbolti Bunting dró orð sín til baka með tárin í augunum: „Ég er ekki meistari fólksins“ Sport Sakaður um svindl á HM í pílukasti Sport Áhorfendur ærðust eftir mögulega mark mótsins í fyrsta leik Fótbolti Táningur fær mikið hrós fyrir viðbrögð sín þegar mótherji missti meðvitund Fótbolti Klappstýrur Björgvins Karls slógu í gegn Sport Óskar Hrafn um komu Arnórs Ingva: „Gífurlega dýrmætt fyrir KR“ Íslenski boltinn Stórstjarna úr WNBA-deildinni í heimsókn á Íslandi Körfubolti „Ef þið væruð Antoine Semenyo, hvert mynduð þið fara?“ Enski boltinn Guardiola mun vigta leikmenn Man City eftir jólin Enski boltinn Fleiri fréttir Mbappé breytti um fagn af góðu tilefni „Allir virðast elska hann“ Meira en 37 stöðugildi hjá Knattspyrnusambandi Íslands Táningur fær mikið hrós fyrir viðbrögð sín þegar mótherji missti meðvitund „Þetta mun ekki buga okkur“ Guardiola mun vigta leikmenn Man City eftir jólin „Ef þið væruð Antoine Semenyo, hvert mynduð þið fara?“ Freyr himinlifandi með íslensku strákana Sjáðu geggjaðan snúning Alberts áður en hann skoraði frábært mark Óskar Hrafn um komu Arnórs Ingva: „Gífurlega dýrmætt fyrir KR“ Áhorfendur ærðust eftir mögulega mark mótsins í fyrsta leik Sjáðu mörkin: Rogers sá um Manchester United Hleður Kjartan lofi eftir frábæra frumraun með Aberdeen Óttast að Isak hafi fótbrotnað Túfa gerir þriggja ára samning í Svíþjóð Arnór Ingvi orðinn leikmaður KR Albert skoraði í fyrsta sigri Fiorentina Bæjarar aftur á sigurbraut Tvenna frá Rogers tryggði Villa sigur gegn Manchester United Barcelona með fjögurra stiga forskot inn í nýtt ár Alvöru innkoma: Kjartan með stoðsendingu gegn Celtic í sínum fyrsta leik Sandra María hetjan og með þeim markahæstu í Þýskalandi Katla skoraði annan leikinn í röð Tómas Bent og félagar unnu Rangers og náðu átta stiga forskoti á toppnum Breiðablik kaupir Jónatan frá Norrköping Hildur áfram í bikarnum og Amanda enn á toppnum Fimmta sinn sem Arsenal er á toppnum um jólin: Unnu ekki titilinn í fyrstu fjögur skiptin „Viljum við að okkar verði minnst fyrir að vera skræfur?“ „Ef dómarinn hefði sinnt sínu starfi almennilega hefði Romero ekki fengið spjald“ Haaland gaf barnabarni Hareide gjöf Sjá meira
Þétt setinn bekkurinn á blaðamannafundi Íslands Tæpum klukkutíma áður en blaðamannafundur íslenska liðsins á að hefjast í Moskvu er blaðamannafundarherbergið að fyllast. 15. júní 2018 09:53
Sumarmessan: Aron eitthvað ofurmenni ef hann klárar 90 mínútur Stóra málið fyrir fyrsta leik Íslands á HM, sem er á morgun gegn Argentínu í Moskvu, er að sjálfsögðu hvort Aron Einar Gunnarsson geti tekið þátt í leiknum en hann er í kapphlaupi við tímann í endurhæfingu sinni eftir hnémeiðsli. 15. júní 2018 13:30
Leyndu ástandi Arons fyrir fjölmiðlum Aron Einar Gunnarsson er klár í slaginn fyrir Argentínu en það vissi enginn utan hópsins fyrr en í dag. 15. júní 2018 19:30
Strákarnir sýna mér traust Jón Daði Böðvarsson kveðst einbeittur og klár í slaginn gegn Argentínu á laugardaginn. Tæp tvö ár eru síðan hann skoraði fyrir landsliðið en hann lætur það ekki á sig fá og heldur ótrauður áfram. 15. júní 2018 21:30