Cantona vildi vita meira um litla ísmolann sem rústaði Englandi Tómas Þór Þórðarson í Kabardinka skrifar 12. júní 2018 19:30 Áhugi erlendra fjölmiðlamanna á íslenska liðinu hefur verið gríðarlegur undanfarin ár og hann hefur ekki minnkað í aðdraganda HM. Einn þeirra sem leitaði að svörum við íslenska fótboltakraftaverkinu var sjálfur Eric Cantona. Hann kom hingað til lands í apríl að taka upp myndina The Kings Road sem fjallar meðal annars um íslenska landsliðið. Cantona var ekki bara heillaður af árangri strákanna okkar og almennt af uppbyggingu íslenska fótboltans. Hann hafði einnig mikinn áhuga á land og þjóð, sögu okkar, sigrum og sorgum. Allt þetta telur hann að sé þáttur í íslenska fótboltaævintýrinu. „Alveg síðan að ég varð vitni að því þegar að þessi litli ísmoli sem telur 350.000 íbúa rústaði Englandi á EM 2016 hef ég vijað komast að ástæðum þessarar íslensku uppsveiflu í fótboltanum. Sérstaklega núna þegar að liðið er komið á HM í Rússlandi. Cantona vildi kynnast íslensku þjóðinni frá hinum ýmsu vinklum og talaði því við Arnór Guðjohnsen, Heimi Hallgrímsson, meðlimi Tólfunnar, kraftajötuninn Hafþór Júlíus Björnsson, Jón Gnarr og á endanum forseta lýðveldisins, Guðna Th. Jóhannesson.Eric Cantona á spjalli við Jón Gnarr.„Við spiluðum á móti hvor öðrum á tíunda áratugnum,“ segir Canton við Arnór Guðjohnsen en þeir mættust í landsleik Íslands og Frakklands á Laugardalsvellinum í undankeppni EM 1992 „Það var fyrir 28 árum. Það virðist vera heil eilíf síðan. Ég man samt aðeins eftir leiknum. Þú skoraðir ef ég man rétt,“ segir Arnór. „Já, ég skoraði. Ég held að það hafi verið þarna,“ segir hann og bendir á markið nær Laugardalslauginni. Cantona hitti Jón Gnarr í Borgarleikhúsinu og fór reyndar um kvöldið á sýninguna Með allt á hreinu. Jón sagði honum frá upplifun sinni af leiknum á móti Englandi. „Það var algjörlega ótrúlegt þegar að við unnum England. Ég held að hver einasti landsmaður hafi verið að horfa á leikinn. Fólk sem lá á dánarbeðinu frestaði dauðanum í smástund til þess að geta séð leikinn,“ segir Jón Gnarr. Í byrjun myndarinnar segir Cantona að skiljanlegt sé að Íslendingar geti búið til svona ævintýri eins og afrek fótboltalandsliðsins. Hann spyr Guðna Th. Jóhannesson hvað sé málið með þessa álfatrú. „Ímyndaðu þér þessa eyju í gegnum aldirnar. Veturnir eru kaldir og dimmir og fólk bjó í litlum torfkofum. Þú heyrir hljóð og býrð til sögur og annan heim. Ég er ekki að segja að álfar eru til en ég vil passa mig þannig að ég segi ekki heldur að álfar séu ekki til,“ segir Guðni. Vísir fjallar frekar um myndina The Kings Road á morgun.Vísir er með öflugt teymi í Rússlandi sem verður með ítarlegan fréttaflutning af íslenska liðinu á HM. Fylgist með á samfélagsmiðlum okkar - á Facebook, Twitter og Instagram. HM 2018 í Rússlandi Tengdar fréttir Frederik Schram: Ef þú ræður ekki við ábyrgðina hefurðu ekkert að gera sem markvörður Danski Íslendingurinn í marki landsliðsins segist koma sterkari til baka eftir mistökin á móti Noregi. 12. júní 2018 14:00 Víkingaklappið gert ódauðlegt sem „emoji“ Íslenska landsliðið er liðið sem flestir hlutlausir halda með á HM og hefur sagan um hið ótrúlega afrek Íslands að komast á HM orðið heimsfræg. Eitt það helsta sem hinn almenni fótboltaáhugamaður tengir við Ísland er víkingaklappið. 12. júní 2018 13:02 Mest lesið Leik lokið: Tindastóll-Stjarnan 93-90 | Stólarnir með ótrúlega endurkomu í blálokin Körfubolti Lærisveinn Hannesar í tveggja ára bann fyrir hrottalegt brot Handbolti Rio Ferdinand lagður inn á sjúkrahús Enski boltinn Manchester United spilar til úrslita í Evrópudeildinni Fótbolti Sveindís kvödd á sunnudaginn Fótbolti Uppgjör: Tindastóll-Breiðablik 1-5 | Berglind aftur í stuði á Króknum Íslenski boltinn Albert og félagar úr leik eftir stórleik Antony Fótbolti Leik lokið: Valur-Þróttur 1-3 | Þróttur fylgir Blikum eins og skugginn Íslenski boltinn Lögreglan réðst inn á heilsugæslustöð til að komast yfir gögn um Maradona Fótbolti Segir að klukkan tifi hjá Arteta: „Arsenal þarf að vinna“ Fótbolti Fleiri fréttir „Liðið ætti að vera betra en það er en við erum að reyna“ Albert og félagar úr leik eftir stórleik Antony Sheffield United með gott forskot í umspili Championship Manchester United spilar til úrslita í Evrópudeildinni Uppgjör: FHL-Þór/KA 2-5 | Sandra María opnaði markareikninginn með þrennu Leik lokið: Valur-Þróttur 1-3 | Þróttur fylgir Blikum eins og skugginn Chelsea örugglega í úrslitaleikinn Uppgjör: Tindastóll-Breiðablik 1-5 | Berglind aftur í stuði á Króknum Flugeldar sprengdir við hótel Tottenham í nótt Kerfið hrundi og margir misstu af miða á leik hjá sveinum Freys Enrique léttur eftir leik: „Við erum bændadeild“ Ásgeir Sigurvinsson sjötugur í dag Dáðust að Donnarumma: „Þetta er ekkert eðlilega góð markvarsla“ Sveindís kvödd á sunnudaginn Völlurinn í Grindavík metinn öruggur Fá vel greitt fyrir sjö manna bolta: „Þarf að rifja upp hvaða reglur gilda“ Sjáðu mörkin sem tryggðu PSG sæti í úrslitaleiknum Segir að klukkan tifi hjá Arteta: „Arsenal þarf að vinna“ Sýking ógnaði ferli Kristófers: „Algjört kraftaverk að þetta hafi ekki farið verr“ Rio Ferdinand lagður inn á sjúkrahús Lögreglan réðst inn á heilsugæslustöð til að komast yfir gögn um Maradona Fagnaði í bol með fullt af myndum af sjálfum sér Gætu þurft að bíða í sautján ár eftir nýjum leikvangi Trump: HM í fótbolta 2026 ætti að hvetja Rússa til að enda Úkraínustríðið „Ekkert lið í þessari keppni hefur verið betra en við“ Hakimi um Luis Enrique: „Hann er snillingur“ Arsenal tapaði í París og titlalaust tímabil staðreynd Hilmir hetja Viking í bikarnum Brann úr leik í bikarnum eftir dramatík Sveinn Aron áfram sjóðandi í bikarnum og bæði Sædís og Ísak skoruðu líka Sjá meira
Áhugi erlendra fjölmiðlamanna á íslenska liðinu hefur verið gríðarlegur undanfarin ár og hann hefur ekki minnkað í aðdraganda HM. Einn þeirra sem leitaði að svörum við íslenska fótboltakraftaverkinu var sjálfur Eric Cantona. Hann kom hingað til lands í apríl að taka upp myndina The Kings Road sem fjallar meðal annars um íslenska landsliðið. Cantona var ekki bara heillaður af árangri strákanna okkar og almennt af uppbyggingu íslenska fótboltans. Hann hafði einnig mikinn áhuga á land og þjóð, sögu okkar, sigrum og sorgum. Allt þetta telur hann að sé þáttur í íslenska fótboltaævintýrinu. „Alveg síðan að ég varð vitni að því þegar að þessi litli ísmoli sem telur 350.000 íbúa rústaði Englandi á EM 2016 hef ég vijað komast að ástæðum þessarar íslensku uppsveiflu í fótboltanum. Sérstaklega núna þegar að liðið er komið á HM í Rússlandi. Cantona vildi kynnast íslensku þjóðinni frá hinum ýmsu vinklum og talaði því við Arnór Guðjohnsen, Heimi Hallgrímsson, meðlimi Tólfunnar, kraftajötuninn Hafþór Júlíus Björnsson, Jón Gnarr og á endanum forseta lýðveldisins, Guðna Th. Jóhannesson.Eric Cantona á spjalli við Jón Gnarr.„Við spiluðum á móti hvor öðrum á tíunda áratugnum,“ segir Canton við Arnór Guðjohnsen en þeir mættust í landsleik Íslands og Frakklands á Laugardalsvellinum í undankeppni EM 1992 „Það var fyrir 28 árum. Það virðist vera heil eilíf síðan. Ég man samt aðeins eftir leiknum. Þú skoraðir ef ég man rétt,“ segir Arnór. „Já, ég skoraði. Ég held að það hafi verið þarna,“ segir hann og bendir á markið nær Laugardalslauginni. Cantona hitti Jón Gnarr í Borgarleikhúsinu og fór reyndar um kvöldið á sýninguna Með allt á hreinu. Jón sagði honum frá upplifun sinni af leiknum á móti Englandi. „Það var algjörlega ótrúlegt þegar að við unnum England. Ég held að hver einasti landsmaður hafi verið að horfa á leikinn. Fólk sem lá á dánarbeðinu frestaði dauðanum í smástund til þess að geta séð leikinn,“ segir Jón Gnarr. Í byrjun myndarinnar segir Cantona að skiljanlegt sé að Íslendingar geti búið til svona ævintýri eins og afrek fótboltalandsliðsins. Hann spyr Guðna Th. Jóhannesson hvað sé málið með þessa álfatrú. „Ímyndaðu þér þessa eyju í gegnum aldirnar. Veturnir eru kaldir og dimmir og fólk bjó í litlum torfkofum. Þú heyrir hljóð og býrð til sögur og annan heim. Ég er ekki að segja að álfar eru til en ég vil passa mig þannig að ég segi ekki heldur að álfar séu ekki til,“ segir Guðni. Vísir fjallar frekar um myndina The Kings Road á morgun.Vísir er með öflugt teymi í Rússlandi sem verður með ítarlegan fréttaflutning af íslenska liðinu á HM. Fylgist með á samfélagsmiðlum okkar - á Facebook, Twitter og Instagram.
HM 2018 í Rússlandi Tengdar fréttir Frederik Schram: Ef þú ræður ekki við ábyrgðina hefurðu ekkert að gera sem markvörður Danski Íslendingurinn í marki landsliðsins segist koma sterkari til baka eftir mistökin á móti Noregi. 12. júní 2018 14:00 Víkingaklappið gert ódauðlegt sem „emoji“ Íslenska landsliðið er liðið sem flestir hlutlausir halda með á HM og hefur sagan um hið ótrúlega afrek Íslands að komast á HM orðið heimsfræg. Eitt það helsta sem hinn almenni fótboltaáhugamaður tengir við Ísland er víkingaklappið. 12. júní 2018 13:02 Mest lesið Leik lokið: Tindastóll-Stjarnan 93-90 | Stólarnir með ótrúlega endurkomu í blálokin Körfubolti Lærisveinn Hannesar í tveggja ára bann fyrir hrottalegt brot Handbolti Rio Ferdinand lagður inn á sjúkrahús Enski boltinn Manchester United spilar til úrslita í Evrópudeildinni Fótbolti Sveindís kvödd á sunnudaginn Fótbolti Uppgjör: Tindastóll-Breiðablik 1-5 | Berglind aftur í stuði á Króknum Íslenski boltinn Albert og félagar úr leik eftir stórleik Antony Fótbolti Leik lokið: Valur-Þróttur 1-3 | Þróttur fylgir Blikum eins og skugginn Íslenski boltinn Lögreglan réðst inn á heilsugæslustöð til að komast yfir gögn um Maradona Fótbolti Segir að klukkan tifi hjá Arteta: „Arsenal þarf að vinna“ Fótbolti Fleiri fréttir „Liðið ætti að vera betra en það er en við erum að reyna“ Albert og félagar úr leik eftir stórleik Antony Sheffield United með gott forskot í umspili Championship Manchester United spilar til úrslita í Evrópudeildinni Uppgjör: FHL-Þór/KA 2-5 | Sandra María opnaði markareikninginn með þrennu Leik lokið: Valur-Þróttur 1-3 | Þróttur fylgir Blikum eins og skugginn Chelsea örugglega í úrslitaleikinn Uppgjör: Tindastóll-Breiðablik 1-5 | Berglind aftur í stuði á Króknum Flugeldar sprengdir við hótel Tottenham í nótt Kerfið hrundi og margir misstu af miða á leik hjá sveinum Freys Enrique léttur eftir leik: „Við erum bændadeild“ Ásgeir Sigurvinsson sjötugur í dag Dáðust að Donnarumma: „Þetta er ekkert eðlilega góð markvarsla“ Sveindís kvödd á sunnudaginn Völlurinn í Grindavík metinn öruggur Fá vel greitt fyrir sjö manna bolta: „Þarf að rifja upp hvaða reglur gilda“ Sjáðu mörkin sem tryggðu PSG sæti í úrslitaleiknum Segir að klukkan tifi hjá Arteta: „Arsenal þarf að vinna“ Sýking ógnaði ferli Kristófers: „Algjört kraftaverk að þetta hafi ekki farið verr“ Rio Ferdinand lagður inn á sjúkrahús Lögreglan réðst inn á heilsugæslustöð til að komast yfir gögn um Maradona Fagnaði í bol með fullt af myndum af sjálfum sér Gætu þurft að bíða í sautján ár eftir nýjum leikvangi Trump: HM í fótbolta 2026 ætti að hvetja Rússa til að enda Úkraínustríðið „Ekkert lið í þessari keppni hefur verið betra en við“ Hakimi um Luis Enrique: „Hann er snillingur“ Arsenal tapaði í París og titlalaust tímabil staðreynd Hilmir hetja Viking í bikarnum Brann úr leik í bikarnum eftir dramatík Sveinn Aron áfram sjóðandi í bikarnum og bæði Sædís og Ísak skoruðu líka Sjá meira
Frederik Schram: Ef þú ræður ekki við ábyrgðina hefurðu ekkert að gera sem markvörður Danski Íslendingurinn í marki landsliðsins segist koma sterkari til baka eftir mistökin á móti Noregi. 12. júní 2018 14:00
Víkingaklappið gert ódauðlegt sem „emoji“ Íslenska landsliðið er liðið sem flestir hlutlausir halda með á HM og hefur sagan um hið ótrúlega afrek Íslands að komast á HM orðið heimsfræg. Eitt það helsta sem hinn almenni fótboltaáhugamaður tengir við Ísland er víkingaklappið. 12. júní 2018 13:02