Áratugur breytinga – Áratugur stórmóta Trausti Ágútsson skrifar 13. júní 2018 07:00 Fyrir tíu árum tryggði íslenska kvennalandsliðið sig fyrst íslenskra A-landsliða inn á stórmót í fótbolta, þegar þær komust á EM í Finnlandi 2009. Þær hafa síðan þá endurtekið leikinn tvisvar sinnum, þegar stelpurnar okkar komust á EM 2013 í Svíþjóð og EM 2017 í Hollandi. Bestum árangri náði liðið í Svíþjóð þegar þær komust í fjórðungsúrslit en féllu út gegn sterku liði heimakvenna. Það þarf varla að rifja upp að strákarnir okkar komust fyrst á stórmót þegar liðið komst á EM í Frakklandi 2016. Strákarnir náðu þá þeim frábæra árangri að komast í fjórðungsúrslit þar sem þeir þurftu að lúta í gras fyrir heimamönnum. Fyrir áratug var íslenska karlalandsliðið í 83. sæti heimslista FIFA en kvennalandsliðið í 19. sæti. Kvennaliðið hækkaði sig svo upp í 15. sæti frá árunum 2011 til 2012 en er aftur komið í 19. sæti listans. Frá 2008 til 2010 lækkaði karlaliðið úr 83. sæti niður í það 112. sem er það lægsta sem liðið hefur farið á listanum. Frá 2010 hefur leiðin legið upp á við og er liðið núna í 22. sæti listans. Við hjá Gallup könnuðum áhuga landsmanna 18 ára og eldri á HM í Rússlandi, væntingar til frammistöðu íslenska liðsins og hvaða lið fólk telur líklegast til að vinna mótið. Alls eru 49% sem hafa mikinn áhuga á HM en 34% hafa lítinn áhuga á mótinu, en til samanburðar höfðu 48% mikinn áhuga á EM 2016 og 38% lítinn áhuga. Það kemur líklega ekki á óvart að áhugi er meiri hjá körlum en konum, 58% karla en 40% kvenna hafa mikinn áhuga.Þegar væntingar til árangurs íslenska liðsins á EM voru skoðaðar í aðdraganda mótsins 2016 voru 13% sem höfðu rétt fyrir sér um að Ísland myndi komast í fjórðungsúrslit en ekki lengra. Almennt taldi fólk að íslenska liðið myndi ná lengra á EM en það telur að það muni ná á HM. Nú telja 57% að liðið komist upp úr riðlinum en á EM voru það 71% þátttakenda. Ef skoðað er hve margir telja að Ísland komist í fjórðungsúrslit eða lengra þá eru það 23% nú en voru 29% fyrir EM. Konur hafa meiri trú á strákunum en karlar, en alls eru 29% kvenna sem telja að þeir komist í fjórðungsúrslit eða lengra en 17% karla. Alls eru 12% þátttakenda sem telja að Ísland komist í undanúrslit HM og 6% telja að Ísland fari alla leið í úrslitaleikinn sem er u.þ.b. einu prósentustigi færri en þeir sem töldu að Ísland kæmist í úrslit EM 2016 þegar spurt var hve langt Ísland myndi ná í keppninni. Í könnuninni 2016 voru aðeins 6% þátttakenda sem spáðu rétt fyrir um að Portúgal yrði Evrópumeistari í fyrsta sinn. Fjórir af hverjum tíu Íslendingum töldu að Þjóðverjar yrðu Evrópumeistarar. Næstflestir, eða 17%, höfðu mesta trú á að Frakkar myndu sigra en svo voru 13% sem töldu að Spánverjar yrðu Evrópumeistarar í þriðja sinn í röð. Eins og fyrir EM hefur íslenska þjóðin mesta trú á að Þjóðverjar verði meistarar. Alls eru 34% sem telja að Þjóðverjar verji titilinn og verði þannig heimsmeistarar í fimmta sinn og jafni þar með metin við Brasilíumenn sem hafa oftast orðið meistarar. Þátttakendur hafa næstmesta trú á Argentínu, en 19% telja að Messi og félagar standi uppi sem sigurvegarar í lok móts. Aðeins tveimur prósentustigum færri, eða 15%, telja að Frakkar verði heimsmeistarar núna en töldu að þeir yrðu Evrópumeistarar á heimavelli fyrir tveimur árum síðan. Tiltrú Íslendinga á Spánverjum er mun minni fyrir HM nú en fyrir EM 2016 og fáir eða 4% hafa trú á því að Evrópumeistarar Portúgala lyfti bikarnum eftirsótta þann 15. júlí næstkomandi. Þannig völdu 6% þátttakenda, sem tóku afstöðu þegar spurt var beint hverjir verði heimsmeistarar, Ísland en það voru 8% sem giskuðu á Ísland sem Evrópumeistara fyrir tveimur árum. Næstu vikur og mánuðir verða spennandi fyrir landsliðin okkar í fótbolta. Strákarnir okkar að skrifa nýjan kafla í sögu íslenskrar knattspyrnu með þátttöku á HM og stelpurnar okkar í dauðafæri að tryggja sér þátttöku á HM í Frakklandi 2019. ÁFRAM ÍSLAND!Höfundur er sölustjóri markaðsrannsókna Gallup Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir Skoðun Fullveldi í framkvæmd Eggert Sigurbergsson Skoðun Skoðun Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson skrifar Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia skrifar Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Gengið til friðar Ingibjörg Haraldsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Fullveldi í framkvæmd Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Vextir á verðtryggðum lánum - ögurstund Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Rokk í boði Ríkisins - möguleg tímaskekkja Stefán Ernir Valmundarson skrifar Skoðun Orkuskiptin sem engu máli skiptu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Samtöl við þá sem hurfu of fljótt Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Flugvöllurinn í Reykjavík - fyrir landið allt Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Gamla fólkið okkar býr við óöryggi – kerfið okkar er að bregðast Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Fiktið byrjar ekki sem sjúkdómur Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Jólagjöf ríkisstjórnarinnar Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Einfaldlega íslenskt, líka um jólin Hafliði Halldórsson skrifar Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar Skoðun Vönduð lagasetning á undanhaldi Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason skrifar Sjá meira
Fyrir tíu árum tryggði íslenska kvennalandsliðið sig fyrst íslenskra A-landsliða inn á stórmót í fótbolta, þegar þær komust á EM í Finnlandi 2009. Þær hafa síðan þá endurtekið leikinn tvisvar sinnum, þegar stelpurnar okkar komust á EM 2013 í Svíþjóð og EM 2017 í Hollandi. Bestum árangri náði liðið í Svíþjóð þegar þær komust í fjórðungsúrslit en féllu út gegn sterku liði heimakvenna. Það þarf varla að rifja upp að strákarnir okkar komust fyrst á stórmót þegar liðið komst á EM í Frakklandi 2016. Strákarnir náðu þá þeim frábæra árangri að komast í fjórðungsúrslit þar sem þeir þurftu að lúta í gras fyrir heimamönnum. Fyrir áratug var íslenska karlalandsliðið í 83. sæti heimslista FIFA en kvennalandsliðið í 19. sæti. Kvennaliðið hækkaði sig svo upp í 15. sæti frá árunum 2011 til 2012 en er aftur komið í 19. sæti listans. Frá 2008 til 2010 lækkaði karlaliðið úr 83. sæti niður í það 112. sem er það lægsta sem liðið hefur farið á listanum. Frá 2010 hefur leiðin legið upp á við og er liðið núna í 22. sæti listans. Við hjá Gallup könnuðum áhuga landsmanna 18 ára og eldri á HM í Rússlandi, væntingar til frammistöðu íslenska liðsins og hvaða lið fólk telur líklegast til að vinna mótið. Alls eru 49% sem hafa mikinn áhuga á HM en 34% hafa lítinn áhuga á mótinu, en til samanburðar höfðu 48% mikinn áhuga á EM 2016 og 38% lítinn áhuga. Það kemur líklega ekki á óvart að áhugi er meiri hjá körlum en konum, 58% karla en 40% kvenna hafa mikinn áhuga.Þegar væntingar til árangurs íslenska liðsins á EM voru skoðaðar í aðdraganda mótsins 2016 voru 13% sem höfðu rétt fyrir sér um að Ísland myndi komast í fjórðungsúrslit en ekki lengra. Almennt taldi fólk að íslenska liðið myndi ná lengra á EM en það telur að það muni ná á HM. Nú telja 57% að liðið komist upp úr riðlinum en á EM voru það 71% þátttakenda. Ef skoðað er hve margir telja að Ísland komist í fjórðungsúrslit eða lengra þá eru það 23% nú en voru 29% fyrir EM. Konur hafa meiri trú á strákunum en karlar, en alls eru 29% kvenna sem telja að þeir komist í fjórðungsúrslit eða lengra en 17% karla. Alls eru 12% þátttakenda sem telja að Ísland komist í undanúrslit HM og 6% telja að Ísland fari alla leið í úrslitaleikinn sem er u.þ.b. einu prósentustigi færri en þeir sem töldu að Ísland kæmist í úrslit EM 2016 þegar spurt var hve langt Ísland myndi ná í keppninni. Í könnuninni 2016 voru aðeins 6% þátttakenda sem spáðu rétt fyrir um að Portúgal yrði Evrópumeistari í fyrsta sinn. Fjórir af hverjum tíu Íslendingum töldu að Þjóðverjar yrðu Evrópumeistarar. Næstflestir, eða 17%, höfðu mesta trú á að Frakkar myndu sigra en svo voru 13% sem töldu að Spánverjar yrðu Evrópumeistarar í þriðja sinn í röð. Eins og fyrir EM hefur íslenska þjóðin mesta trú á að Þjóðverjar verði meistarar. Alls eru 34% sem telja að Þjóðverjar verji titilinn og verði þannig heimsmeistarar í fimmta sinn og jafni þar með metin við Brasilíumenn sem hafa oftast orðið meistarar. Þátttakendur hafa næstmesta trú á Argentínu, en 19% telja að Messi og félagar standi uppi sem sigurvegarar í lok móts. Aðeins tveimur prósentustigum færri, eða 15%, telja að Frakkar verði heimsmeistarar núna en töldu að þeir yrðu Evrópumeistarar á heimavelli fyrir tveimur árum síðan. Tiltrú Íslendinga á Spánverjum er mun minni fyrir HM nú en fyrir EM 2016 og fáir eða 4% hafa trú á því að Evrópumeistarar Portúgala lyfti bikarnum eftirsótta þann 15. júlí næstkomandi. Þannig völdu 6% þátttakenda, sem tóku afstöðu þegar spurt var beint hverjir verði heimsmeistarar, Ísland en það voru 8% sem giskuðu á Ísland sem Evrópumeistara fyrir tveimur árum. Næstu vikur og mánuðir verða spennandi fyrir landsliðin okkar í fótbolta. Strákarnir okkar að skrifa nýjan kafla í sögu íslenskrar knattspyrnu með þátttöku á HM og stelpurnar okkar í dauðafæri að tryggja sér þátttöku á HM í Frakklandi 2019. ÁFRAM ÍSLAND!Höfundur er sölustjóri markaðsrannsókna Gallup
Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar
Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar
Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar