Stefnir í „spítala götunnar“? Óli Stefáns Runólfsson skrifar 14. júní 2018 07:00 Bíllinn „Ragnheiður“ hefur verið á ferð á götum Reykjavíkur til að þjónusta fíknaefnaneytendur til að koma í veg fyrir frekari smit vegna margnota sprauta sem fíknaefnanotendur gjarnan nota. Svo hefur heyrst að ef lögreglan yrði með lyf í sínum vörslum gæti það orðið til bjargar í sumum tilfellum þar sem hún yrði kölluð til einhverra í neyð. Alltaf er gott að geta aðstoðað þá sem eru í nauðum staddir. Fari sem horfir verður þörfin fyrir aðstoð alltaf meiri og meiri. Fólki fjölgar og hætt við að fleiri verði í neyð. Samfara því vex kostnaður. Það þarf að fækka þeim sem þurfa á „spítala götunnar“ að halda. Það þarf að ráðast að rótum vandans. Koma í veg fyrir að fólk ánetjist fíkniefnum. Er eitthvað í þjóðfélaginu sem ýtir fólki út í efnaneyslu? Eitthvað í þjóðfélaginu sem einstaklingurinn ræður ekki við, sem veldur því að hann fer út í neyslu? Það ber töluvert á streitu í þessu þjóðfélagi. Keppni um völd og græðgi er mikil. Sumum vegnar betur en öðrum, oft vegna kunningsskapar, hjá þessari fámennu þjóð. Það er alltaf verið að deila um skiptingu „þjóðarkökunnar“, sumir telja sig fá of lítið miðað við aðra, en það ætti að vera grunnkrafa að allir fái fyrir grunnþörfum. Það er munur á að sumir fá 2-3 milj. í laun á mánuði (margir með mikið meira), en aðrir um þrjú hundruð þúsund á mánuði. Þjóðfélag okkar er sjúkt og þörf er breytinga. Það þarf mikið átak til að ráðast að rótum vandans, en það þarf að gera, annars magnast vandinn sem líkja mætti við snjóbolta sem veltur áfram og hleður sífellt á sig og stækkar. Það má víða finna ástæður þess í þjóðfélaginu að fólk misstígur sig á brautum lífsins.Höfundur er rennismiður og eftirlaunaþegi Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Heilbrigðismál Mest lesið Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Gerir háskólanám þig að grunnskólakennara? Davíð Már Sigurðsson Skoðun Kirkjuklukkur hringja Bjarni Karlsson Skoðun „Er allt í lagi?“ Olga Björt Þórðardóttir Skoðun Einmanaleiki: Skortir þig tengsl við þig eða aðra? Sigrún Þóra Sveinsdóttir Skoðun Sumarfríinu aflýst Sigurður Helgi Pálmason Skoðun Göngum í Haag hópinn Þórhildur Sunna Ævarsdóttir Skoðun Fordómar gagnvart hinsegin fólki – Reynslusaga Geir Gunnar Markússon Skoðun Úr skotgröfum í netkerfin: Netárásir á innviði Vesturlanda Ýmir Vigfússon Skoðun Stríð skapar ekki frið Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Skoðun Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar Skoðun Einmanaleiki: Skortir þig tengsl við þig eða aðra? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Fjölbreytni í endurhæfingu skiptir máli Hólmfríður Einarsdóttir skrifar Skoðun Sumarfríinu aflýst Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Úr skotgröfum í netkerfin: Netárásir á innviði Vesturlanda Ýmir Vigfússon skrifar Skoðun Fordómar gagnvart hinsegin fólki – Reynslusaga Geir Gunnar Markússon skrifar Skoðun „Er allt í lagi?“ Olga Björt Þórðardóttir skrifar Skoðun Göngum í Haag hópinn Þórhildur Sunna Ævarsdóttir skrifar Skoðun Kirkjuklukkur hringja Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Gerir háskólanám þig að grunnskólakennara? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Stríð skapar ekki frið Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Íslenska stóðhryssan og Evrópa Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Hvammsvirkjun – Skyldur ráðherra og réttur samfélagsins Eggert Valur Guðmundsson skrifar Skoðun Norska leiðin er fasismi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Um mýkt, menntun og von Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Höfum alla burði til þess Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Tímabær rannsókn dómsmálaráðuneytisins Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar Skoðun Umsókn krefst ákvörðunar – ekki ákalls Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hjálp, barnið mitt spilar Roblox! Kristín Magnúsdóttir skrifar Skoðun Líkindi með guðstrú og djöflatrú Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Ævinlega þakkláti flóttamaðurinn Zeljka Kristín Klobucar skrifar Skoðun Vér vesalingar Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Leikrit Landsvirkjunar Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Svona eða hinsegin, hvert okkar verður næst? Unnar Geir Unnarsson skrifar Skoðun Reynisfjara og mannréttindasáttmáli Evrópu Róbert R. Spanó skrifar Skoðun Að hlúa að foreldrum: Forvörn sem skiptir máli Áróra Huld Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ákall til íslenskra stjórnmálamanna Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Þurfum við virkilega „leyniþjónustu”? Helen Ólafsdóttir skrifar Sjá meira
Bíllinn „Ragnheiður“ hefur verið á ferð á götum Reykjavíkur til að þjónusta fíknaefnaneytendur til að koma í veg fyrir frekari smit vegna margnota sprauta sem fíknaefnanotendur gjarnan nota. Svo hefur heyrst að ef lögreglan yrði með lyf í sínum vörslum gæti það orðið til bjargar í sumum tilfellum þar sem hún yrði kölluð til einhverra í neyð. Alltaf er gott að geta aðstoðað þá sem eru í nauðum staddir. Fari sem horfir verður þörfin fyrir aðstoð alltaf meiri og meiri. Fólki fjölgar og hætt við að fleiri verði í neyð. Samfara því vex kostnaður. Það þarf að fækka þeim sem þurfa á „spítala götunnar“ að halda. Það þarf að ráðast að rótum vandans. Koma í veg fyrir að fólk ánetjist fíkniefnum. Er eitthvað í þjóðfélaginu sem ýtir fólki út í efnaneyslu? Eitthvað í þjóðfélaginu sem einstaklingurinn ræður ekki við, sem veldur því að hann fer út í neyslu? Það ber töluvert á streitu í þessu þjóðfélagi. Keppni um völd og græðgi er mikil. Sumum vegnar betur en öðrum, oft vegna kunningsskapar, hjá þessari fámennu þjóð. Það er alltaf verið að deila um skiptingu „þjóðarkökunnar“, sumir telja sig fá of lítið miðað við aðra, en það ætti að vera grunnkrafa að allir fái fyrir grunnþörfum. Það er munur á að sumir fá 2-3 milj. í laun á mánuði (margir með mikið meira), en aðrir um þrjú hundruð þúsund á mánuði. Þjóðfélag okkar er sjúkt og þörf er breytinga. Það þarf mikið átak til að ráðast að rótum vandans, en það þarf að gera, annars magnast vandinn sem líkja mætti við snjóbolta sem veltur áfram og hleður sífellt á sig og stækkar. Það má víða finna ástæður þess í þjóðfélaginu að fólk misstígur sig á brautum lífsins.Höfundur er rennismiður og eftirlaunaþegi
Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar
Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar