Sverrir Ingi: Þetta köllum við nú bara hafgolu Tómas Þór Þórðarson í Kabardinka skrifar 11. júní 2018 14:30 Sverrir Ingi á æfingu í dag. vísir/vilhelm Sverrir Ingi Ingason, miðvörður íslenska landsliðsins, er hæstánægður með aðstæður í Kabardinka þar sem að liðið æfir en völlurinn lítur glæsilega út og virkar í topp standi. „Völlurinn er frábær og bara eins góður og að hann getur verið, held ég,“ segir Sverrir Ingi sem var í viðtölum fyrir æfingu strákanna okkar í dag. Veðrið setti smá strik í reikninginn á æfingasvæðinu í dag. Mikið rok var í nótt sem felldi grindur sem áttu að koma í veg fyrir að blaðamenn á svæðinu gætu horft á æfinguna. Þeir voru í staðinn sendir heim þegar að æfingin hófst. „Þeir kalla þetta rok hérna en við þekkjum þetta ekki sem rok heima. Þar er þetta eiginlega hafgola. Það er fínt að fá smá kælingu inn á milli í hitanum,“ segir Sverrir léttur, en aðstæður á hótelinu eru einnig mjög góðar, að hans sögn. „Hótelið er mjög fínt. Það er búið að gera það eins gott og mögulegt er fyrir okkur þannig að okkur líður vel þarna. Menn hafa verið að aðlagast tímamismuninum en svo erum við með ýmislegt sem er búið að setja upp fyrir okkur. Okkur ætti ekki að leiðast þarna.“ Miðvörðurinn öflugi hefur sett mikla pressu á Ragnar Sigurðsson og Kára Árnason og gæti allt eins byrjað fyrsta leik á móti Argentínu. Hann miðar allavega sinn undirbúning við það. „Auðvitað reynir maður að undirbúa sig eins og maður sé að fara að spila en það verður bara að koma í ljós hvað gerist. Þetta verða þrír hörkuleikir með mislöngum tíma á milli þannig að þeir leikmenn sem byrja ekki fyrsta eða annan leik þurfa að vera klárir þegar að kallið kemur,“ segir Sverrir, en hefur samkeppnin áhrif á vinskap þremenninganna? „Alls ekki. Við náum allir mjög vel saman. Við erum allir saman í þessu hvort sem að það sé ég eða einhver annar sem spilar. Við styðjum hvorn annan alla leið enda vitum við að okkar sterkasta vopn er liðsheildin. Við munum klárlega halda áfram að styðja hvorn annan því að það er það sem hefur verið að virka,“ segir Sverrir Ingi Ingason. Allt viðtalið má sjá hér að neðan. Vísir er með öflugt teymi í Rússlandi sem verður með ítarlegan fréttaflutning af íslenska liðinu á HM. Fylgist með á samfélagsmiðlum okkar á Facebook, Twitter og Instagram. HM 2018 í Rússlandi Tengdar fréttir Hjörvar fékk góða hugmynd til að auglýsa Sumarmessuna Þegar tveir góðir menn hittast í messu hjá Rikka G þá fæðast góðar hugmyndir. 11. júní 2018 14:00 Taktu prófið og kannaðu hvort þú sért sannur stuðningsmaður Íslands Nú er hægt að svara spurningalista á BBC til að sýna það og sanna að þú sért stuðningsmaður íslenska liðsins út í gegn. 11. júní 2018 13:30 Birkir fann kipp í rassinum og óttaðist að hann væri tognaður Fór í myndatöku og vonar það besta. 11. júní 2018 09:52 Öryggisfulltrúi KSÍ fundar tvisvar á dag með lögregluyfirvöldum Það hvílir mikil ábyrgð á herðum Víðis Reynissonar öryggisfulltrúa að sjá til þess ásamt yfirvöldum í Rússlandi að strákarnir okkar séu öruggir allan tímann hér í landi. 11. júní 2018 13:00 Hannes fundaði með markvörðunum: „Mér fannst ég verða að segja nokkur orð“ Hannes Þór Halldórsson fór aðeins yfir málin með markvörðum íslenska liðsins. 11. júní 2018 08:30 HM í dag: Rangur misskilningur á rússneskum veitingastað Þátturinn sem aldrei sefur er kominn í loftið. 11. júní 2018 09:00 Mest lesið Viktor Gísli fær treyju númer eitt hjá Barcelona Handbolti Njarðvík með fjögurra stiga forskot á toppnum Íslenski boltinn Guðmundur í grænt Íslenski boltinn Calvert-Lewin á leið til Leeds Enski boltinn Willum lagði upp sigurmark Birmingham Enski boltinn PSG kom til baka og vann Ofurbikarinn í vítakeppni Fótbolti Jón Daði skoraði fyrsta markið fyrir Selfoss í þrettán ár og Fylkir á botninum Íslenski boltinn Donnarumma sagður á leið til City í sögulegum skiptum Fótbolti Mótherjarnir afsaka sig fyrir fram: „Hvort sem það er leikrit eða ekki“ Fótbolti Vill þjóðina upp á dekk: „Langt síðan við höfum átt alvöru heimavöll“ Fótbolti Fleiri fréttir Calvert-Lewin á leið til Leeds Guðmundur í grænt Willum lagði upp sigurmark Birmingham Njarðvík með fjögurra stiga forskot á toppnum PSG kom til baka og vann Ofurbikarinn í vítakeppni Uppgjörið: Valur - Stjarnan 4-2 | Rhodes með þrennu í seinni hálfleik Jón Daði skoraði fyrsta markið fyrir Selfoss í þrettán ár og Fylkir á botninum Jason Daði og félagar fá Rauðu djöflana í heimsókn Mótherjarnir afsaka sig fyrir fram: „Hvort sem það er leikrit eða ekki“ Hártog er harðbannað og ekki skylda að vera með tagl Vill þjóðina upp á dekk: „Langt síðan við höfum átt alvöru heimavöll“ Brøndby brennir skipin: „Verðum að sækja og svo verðum við að sækja meira“ Enska augnablikið: Hugsaði til van Persie eftir frægt mark í Eyjum Matthías ekki lengi einsamall hjá Val Rashford segir Man. United fast í einskismannslandi Donnarumma sagður á leið til City í sögulegum skiptum Grealish valdi númerið sitt vegna Rooney og Gascoigne Fyrirmenni fótboltans á Norðurlöndum mæta til Íslands í vikunni Stjarnan sækir landsliðsfélaga Caulker „Fáránleg staða sem er komin upp“ Stuðningsmenn Chelsea bjartsýnastir en mjög svartsýnir hjá Newcastle Spáir Bröndby sigri í einvíginu á móti Víkingum „Er að koma inn í hlutverk sem ég veit að ég er góð í“ „Einhver vildi losna við mig“ Gullsending Sveindísar Jane valin sú besta Enska augnablikið: Hefði gengið af Hjálmari dauðum Konunum fórnað í peningavandræðum karlaliðs Barcelona Hent út úr Tottenham liðinu fyrir óstundvísi Vildi hvergi annarsstaðar spila Lehmann færir sig um set á Ítalíu Sjá meira
Sverrir Ingi Ingason, miðvörður íslenska landsliðsins, er hæstánægður með aðstæður í Kabardinka þar sem að liðið æfir en völlurinn lítur glæsilega út og virkar í topp standi. „Völlurinn er frábær og bara eins góður og að hann getur verið, held ég,“ segir Sverrir Ingi sem var í viðtölum fyrir æfingu strákanna okkar í dag. Veðrið setti smá strik í reikninginn á æfingasvæðinu í dag. Mikið rok var í nótt sem felldi grindur sem áttu að koma í veg fyrir að blaðamenn á svæðinu gætu horft á æfinguna. Þeir voru í staðinn sendir heim þegar að æfingin hófst. „Þeir kalla þetta rok hérna en við þekkjum þetta ekki sem rok heima. Þar er þetta eiginlega hafgola. Það er fínt að fá smá kælingu inn á milli í hitanum,“ segir Sverrir léttur, en aðstæður á hótelinu eru einnig mjög góðar, að hans sögn. „Hótelið er mjög fínt. Það er búið að gera það eins gott og mögulegt er fyrir okkur þannig að okkur líður vel þarna. Menn hafa verið að aðlagast tímamismuninum en svo erum við með ýmislegt sem er búið að setja upp fyrir okkur. Okkur ætti ekki að leiðast þarna.“ Miðvörðurinn öflugi hefur sett mikla pressu á Ragnar Sigurðsson og Kára Árnason og gæti allt eins byrjað fyrsta leik á móti Argentínu. Hann miðar allavega sinn undirbúning við það. „Auðvitað reynir maður að undirbúa sig eins og maður sé að fara að spila en það verður bara að koma í ljós hvað gerist. Þetta verða þrír hörkuleikir með mislöngum tíma á milli þannig að þeir leikmenn sem byrja ekki fyrsta eða annan leik þurfa að vera klárir þegar að kallið kemur,“ segir Sverrir, en hefur samkeppnin áhrif á vinskap þremenninganna? „Alls ekki. Við náum allir mjög vel saman. Við erum allir saman í þessu hvort sem að það sé ég eða einhver annar sem spilar. Við styðjum hvorn annan alla leið enda vitum við að okkar sterkasta vopn er liðsheildin. Við munum klárlega halda áfram að styðja hvorn annan því að það er það sem hefur verið að virka,“ segir Sverrir Ingi Ingason. Allt viðtalið má sjá hér að neðan. Vísir er með öflugt teymi í Rússlandi sem verður með ítarlegan fréttaflutning af íslenska liðinu á HM. Fylgist með á samfélagsmiðlum okkar á Facebook, Twitter og Instagram.
HM 2018 í Rússlandi Tengdar fréttir Hjörvar fékk góða hugmynd til að auglýsa Sumarmessuna Þegar tveir góðir menn hittast í messu hjá Rikka G þá fæðast góðar hugmyndir. 11. júní 2018 14:00 Taktu prófið og kannaðu hvort þú sért sannur stuðningsmaður Íslands Nú er hægt að svara spurningalista á BBC til að sýna það og sanna að þú sért stuðningsmaður íslenska liðsins út í gegn. 11. júní 2018 13:30 Birkir fann kipp í rassinum og óttaðist að hann væri tognaður Fór í myndatöku og vonar það besta. 11. júní 2018 09:52 Öryggisfulltrúi KSÍ fundar tvisvar á dag með lögregluyfirvöldum Það hvílir mikil ábyrgð á herðum Víðis Reynissonar öryggisfulltrúa að sjá til þess ásamt yfirvöldum í Rússlandi að strákarnir okkar séu öruggir allan tímann hér í landi. 11. júní 2018 13:00 Hannes fundaði með markvörðunum: „Mér fannst ég verða að segja nokkur orð“ Hannes Þór Halldórsson fór aðeins yfir málin með markvörðum íslenska liðsins. 11. júní 2018 08:30 HM í dag: Rangur misskilningur á rússneskum veitingastað Þátturinn sem aldrei sefur er kominn í loftið. 11. júní 2018 09:00 Mest lesið Viktor Gísli fær treyju númer eitt hjá Barcelona Handbolti Njarðvík með fjögurra stiga forskot á toppnum Íslenski boltinn Guðmundur í grænt Íslenski boltinn Calvert-Lewin á leið til Leeds Enski boltinn Willum lagði upp sigurmark Birmingham Enski boltinn PSG kom til baka og vann Ofurbikarinn í vítakeppni Fótbolti Jón Daði skoraði fyrsta markið fyrir Selfoss í þrettán ár og Fylkir á botninum Íslenski boltinn Donnarumma sagður á leið til City í sögulegum skiptum Fótbolti Mótherjarnir afsaka sig fyrir fram: „Hvort sem það er leikrit eða ekki“ Fótbolti Vill þjóðina upp á dekk: „Langt síðan við höfum átt alvöru heimavöll“ Fótbolti Fleiri fréttir Calvert-Lewin á leið til Leeds Guðmundur í grænt Willum lagði upp sigurmark Birmingham Njarðvík með fjögurra stiga forskot á toppnum PSG kom til baka og vann Ofurbikarinn í vítakeppni Uppgjörið: Valur - Stjarnan 4-2 | Rhodes með þrennu í seinni hálfleik Jón Daði skoraði fyrsta markið fyrir Selfoss í þrettán ár og Fylkir á botninum Jason Daði og félagar fá Rauðu djöflana í heimsókn Mótherjarnir afsaka sig fyrir fram: „Hvort sem það er leikrit eða ekki“ Hártog er harðbannað og ekki skylda að vera með tagl Vill þjóðina upp á dekk: „Langt síðan við höfum átt alvöru heimavöll“ Brøndby brennir skipin: „Verðum að sækja og svo verðum við að sækja meira“ Enska augnablikið: Hugsaði til van Persie eftir frægt mark í Eyjum Matthías ekki lengi einsamall hjá Val Rashford segir Man. United fast í einskismannslandi Donnarumma sagður á leið til City í sögulegum skiptum Grealish valdi númerið sitt vegna Rooney og Gascoigne Fyrirmenni fótboltans á Norðurlöndum mæta til Íslands í vikunni Stjarnan sækir landsliðsfélaga Caulker „Fáránleg staða sem er komin upp“ Stuðningsmenn Chelsea bjartsýnastir en mjög svartsýnir hjá Newcastle Spáir Bröndby sigri í einvíginu á móti Víkingum „Er að koma inn í hlutverk sem ég veit að ég er góð í“ „Einhver vildi losna við mig“ Gullsending Sveindísar Jane valin sú besta Enska augnablikið: Hefði gengið af Hjálmari dauðum Konunum fórnað í peningavandræðum karlaliðs Barcelona Hent út úr Tottenham liðinu fyrir óstundvísi Vildi hvergi annarsstaðar spila Lehmann færir sig um set á Ítalíu Sjá meira
Hjörvar fékk góða hugmynd til að auglýsa Sumarmessuna Þegar tveir góðir menn hittast í messu hjá Rikka G þá fæðast góðar hugmyndir. 11. júní 2018 14:00
Taktu prófið og kannaðu hvort þú sért sannur stuðningsmaður Íslands Nú er hægt að svara spurningalista á BBC til að sýna það og sanna að þú sért stuðningsmaður íslenska liðsins út í gegn. 11. júní 2018 13:30
Birkir fann kipp í rassinum og óttaðist að hann væri tognaður Fór í myndatöku og vonar það besta. 11. júní 2018 09:52
Öryggisfulltrúi KSÍ fundar tvisvar á dag með lögregluyfirvöldum Það hvílir mikil ábyrgð á herðum Víðis Reynissonar öryggisfulltrúa að sjá til þess ásamt yfirvöldum í Rússlandi að strákarnir okkar séu öruggir allan tímann hér í landi. 11. júní 2018 13:00
Hannes fundaði með markvörðunum: „Mér fannst ég verða að segja nokkur orð“ Hannes Þór Halldórsson fór aðeins yfir málin með markvörðum íslenska liðsins. 11. júní 2018 08:30
HM í dag: Rangur misskilningur á rússneskum veitingastað Þátturinn sem aldrei sefur er kominn í loftið. 11. júní 2018 09:00