Hellir víni í glös í stað þess að hella víni í sig Stefán Þór Hjartarson skrifar 27. júlí 2018 06:00 Dóri segist ekki hafa brugðið sér í hlutverk barþjónsins síðan í fimmtugsafmæli móður sinnar FRÉTTABLAÐIÐ/ÞÓRSTEINN „Núna hafa nátúruvínsguðirnir kallað – og ég svara því kalli. Ég hef ekki „workað“ bar síðan í fimmtugsafmæli móður minnar og er nokkuð spenntur. Þetta vín sko – Action Bronson gerði myndband þar sem hann drekkur það og hann segir að honum hafi liðið eins og mamma hans hafi keypt handa honum NBA Jam Tournament Edition þegar hann fékk vínið í hendurnar. Ef einhver er að pæla í náttúruvínum og langar einhvern veginn að koma sér inn í þetta, þá er þetta svo góður staður til að byrja á, þetta er alveg bilaðslega skemmtilegt dæmi. Þetta er sumar í flösku og við erum stödd í sumrinu sem aldrei kom – þannig að við erum að flytja inn sumar í flösku beint frá hlíðum eldfjallsins Etnu,“ segir Halldór Halldórsson, Dóri DNA, en hann verður í eldlínunni í Mathöllinni Granda á sunnudaginn þar sem hann mun standa bak við barinn á Micro Roast og hella náttúruvíni í glös. Þar verður kynning á nýjum árgangi vínsins Susucaru, 2017, auk þess sem hinir fágætu kjúklingavængir frá KORE verða á tilboði – en þessa vængi má venjulega einungis kaupa á miðvikudögum. Dóri er, eins og blaðamaður segir strax við hann í upphafi viðtals, kannski þekktari fyrir að hella í sig náttúruvíni frekar en í glös annara, en það ættu fylgjendur hans á Twitter að kannast við, þar á bæ er hann duglegur við að tjá sig um þessi sérkennilegu vín. „Náttúruvín eru ekki verslun eins og við þekkjum hana – þú kannski gúglar eitthvað, finnur eitthvað á netinu … ég var að koma frá Valencia þar sem ég fann einhvern framleiðanda þannig, las að hann væri að selja vínið sitt á einhverjum markaði. Svo kem ég á markaðinn og spyr um „Mariano“ og fæ bara „því miður það er allt löngu búið“ – ég gref upp eftir einhverjum samböndum pínulítinn ítalskan stað þar sem þeir eru með náttúruvín, ég spyr þá um Mariano og þeir segja bara: „Mariano var hérna í bænum á miðvikudaginn – þú færð þetta í þessari hundrað ára gömlu vínbúð.“ Ég kem þangað og finn nokkrar flöskur. Svo lendi ég bara í því að ein Mariano er tekin af mér í tollinum – ég í alvörunni hugsaði með mér „þetta verður milliríkjadeila“.“ Halldór segist þó vera búinn að jafna sig á þessu og vera farinn að hlakka til sunnudagsins í staðinn. „Aðgengið að náttúruvíni er meira hérna heima en í Valencia, þriðju stærstu borg Spánar. Þetta er ekki síst tengdasyni Íslands að þakka, Christopher Melin, sem á fyrirtækið Berjamó. Hann er náttúruvínsdúddi í Danmörku og Berjamór flytur inn mikið af uppáhalds náttúruvíninu mínu. Hann rekur náttúruvínsverslun í Danmörku og er giftur íslenskri konu. Þetta er nú stundum þannig að Danir kynna okkur Íslendinga fyrir einhverju.“ Viðburðurinn fer fram á milli 18 og 22 á sunnudaginn næstkomandi. Birtist í Fréttablaðinu Matur Mest lesið Hringdi í mömmu sem sagði einfaldlega: „Nói, nú kemur þú heim“ Áskorun Óraunverulegt að kaupa íbúð í miðborg London Lífið Sonur Tinu Turner látinn Lífið Sat uppi með útgáfu af sjálfri sér sem hún kunni ekki við Lífið Krakkatían: Bannað að hlæja, Friðarsúlan og Iceguys Lífið Sama hvað öllum finnst, nema mömmu og pabba Tónlist Kraftaverkasaga: „Mun ég aldrei sjá þau aftur?“ Áskorun Óöruggur eftir að kærastan stundaði hópkynlíf erlendis Lífið „Rétturinn sem fjölskyldan þín mun elska og biðja um aftur og aftur“ Lífið „Ákvað að skilja hana eftir þar og athuga hversu langt ég kæmist“ Lífið Fleiri fréttir Sonur Tinu Turner látinn Óraunverulegt að kaupa íbúð í miðborg London Krakkatían: Bannað að hlæja, Friðarsúlan og Iceguys Sat uppi með útgáfu af sjálfri sér sem hún kunni ekki við Ungir Sjálfstæðismenn samankomnir á sambandsþingi Fréttatía vikunnar: Play, fiskbúðingur og stjörnuskilnaður Gerður í Blush hennar helsta fyrirmynd Útbjó lágkolvetna prógram fyrir systur sína sem léttist strax og fékk meiri orku Flugfreyja, íþróttakona og ráðherra breyttu leiknum „Ákvað að skilja hana eftir þar og athuga hversu langt ég kæmist“ „Gætum orðið fyrsta þjóð í heimi til að útrýma leghálskrabbameini“ „Rétturinn sem fjölskyldan þín mun elska og biðja um aftur og aftur“ Keeping Up Appearances-leikkona látin Auðveldara að tengjast fólki í eigin persónu Galopnar sig og segist ætla að breyta hlutunum Heimatilbúið „corny“ Skilin að borði og sæng eftir 28 ára hjónaband Framlag Kenýu til Óskarsverðlaunanna til sýnis á Ísafirði Keith sagður kominn með nýja kærustu Það var bannað að hlæja á Kjarval Eitt rými sem má alls ekki mynda í Alþingishúsinu Centro-hjónin selja Beverly Hills-villuna Ástarsenur í viku tvö með stórleikaranum Segir spjallmenni Meta herja kynferðislega á börn „Rúrik Gíslason hefur sagt hæ við mig“ Jafet Máni selur íbúð með ræktarsal „Þarf ekkert að klífa Everest til að finnast ég einhvers virði“ Ertu sauður? Fimm ráð sem geta forðað þér frá hjarðhegðun Óöruggur eftir að kærastan stundaði hópkynlíf erlendis Samhengið með Sif: „Það má blanda saman hámenningu og dægurmenningu“ Sjá meira
„Núna hafa nátúruvínsguðirnir kallað – og ég svara því kalli. Ég hef ekki „workað“ bar síðan í fimmtugsafmæli móður minnar og er nokkuð spenntur. Þetta vín sko – Action Bronson gerði myndband þar sem hann drekkur það og hann segir að honum hafi liðið eins og mamma hans hafi keypt handa honum NBA Jam Tournament Edition þegar hann fékk vínið í hendurnar. Ef einhver er að pæla í náttúruvínum og langar einhvern veginn að koma sér inn í þetta, þá er þetta svo góður staður til að byrja á, þetta er alveg bilaðslega skemmtilegt dæmi. Þetta er sumar í flösku og við erum stödd í sumrinu sem aldrei kom – þannig að við erum að flytja inn sumar í flösku beint frá hlíðum eldfjallsins Etnu,“ segir Halldór Halldórsson, Dóri DNA, en hann verður í eldlínunni í Mathöllinni Granda á sunnudaginn þar sem hann mun standa bak við barinn á Micro Roast og hella náttúruvíni í glös. Þar verður kynning á nýjum árgangi vínsins Susucaru, 2017, auk þess sem hinir fágætu kjúklingavængir frá KORE verða á tilboði – en þessa vængi má venjulega einungis kaupa á miðvikudögum. Dóri er, eins og blaðamaður segir strax við hann í upphafi viðtals, kannski þekktari fyrir að hella í sig náttúruvíni frekar en í glös annara, en það ættu fylgjendur hans á Twitter að kannast við, þar á bæ er hann duglegur við að tjá sig um þessi sérkennilegu vín. „Náttúruvín eru ekki verslun eins og við þekkjum hana – þú kannski gúglar eitthvað, finnur eitthvað á netinu … ég var að koma frá Valencia þar sem ég fann einhvern framleiðanda þannig, las að hann væri að selja vínið sitt á einhverjum markaði. Svo kem ég á markaðinn og spyr um „Mariano“ og fæ bara „því miður það er allt löngu búið“ – ég gref upp eftir einhverjum samböndum pínulítinn ítalskan stað þar sem þeir eru með náttúruvín, ég spyr þá um Mariano og þeir segja bara: „Mariano var hérna í bænum á miðvikudaginn – þú færð þetta í þessari hundrað ára gömlu vínbúð.“ Ég kem þangað og finn nokkrar flöskur. Svo lendi ég bara í því að ein Mariano er tekin af mér í tollinum – ég í alvörunni hugsaði með mér „þetta verður milliríkjadeila“.“ Halldór segist þó vera búinn að jafna sig á þessu og vera farinn að hlakka til sunnudagsins í staðinn. „Aðgengið að náttúruvíni er meira hérna heima en í Valencia, þriðju stærstu borg Spánar. Þetta er ekki síst tengdasyni Íslands að þakka, Christopher Melin, sem á fyrirtækið Berjamó. Hann er náttúruvínsdúddi í Danmörku og Berjamór flytur inn mikið af uppáhalds náttúruvíninu mínu. Hann rekur náttúruvínsverslun í Danmörku og er giftur íslenskri konu. Þetta er nú stundum þannig að Danir kynna okkur Íslendinga fyrir einhverju.“ Viðburðurinn fer fram á milli 18 og 22 á sunnudaginn næstkomandi.
Birtist í Fréttablaðinu Matur Mest lesið Hringdi í mömmu sem sagði einfaldlega: „Nói, nú kemur þú heim“ Áskorun Óraunverulegt að kaupa íbúð í miðborg London Lífið Sonur Tinu Turner látinn Lífið Sat uppi með útgáfu af sjálfri sér sem hún kunni ekki við Lífið Krakkatían: Bannað að hlæja, Friðarsúlan og Iceguys Lífið Sama hvað öllum finnst, nema mömmu og pabba Tónlist Kraftaverkasaga: „Mun ég aldrei sjá þau aftur?“ Áskorun Óöruggur eftir að kærastan stundaði hópkynlíf erlendis Lífið „Rétturinn sem fjölskyldan þín mun elska og biðja um aftur og aftur“ Lífið „Ákvað að skilja hana eftir þar og athuga hversu langt ég kæmist“ Lífið Fleiri fréttir Sonur Tinu Turner látinn Óraunverulegt að kaupa íbúð í miðborg London Krakkatían: Bannað að hlæja, Friðarsúlan og Iceguys Sat uppi með útgáfu af sjálfri sér sem hún kunni ekki við Ungir Sjálfstæðismenn samankomnir á sambandsþingi Fréttatía vikunnar: Play, fiskbúðingur og stjörnuskilnaður Gerður í Blush hennar helsta fyrirmynd Útbjó lágkolvetna prógram fyrir systur sína sem léttist strax og fékk meiri orku Flugfreyja, íþróttakona og ráðherra breyttu leiknum „Ákvað að skilja hana eftir þar og athuga hversu langt ég kæmist“ „Gætum orðið fyrsta þjóð í heimi til að útrýma leghálskrabbameini“ „Rétturinn sem fjölskyldan þín mun elska og biðja um aftur og aftur“ Keeping Up Appearances-leikkona látin Auðveldara að tengjast fólki í eigin persónu Galopnar sig og segist ætla að breyta hlutunum Heimatilbúið „corny“ Skilin að borði og sæng eftir 28 ára hjónaband Framlag Kenýu til Óskarsverðlaunanna til sýnis á Ísafirði Keith sagður kominn með nýja kærustu Það var bannað að hlæja á Kjarval Eitt rými sem má alls ekki mynda í Alþingishúsinu Centro-hjónin selja Beverly Hills-villuna Ástarsenur í viku tvö með stórleikaranum Segir spjallmenni Meta herja kynferðislega á börn „Rúrik Gíslason hefur sagt hæ við mig“ Jafet Máni selur íbúð með ræktarsal „Þarf ekkert að klífa Everest til að finnast ég einhvers virði“ Ertu sauður? Fimm ráð sem geta forðað þér frá hjarðhegðun Óöruggur eftir að kærastan stundaði hópkynlíf erlendis Samhengið með Sif: „Það má blanda saman hámenningu og dægurmenningu“ Sjá meira