Vandamálið miklu stærra en áfengis-og kynlífsfíkn Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 28. ágúst 2018 22:58 Melanie Brown opnar sig um erfiðleika. vísir/getty Melanie Brown kryddpía og gestadómari í America‘s Got Talent hefur að undanförnu glímt við kynlífs-og áfengisfíkn. Hún segir að fíknin sé aðeins ein afleiðing af mun stærra vandamáli sem hún hafi látið hjá líða að takast á við. Hún segir að síðasta hálfa árið hafi reynst henni erfitt. Í dag er hún í sálfræðimeðferð við áfallastreituröskun. Undanfarið ár hefur hún gert upp tímann sinn með fyrrverandi eiginmanni sínum og kvikmyndaframleiðandanum Stephen Belafonte. Þau skildu í fyrra og fékk hún staðfest tímabundið nálgunarbann á hann. Hún hefur þurft að fara ofan í saumana á mjög erfiðu tímabili í lífi sínu því hún hefur að undanförnu verið að skrifa sjálfsævisögu sína sem kemur von bráðar út. Bókin nefnist „Brutally honest“ en af titlinum má ráða að söngkonan dragi hvergi undan. „Það hefur verið ótrúlega trámatískt fyrir mig að endurupplifa ástarsamband sem einkenndist af andlegu ofbeldi og að horfast í augu við svo mörg vandamál í mínu lífi,“ segir Melanie. Hún hefur ákveðið að fara í meðferð við kynlífs-og áfengisfíkn og mun hún dvelja á meðferðarstofnun í að minnsta kosti mánuð. Það mun hún gera meðfram sálfræðimeðferð við áfallastreituröskuninni.Melanie Brown fékk staðfest tímabundið nálgunarbann á fyrrverandi eiginmann sinn, Stephen Belafonte.Vísir/getty„Ég hef verið heiðarleg í umfjöllun minni um það að drekka til að deyfa sársaukann en það er sú leið sem margir fara til að hylja það sem raunverulega er í gangi. Stundum er hreinlega of erfitt að ráða við allar þessar tilfinningar. Vandamálið hefur aldrei snúist um kynlíf eða alkóhól heldur það sem býr að baki því,“ segir Melanie. Hún segist vilja koma hreint fram og segja sannleikann um líðan sína því hún viti að svo margir hafi og séu að upplifa það sama og hún. „Ég er ennþá í erfiðleikum með þetta allt en ef ég get varpað ljósi á þetta vandamál sem sársaukinn er, áfallastreituröskun og allir þessir hlutir sem karlar og konur gera til að fela það, þá mun ég gera það,“ segir Melanie. Áfengi og tóbak Kynlíf Tengdar fréttir Kryddstúlkur sameinast á ný Stúlknasveitin Spice Girls ætlar að koma saman aftur á næsta ári. 15. nóvember 2017 15:30 Var í ástarsambandi með konu í fjögur ár Kryddpían Mel B leynir á sér. 2. desember 2014 15:30 Mest lesið Kyngdi stoltinu og fjölmargir buðu fram nýra Lífið Stjörnurnar á hrekkjavökunni: Louvre-þjófur og vampírur Lífið Tchéky Karyo látinn Lífið Krakkatían: Dóra landkönnuður, Neyðarlínan og „borgin eilífa“ Lífið Tók tíu klukkustundir að komast í búninginn Lífið Samkeppnin í New York minnti á X-Factor keppni Menning Ískyggilega líkur ofurfyrirsætu: „Ég er með píku“ Lífið Telur Sweeney hafa verið blekkta í kjólinn Tíska og hönnun Nýr skemmti- og spjallþáttur á Sýn Lífið Lét flúra brúðkaupsdaginn á sig en gerði mistök Lífið Fleiri fréttir Heidi óþekkjanleg að venju Krakkatían: Dóra landkönnuður, Neyðarlínan og „borgin eilífa“ Kyngdi stoltinu og fjölmargir buðu fram nýra Tchéky Karyo látinn Stjörnurnar á hrekkjavökunni: Louvre-þjófur og vampírur Fréttatía vikunnar: Ríkislögreglustjóri, fellibylur og rasisti Láta forræðishyggju hinna fullorðnu ekki fipa sig Heillandi raðhús Evu Maríu og Trausta til sölu Nýr skemmti- og spjallþáttur á Sýn Fundin eftir sjö vikur á vergangi: „Takk hver sem þú ert“ Fresta hrekkjavöku til að tryggja öryggi lítilla skrímsla Stjörnurnar skinu skært á sögulegum sjónvarpsverðlaunum Atli Steinn fann ástina á ný „Síðasta flugtak“ Play í Gamla bíói Már Gunnars genginn út Verk Þórdísar Erlu munu prýða auglýsingaskilti borgarinnar Steingleymdi að taka niður sólgleraugun Hvenær má byrja að spila jólalög? Stílhrein og stílíseruð útsýnisíbúð við Heiðmörk Ískyggilega líkur ofurfyrirsætu: „Ég er með píku“ „Get ekki gengið óstudd og framundan er mikil endurhæfing“ Ótrúlegur bílskúr Hönnu Rúnar: „Hvar ertu?“ Lét flúra brúðkaupsdaginn á sig en gerði mistök Sviti, mjólk og hóstakast eftir að hafa manað hvor annan Yfir 170 góðgerðafélög hlutu styrk í áheitasöfnun Reykjavíkurmaraþons Sigurjón og Sóley gjörbreyttu eldhúsinu með einstakri útkomu „Alvöru“ jólasveinn gisti á Hótel Rangá Fasteignasalar og ofurskvísur í Októberfest stemningu Eitt glæsilegasta hús Reykjavíkur til sölu „Þetta er það fallegasta sem einhver hefur sagt um mig“ Sjá meira
Melanie Brown kryddpía og gestadómari í America‘s Got Talent hefur að undanförnu glímt við kynlífs-og áfengisfíkn. Hún segir að fíknin sé aðeins ein afleiðing af mun stærra vandamáli sem hún hafi látið hjá líða að takast á við. Hún segir að síðasta hálfa árið hafi reynst henni erfitt. Í dag er hún í sálfræðimeðferð við áfallastreituröskun. Undanfarið ár hefur hún gert upp tímann sinn með fyrrverandi eiginmanni sínum og kvikmyndaframleiðandanum Stephen Belafonte. Þau skildu í fyrra og fékk hún staðfest tímabundið nálgunarbann á hann. Hún hefur þurft að fara ofan í saumana á mjög erfiðu tímabili í lífi sínu því hún hefur að undanförnu verið að skrifa sjálfsævisögu sína sem kemur von bráðar út. Bókin nefnist „Brutally honest“ en af titlinum má ráða að söngkonan dragi hvergi undan. „Það hefur verið ótrúlega trámatískt fyrir mig að endurupplifa ástarsamband sem einkenndist af andlegu ofbeldi og að horfast í augu við svo mörg vandamál í mínu lífi,“ segir Melanie. Hún hefur ákveðið að fara í meðferð við kynlífs-og áfengisfíkn og mun hún dvelja á meðferðarstofnun í að minnsta kosti mánuð. Það mun hún gera meðfram sálfræðimeðferð við áfallastreituröskuninni.Melanie Brown fékk staðfest tímabundið nálgunarbann á fyrrverandi eiginmann sinn, Stephen Belafonte.Vísir/getty„Ég hef verið heiðarleg í umfjöllun minni um það að drekka til að deyfa sársaukann en það er sú leið sem margir fara til að hylja það sem raunverulega er í gangi. Stundum er hreinlega of erfitt að ráða við allar þessar tilfinningar. Vandamálið hefur aldrei snúist um kynlíf eða alkóhól heldur það sem býr að baki því,“ segir Melanie. Hún segist vilja koma hreint fram og segja sannleikann um líðan sína því hún viti að svo margir hafi og séu að upplifa það sama og hún. „Ég er ennþá í erfiðleikum með þetta allt en ef ég get varpað ljósi á þetta vandamál sem sársaukinn er, áfallastreituröskun og allir þessir hlutir sem karlar og konur gera til að fela það, þá mun ég gera það,“ segir Melanie.
Áfengi og tóbak Kynlíf Tengdar fréttir Kryddstúlkur sameinast á ný Stúlknasveitin Spice Girls ætlar að koma saman aftur á næsta ári. 15. nóvember 2017 15:30 Var í ástarsambandi með konu í fjögur ár Kryddpían Mel B leynir á sér. 2. desember 2014 15:30 Mest lesið Kyngdi stoltinu og fjölmargir buðu fram nýra Lífið Stjörnurnar á hrekkjavökunni: Louvre-þjófur og vampírur Lífið Tchéky Karyo látinn Lífið Krakkatían: Dóra landkönnuður, Neyðarlínan og „borgin eilífa“ Lífið Tók tíu klukkustundir að komast í búninginn Lífið Samkeppnin í New York minnti á X-Factor keppni Menning Ískyggilega líkur ofurfyrirsætu: „Ég er með píku“ Lífið Telur Sweeney hafa verið blekkta í kjólinn Tíska og hönnun Nýr skemmti- og spjallþáttur á Sýn Lífið Lét flúra brúðkaupsdaginn á sig en gerði mistök Lífið Fleiri fréttir Heidi óþekkjanleg að venju Krakkatían: Dóra landkönnuður, Neyðarlínan og „borgin eilífa“ Kyngdi stoltinu og fjölmargir buðu fram nýra Tchéky Karyo látinn Stjörnurnar á hrekkjavökunni: Louvre-þjófur og vampírur Fréttatía vikunnar: Ríkislögreglustjóri, fellibylur og rasisti Láta forræðishyggju hinna fullorðnu ekki fipa sig Heillandi raðhús Evu Maríu og Trausta til sölu Nýr skemmti- og spjallþáttur á Sýn Fundin eftir sjö vikur á vergangi: „Takk hver sem þú ert“ Fresta hrekkjavöku til að tryggja öryggi lítilla skrímsla Stjörnurnar skinu skært á sögulegum sjónvarpsverðlaunum Atli Steinn fann ástina á ný „Síðasta flugtak“ Play í Gamla bíói Már Gunnars genginn út Verk Þórdísar Erlu munu prýða auglýsingaskilti borgarinnar Steingleymdi að taka niður sólgleraugun Hvenær má byrja að spila jólalög? Stílhrein og stílíseruð útsýnisíbúð við Heiðmörk Ískyggilega líkur ofurfyrirsætu: „Ég er með píku“ „Get ekki gengið óstudd og framundan er mikil endurhæfing“ Ótrúlegur bílskúr Hönnu Rúnar: „Hvar ertu?“ Lét flúra brúðkaupsdaginn á sig en gerði mistök Sviti, mjólk og hóstakast eftir að hafa manað hvor annan Yfir 170 góðgerðafélög hlutu styrk í áheitasöfnun Reykjavíkurmaraþons Sigurjón og Sóley gjörbreyttu eldhúsinu með einstakri útkomu „Alvöru“ jólasveinn gisti á Hótel Rangá Fasteignasalar og ofurskvísur í Októberfest stemningu Eitt glæsilegasta hús Reykjavíkur til sölu „Þetta er það fallegasta sem einhver hefur sagt um mig“ Sjá meira
Kryddstúlkur sameinast á ný Stúlknasveitin Spice Girls ætlar að koma saman aftur á næsta ári. 15. nóvember 2017 15:30