Hinn þrífætti Bangsi Ragnheiðar Gröndal enn ekki kominn í leitirnar Kristín Ólafsdóttir skrifar 12. júlí 2018 14:45 Bangsi hefur veitt Ragnheiði innblástur í tónlistinni en lagið Bangsi af plötu hennar Aristocat Lullaby er einmitt samið um köttinn. Mynd/Samsett Ekkert hefur spurst til Bangsa, þrífætts heimiliskattar tónlistarkonunnar Ragnheiðar Gröndal, síðan í júní. Mikill söknuður ríkir innan fjölskyldunnar vegna Bangsahvarfsins og hefur fundarlaunum verið heitið. „Dagana áður en hann hvarf var búin að vera ilmvatnslykt af honum og hann lét sig hverfa í einn og einn sólarhring áður en hann hvarf svo alveg,“ segir Ragnheiður en henni þykir líklegt að Bangsi hafi því verið að stelast í heimsóknir til fólks í hverfinu áður en hann týndist. Hún vonist því til að ekkert hafi hent Bangsa.Ragnheiður Gröndal, tónlistarkona.Mynd/Salar Baygan„Ég trúi því ekki að það hafi eitthvað komið fyrir. Ég held að hann sé einhvers staðar hjá einhverju fólki, en kannski er það bara mömmuhjartað að tala.“ Bangsi er þrettán ára en hefur verið hluti af fjölskyldunni í níu ár. Hann lenti í slysi þegar hann var fimm ára sem olli því að fjarlægja þurfti annan framfótinn. „En hann hefur ekkert látið það stoppa sig. Hann er mikill karakter og mjög ákveðinn köttur.“ Ragnheiður segir að fjölskyldan sé enn engu nær um það hvar Bangsi sem nú hefur verið týndur í heilan mánuð, sé niðurkominn. Hún segist þó ótrúlega þakklát öllum sem aðstoðað hafa við leitina að Bangsa en fjölmargir hafa boðið fram aðstoð sína og deilt tilkynningu um hvarf kattarins á Facebook. Þá hafa Ragnheiður og maður hennar, tónlistarmaðurinn Guðmundur Pétursson, heitið 25 þúsund krónum í fundarlaun hverjum þeim sem kemur Bangsa heim. Ljóst er að Bangsi er heimilismönnum einkar kær, og þá sérstaklega Ragnheiði sjálfri, en hún samdi um hann samnefnt lag á plötunni Aristocat Lullaby sem kom út árið 2011.Hér að neðan má svo sjá fleiri myndir af Bangsa sem Ragnheiður birti í Facebook-færslu um hvarf hans. Dýr Mest lesið Ólöf mætti með Magnús upp á arminn Lífið Fékk hvorki að setja eigið nafn né dulnefni á þættina sína Lífið Svona er kynlífsþjónusta á Íslandi Lífið Hætt að nota föt til að fela sig Tíska og hönnun Klæddi sig upp sem hjákona eiginmannsins Tíska og hönnun Fyrrverandi ráðherra Dana: „Þið voruð aldrei nýlenda“ Menning Hitinn náði nýjum hæðum á klúbbnum Lífið Kyngdi stoltinu og fjölmargir buðu fram nýra Lífið Dagur Sig genginn í það heilaga Lífið „Ég sótti ekki einu sinni um háskóla á Íslandi“ Lífið Fleiri fréttir „Hann var bara draumur“ Tjáir sig í fyrsta sinn um bróður sinn Stjörnupar og hafnfirsk systkini sáu stærsta harmleik sögunnar Stórefnilegir skátar heiðraðir á Bessastöðum Rífandi stemning í Reykjadal Grateful Dead-söngkona látin Með heimsfræg verk sín í sumarbústað sem gerður er úr tveimur eldri húsum Ólöf mætti með Magnús upp á arminn Aniston hefur fundið ástina á ný Krýndur „kynþokkafyllsti maður ársins“ Breiðholtsskóli og Hagaskóli áfram í úrslit í Skrekk Leikkonan Diane Ladd er látin Hitinn náði nýjum hæðum á klúbbnum Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall „Ég sótti ekki einu sinni um háskóla á Íslandi“ Sjö lykilþættir að árangursríkari samskiptum Stjörnulífið: „Ef fólk hættir að gagnrýna mig svelt ég“ Hefur farið í gegnum sambandsslit, gjaldþrot og fjárkúgunarmál frammi fyrir þjóðinni Leikstýrir kærastanum í stærsta harmleik sögunnar Fékk hvorki að setja eigið nafn né dulnefni á þættina sína Spenna á rafíþróttaæfingu fyrir eldri borgara Dagur Sig genginn í það heilaga Svona er kynlífsþjónusta á Íslandi Tók tíu klukkustundir að komast í búninginn Krakkatían: Dóra landkönnuður, Neyðarlínan og „borgin eilífa“ Kyngdi stoltinu og fjölmargir buðu fram nýra Tchéky Karyo látinn Stjörnurnar á hrekkjavökunni: Louvre-þjófur og vampírur Fréttatía vikunnar: Ríkislögreglustjóri, fellibylur og rasisti Láta forræðishyggju hinna fullorðnu ekki fipa sig Sjá meira
Ekkert hefur spurst til Bangsa, þrífætts heimiliskattar tónlistarkonunnar Ragnheiðar Gröndal, síðan í júní. Mikill söknuður ríkir innan fjölskyldunnar vegna Bangsahvarfsins og hefur fundarlaunum verið heitið. „Dagana áður en hann hvarf var búin að vera ilmvatnslykt af honum og hann lét sig hverfa í einn og einn sólarhring áður en hann hvarf svo alveg,“ segir Ragnheiður en henni þykir líklegt að Bangsi hafi því verið að stelast í heimsóknir til fólks í hverfinu áður en hann týndist. Hún vonist því til að ekkert hafi hent Bangsa.Ragnheiður Gröndal, tónlistarkona.Mynd/Salar Baygan„Ég trúi því ekki að það hafi eitthvað komið fyrir. Ég held að hann sé einhvers staðar hjá einhverju fólki, en kannski er það bara mömmuhjartað að tala.“ Bangsi er þrettán ára en hefur verið hluti af fjölskyldunni í níu ár. Hann lenti í slysi þegar hann var fimm ára sem olli því að fjarlægja þurfti annan framfótinn. „En hann hefur ekkert látið það stoppa sig. Hann er mikill karakter og mjög ákveðinn köttur.“ Ragnheiður segir að fjölskyldan sé enn engu nær um það hvar Bangsi sem nú hefur verið týndur í heilan mánuð, sé niðurkominn. Hún segist þó ótrúlega þakklát öllum sem aðstoðað hafa við leitina að Bangsa en fjölmargir hafa boðið fram aðstoð sína og deilt tilkynningu um hvarf kattarins á Facebook. Þá hafa Ragnheiður og maður hennar, tónlistarmaðurinn Guðmundur Pétursson, heitið 25 þúsund krónum í fundarlaun hverjum þeim sem kemur Bangsa heim. Ljóst er að Bangsi er heimilismönnum einkar kær, og þá sérstaklega Ragnheiði sjálfri, en hún samdi um hann samnefnt lag á plötunni Aristocat Lullaby sem kom út árið 2011.Hér að neðan má svo sjá fleiri myndir af Bangsa sem Ragnheiður birti í Facebook-færslu um hvarf hans.
Dýr Mest lesið Ólöf mætti með Magnús upp á arminn Lífið Fékk hvorki að setja eigið nafn né dulnefni á þættina sína Lífið Svona er kynlífsþjónusta á Íslandi Lífið Hætt að nota föt til að fela sig Tíska og hönnun Klæddi sig upp sem hjákona eiginmannsins Tíska og hönnun Fyrrverandi ráðherra Dana: „Þið voruð aldrei nýlenda“ Menning Hitinn náði nýjum hæðum á klúbbnum Lífið Kyngdi stoltinu og fjölmargir buðu fram nýra Lífið Dagur Sig genginn í það heilaga Lífið „Ég sótti ekki einu sinni um háskóla á Íslandi“ Lífið Fleiri fréttir „Hann var bara draumur“ Tjáir sig í fyrsta sinn um bróður sinn Stjörnupar og hafnfirsk systkini sáu stærsta harmleik sögunnar Stórefnilegir skátar heiðraðir á Bessastöðum Rífandi stemning í Reykjadal Grateful Dead-söngkona látin Með heimsfræg verk sín í sumarbústað sem gerður er úr tveimur eldri húsum Ólöf mætti með Magnús upp á arminn Aniston hefur fundið ástina á ný Krýndur „kynþokkafyllsti maður ársins“ Breiðholtsskóli og Hagaskóli áfram í úrslit í Skrekk Leikkonan Diane Ladd er látin Hitinn náði nýjum hæðum á klúbbnum Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall „Ég sótti ekki einu sinni um háskóla á Íslandi“ Sjö lykilþættir að árangursríkari samskiptum Stjörnulífið: „Ef fólk hættir að gagnrýna mig svelt ég“ Hefur farið í gegnum sambandsslit, gjaldþrot og fjárkúgunarmál frammi fyrir þjóðinni Leikstýrir kærastanum í stærsta harmleik sögunnar Fékk hvorki að setja eigið nafn né dulnefni á þættina sína Spenna á rafíþróttaæfingu fyrir eldri borgara Dagur Sig genginn í það heilaga Svona er kynlífsþjónusta á Íslandi Tók tíu klukkustundir að komast í búninginn Krakkatían: Dóra landkönnuður, Neyðarlínan og „borgin eilífa“ Kyngdi stoltinu og fjölmargir buðu fram nýra Tchéky Karyo látinn Stjörnurnar á hrekkjavökunni: Louvre-þjófur og vampírur Fréttatía vikunnar: Ríkislögreglustjóri, fellibylur og rasisti Láta forræðishyggju hinna fullorðnu ekki fipa sig Sjá meira