Strákarnir sýna mér traust Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 15. júní 2018 21:30 Jón Daði Böðvarsson. Vísir/Getty „Fyrstu dagarnir hérna í Rússlandi hafa verið fínir og það eru allir einbeittir fyrir verkefnið sem fram undan er. Allar aðstæður eru til fyrirmyndar og stemningin í hópnum góð,“ sagði Jón Daði Böðvarsson fyrir æfingu íslenska landsliðsins í Kabardinka í gær. Þetta var síðasta æfing liðsins áður en það flaug til Moskvu síðdegis. Á morgun er komið að stóru stundinni, leiknum gegn Lionel Messi og félögum í argentínska landsliðinu. Jón Daði vonast að sjálfsögðu til að vera í byrjunarliðinu í þessum fyrsta leik Íslands á HM frá upphafi. „Ég vona það en þetta kemur bara í ljós. Maður gerir sig alltaf kláran eins og maður sé að fara að byrja.“ Selfyssingurinn skoraði síðast fyrir landsliðið í 2-1 sigrinum fræga á Austurríki á EM 2016. Síðan eru liðin tvö ár. Og raunar eru mörk Jóns Daða fyrir landsliðið aðeins tvö. „Ég er ekkert að stressa mig yfir þessu. Tölfræðin mín er ekkert rosaleg sem framherji en maður þarf bara að hlæja að því. Ég reyni að bæta úr því og halda áfram að vinna vel fyrir liðið,“ sagði Jón Daði sem leggst rólegur á koddann þótt mörkin láti bíða eftir sér. „Það er mikilvægt að horfa á aðrar hliðar í leiknum þínum líka. Ég stressa mig ekki yfir þessu og strákarnir sýna mér traust. Við þurfum að verjast meira en aðrir og þekkja okkar takmörk. Maður einblínir á þau gildi sem leikmaður og hvernig þetta virkar hjá landsliðinu. Það er öðruvísi en hjá félagsliðinu,“ sagði Jón Daði að lokum. HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Pálmi í ótímabundið leyfi Íslenski boltinn Erfitt að heyra hvað Orri hefur þjáðst Fótbolti Eigandi Nott.Forest ákærður fyrir tengsl við glæpagengi Sport Stelpurnar okkar fá ekki leiki vegna sparnaðar Fótbolti Donald Trump að fá friðarverðlaun frá FIFA? Fótbolti Fylgist spenntur með Viktori: „Þetta er með ólíkindum“ Fótbolti Endurkoma ársins: Á Norðurlandamót aðeins ellefu mánuðum eftir hálsbrot Sport Greint frá ráðningu á vef nýja þjálfarans Handbolti Hlýnun jarðar á að hafa mikil áhrif á maraþonhlaup í heimnum Sport Sá húsið sitt brenna til kaldra kola Körfubolti Fleiri fréttir Ólöf og Írena báðar í úrvalsliði Ivy-deildarinnar Suárez dæmdur í bann fyrir hælspark í mótherja og missir af risaleik Pálmi í ótímabundið leyfi Góður í að þekkja stórstjörnur sem börn Erfitt að heyra hvað Orri hefur þjáðst „Ég og Nik erum ágætis vinir“ „Vel gert að geta haldið áfram í svona ástandi“ Fylgist spenntur með Viktori: „Þetta er með ólíkindum“ Stelpurnar okkar fá ekki leiki vegna sparnaðar Lamine Yamal sakaði menn um lygar eftir leik Mörk úr Meistaradeildinni: Sjáðu Osimhen hoppa upp fyrir Mbappé og Haaland Segir að Man United sé ekki að búa til Harlem Globetrotters-lið Donald Trump að fá friðarverðlaun frá FIFA? „Rokk og ról“ hjá Frey í villta vestrinu Sjáðu atvikið: Hágrátandi Hakimi frá í nokkrar vikur Óstöðvandi Osimhen, magurt hjá Mourinho og Bilbao brenndir Böl Börsunga í Belgíu Foden í stuði gegn Dortmund Spilaði meira en síðustu tvo mánuði til samans Nik fær Lindu Líf til Kristianstad Sandra María skoraði í svekkjandi leik Emelía með þrennu gegn FCK Óvænt úrslit í Meistaradeildinni „Mér finnst þetta ekki leiðinlegur fótbolti“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Dældi fyrri afrekum inn á Instagram eftir vonbrigðin Valdi Isak en ekki Gyökeres í fyrsta landsliðshópinn sinn Leiðir Breiðabliks og Damir skilja Mál Alberts truflar landsliðið ekki Sjá meira
„Fyrstu dagarnir hérna í Rússlandi hafa verið fínir og það eru allir einbeittir fyrir verkefnið sem fram undan er. Allar aðstæður eru til fyrirmyndar og stemningin í hópnum góð,“ sagði Jón Daði Böðvarsson fyrir æfingu íslenska landsliðsins í Kabardinka í gær. Þetta var síðasta æfing liðsins áður en það flaug til Moskvu síðdegis. Á morgun er komið að stóru stundinni, leiknum gegn Lionel Messi og félögum í argentínska landsliðinu. Jón Daði vonast að sjálfsögðu til að vera í byrjunarliðinu í þessum fyrsta leik Íslands á HM frá upphafi. „Ég vona það en þetta kemur bara í ljós. Maður gerir sig alltaf kláran eins og maður sé að fara að byrja.“ Selfyssingurinn skoraði síðast fyrir landsliðið í 2-1 sigrinum fræga á Austurríki á EM 2016. Síðan eru liðin tvö ár. Og raunar eru mörk Jóns Daða fyrir landsliðið aðeins tvö. „Ég er ekkert að stressa mig yfir þessu. Tölfræðin mín er ekkert rosaleg sem framherji en maður þarf bara að hlæja að því. Ég reyni að bæta úr því og halda áfram að vinna vel fyrir liðið,“ sagði Jón Daði sem leggst rólegur á koddann þótt mörkin láti bíða eftir sér. „Það er mikilvægt að horfa á aðrar hliðar í leiknum þínum líka. Ég stressa mig ekki yfir þessu og strákarnir sýna mér traust. Við þurfum að verjast meira en aðrir og þekkja okkar takmörk. Maður einblínir á þau gildi sem leikmaður og hvernig þetta virkar hjá landsliðinu. Það er öðruvísi en hjá félagsliðinu,“ sagði Jón Daði að lokum.
HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Pálmi í ótímabundið leyfi Íslenski boltinn Erfitt að heyra hvað Orri hefur þjáðst Fótbolti Eigandi Nott.Forest ákærður fyrir tengsl við glæpagengi Sport Stelpurnar okkar fá ekki leiki vegna sparnaðar Fótbolti Donald Trump að fá friðarverðlaun frá FIFA? Fótbolti Fylgist spenntur með Viktori: „Þetta er með ólíkindum“ Fótbolti Endurkoma ársins: Á Norðurlandamót aðeins ellefu mánuðum eftir hálsbrot Sport Greint frá ráðningu á vef nýja þjálfarans Handbolti Hlýnun jarðar á að hafa mikil áhrif á maraþonhlaup í heimnum Sport Sá húsið sitt brenna til kaldra kola Körfubolti Fleiri fréttir Ólöf og Írena báðar í úrvalsliði Ivy-deildarinnar Suárez dæmdur í bann fyrir hælspark í mótherja og missir af risaleik Pálmi í ótímabundið leyfi Góður í að þekkja stórstjörnur sem börn Erfitt að heyra hvað Orri hefur þjáðst „Ég og Nik erum ágætis vinir“ „Vel gert að geta haldið áfram í svona ástandi“ Fylgist spenntur með Viktori: „Þetta er með ólíkindum“ Stelpurnar okkar fá ekki leiki vegna sparnaðar Lamine Yamal sakaði menn um lygar eftir leik Mörk úr Meistaradeildinni: Sjáðu Osimhen hoppa upp fyrir Mbappé og Haaland Segir að Man United sé ekki að búa til Harlem Globetrotters-lið Donald Trump að fá friðarverðlaun frá FIFA? „Rokk og ról“ hjá Frey í villta vestrinu Sjáðu atvikið: Hágrátandi Hakimi frá í nokkrar vikur Óstöðvandi Osimhen, magurt hjá Mourinho og Bilbao brenndir Böl Börsunga í Belgíu Foden í stuði gegn Dortmund Spilaði meira en síðustu tvo mánuði til samans Nik fær Lindu Líf til Kristianstad Sandra María skoraði í svekkjandi leik Emelía með þrennu gegn FCK Óvænt úrslit í Meistaradeildinni „Mér finnst þetta ekki leiðinlegur fótbolti“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Dældi fyrri afrekum inn á Instagram eftir vonbrigðin Valdi Isak en ekki Gyökeres í fyrsta landsliðshópinn sinn Leiðir Breiðabliks og Damir skilja Mál Alberts truflar landsliðið ekki Sjá meira