Gerir mest grín að enskri tungu Benedikt Bóas skrifar 28. ágúst 2018 06:00 Finnski uppistandarinn Ismo Leikola troðfyllti Tjarnarbíó tvisvar í fyrra og er nú mættur aftur. Vísir/Getty Ismo Leikola, Words Apart, er á ensku þar sem hann leikur sér að enska tungumálinu og skoðar merkingu þess með augum aðkomumannsins. Klippur hans á Youtube sýna færni hans í enskri tungu en eftir að hann kom fram í þætti Conans O’Brian fór frægðarsól hans að rísa. Hann er fyrsti Finninn sem hefur komið fram í þættinum og hefur myndbandið af uppstandinu fengið um 63 milljón áhorf á Facebook. Ismo kemur til landsins í dag frá Edinborg og fer á morgun til Bandaríkjanna þar sem hann býr. Þetta er í annað eða þriðja sinn sem hann kemur til landsins. Hann er nefnilega ekki alveg viss. „Þetta er síðasti dagurinn í Edinborg og ég hlakka mikið til að koma til Íslands þó þetta verði stutt stopp. Ég kom í fyrra og ég held að ég hafi komið einu sinni áður. Þá minnir mig að ég hafi skemmt á einhverjum litlum klúbbi,“ segir hann hugsi. „Ísland er svo magnað land og svo ótrúlega fallegt. Það er verst að ég get ekki stoppað lengur. Ég næ bara einum degi en ég vonast til að sjá sem mest á sem stystum tíma.“ Þeir sem hafa fylgst með Ismo vita að hann gerir grín að enskri tungu. Hann segir að það sé enn meginuppistaðan í sinni sýningu en hann sé einnig með nýtt efni í pokahorninu. „Mestmegnis er þetta nýtt efni. Þetta er lengri sýning núna en síðast. Þá var ég með Ara Eldjárn og við vorum með 45 mínútna uppistand hvor. Núna er þetta lengra. En þetta er byggt í grunninn á því að gera grín að enskri tungu. Þetta er svo skrýtið tungumál og ég er alltaf að komast að einhverju nýju.“ Ismo hefur verið í Edinborg undanfarinn mánuð og komið fram og fylgst með öðrum uppistöndurum á Fringe Festival. Hann hefur séð nokkra Íslendinga koma þar fram og segir þá vera mjög góða. Ari Eldjárn sé þó enn sinn maður. „Ég hef séð Ara mörgum sinnum koma fram og hann kom til Finnlands eitt sinn fyrir mörgum árum. Síðan var ég með honum í Melbourne fyrir skömmu, af einskærri tilviljun en hann er frábær. Hérna í Edinborg voru nokkrir Íslendingar sem ég fylgdist aðeins með og tók eftir.“ Sýning Ismo hefst klukkan 20 í Tjarnarbíói. Birtist í Fréttablaðinu Uppistand Mest lesið „Ég fór úr sjötíu prósent þjáningu niður í tíu prósent“ Lífið „Svo byrjaði ég að kyssa stráka og varð allt í einu algjör uppreisnarseggur“ Lífið Verðmiðinn hækkar á höll Antons Lífið Stærsti sinueldur Íslandssögunnar í myndum Lífið Milljón manns í Rio til að sjá ókeypis Lady Gaga tónleika Lífið Forstjórabaninn fær söngleik á fjalirnar Lífið Krakkatían: Nintendo, tunglið og prinsessur Lífið Ingvar E. valinn besti leikarinn í Belgíu Lífið „Ye mátti þola versnandi andlega heilsu vegna gjörða þinna“ Lífið Býður í hláturstund við gömlu þvottalaugarnar Lífið Fleiri fréttir Áhorfendur djúpt snortnir á forsýningu Stóru stundarinnar Stærsti sinueldur Íslandssögunnar í myndum „Ég fór úr sjötíu prósent þjáningu niður í tíu prósent“ „Svo byrjaði ég að kyssa stráka og varð allt í einu algjör uppreisnarseggur“ Krakkatían: Nintendo, tunglið og prinsessur Milljón manns í Rio til að sjá ókeypis Lady Gaga tónleika Býður í hláturstund við gömlu þvottalaugarnar Sýningin gott fyrir- og eftirpartý Ingvar E. valinn besti leikarinn í Belgíu Forstjórabaninn fær söngleik á fjalirnar „Ye mátti þola versnandi andlega heilsu vegna gjörða þinna“ Fréttatía vikunnar: Rafmagnsleysi, njósnir og SFS Ætlaði aldrei að enda í herskóla í Bandaríkjunum Með höfuðið rétt skrúfað á og gleyma aldrei hjálminum „Ég er búin að fæða þrjú börn en þetta er versta sem ég hef upplifað“ Þakka aðdáendum fyrir að hafa fjármagnað nýja húsið Íslenski Eurovision-hópurinn lagður af stað Mætti í eigið afmæli í lokaðri líkkistu Verðmiðinn hækkar á höll Antons Skúli og Gríma fengu sér hund Menningarlegt heimili með stórbrotnu útsýni Stærsta tímahylki Íslandssögunnar Langar að berjast við OnlyFans-stelpur Margbraut á sér ökklann á Snæfellsjökli Söngkonan Jill Sobule lést í húsbruna Dóttir De Niro kemur út sem trans Rapphljómsveit til rannsóknar hjá hryðjuverkadeildinni Segist hafa gert merka uppgötvun nú þegar hann „nálgast endalok lífs“ síns „Þetta er lúmskt skrímsli“ Michael Bolton með ólæknandi krabbamein Sjá meira
Ismo Leikola, Words Apart, er á ensku þar sem hann leikur sér að enska tungumálinu og skoðar merkingu þess með augum aðkomumannsins. Klippur hans á Youtube sýna færni hans í enskri tungu en eftir að hann kom fram í þætti Conans O’Brian fór frægðarsól hans að rísa. Hann er fyrsti Finninn sem hefur komið fram í þættinum og hefur myndbandið af uppstandinu fengið um 63 milljón áhorf á Facebook. Ismo kemur til landsins í dag frá Edinborg og fer á morgun til Bandaríkjanna þar sem hann býr. Þetta er í annað eða þriðja sinn sem hann kemur til landsins. Hann er nefnilega ekki alveg viss. „Þetta er síðasti dagurinn í Edinborg og ég hlakka mikið til að koma til Íslands þó þetta verði stutt stopp. Ég kom í fyrra og ég held að ég hafi komið einu sinni áður. Þá minnir mig að ég hafi skemmt á einhverjum litlum klúbbi,“ segir hann hugsi. „Ísland er svo magnað land og svo ótrúlega fallegt. Það er verst að ég get ekki stoppað lengur. Ég næ bara einum degi en ég vonast til að sjá sem mest á sem stystum tíma.“ Þeir sem hafa fylgst með Ismo vita að hann gerir grín að enskri tungu. Hann segir að það sé enn meginuppistaðan í sinni sýningu en hann sé einnig með nýtt efni í pokahorninu. „Mestmegnis er þetta nýtt efni. Þetta er lengri sýning núna en síðast. Þá var ég með Ara Eldjárn og við vorum með 45 mínútna uppistand hvor. Núna er þetta lengra. En þetta er byggt í grunninn á því að gera grín að enskri tungu. Þetta er svo skrýtið tungumál og ég er alltaf að komast að einhverju nýju.“ Ismo hefur verið í Edinborg undanfarinn mánuð og komið fram og fylgst með öðrum uppistöndurum á Fringe Festival. Hann hefur séð nokkra Íslendinga koma þar fram og segir þá vera mjög góða. Ari Eldjárn sé þó enn sinn maður. „Ég hef séð Ara mörgum sinnum koma fram og hann kom til Finnlands eitt sinn fyrir mörgum árum. Síðan var ég með honum í Melbourne fyrir skömmu, af einskærri tilviljun en hann er frábær. Hérna í Edinborg voru nokkrir Íslendingar sem ég fylgdist aðeins með og tók eftir.“ Sýning Ismo hefst klukkan 20 í Tjarnarbíói.
Birtist í Fréttablaðinu Uppistand Mest lesið „Ég fór úr sjötíu prósent þjáningu niður í tíu prósent“ Lífið „Svo byrjaði ég að kyssa stráka og varð allt í einu algjör uppreisnarseggur“ Lífið Verðmiðinn hækkar á höll Antons Lífið Stærsti sinueldur Íslandssögunnar í myndum Lífið Milljón manns í Rio til að sjá ókeypis Lady Gaga tónleika Lífið Forstjórabaninn fær söngleik á fjalirnar Lífið Krakkatían: Nintendo, tunglið og prinsessur Lífið Ingvar E. valinn besti leikarinn í Belgíu Lífið „Ye mátti þola versnandi andlega heilsu vegna gjörða þinna“ Lífið Býður í hláturstund við gömlu þvottalaugarnar Lífið Fleiri fréttir Áhorfendur djúpt snortnir á forsýningu Stóru stundarinnar Stærsti sinueldur Íslandssögunnar í myndum „Ég fór úr sjötíu prósent þjáningu niður í tíu prósent“ „Svo byrjaði ég að kyssa stráka og varð allt í einu algjör uppreisnarseggur“ Krakkatían: Nintendo, tunglið og prinsessur Milljón manns í Rio til að sjá ókeypis Lady Gaga tónleika Býður í hláturstund við gömlu þvottalaugarnar Sýningin gott fyrir- og eftirpartý Ingvar E. valinn besti leikarinn í Belgíu Forstjórabaninn fær söngleik á fjalirnar „Ye mátti þola versnandi andlega heilsu vegna gjörða þinna“ Fréttatía vikunnar: Rafmagnsleysi, njósnir og SFS Ætlaði aldrei að enda í herskóla í Bandaríkjunum Með höfuðið rétt skrúfað á og gleyma aldrei hjálminum „Ég er búin að fæða þrjú börn en þetta er versta sem ég hef upplifað“ Þakka aðdáendum fyrir að hafa fjármagnað nýja húsið Íslenski Eurovision-hópurinn lagður af stað Mætti í eigið afmæli í lokaðri líkkistu Verðmiðinn hækkar á höll Antons Skúli og Gríma fengu sér hund Menningarlegt heimili með stórbrotnu útsýni Stærsta tímahylki Íslandssögunnar Langar að berjast við OnlyFans-stelpur Margbraut á sér ökklann á Snæfellsjökli Söngkonan Jill Sobule lést í húsbruna Dóttir De Niro kemur út sem trans Rapphljómsveit til rannsóknar hjá hryðjuverkadeildinni Segist hafa gert merka uppgötvun nú þegar hann „nálgast endalok lífs“ síns „Þetta er lúmskt skrímsli“ Michael Bolton með ólæknandi krabbamein Sjá meira