FCK tekur fyrirliðabandið af HM-fara fyrir leikinn gegn Stjörnunni 24. júlí 2018 17:30 William Kvist er ekki farinn af stað eftir HM. vísir/getty Danski miðjumaðurinn William Kvist hefur verið settur af sem fyrirliði FC Kaupmannahafnar í aðdraganda leiksins gegn Stjörnunni í annarri umferð forkeppni Evrópudeildarinnar sem fram fer á Samsung-vellinum á fimmtudagskvöldið. Gríski miðjumaðurinn Carlos Zeca, sem kom til FCK frá Panathinaikos í fyrra, er orðinn fyrirliði danska stórveldisins en þetta staðfesti Ståle Solbakken, þjálfari FC Kaupmannahafnar, eftir 3-0 sigurinn á Hobro um helgina. Zeca hefur borið fyrirliðabandið í fyrstu fjórum leikjum FCK í dönsku úrvalsdeildinni og Evrópudeildinni í fjarveru Kvist sem var borinn af velli rifbeinsbrotinn á móti Perú á HM og er ekki byrjaður að spila. Kvist lagði landsliðsskóna á hilluna eftir heimsmeistaramótið en þessi 33 ára gamli miðjumaður hóf meistaraflokksferilinn með FCK og spilaði í dönsku höfuðborginni frá 2004-2011 áður en hann söðlaði um og spilaði með Stuttgart, Fulham og Wigan. Hann kom aftur heim 2015 og var gerður að fyrirliða en hefur nú verið settur af. Solbakken sagði í viðtali við danska fjölmiðla að engin dramatík væri í kringum ákvörðunina en Kvist baðst undan því að bera fyrirliðabandið á leiktíðinni og varð norski þjálfarinn við því. FCK kemur í fyrsta sinn til Íslands til að spila Evrópuleik í 22 ár á fimmtudaginn en síðast mætti það Keflavík í hinni sálugu Getraunakeppni Evrópu árið 1996 og vann, 2-1. Það var fyrsti og eini Evrópuleikur FCK gegn íslensku liðsins til dagsins í dag. Evrópudeild UEFA Mest lesið Sá húsið sitt brenna til kaldra kola Körfubolti Pálmi í ótímabundið leyfi Íslenski boltinn Shakhtar - Breiðablik 2-0 | Stórliðið hvíldi stjörnurnar í sigri gegn Blikum Fótbolti Erfitt að heyra hvað Orri hefur þjáðst Fótbolti Eigandi Nott.Forest ákærður fyrir tengsl við glæpagengi Sport Stelpurnar okkar fá ekki leiki vegna sparnaðar Fótbolti Donald Trump að fá friðarverðlaun frá FIFA? Fótbolti Fylgist spenntur með Viktori: „Þetta er með ólíkindum“ Fótbolti Njarðvík - Stjarnan | Komast meistararnir í gang? Körfubolti Hlýnun jarðar á að hafa mikil áhrif á maraþonhlaup í heimnum Sport Fleiri fréttir Emilía skoraði annan leikinn í röð Logi á toppnum en Hákon á bekknum Shakhtar - Breiðablik 2-0 | Stórliðið hvíldi stjörnurnar í sigri gegn Blikum Ronaldo og félagar spila landsleik í sérstökum Eusébio-búningi Ólöf og Írena báðar í úrvalsliði Ivy-deildarinnar Suárez dæmdur í bann fyrir hælspark í mótherja og missir af risaleik Pálmi í ótímabundið leyfi Góður í að þekkja stórstjörnur sem börn Erfitt að heyra hvað Orri hefur þjáðst „Ég og Nik erum ágætis vinir“ „Vel gert að geta haldið áfram í svona ástandi“ Fylgist spenntur með Viktori: „Þetta er með ólíkindum“ Stelpurnar okkar fá ekki leiki vegna sparnaðar Lamine Yamal sakaði menn um lygar eftir leik Mörk úr Meistaradeildinni: Sjáðu Osimhen hoppa upp fyrir Mbappé og Haaland Segir að Man United sé ekki að búa til Harlem Globetrotters-lið Donald Trump að fá friðarverðlaun frá FIFA? „Rokk og ról“ hjá Frey í villta vestrinu Sjáðu atvikið: Hágrátandi Hakimi frá í nokkrar vikur Óstöðvandi Osimhen, magurt hjá Mourinho og Bilbao brenndir Böl Börsunga í Belgíu Foden í stuði gegn Dortmund Spilaði meira en síðustu tvo mánuði til samans Nik fær Lindu Líf til Kristianstad Sandra María skoraði í svekkjandi leik Emelía með þrennu gegn FCK Óvænt úrslit í Meistaradeildinni „Mér finnst þetta ekki leiðinlegur fótbolti“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Sjá meira
Danski miðjumaðurinn William Kvist hefur verið settur af sem fyrirliði FC Kaupmannahafnar í aðdraganda leiksins gegn Stjörnunni í annarri umferð forkeppni Evrópudeildarinnar sem fram fer á Samsung-vellinum á fimmtudagskvöldið. Gríski miðjumaðurinn Carlos Zeca, sem kom til FCK frá Panathinaikos í fyrra, er orðinn fyrirliði danska stórveldisins en þetta staðfesti Ståle Solbakken, þjálfari FC Kaupmannahafnar, eftir 3-0 sigurinn á Hobro um helgina. Zeca hefur borið fyrirliðabandið í fyrstu fjórum leikjum FCK í dönsku úrvalsdeildinni og Evrópudeildinni í fjarveru Kvist sem var borinn af velli rifbeinsbrotinn á móti Perú á HM og er ekki byrjaður að spila. Kvist lagði landsliðsskóna á hilluna eftir heimsmeistaramótið en þessi 33 ára gamli miðjumaður hóf meistaraflokksferilinn með FCK og spilaði í dönsku höfuðborginni frá 2004-2011 áður en hann söðlaði um og spilaði með Stuttgart, Fulham og Wigan. Hann kom aftur heim 2015 og var gerður að fyrirliða en hefur nú verið settur af. Solbakken sagði í viðtali við danska fjölmiðla að engin dramatík væri í kringum ákvörðunina en Kvist baðst undan því að bera fyrirliðabandið á leiktíðinni og varð norski þjálfarinn við því. FCK kemur í fyrsta sinn til Íslands til að spila Evrópuleik í 22 ár á fimmtudaginn en síðast mætti það Keflavík í hinni sálugu Getraunakeppni Evrópu árið 1996 og vann, 2-1. Það var fyrsti og eini Evrópuleikur FCK gegn íslensku liðsins til dagsins í dag.
Evrópudeild UEFA Mest lesið Sá húsið sitt brenna til kaldra kola Körfubolti Pálmi í ótímabundið leyfi Íslenski boltinn Shakhtar - Breiðablik 2-0 | Stórliðið hvíldi stjörnurnar í sigri gegn Blikum Fótbolti Erfitt að heyra hvað Orri hefur þjáðst Fótbolti Eigandi Nott.Forest ákærður fyrir tengsl við glæpagengi Sport Stelpurnar okkar fá ekki leiki vegna sparnaðar Fótbolti Donald Trump að fá friðarverðlaun frá FIFA? Fótbolti Fylgist spenntur með Viktori: „Þetta er með ólíkindum“ Fótbolti Njarðvík - Stjarnan | Komast meistararnir í gang? Körfubolti Hlýnun jarðar á að hafa mikil áhrif á maraþonhlaup í heimnum Sport Fleiri fréttir Emilía skoraði annan leikinn í röð Logi á toppnum en Hákon á bekknum Shakhtar - Breiðablik 2-0 | Stórliðið hvíldi stjörnurnar í sigri gegn Blikum Ronaldo og félagar spila landsleik í sérstökum Eusébio-búningi Ólöf og Írena báðar í úrvalsliði Ivy-deildarinnar Suárez dæmdur í bann fyrir hælspark í mótherja og missir af risaleik Pálmi í ótímabundið leyfi Góður í að þekkja stórstjörnur sem börn Erfitt að heyra hvað Orri hefur þjáðst „Ég og Nik erum ágætis vinir“ „Vel gert að geta haldið áfram í svona ástandi“ Fylgist spenntur með Viktori: „Þetta er með ólíkindum“ Stelpurnar okkar fá ekki leiki vegna sparnaðar Lamine Yamal sakaði menn um lygar eftir leik Mörk úr Meistaradeildinni: Sjáðu Osimhen hoppa upp fyrir Mbappé og Haaland Segir að Man United sé ekki að búa til Harlem Globetrotters-lið Donald Trump að fá friðarverðlaun frá FIFA? „Rokk og ról“ hjá Frey í villta vestrinu Sjáðu atvikið: Hágrátandi Hakimi frá í nokkrar vikur Óstöðvandi Osimhen, magurt hjá Mourinho og Bilbao brenndir Böl Börsunga í Belgíu Foden í stuði gegn Dortmund Spilaði meira en síðustu tvo mánuði til samans Nik fær Lindu Líf til Kristianstad Sandra María skoraði í svekkjandi leik Emelía með þrennu gegn FCK Óvænt úrslit í Meistaradeildinni „Mér finnst þetta ekki leiðinlegur fótbolti“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Sjá meira