Öryggisfulltrúi KSÍ fundar tvisvar á dag með lögregluyfirvöldum Henry Birgir Gunnarsson í Kabardinka skrifar 11. júní 2018 13:00 Víðir vígalegur í vinnunni. vísir/vilhelm Það hvílir mikil ábyrgð á herðum Víðis Reynissonar öryggisfulltrúa að sjá til þess ásamt yfirvöldum í Rússlandi að strákarnir okkar séu öruggir allan tímann hér í landi. „Það er búið að ganga mjög vel og flest gengið eftir sem lagt var upp með. Það er helst að veðrið sé að stríða okkur í dag því það fauk allt á æfingasvæðinu. Annars gengur þetta vel," segir Víðir léttur en annars taka menn öryggismálunum hér í landi ekki létt. „Það er greinilegt að Rússarnir ætla að gera þetta vel og þeim er unnt um öryggið. Ekki bara okkar heldur líka í kringum áhorfendur eins og við fengum að kynnast á opnu æfingunni í gær. Það er mjög jákvætt að okkar stuðningsmenn komist öruggir á völlinn." Það er í mörg horn að líta hjá Víði og hann þarf að funda með yfirvöldum. „Það eru margir aðilar sem koma að öryggismálunum og samskiptin þurfa því að vera góð. Síðustu mánuðir hafa farið í að undirbúa þetta. Það var gott að vera búinn að vinna mikið fyrir fram. Ég var búinn að koma hingað fimm sinnum til þess að skipuleggja komu okkar. Ég funda tvisvar á dag með lögregluyfirvöldum hér um hvernig eigi að gera hlutina," segir Víðir en það má ekki hver sem er koma á hótel landsliðsins þar sem íslenska liðið er með tvær hæðir út af fyrir sig. „Það eru gestir á hótelinu og búið að setja upp kerfi sem virkar fyrir þá. Samstarfið við fólkið á hótelinu gengur mjög vel. Ef þú ert ekki gestur á hótelinu þá færðu ekki að fara inn. Þetta er samt ekkert fangelsi." Víðir er sem betur fer í samskiptum við fólk sem kann ensku en þeir eru þó ekki margir. „Flestir tala einhverja ensku og lykilmennirnir tala mjög góða ensku. Tungumálavesen hefur því ekki verið nein hindrun. Við fórum líka á námskeið til þess að læra kírílíska letrið svo maður gæti kannski lesið á skilti og svona. Það hjálpaði til."Vísir er með öflugt teymi í Rússlandi sem verður með ítarlegan fréttaflutning af íslenska liðinu á HM. Fylgist með á samfélagsmiðlum okkar - á Facebook, Twitter og Instagram. HM 2018 í Rússlandi Tengdar fréttir Samúel Kári: Ég kann loksins að haga mér "Þetta er algjörlega geðveikt," segir hinn ungi Samúel Kári Friðjónsson er eðlilega í skýjunum með að vera kominn til Rússlands með íslenska landsliðinu. 11. júní 2018 10:30 Hannes fundaði með markvörðunum: „Mér fannst ég verða að segja nokkur orð“ Hannes Þór Halldórsson fór aðeins yfir málin með markvörðum íslenska liðsins. 11. júní 2018 08:30 Messi ýjar að því að HM í Rússlandi verði hans síðasta HM í Rússlandi gæti orðið síðasta keppni Lionel Messi með argentínska landsliðinu en hann hefur aðeins einu sinni unnið til gullverðlauna með Argentínu. 11. júní 2018 11:30 HM í dag: Rangur misskilningur á rússneskum veitingastað Þátturinn sem aldrei sefur er kominn í loftið. 11. júní 2018 09:00 Mest lesið „Helmingurinn af liðinu var veikur“ Körfubolti Lést á leiðinni á æfingu Sport Allt frágengið og Alonso fær þriggja ára samning hjá Real Madrid Fótbolti Tilbúinn að gefa nýrun sín en ekki að leigja bílaleigubíl Enski boltinn Frederik Schram fundinn Íslenski boltinn Alfreð reiður út í leikmenn sína Handbolti Flestir treysta sér til þess að spila í Grindavík Íslenski boltinn Ægir Þór: Við vorum heilt yfir miklu betri Körfubolti „Hverjum er ekki sama þó við séum í veseni í deildinni“ Enski boltinn Albert og félagar úr leik eftir stórleik Antony Fótbolti Fleiri fréttir Frederik Schram fundinn Flestir treysta sér til þess að spila í Grindavík Allt frágengið og Alonso fær þriggja ára samning hjá Real Madrid Tilbúinn að gefa nýrun sín en ekki að leigja bílaleigubíl „Hverjum er ekki sama þó við séum í veseni í deildinni“ „Liðið ætti að vera betra en það er en við erum að reyna“ Albert og félagar úr leik eftir stórleik Antony Sheffield United með gott forskot í umspili Championship Manchester United spilar til úrslita í Evrópudeildinni Uppgjör: FHL-Þór/KA 2-5 | Sandra María opnaði markareikninginn með þrennu Leik lokið: Valur-Þróttur 1-3 | Þróttur fylgir Blikum eins og skugginn Chelsea örugglega í úrslitaleikinn Uppgjör: Tindastóll-Breiðablik 1-5 | Berglind aftur í stuði á Króknum Flugeldar sprengdir við hótel Tottenham í nótt Kerfið hrundi og margir misstu af miða á leik hjá sveinum Freys Enrique léttur eftir leik: „Við erum bændadeild“ Ásgeir Sigurvinsson sjötugur í dag Dáðust að Donnarumma: „Þetta er ekkert eðlilega góð markvarsla“ Sveindís kvödd á sunnudaginn Völlurinn í Grindavík metinn öruggur Fá vel greitt fyrir sjö manna bolta: „Þarf að rifja upp hvaða reglur gilda“ Sjáðu mörkin sem tryggðu PSG sæti í úrslitaleiknum Segir að klukkan tifi hjá Arteta: „Arsenal þarf að vinna“ Sýking ógnaði ferli Kristófers: „Algjört kraftaverk að þetta hafi ekki farið verr“ Rio Ferdinand lagður inn á sjúkrahús Lögreglan réðst inn á heilsugæslustöð til að komast yfir gögn um Maradona Fagnaði í bol með fullt af myndum af sjálfum sér Gætu þurft að bíða í sautján ár eftir nýjum leikvangi Trump: HM í fótbolta 2026 ætti að hvetja Rússa til að enda Úkraínustríðið „Ekkert lið í þessari keppni hefur verið betra en við“ Sjá meira
Það hvílir mikil ábyrgð á herðum Víðis Reynissonar öryggisfulltrúa að sjá til þess ásamt yfirvöldum í Rússlandi að strákarnir okkar séu öruggir allan tímann hér í landi. „Það er búið að ganga mjög vel og flest gengið eftir sem lagt var upp með. Það er helst að veðrið sé að stríða okkur í dag því það fauk allt á æfingasvæðinu. Annars gengur þetta vel," segir Víðir léttur en annars taka menn öryggismálunum hér í landi ekki létt. „Það er greinilegt að Rússarnir ætla að gera þetta vel og þeim er unnt um öryggið. Ekki bara okkar heldur líka í kringum áhorfendur eins og við fengum að kynnast á opnu æfingunni í gær. Það er mjög jákvætt að okkar stuðningsmenn komist öruggir á völlinn." Það er í mörg horn að líta hjá Víði og hann þarf að funda með yfirvöldum. „Það eru margir aðilar sem koma að öryggismálunum og samskiptin þurfa því að vera góð. Síðustu mánuðir hafa farið í að undirbúa þetta. Það var gott að vera búinn að vinna mikið fyrir fram. Ég var búinn að koma hingað fimm sinnum til þess að skipuleggja komu okkar. Ég funda tvisvar á dag með lögregluyfirvöldum hér um hvernig eigi að gera hlutina," segir Víðir en það má ekki hver sem er koma á hótel landsliðsins þar sem íslenska liðið er með tvær hæðir út af fyrir sig. „Það eru gestir á hótelinu og búið að setja upp kerfi sem virkar fyrir þá. Samstarfið við fólkið á hótelinu gengur mjög vel. Ef þú ert ekki gestur á hótelinu þá færðu ekki að fara inn. Þetta er samt ekkert fangelsi." Víðir er sem betur fer í samskiptum við fólk sem kann ensku en þeir eru þó ekki margir. „Flestir tala einhverja ensku og lykilmennirnir tala mjög góða ensku. Tungumálavesen hefur því ekki verið nein hindrun. Við fórum líka á námskeið til þess að læra kírílíska letrið svo maður gæti kannski lesið á skilti og svona. Það hjálpaði til."Vísir er með öflugt teymi í Rússlandi sem verður með ítarlegan fréttaflutning af íslenska liðinu á HM. Fylgist með á samfélagsmiðlum okkar - á Facebook, Twitter og Instagram.
HM 2018 í Rússlandi Tengdar fréttir Samúel Kári: Ég kann loksins að haga mér "Þetta er algjörlega geðveikt," segir hinn ungi Samúel Kári Friðjónsson er eðlilega í skýjunum með að vera kominn til Rússlands með íslenska landsliðinu. 11. júní 2018 10:30 Hannes fundaði með markvörðunum: „Mér fannst ég verða að segja nokkur orð“ Hannes Þór Halldórsson fór aðeins yfir málin með markvörðum íslenska liðsins. 11. júní 2018 08:30 Messi ýjar að því að HM í Rússlandi verði hans síðasta HM í Rússlandi gæti orðið síðasta keppni Lionel Messi með argentínska landsliðinu en hann hefur aðeins einu sinni unnið til gullverðlauna með Argentínu. 11. júní 2018 11:30 HM í dag: Rangur misskilningur á rússneskum veitingastað Þátturinn sem aldrei sefur er kominn í loftið. 11. júní 2018 09:00 Mest lesið „Helmingurinn af liðinu var veikur“ Körfubolti Lést á leiðinni á æfingu Sport Allt frágengið og Alonso fær þriggja ára samning hjá Real Madrid Fótbolti Tilbúinn að gefa nýrun sín en ekki að leigja bílaleigubíl Enski boltinn Frederik Schram fundinn Íslenski boltinn Alfreð reiður út í leikmenn sína Handbolti Flestir treysta sér til þess að spila í Grindavík Íslenski boltinn Ægir Þór: Við vorum heilt yfir miklu betri Körfubolti „Hverjum er ekki sama þó við séum í veseni í deildinni“ Enski boltinn Albert og félagar úr leik eftir stórleik Antony Fótbolti Fleiri fréttir Frederik Schram fundinn Flestir treysta sér til þess að spila í Grindavík Allt frágengið og Alonso fær þriggja ára samning hjá Real Madrid Tilbúinn að gefa nýrun sín en ekki að leigja bílaleigubíl „Hverjum er ekki sama þó við séum í veseni í deildinni“ „Liðið ætti að vera betra en það er en við erum að reyna“ Albert og félagar úr leik eftir stórleik Antony Sheffield United með gott forskot í umspili Championship Manchester United spilar til úrslita í Evrópudeildinni Uppgjör: FHL-Þór/KA 2-5 | Sandra María opnaði markareikninginn með þrennu Leik lokið: Valur-Þróttur 1-3 | Þróttur fylgir Blikum eins og skugginn Chelsea örugglega í úrslitaleikinn Uppgjör: Tindastóll-Breiðablik 1-5 | Berglind aftur í stuði á Króknum Flugeldar sprengdir við hótel Tottenham í nótt Kerfið hrundi og margir misstu af miða á leik hjá sveinum Freys Enrique léttur eftir leik: „Við erum bændadeild“ Ásgeir Sigurvinsson sjötugur í dag Dáðust að Donnarumma: „Þetta er ekkert eðlilega góð markvarsla“ Sveindís kvödd á sunnudaginn Völlurinn í Grindavík metinn öruggur Fá vel greitt fyrir sjö manna bolta: „Þarf að rifja upp hvaða reglur gilda“ Sjáðu mörkin sem tryggðu PSG sæti í úrslitaleiknum Segir að klukkan tifi hjá Arteta: „Arsenal þarf að vinna“ Sýking ógnaði ferli Kristófers: „Algjört kraftaverk að þetta hafi ekki farið verr“ Rio Ferdinand lagður inn á sjúkrahús Lögreglan réðst inn á heilsugæslustöð til að komast yfir gögn um Maradona Fagnaði í bol með fullt af myndum af sjálfum sér Gætu þurft að bíða í sautján ár eftir nýjum leikvangi Trump: HM í fótbolta 2026 ætti að hvetja Rússa til að enda Úkraínustríðið „Ekkert lið í þessari keppni hefur verið betra en við“ Sjá meira
Samúel Kári: Ég kann loksins að haga mér "Þetta er algjörlega geðveikt," segir hinn ungi Samúel Kári Friðjónsson er eðlilega í skýjunum með að vera kominn til Rússlands með íslenska landsliðinu. 11. júní 2018 10:30
Hannes fundaði með markvörðunum: „Mér fannst ég verða að segja nokkur orð“ Hannes Þór Halldórsson fór aðeins yfir málin með markvörðum íslenska liðsins. 11. júní 2018 08:30
Messi ýjar að því að HM í Rússlandi verði hans síðasta HM í Rússlandi gæti orðið síðasta keppni Lionel Messi með argentínska landsliðinu en hann hefur aðeins einu sinni unnið til gullverðlauna með Argentínu. 11. júní 2018 11:30
HM í dag: Rangur misskilningur á rússneskum veitingastað Þátturinn sem aldrei sefur er kominn í loftið. 11. júní 2018 09:00