Bæjarbúar í Gelendzhik fengu ekki að sjá frægasta búningastjóra í heimi Kolbeinn Tumi Daðason í Kabardinka skrifar 10. júní 2018 13:30 Þessi ágæta kona var með íslenska fánann og fylgdist með leikmönnum og starfsfólki landsliðsins. Þó ekki frægasta búningastjóra í heimi, Sigga dúllu. Vísir/Vilhelm Stærstur hluti starfsfólks íslenska landsliðsins var mættur ásamt leikmönnum á fyrstu æfingu liðsins á rússneskri grundu í Gelendzhik í dag. Ekki þó kokkarnir og lykilmaðurinn og búningastjórinn Sigurður Sveinn Þórðarson, betur þekktur sem Siggi dúlla, en fyrir því var góð ástæða. Eins og alþjóð veit sér Siggi um búningamál strákanna og var ekkert lítið magn af klæðnaði sem kom með liðinu til Rússlands í gær. Það tók góðan tíma að pakka því öllu saman heima á Íslandi og verkefni dagsins, eða mögulega næstu daga, er að koma skipulagi á hlutina. Það segir Kristinn V. Jóhannsson, vallarstjóri á Laugardalsvelli, sem heldur utan um allan fatabúnað ásamt Sigga. Er óhætt að segja að Sigga hafi verið sárt saknað þá tæpu tvo tíma sem æfing landsliðsins tók enda vanur að gefa sig á tal við fjölmiðlamenn og gefa af sér. Sannkallaður gleðigjafi. Heimir Hallgrímsson landsliðsþjálfari hefur reglulega nefnt Sigga frægasta búningastjóra í heimi, og líklega orð að sönnu.Siggi dúlla er búningastjóri landsliðsins og Stjörnunnar. Á dögunum setti Vífilfell bjór á markaðinn sem ber nafnið Dúllan.Þekkir hvert strá á Laugardalsvelli „Siggi er uppi á hóteli að reyna að koma skipulagi á hlutina,“ sagði Kristinn í léttu spjalli á meðan opinni æfingu landsliðsins stóð í dag. Kristinn var á svæðinu til að fylgjast með aðstæðum á vellinum enda öllum hnútum kunnugur í þeim bransa enda slegið það nokkrum sinum í gegnum árin. „Þeir byrjuðu að vinna í þessum velli í desember og janúar, bæði stúkunni og vellinum,“ segir Kristinn. „Þeir lögðu nýtt gras og hafa hugsað vel um hann fram að móti,“ segir Kristinn í steikjandi hita í Gelendzhik. „Þetta er loftslag sem við erum ekki vanir. Við erum með einhverjar óskir sem þeir (vallarstarfsmenn) eru á móti. Við erum ekki vanir því að hafa 32 gráður. Við verðum að virða þeirra skoðanir, eða komast að sameiginlegri niðurstöðu um hvað er best fyrir liðið. Varðandi slátturhæð, vökvun og svoleiðis.“Kristinn V. Jóhannsson búningastjóri landsliðsins á æfingunni í morgun.Vísir/VilhelmSjokk að fá ískalt vatn Leikmenn höfðu á orði að grasið hefði verið frábært í byrjun æfingar, þegar völlurinn var nývökvaður en gamanið hefði kárnað eftir því sem leið á og völlurinn þornaði. „Við létum vökva hann fyrir æfingu og ætluðum að vökva í miðri æfingu en það var eitthvað flókið. Við verðum bara að bæta úr því á morgun. Við æfum hálftíma fyrr á morgun og vökvum kannski meira fyrir æfinguna. Þeir hafa hugmyndir um að það sé of heitt til að vökva og það hafi áhrif. Við veðrum að treysta þeirra orðum og kynna mér þetta betur.“ Kristinn þekkir grasið betur en flestir. „Þegar það er svona heitt er mikið sjokk fyrir völlinn að fá ískalt vatn á sig. Það getur haft slæm áhrif, alveg eins og hann getur þornað upp. Við þurfum að finna einhverja niðurstöðu í sameiningu,“ sagði Kristinn yfirvegaður. HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Þriggja ára reglan heyrir sögunni til Körfubolti Viktor Gísli búinn að semja við Barcelona Handbolti Dæmir úrslitaleik Evrópudeildar þrátt fyrir umdeilda fortíð Fótbolti Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast Íslenski boltinn Amorim gefur í skyn að hann fari frá Man Utd breytist kúltúrinn ekki Enski boltinn Dóttir Lauge fæddist löngu fyrir tímann Handbolti Rændi banka á leiðinni á völlinn og dæmdur í 32 ára fangelsi Sport Meistararnir á bjargbrún og langri bið Knicks að ljúka Körfubolti Settu nýtt met í heppni og fá velja fyrstir Körfubolti Markverði Víðis boðið til Real Madrid „Agndofa við að sjá þetta allt“ Fótbolti Fleiri fréttir Markverði Víðis boðið til Real Madrid „Agndofa við að sjá þetta allt“ Sonur Ancelottis orðaður við Rangers Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast Uppbótartíminn: „Ég hef miklar áhyggjur af þeim“ Dæmir úrslitaleik Evrópudeildar þrátt fyrir umdeilda fortíð Amorim gefur í skyn að hann fari frá Man Utd breytist kúltúrinn ekki Alonso tekur við Real fyrir HM félagsliða Þróttur skoraði sex og flaug áfram Valur marði Fram í framlengingu Íslendingaliðið sló óvænt stórlið Bodø/Glimt úr bikarnum Tindastóll, FH og HK áfram í bikarnum Leiður að heyra púað á vin sinn: „Getur ekki sagt fólki hvernig því á að líða“ Mikael Egill spilaði allan leikinn þegar Venezia komst upp úr fallsæti Hafa notað sama byrjunarliðið í öllum leikjunum Ancelotti tekur við Brasilíu Fjölskylda Glódísar sá hana taka við meistaraskildinum Neyddust til þess að sofa á æfingasvæðinu Áttar sig ekki á Stjörnunni: „Bíð bara eftir því að Garpur poppi þarna upp“ Hafa unnið FH tólf sinnum í röð Beckham reiður: Sýnið smá virðingu Hrósuðu Alexander: „Varð ekkert var við það að þarna væri fimmtán ára strákur inni á vellinum“ Þeir bestu (60.-51. sæti): Himnasending frá Skotlandi, Sölvi Helgason íslenska boltans og tíur af guðs náð Sjáðu skrípamörkin í Víkinni og öll mörkin úr sjöttu umferðinni Þeir bestu: Fylgt úr hlaði Eiður Smári missir hvert metið á fætur öðru til ungra KR-inga Sveindís Jane slapp við síðasta sætið á íslenska listanum Halla forseti, Sveppi og Gummi Ben í nýju tónlistarmyndbandi fyrir EM Eigandi Nott. Forest reifst við Nuno þjálfara inn á vellinum Heimir Guðjónsson: Ef það var einhvern tíma lag að vinna Víking þá var það núna „Þurftum að grafa djúpt“ Sjá meira
Stærstur hluti starfsfólks íslenska landsliðsins var mættur ásamt leikmönnum á fyrstu æfingu liðsins á rússneskri grundu í Gelendzhik í dag. Ekki þó kokkarnir og lykilmaðurinn og búningastjórinn Sigurður Sveinn Þórðarson, betur þekktur sem Siggi dúlla, en fyrir því var góð ástæða. Eins og alþjóð veit sér Siggi um búningamál strákanna og var ekkert lítið magn af klæðnaði sem kom með liðinu til Rússlands í gær. Það tók góðan tíma að pakka því öllu saman heima á Íslandi og verkefni dagsins, eða mögulega næstu daga, er að koma skipulagi á hlutina. Það segir Kristinn V. Jóhannsson, vallarstjóri á Laugardalsvelli, sem heldur utan um allan fatabúnað ásamt Sigga. Er óhætt að segja að Sigga hafi verið sárt saknað þá tæpu tvo tíma sem æfing landsliðsins tók enda vanur að gefa sig á tal við fjölmiðlamenn og gefa af sér. Sannkallaður gleðigjafi. Heimir Hallgrímsson landsliðsþjálfari hefur reglulega nefnt Sigga frægasta búningastjóra í heimi, og líklega orð að sönnu.Siggi dúlla er búningastjóri landsliðsins og Stjörnunnar. Á dögunum setti Vífilfell bjór á markaðinn sem ber nafnið Dúllan.Þekkir hvert strá á Laugardalsvelli „Siggi er uppi á hóteli að reyna að koma skipulagi á hlutina,“ sagði Kristinn í léttu spjalli á meðan opinni æfingu landsliðsins stóð í dag. Kristinn var á svæðinu til að fylgjast með aðstæðum á vellinum enda öllum hnútum kunnugur í þeim bransa enda slegið það nokkrum sinum í gegnum árin. „Þeir byrjuðu að vinna í þessum velli í desember og janúar, bæði stúkunni og vellinum,“ segir Kristinn. „Þeir lögðu nýtt gras og hafa hugsað vel um hann fram að móti,“ segir Kristinn í steikjandi hita í Gelendzhik. „Þetta er loftslag sem við erum ekki vanir. Við erum með einhverjar óskir sem þeir (vallarstarfsmenn) eru á móti. Við erum ekki vanir því að hafa 32 gráður. Við verðum að virða þeirra skoðanir, eða komast að sameiginlegri niðurstöðu um hvað er best fyrir liðið. Varðandi slátturhæð, vökvun og svoleiðis.“Kristinn V. Jóhannsson búningastjóri landsliðsins á æfingunni í morgun.Vísir/VilhelmSjokk að fá ískalt vatn Leikmenn höfðu á orði að grasið hefði verið frábært í byrjun æfingar, þegar völlurinn var nývökvaður en gamanið hefði kárnað eftir því sem leið á og völlurinn þornaði. „Við létum vökva hann fyrir æfingu og ætluðum að vökva í miðri æfingu en það var eitthvað flókið. Við verðum bara að bæta úr því á morgun. Við æfum hálftíma fyrr á morgun og vökvum kannski meira fyrir æfinguna. Þeir hafa hugmyndir um að það sé of heitt til að vökva og það hafi áhrif. Við veðrum að treysta þeirra orðum og kynna mér þetta betur.“ Kristinn þekkir grasið betur en flestir. „Þegar það er svona heitt er mikið sjokk fyrir völlinn að fá ískalt vatn á sig. Það getur haft slæm áhrif, alveg eins og hann getur þornað upp. Við þurfum að finna einhverja niðurstöðu í sameiningu,“ sagði Kristinn yfirvegaður.
HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Þriggja ára reglan heyrir sögunni til Körfubolti Viktor Gísli búinn að semja við Barcelona Handbolti Dæmir úrslitaleik Evrópudeildar þrátt fyrir umdeilda fortíð Fótbolti Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast Íslenski boltinn Amorim gefur í skyn að hann fari frá Man Utd breytist kúltúrinn ekki Enski boltinn Dóttir Lauge fæddist löngu fyrir tímann Handbolti Rændi banka á leiðinni á völlinn og dæmdur í 32 ára fangelsi Sport Meistararnir á bjargbrún og langri bið Knicks að ljúka Körfubolti Settu nýtt met í heppni og fá velja fyrstir Körfubolti Markverði Víðis boðið til Real Madrid „Agndofa við að sjá þetta allt“ Fótbolti Fleiri fréttir Markverði Víðis boðið til Real Madrid „Agndofa við að sjá þetta allt“ Sonur Ancelottis orðaður við Rangers Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast Uppbótartíminn: „Ég hef miklar áhyggjur af þeim“ Dæmir úrslitaleik Evrópudeildar þrátt fyrir umdeilda fortíð Amorim gefur í skyn að hann fari frá Man Utd breytist kúltúrinn ekki Alonso tekur við Real fyrir HM félagsliða Þróttur skoraði sex og flaug áfram Valur marði Fram í framlengingu Íslendingaliðið sló óvænt stórlið Bodø/Glimt úr bikarnum Tindastóll, FH og HK áfram í bikarnum Leiður að heyra púað á vin sinn: „Getur ekki sagt fólki hvernig því á að líða“ Mikael Egill spilaði allan leikinn þegar Venezia komst upp úr fallsæti Hafa notað sama byrjunarliðið í öllum leikjunum Ancelotti tekur við Brasilíu Fjölskylda Glódísar sá hana taka við meistaraskildinum Neyddust til þess að sofa á æfingasvæðinu Áttar sig ekki á Stjörnunni: „Bíð bara eftir því að Garpur poppi þarna upp“ Hafa unnið FH tólf sinnum í röð Beckham reiður: Sýnið smá virðingu Hrósuðu Alexander: „Varð ekkert var við það að þarna væri fimmtán ára strákur inni á vellinum“ Þeir bestu (60.-51. sæti): Himnasending frá Skotlandi, Sölvi Helgason íslenska boltans og tíur af guðs náð Sjáðu skrípamörkin í Víkinni og öll mörkin úr sjöttu umferðinni Þeir bestu: Fylgt úr hlaði Eiður Smári missir hvert metið á fætur öðru til ungra KR-inga Sveindís Jane slapp við síðasta sætið á íslenska listanum Halla forseti, Sveppi og Gummi Ben í nýju tónlistarmyndbandi fyrir EM Eigandi Nott. Forest reifst við Nuno þjálfara inn á vellinum Heimir Guðjónsson: Ef það var einhvern tíma lag að vinna Víking þá var það núna „Þurftum að grafa djúpt“ Sjá meira
Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast Íslenski boltinn
Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast
Þeir bestu (60.-51. sæti): Himnasending frá Skotlandi, Sölvi Helgason íslenska boltans og tíur af guðs náð
Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast Íslenski boltinn