Stóri bróðir fastur heima í 1. deildinni og sér ekki Hörð spila á HM Kolbeinn Tumi Daðason í Moskvu skrifar 15. júní 2018 14:00 Hörður Björgvin er uppalinn Framari en hefur spilað bæði á Ítalíu og Englandi. Vísir/Vilhelm Hörður Björgvin Magnússon, vinstri bakvörður karlalandsliðsins í knattspyrnu, segist ekki hafa hugmynd um hvort hann byrji gegn Argentínu á morgun eða ekki. Hann var í hlutverki ungrar varaskeifu á EM 2016 þegar Ari Freyr Skúlason átti stöðuna með húð og hári. Í undankeppni HM 2018 snerist dæmið að mestu við. „Þetta er aðeins öðruvísi núna,“ segir Hörður Björgvin. „Maður vill spila alla leiki. Ég er reynslunni ríkari eftir að hafa verið í hópnum á EM og auðvitað var ég einn af þeim sem fékk ekki að spila.“ Hann undirstrikar að íslenska liðið sé 23 manna lið, þar sem menn styðji hver annan óháð því hverjir fái ósk sína uppfyllt að spila. „Auðvitað kitlar í puttana að fá tækifæri á móti Argentínu. Það er undir þjálfaranum komið. Það er enginn lélegri en annar. Alir á sama striki. Maður vonast til að fá tækifærið gegn Argentínu. Það væri draumur í dós.“Hörður Björgvin Magnússon skoraði sigurmarkið gegn Króatíu í undankeppninni.vísir/ernirFjölskylda Harðar Björgvins stendur þétt við bakið á honum. „Ég held að það séu 14 manns sem koma út, ekki á alla leikina, en þau skipta sér niður á þessa þrjá leiki. Ég fæ einhvern á alla leikina,“ segir Hörður. Hann kann vel að meta hrós og stuðning frá sínu nánasta en saknar þó Hlyns Atla bróður síns sem spilar í næstefstu deild heima á Íslandi með Fram og kemst því ekki út að sjá litla bróður spila á stærsta sviði fótboltans. „Ég heyri í honum á Facetime, þetta er auðvitað svekkjandi fyrir hann að geta ekki komist út. Hann þarf að upplifa þetta í sjónvarpinu að sjá litla bróður sinn spila.“Vísir er með öflugt teymi í Rússlandi sem verður með ítarlegan fréttaflutning af íslenska liðinu á HM. Fylgist með á samfélagsmiðlum okkar - á Facebook, Twitter og Instagram. HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Bað kærastann sinn afsökunar Sport Konunum fórnað í peningavandræðum karlaliðs Barcelona Fótbolti Spáir Bröndby sigri í einvíginu á móti Víkingum Fótbolti Gullsending Sveindísar Jane valin sú besta Fótbolti „Fáránleg staða sem er komin upp“ Enski boltinn Enska augnablikið: Hefði gengið af Hjálmari dauðum Enski boltinn Hent út úr Tottenham liðinu fyrir óstundvísi Enski boltinn Lehmann færir sig um set á Ítalíu Fótbolti „Einhver vildi losna við mig“ Fótbolti Ævintýralegar lokasekúndur tryggðu Ísland í átta liða úrslit Handbolti Fleiri fréttir Donnarumma sagður á leið til City í sögulegum skiptum Grealish valdi númerið sitt vegna Rooney og Gascoigne Fyrirmenni fótboltans á Norðurlöndum mæta til Íslands í vikunni Stjarnan sækir landsliðsfélaga Caulker „Fáránleg staða sem er komin upp“ Stuðningsmenn Chelsea bjartsýnastir en mjög svartsýnir hjá Newcastle Spáir Bröndby sigri í einvíginu á móti Víkingum „Er að koma inn í hlutverk sem ég veit að ég er góð í“ „Einhver vildi losna við mig“ Gullsending Sveindísar Jane valin sú besta Enska augnablikið: Hefði gengið af Hjálmari dauðum Konunum fórnað í peningavandræðum karlaliðs Barcelona Hent út úr Tottenham liðinu fyrir óstundvísi Vildi hvergi annarsstaðar spila Lehmann færir sig um set á Ítalíu Enrique staðfestir að Donnarumma sé á förum frá PSG „Þetta var bara út um allt“ Wrexham áfram eftir vítaspyrnukeppni „Þetta var eflaust frábær leikur fyrir áhorfendur“ Nýtt hlaðvarp Sýnar um draumaliðsleik enska boltans FCK rassskellti frændur sína frá Malmö Uppgjörið: FHL – Fram 3-2 | Fyrsti sigur FHL í hús Uppgjörið: Víkingur R – Breiðablik 2-4 | Meistararnir áfram í stuði Uppgjörið: FH – Þór/KA 5-3 | Markasúpa í Hafnafirði Heimir fær aðeins einn leik og aganefndin hittir illa á Aftureldingu Dýrasti leikmaður í sögu City lánaður til Everton Enska augnablikið: Forsjáli félaginn sem missti af öllu Úr enska boltanum í eiturlyfjasmygl og sjö ára fangelsi KR fær þýskan varnarmann Isak ætlar aldrei að spila fyrir Newcastle aftur Sjá meira
Hörður Björgvin Magnússon, vinstri bakvörður karlalandsliðsins í knattspyrnu, segist ekki hafa hugmynd um hvort hann byrji gegn Argentínu á morgun eða ekki. Hann var í hlutverki ungrar varaskeifu á EM 2016 þegar Ari Freyr Skúlason átti stöðuna með húð og hári. Í undankeppni HM 2018 snerist dæmið að mestu við. „Þetta er aðeins öðruvísi núna,“ segir Hörður Björgvin. „Maður vill spila alla leiki. Ég er reynslunni ríkari eftir að hafa verið í hópnum á EM og auðvitað var ég einn af þeim sem fékk ekki að spila.“ Hann undirstrikar að íslenska liðið sé 23 manna lið, þar sem menn styðji hver annan óháð því hverjir fái ósk sína uppfyllt að spila. „Auðvitað kitlar í puttana að fá tækifæri á móti Argentínu. Það er undir þjálfaranum komið. Það er enginn lélegri en annar. Alir á sama striki. Maður vonast til að fá tækifærið gegn Argentínu. Það væri draumur í dós.“Hörður Björgvin Magnússon skoraði sigurmarkið gegn Króatíu í undankeppninni.vísir/ernirFjölskylda Harðar Björgvins stendur þétt við bakið á honum. „Ég held að það séu 14 manns sem koma út, ekki á alla leikina, en þau skipta sér niður á þessa þrjá leiki. Ég fæ einhvern á alla leikina,“ segir Hörður. Hann kann vel að meta hrós og stuðning frá sínu nánasta en saknar þó Hlyns Atla bróður síns sem spilar í næstefstu deild heima á Íslandi með Fram og kemst því ekki út að sjá litla bróður spila á stærsta sviði fótboltans. „Ég heyri í honum á Facetime, þetta er auðvitað svekkjandi fyrir hann að geta ekki komist út. Hann þarf að upplifa þetta í sjónvarpinu að sjá litla bróður sinn spila.“Vísir er með öflugt teymi í Rússlandi sem verður með ítarlegan fréttaflutning af íslenska liðinu á HM. Fylgist með á samfélagsmiðlum okkar - á Facebook, Twitter og Instagram.
HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Bað kærastann sinn afsökunar Sport Konunum fórnað í peningavandræðum karlaliðs Barcelona Fótbolti Spáir Bröndby sigri í einvíginu á móti Víkingum Fótbolti Gullsending Sveindísar Jane valin sú besta Fótbolti „Fáránleg staða sem er komin upp“ Enski boltinn Enska augnablikið: Hefði gengið af Hjálmari dauðum Enski boltinn Hent út úr Tottenham liðinu fyrir óstundvísi Enski boltinn Lehmann færir sig um set á Ítalíu Fótbolti „Einhver vildi losna við mig“ Fótbolti Ævintýralegar lokasekúndur tryggðu Ísland í átta liða úrslit Handbolti Fleiri fréttir Donnarumma sagður á leið til City í sögulegum skiptum Grealish valdi númerið sitt vegna Rooney og Gascoigne Fyrirmenni fótboltans á Norðurlöndum mæta til Íslands í vikunni Stjarnan sækir landsliðsfélaga Caulker „Fáránleg staða sem er komin upp“ Stuðningsmenn Chelsea bjartsýnastir en mjög svartsýnir hjá Newcastle Spáir Bröndby sigri í einvíginu á móti Víkingum „Er að koma inn í hlutverk sem ég veit að ég er góð í“ „Einhver vildi losna við mig“ Gullsending Sveindísar Jane valin sú besta Enska augnablikið: Hefði gengið af Hjálmari dauðum Konunum fórnað í peningavandræðum karlaliðs Barcelona Hent út úr Tottenham liðinu fyrir óstundvísi Vildi hvergi annarsstaðar spila Lehmann færir sig um set á Ítalíu Enrique staðfestir að Donnarumma sé á förum frá PSG „Þetta var bara út um allt“ Wrexham áfram eftir vítaspyrnukeppni „Þetta var eflaust frábær leikur fyrir áhorfendur“ Nýtt hlaðvarp Sýnar um draumaliðsleik enska boltans FCK rassskellti frændur sína frá Malmö Uppgjörið: FHL – Fram 3-2 | Fyrsti sigur FHL í hús Uppgjörið: Víkingur R – Breiðablik 2-4 | Meistararnir áfram í stuði Uppgjörið: FH – Þór/KA 5-3 | Markasúpa í Hafnafirði Heimir fær aðeins einn leik og aganefndin hittir illa á Aftureldingu Dýrasti leikmaður í sögu City lánaður til Everton Enska augnablikið: Forsjáli félaginn sem missti af öllu Úr enska boltanum í eiturlyfjasmygl og sjö ára fangelsi KR fær þýskan varnarmann Isak ætlar aldrei að spila fyrir Newcastle aftur Sjá meira