Emil baðst afsökunar á markinu: „Held ég hafi ekki misst boltann fyrir utan þetta“ Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar 26. júní 2018 21:46 Emil í leiknum í Rostov í kvöld vísir/vilhelm Emil Hallfreðsson var valinn maður leiksins í íslenska liðinu í tapinu fyrir Króatíu í kvöld þar sem Ísland datt úr leik á HM í Rússlandi. Hann baðst afsökunar á því að hafa misst boltann undir lokin sem leiddi til sigurmarks Króata. „Mér leið ekki vel þegar það gerðist,“ sagði Emil við Henry Birgi Gunnarsson í Rostov eftir leikinn. „Áttaði mig ekki alveg á þessu, fannst ég vera með hann og var búinn að vera með hann allan leikinn. Held ég hafi ekki misst boltann allan leikinn fyrir utan þetta.“ „Auðvitað svekkjandi að missa hann þarna en ég get hrósað Perisic líka fyrir ágætis slútt. Sorrý.“ „Þetta er mjög pirrandi og ég er alveg að hugsa um þetta, en svona er bara fótboltinn. Ef þú tekur enga sénsa þá kemstu ekkert áfram. Minn stíll er svona, ég vil spila boltanum.“ Króatar gerðu níu breytingar á byrjunarliði sínu fyrir leikinn en þeir voru öruggir áfram. Emil sagði það ekki endilega hafa hjálpað íslenska liðinu. „Vissum að þeir myndu hvíla nokkra en það var ekkert betra þannig séð. Þeir komu inn með ferskar lappir og voru með Modric ennþá sem er í heimsklassa. Þetta var alltaf að fara að vera erfiður leikur en við sköpuðum okkur helling í dag.“ „En ég held við getum borið höfuðið hátt eftir þessa keppni samt sem áður.“ Argentína vann eins marks sigur á Nígeríu sem þýðir að ef Ísland hefði átt sigurmarkið en ekki Króatía hefðu það verið Íslendingar sem fylgdu Króötum í 16-liða úrslitn. Gerir sú staðreynd þessi úrslit meira svekkjandi? „Já, algjörlega. Það gerir þetta meira svekkjandi. Við reyndum að liggja á þeim í endan og vorum opnari en við reyndum eins og við gátum. Vorum orðnir smá þreyttir í endan sem var eðlilegt, en því miður fór þetta eins og þetta fór.“ Emil var að lokum spurður að því hvort hann myndi spila annað stórmót fyrir Ísland eða hvort hann væri farinn að hugsa um það að hætta? „Ég er enn í hörku standi svo ég er ekki að pæla í neinu. Er ekki EM eftir 2 ár? Þjóðardeild og svo er Evrópukeppni, ég er ekkert að pæla í því að hætta. Samt eðlileg spurning og allt í góðu,“ sagði nokkkuð léttur Emil Hallfreðsson. HM 2018 í Rússlandi Tengdar fréttir Einkunnir Íslands: Emil bestur í kvöld Venju samkvæmt gefur Vísir leikmönnum íslenska landsliðsins einkunn fyrir frammistöðu sína á HM. Það voru margir frábærir á vellinum í kvöld. 26. júní 2018 20:07 Umfjöllun: Ísland - Króatía 1-2 | HM-draumurinn á enda eftir grátlegt tap Ísland er úr leik á HM í fótbolta þrátt fyrir hetjulega baráttu gegn Króatíu í kvöld. Króatía og Argentína komust áfram úr D-riðlinum á HM. 26. júní 2018 19:45 Heimir um nýjan samning: Ég þarf að hugsa um þetta Heimir Hallgrímsson vísaði í gömul svör þegar hann var spurður um framtíð sína sem landsliðsþjálfari. 26. júní 2018 20:37 Gylfi: Við viljum halda Heimi Gylfi Þór Sigurðsson segir vonbrigðin óneitanlega mikil eftir að Ísland féll úr leik á HM í knattspyrnu. 26. júní 2018 21:09 Mest lesið Sakaður um svindl á HM í pílukasti Sport Dómarinn hlýtur mikið lof fyrir stundarbræði í garð Jake Paul og Joshua Sport Pílukastarinn biðst afsökunar á að hafa fallið á lyfjaprófinu og öllum lygunum Sport Tvenna frá Rogers tryggði Villa sigur gegn Manchester United Enski boltinn Arnór Ingvi orðinn leikmaður KR Íslenski boltinn Albert skoraði í fyrsta sigri Fiorentina Fótbolti Ótrúleg tíðindi á HM í pílukasti: „Mikið sjokk“ Sport Haaland gaf barnabarni Hareide gjöf Enski boltinn Tvær títanplötur settar í Jake Paul eftir kjálkabrotið Sport Ronaldo á nærbuxunum lætur Elon Musk efast um sjálfan sig Fótbolti Fleiri fréttir Hleður Kjartan lofi eftir frábæra frumraun með Aberdeen Óttast að Isak hafi fótbrotnað Túfa gerir þriggja ára samning í Svíþjóð Arnór Ingvi orðinn leikmaður KR Albert skoraði í fyrsta sigri Fiorentina Bæjarar aftur á sigurbraut Tvenna frá Rogers tryggði Villa sigur gegn Manchester United Barcelona með fjögurra stiga forskot inn í nýtt ár Alvöru innkoma: Kjartan með stoðsendingu gegn Celtic í sínum fyrsta leik Sandra María hetjan og með þeim markahæstu í Þýskalandi Katla skoraði annan leikinn í röð Tómas Bent og félagar unnu Rangers og náðu átta stiga forskoti á toppnum Breiðablik kaupir Jónatan frá Norrköping Hildur áfram í bikarnum og Amanda enn á toppnum Fimmta sinn sem Arsenal er á toppnum um jólin: Unnu ekki titilinn í fyrstu fjögur skiptin „Viljum við að okkar verði minnst fyrir að vera skræfur?“ „Ef dómarinn hefði sinnt sínu starfi almennilega hefði Romero ekki fengið spjald“ Haaland gaf barnabarni Hareide gjöf Sjáðu mörkin úr enska: Sviptingar, sænskt þema og svakalegar tæklingar Madrídingar anda ofan í hálsmálið á Börsungum Calvert-Lewin hættir ekki að skora Gyökeres skaut Arsenal aftur á toppinn Ronaldo á nærbuxunum lætur Elon Musk efast um sjálfan sig Orri Steinn kominn með nýjan þjálfara Slot fámáll um stöðuna á Isak Gleði og sorg í sigri Liverpool Real Madrid - Sevilla | Tekst að róa ástandið fyrir jól? Willum spilaði sinn fyrsta leik í tæpa fjóra mánuði Dramatík er Broja reyndist hetja Burnley Haaland frábær er Manchester City komst á toppinn Sjá meira
Emil Hallfreðsson var valinn maður leiksins í íslenska liðinu í tapinu fyrir Króatíu í kvöld þar sem Ísland datt úr leik á HM í Rússlandi. Hann baðst afsökunar á því að hafa misst boltann undir lokin sem leiddi til sigurmarks Króata. „Mér leið ekki vel þegar það gerðist,“ sagði Emil við Henry Birgi Gunnarsson í Rostov eftir leikinn. „Áttaði mig ekki alveg á þessu, fannst ég vera með hann og var búinn að vera með hann allan leikinn. Held ég hafi ekki misst boltann allan leikinn fyrir utan þetta.“ „Auðvitað svekkjandi að missa hann þarna en ég get hrósað Perisic líka fyrir ágætis slútt. Sorrý.“ „Þetta er mjög pirrandi og ég er alveg að hugsa um þetta, en svona er bara fótboltinn. Ef þú tekur enga sénsa þá kemstu ekkert áfram. Minn stíll er svona, ég vil spila boltanum.“ Króatar gerðu níu breytingar á byrjunarliði sínu fyrir leikinn en þeir voru öruggir áfram. Emil sagði það ekki endilega hafa hjálpað íslenska liðinu. „Vissum að þeir myndu hvíla nokkra en það var ekkert betra þannig séð. Þeir komu inn með ferskar lappir og voru með Modric ennþá sem er í heimsklassa. Þetta var alltaf að fara að vera erfiður leikur en við sköpuðum okkur helling í dag.“ „En ég held við getum borið höfuðið hátt eftir þessa keppni samt sem áður.“ Argentína vann eins marks sigur á Nígeríu sem þýðir að ef Ísland hefði átt sigurmarkið en ekki Króatía hefðu það verið Íslendingar sem fylgdu Króötum í 16-liða úrslitn. Gerir sú staðreynd þessi úrslit meira svekkjandi? „Já, algjörlega. Það gerir þetta meira svekkjandi. Við reyndum að liggja á þeim í endan og vorum opnari en við reyndum eins og við gátum. Vorum orðnir smá þreyttir í endan sem var eðlilegt, en því miður fór þetta eins og þetta fór.“ Emil var að lokum spurður að því hvort hann myndi spila annað stórmót fyrir Ísland eða hvort hann væri farinn að hugsa um það að hætta? „Ég er enn í hörku standi svo ég er ekki að pæla í neinu. Er ekki EM eftir 2 ár? Þjóðardeild og svo er Evrópukeppni, ég er ekkert að pæla í því að hætta. Samt eðlileg spurning og allt í góðu,“ sagði nokkkuð léttur Emil Hallfreðsson.
HM 2018 í Rússlandi Tengdar fréttir Einkunnir Íslands: Emil bestur í kvöld Venju samkvæmt gefur Vísir leikmönnum íslenska landsliðsins einkunn fyrir frammistöðu sína á HM. Það voru margir frábærir á vellinum í kvöld. 26. júní 2018 20:07 Umfjöllun: Ísland - Króatía 1-2 | HM-draumurinn á enda eftir grátlegt tap Ísland er úr leik á HM í fótbolta þrátt fyrir hetjulega baráttu gegn Króatíu í kvöld. Króatía og Argentína komust áfram úr D-riðlinum á HM. 26. júní 2018 19:45 Heimir um nýjan samning: Ég þarf að hugsa um þetta Heimir Hallgrímsson vísaði í gömul svör þegar hann var spurður um framtíð sína sem landsliðsþjálfari. 26. júní 2018 20:37 Gylfi: Við viljum halda Heimi Gylfi Þór Sigurðsson segir vonbrigðin óneitanlega mikil eftir að Ísland féll úr leik á HM í knattspyrnu. 26. júní 2018 21:09 Mest lesið Sakaður um svindl á HM í pílukasti Sport Dómarinn hlýtur mikið lof fyrir stundarbræði í garð Jake Paul og Joshua Sport Pílukastarinn biðst afsökunar á að hafa fallið á lyfjaprófinu og öllum lygunum Sport Tvenna frá Rogers tryggði Villa sigur gegn Manchester United Enski boltinn Arnór Ingvi orðinn leikmaður KR Íslenski boltinn Albert skoraði í fyrsta sigri Fiorentina Fótbolti Ótrúleg tíðindi á HM í pílukasti: „Mikið sjokk“ Sport Haaland gaf barnabarni Hareide gjöf Enski boltinn Tvær títanplötur settar í Jake Paul eftir kjálkabrotið Sport Ronaldo á nærbuxunum lætur Elon Musk efast um sjálfan sig Fótbolti Fleiri fréttir Hleður Kjartan lofi eftir frábæra frumraun með Aberdeen Óttast að Isak hafi fótbrotnað Túfa gerir þriggja ára samning í Svíþjóð Arnór Ingvi orðinn leikmaður KR Albert skoraði í fyrsta sigri Fiorentina Bæjarar aftur á sigurbraut Tvenna frá Rogers tryggði Villa sigur gegn Manchester United Barcelona með fjögurra stiga forskot inn í nýtt ár Alvöru innkoma: Kjartan með stoðsendingu gegn Celtic í sínum fyrsta leik Sandra María hetjan og með þeim markahæstu í Þýskalandi Katla skoraði annan leikinn í röð Tómas Bent og félagar unnu Rangers og náðu átta stiga forskoti á toppnum Breiðablik kaupir Jónatan frá Norrköping Hildur áfram í bikarnum og Amanda enn á toppnum Fimmta sinn sem Arsenal er á toppnum um jólin: Unnu ekki titilinn í fyrstu fjögur skiptin „Viljum við að okkar verði minnst fyrir að vera skræfur?“ „Ef dómarinn hefði sinnt sínu starfi almennilega hefði Romero ekki fengið spjald“ Haaland gaf barnabarni Hareide gjöf Sjáðu mörkin úr enska: Sviptingar, sænskt þema og svakalegar tæklingar Madrídingar anda ofan í hálsmálið á Börsungum Calvert-Lewin hættir ekki að skora Gyökeres skaut Arsenal aftur á toppinn Ronaldo á nærbuxunum lætur Elon Musk efast um sjálfan sig Orri Steinn kominn með nýjan þjálfara Slot fámáll um stöðuna á Isak Gleði og sorg í sigri Liverpool Real Madrid - Sevilla | Tekst að róa ástandið fyrir jól? Willum spilaði sinn fyrsta leik í tæpa fjóra mánuði Dramatík er Broja reyndist hetja Burnley Haaland frábær er Manchester City komst á toppinn Sjá meira
Einkunnir Íslands: Emil bestur í kvöld Venju samkvæmt gefur Vísir leikmönnum íslenska landsliðsins einkunn fyrir frammistöðu sína á HM. Það voru margir frábærir á vellinum í kvöld. 26. júní 2018 20:07
Umfjöllun: Ísland - Króatía 1-2 | HM-draumurinn á enda eftir grátlegt tap Ísland er úr leik á HM í fótbolta þrátt fyrir hetjulega baráttu gegn Króatíu í kvöld. Króatía og Argentína komust áfram úr D-riðlinum á HM. 26. júní 2018 19:45
Heimir um nýjan samning: Ég þarf að hugsa um þetta Heimir Hallgrímsson vísaði í gömul svör þegar hann var spurður um framtíð sína sem landsliðsþjálfari. 26. júní 2018 20:37
Gylfi: Við viljum halda Heimi Gylfi Þór Sigurðsson segir vonbrigðin óneitanlega mikil eftir að Ísland féll úr leik á HM í knattspyrnu. 26. júní 2018 21:09