Mjúk væb norðan frá Grenivík Stefán Þór Hjartarson skrifar 24. júlí 2018 06:00 Trausti byrjaði að gera takta mjög ungur eftir að hafa komist í hundlélegt forrit hjá bróður sínum og að syngja áður en hann vatt sér yfir í rappið. Nú gerir hann allt þrennt auk þess að taka sjálfan sig upp og mixa. lindamyndar.net Söngvarinn, rapparinn og upptökustjórinn Trausti býr og starfar norður á Grenivík. Hann gaf út plötuna Þrýstingur í byrjun mánaðar en þar snýr hann tökkum, rappar og syngur sjálfur. Með honum á plötunni eru nokkrir góðir gestir – Arnar úr Úlfur Úlfur til dæmis og má kannski segja að Trausti sé falinn demantur í rappsenunni íslensku. „Ég er bara niðri í kjallara að gera taktana og líka að taka mig upp. Ég tek sjálfan mig sem sagt upp og mixa líka og mastera,“ segir Trausti og jánkar því hlæjandi þegar blaðamaður spyr hvort það sé ekki bara friður og ró og lítið um truflanir við að taka upp tónlist fyrir norðan. „Þegar ég var í sjötta eða sjöunda bekk þá var bróðir minn með eitthvert eldgamalt forrit sem heitir Mixcraft eða álíka – þar gat maður gert takta. Þetta voru alls engir hiphop-taktar heldur bara eitthvert prump en þarna kynntist ég því að setja saman hljóð og öllu sem því fylgir. Ég var bara að dunda mér við þetta þangað til svona í byrjun 2016, þá fór ég að taka þetta af alvöru og læra hvernig ég gæti gert tónlist og látið hana hljóma betur. Ég byrjaði fyrst að rappa með strákum sem ég var með í grunnskóla eftir að ég hitti þá aftur eftir langa fjarveru á Akureyri. Við byrjuðum að taka upp og svona. Ég var alltaf mikið að skrifa texta en byrjaði að rappa í byrjun 2017 – ég hafði meira verið að syngja fram að því. Núna er ég byrjaður að blanda þessu öllu saman,“ segir Trausti.Þó að Trausti sé í góðu yfirlæti í kjallaranum á Grenivík að taka upp tónlist gekk það ekki þrautalaust fyrir sig að koma plötunni út. „Fyrir svona einu ári var ég búinn að klára alveg slatta af lögum, en harði diskurinn eyðilagðist og þau lög eyddust öll út. Þannig að ég þurfti að gera plötuna alveg upp á nýtt. Það sem ég ákvað hins vegar að gera, í stað þessa að hætta bara við, var að gera alla taktana upp á nýtt en nota sömu textana og í glötuðu lögunum. Þannig að á plötunni er helmingurinn af lögunum tekinn upp aftur og svo er sirka helmingurinn alveg ný lög.“ Tónlistin á plötunni er mjög fjölbreytt en Trausti segir að „væbið sé mjúkt“ en annars sé hún raunar út um allt tónlistarlega séð. „Planið er að halda áfram að taka upp tónlist og vinna með fólki sem hefur áhuga á því að gera góða tónlist. Ég ætla kannski að spila eitthvað – ég ætla að fara að reyna að gera meira af því plögga.“ Blaðamaður spyr hvort það sé ekki aukin eftirspurn eftir því að vinna með Trausta eftir að platan kom út og hann játar því og bætir við að hann sé nú þegar að vinna með mjög mörgum aðilum og að það séu alls konar hlutir væntanlegir bráðlega. Birtist í Fréttablaðinu Grýtubakkahreppur Tónlist Mest lesið „Svo byrjaði ég að kyssa stráka og varð allt í einu algjör uppreisnarseggur“ Lífið „Ég fór úr sjötíu prósent þjáningu niður í tíu prósent“ Lífið Milljón manns í Rio til að sjá ókeypis Lady Gaga tónleika Lífið Forstjórabaninn fær söngleik á fjalirnar Lífið Verðmiðinn hækkar á höll Antons Lífið Krakkatían: Nintendo, tunglið og prinsessur Lífið Ingvar E. valinn besti leikarinn í Belgíu Lífið Býður í hláturstund við gömlu þvottalaugarnar Lífið „Ye mátti þola versnandi andlega heilsu vegna gjörða þinna“ Lífið Þakka aðdáendum fyrir að hafa fjármagnað nýja húsið Lífið Fleiri fréttir Það byrjaði allt með einni hugsun „Svo byrjaði ég að kyssa stráka og varð allt í einu algjör uppreisnarseggur“ Krakkatían: Nintendo, tunglið og prinsessur Milljón manns í Rio til að sjá ókeypis Lady Gaga tónleika Býður í hláturstund við gömlu þvottalaugarnar Sýningin gott fyrir- og eftirpartý Ingvar E. valinn besti leikarinn í Belgíu Forstjórabaninn fær söngleik á fjalirnar „Ye mátti þola versnandi andlega heilsu vegna gjörða þinna“ Fréttatía vikunnar: Rafmagnsleysi, njósnir og SFS Ætlaði aldrei að enda í herskóla í Bandaríkjunum Með höfuðið rétt skrúfað á og gleyma aldrei hjálminum „Ég er búin að fæða þrjú börn en þetta er versta sem ég hef upplifað“ Þakka aðdáendum fyrir að hafa fjármagnað nýja húsið Íslenski Eurovision-hópurinn lagður af stað Mætti í eigið afmæli í lokaðri líkkistu Verðmiðinn hækkar á höll Antons Skúli og Gríma fengu sér hund Menningarlegt heimili með stórbrotnu útsýni Stærsta tímahylki Íslandssögunnar Langar að berjast við OnlyFans-stelpur Margbraut á sér ökklann á Snæfellsjökli Söngkonan Jill Sobule lést í húsbruna Dóttir De Niro kemur út sem trans Rapphljómsveit til rannsóknar hjá hryðjuverkadeildinni Segist hafa gert merka uppgötvun nú þegar hann „nálgast endalok lífs“ síns „Þetta er lúmskt skrímsli“ Michael Bolton með ólæknandi krabbamein Forsalan sögð slá öll fyrri met „Burtu með fordóma“ tónleikar á Selfossi 1. maí Sjá meira
Söngvarinn, rapparinn og upptökustjórinn Trausti býr og starfar norður á Grenivík. Hann gaf út plötuna Þrýstingur í byrjun mánaðar en þar snýr hann tökkum, rappar og syngur sjálfur. Með honum á plötunni eru nokkrir góðir gestir – Arnar úr Úlfur Úlfur til dæmis og má kannski segja að Trausti sé falinn demantur í rappsenunni íslensku. „Ég er bara niðri í kjallara að gera taktana og líka að taka mig upp. Ég tek sjálfan mig sem sagt upp og mixa líka og mastera,“ segir Trausti og jánkar því hlæjandi þegar blaðamaður spyr hvort það sé ekki bara friður og ró og lítið um truflanir við að taka upp tónlist fyrir norðan. „Þegar ég var í sjötta eða sjöunda bekk þá var bróðir minn með eitthvert eldgamalt forrit sem heitir Mixcraft eða álíka – þar gat maður gert takta. Þetta voru alls engir hiphop-taktar heldur bara eitthvert prump en þarna kynntist ég því að setja saman hljóð og öllu sem því fylgir. Ég var bara að dunda mér við þetta þangað til svona í byrjun 2016, þá fór ég að taka þetta af alvöru og læra hvernig ég gæti gert tónlist og látið hana hljóma betur. Ég byrjaði fyrst að rappa með strákum sem ég var með í grunnskóla eftir að ég hitti þá aftur eftir langa fjarveru á Akureyri. Við byrjuðum að taka upp og svona. Ég var alltaf mikið að skrifa texta en byrjaði að rappa í byrjun 2017 – ég hafði meira verið að syngja fram að því. Núna er ég byrjaður að blanda þessu öllu saman,“ segir Trausti.Þó að Trausti sé í góðu yfirlæti í kjallaranum á Grenivík að taka upp tónlist gekk það ekki þrautalaust fyrir sig að koma plötunni út. „Fyrir svona einu ári var ég búinn að klára alveg slatta af lögum, en harði diskurinn eyðilagðist og þau lög eyddust öll út. Þannig að ég þurfti að gera plötuna alveg upp á nýtt. Það sem ég ákvað hins vegar að gera, í stað þessa að hætta bara við, var að gera alla taktana upp á nýtt en nota sömu textana og í glötuðu lögunum. Þannig að á plötunni er helmingurinn af lögunum tekinn upp aftur og svo er sirka helmingurinn alveg ný lög.“ Tónlistin á plötunni er mjög fjölbreytt en Trausti segir að „væbið sé mjúkt“ en annars sé hún raunar út um allt tónlistarlega séð. „Planið er að halda áfram að taka upp tónlist og vinna með fólki sem hefur áhuga á því að gera góða tónlist. Ég ætla kannski að spila eitthvað – ég ætla að fara að reyna að gera meira af því plögga.“ Blaðamaður spyr hvort það sé ekki aukin eftirspurn eftir því að vinna með Trausta eftir að platan kom út og hann játar því og bætir við að hann sé nú þegar að vinna með mjög mörgum aðilum og að það séu alls konar hlutir væntanlegir bráðlega.
Birtist í Fréttablaðinu Grýtubakkahreppur Tónlist Mest lesið „Svo byrjaði ég að kyssa stráka og varð allt í einu algjör uppreisnarseggur“ Lífið „Ég fór úr sjötíu prósent þjáningu niður í tíu prósent“ Lífið Milljón manns í Rio til að sjá ókeypis Lady Gaga tónleika Lífið Forstjórabaninn fær söngleik á fjalirnar Lífið Verðmiðinn hækkar á höll Antons Lífið Krakkatían: Nintendo, tunglið og prinsessur Lífið Ingvar E. valinn besti leikarinn í Belgíu Lífið Býður í hláturstund við gömlu þvottalaugarnar Lífið „Ye mátti þola versnandi andlega heilsu vegna gjörða þinna“ Lífið Þakka aðdáendum fyrir að hafa fjármagnað nýja húsið Lífið Fleiri fréttir Það byrjaði allt með einni hugsun „Svo byrjaði ég að kyssa stráka og varð allt í einu algjör uppreisnarseggur“ Krakkatían: Nintendo, tunglið og prinsessur Milljón manns í Rio til að sjá ókeypis Lady Gaga tónleika Býður í hláturstund við gömlu þvottalaugarnar Sýningin gott fyrir- og eftirpartý Ingvar E. valinn besti leikarinn í Belgíu Forstjórabaninn fær söngleik á fjalirnar „Ye mátti þola versnandi andlega heilsu vegna gjörða þinna“ Fréttatía vikunnar: Rafmagnsleysi, njósnir og SFS Ætlaði aldrei að enda í herskóla í Bandaríkjunum Með höfuðið rétt skrúfað á og gleyma aldrei hjálminum „Ég er búin að fæða þrjú börn en þetta er versta sem ég hef upplifað“ Þakka aðdáendum fyrir að hafa fjármagnað nýja húsið Íslenski Eurovision-hópurinn lagður af stað Mætti í eigið afmæli í lokaðri líkkistu Verðmiðinn hækkar á höll Antons Skúli og Gríma fengu sér hund Menningarlegt heimili með stórbrotnu útsýni Stærsta tímahylki Íslandssögunnar Langar að berjast við OnlyFans-stelpur Margbraut á sér ökklann á Snæfellsjökli Söngkonan Jill Sobule lést í húsbruna Dóttir De Niro kemur út sem trans Rapphljómsveit til rannsóknar hjá hryðjuverkadeildinni Segist hafa gert merka uppgötvun nú þegar hann „nálgast endalok lífs“ síns „Þetta er lúmskt skrímsli“ Michael Bolton með ólæknandi krabbamein Forsalan sögð slá öll fyrri met „Burtu með fordóma“ tónleikar á Selfossi 1. maí Sjá meira