Allt annar blær yfir Liverpool Kristinn Páll Teitsson skrifar 27. ágúst 2018 07:00 Leikmenn Liverpool fagna í gær fréttablaðið/getety Það er annar bragur yfir liði Liverpool þessa dagana sem er með fullt hús stiga eftir þrjár umferðir. Liðið hefur ekki átt sína bestu daga í síðustu tveimur leikjum gegn Crystal Palace og Brighton en gert nóg til að landa sigrinum. Markatalan er frábær, sjö mörk skoruð og Alisson Becker, brasilíski markvörðurinn sem félagið sótti frá Roma í sumar á enn eftir að ná í boltann í eigið net. Lið sem ætla að berjast um titla þurfa að kunna að vinna leiki þótt spilamennskan sé ekki upp á marka fiska. Eina mark leiksins skoraði Mohamed Salah, hans annað mark í sumar og 29. markið hans í jafn mörgum leikjum á Anfield eftir vistaskiptin yfir til Bítlaborgarinnar síðasta sumar. Allir leikmenn sóknarþríeykisins, Salah, Roberto Firmino og Sadio Mane komu við sögu í markinu en þeir áttu annars nokkuð rólegan dag. Í ljósi þess þurfti varnarlína Liverpool að standa vakt sína vel og standast pressuna við að verja eins marks forskot. Margoft hefur Liverpool bognað undan slíkri pressu undanfarin ár en þeim tókst að halda út.Hollenski kletturinn Það vakti mikla athygli þegar Liverpool greiddi metfé fyrir varnarmann í ársbyrjun til að sækja hollenska miðvörðinn Virgil Van Dijk. Klopp var lengi búinn að vera að eltast við Van Dijk en Southampton hótaði að kæra Liverpool fyrir að hafa ólöglega samband við leikmann og lauk þar með viðræðum. Hálfu ári síðar sóttist Liverpool eftir honum á ný og komst að samkomulagi um verðmiða sem ekki þekktist áður fyrir miðvörð, 75 milljónir punda. Sigurmark í nágrannaslagnum gegn Everton í fyrsta leik skyggði á ryðgaðar frammistöður næstu vikurnar en eftir að hann komst í sitt besta stand hefur hann fært varnarleik Liverpool upp á hærra plan. Hefur Liverpool eftir þennan leik haldið hreinu í alls sjö leikjum í röð en engu liði hefur tekist að skora á Anfield í ensku úrvalsdeildinni frá því í lok febrúar. Hefur Liverpool ekki haldið hreinu í sjö leikjum í röð á heimavelli síðan 2007 undir stjórn Rafa Benitez. „Það er ekki hægt að setja út á það að vera með níu stig eftir þrjá leiki né að hafa haldið hreinu í öllum þeirra. Við höfum bætt varnarleikinn verulega, bæði undir lok síðasta tímabils og í byrjun þessa tímabils," sagði Klopp eftir leikinn um helgina. Fyrir aftan hann hefur Alisson verið sannfærandi í fyrstu leikjum liðsins, eitthvað sem stuðningsmenn og leikmenn liðsins þurftu á að halda eftir glapræði Loris Karius í Kænugarði í vor. Hefur hann sýnt að hann er með frábæra spyrnutækni og hefur verið til staðar þegar Liverpool þurfti á honum að halda. Klopp mun eflaust ræða við hann um að vera duglegri að hreinsa í neyð eftir að hann slapp með skrekkinn tvívegis um helgina en sýndi að hann er afar leikinn með boltann. „Ég hef engan áhuga á að ræða verðmiðann á Alisson, við vorum vissir umað þetta væri rétti leikmaðurinn og hann sýndi á köflum hvað hann er góður fótboltamaður. Allt liðið er að öðlast meira sjálfstraust með hann í markinu á sama tíma og hann öðlast sjálfraust. Þetta er á réttri leið," sagði Klopp kampakátur um markvörð sinn. Birtist í Fréttablaðinu Enski boltinn Tengdar fréttir Salah með sigurmark Liverpool gegn Brighton Mohamed Salah skoraði eina mark leiksins í 1-0 sigri Liverpool á Brighton á Anfield í kvöld. 25. ágúst 2018 18:15 Sérstakur innkastssérfræðingur ráðinn til Liverpool Liverpool ætlar sér að veita Manchester City samkeppni um Englandsmeistaratitilinn í vetur. Liðið hefur enn ekki fengið á sig mark og allt er í blóma í rauða hluta borgarinnar. 26. ágúst 2018 12:30 Sjáðu öll mörkin, rauðu spjöldin og dramatíkina í enska í gær Það voru fjórtán mörk skoruð í sex leikjum í ensku úrvalsdeildinni í gær. Mark skorað með hendinni, sjálfsmark og sigurmark Mohamed Salah. 26. ágúst 2018 10:30 Mest lesið Brjálaðist og gaf vellinum fokkmerki Golf Fulltrúar UEFA gengu út eftir að Infantino mætti seint Fótbolti Erfitt að sofa eftir tvo sólarhringa á hlaupum Sport Salah gagnrýndi stuðningsmenn Liverpool Enski boltinn Óðs manns æði Arnars: „Ég ætla samt að gera þetta“ Fótbolti Sjáðu mörkin: Berglind í hefndarhug með fleiri en allt Valsliðið í sumar Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Úrslitaleikur FA Cup, risamót í golfi og sjóðheit lið í Bestu Sport Stjörnurnar fögnuðu og hátíð á götum New York eftir sigur á meisturunum Körfubolti Stálheppinn þegar hann sló í hrífu og hélt toppsætinu Golf Eitt töfrabragð dugði gegn United í dýrmætum sigri Enski boltinn Fleiri fréttir Salah gagnrýndi stuðningsmenn Liverpool Eitt töfrabragð dugði gegn United í dýrmætum sigri Villa ekki í vandræðum með Spurs og stefnir aftur í Meistaradeildina Vonast til að Man United sé tilbúið að selja sig á tæplega sjö milljarða króna Dóttir Liams Gallagher á von á barni með guðsyni Guðna Bergs Þrír frá Liverpool og tveir frá Forest tilnefndir sem leikmaður ársins Maður Serenu kaupir hlut í Chelsea Awoniyi vaknaður eftir lífshættulegar en vel heppnaðar aðgerðir Segist ekki ætla að hætta en viðurkennir að hann gæti verið rekinn Kulusevski missir af úrslitaleiknum gegn Man United Sunderland sló áhorfendamet á leiðinni í úrslitaleikinn Awoniyi sofandi á gjörgæslu og gengst undir aðra aðgerð í dag Félagið neitar að borga svo Amorim opnar veskið Kvennalið Everton mun spila á Goodison sem verður ekki rifinn Man City sagt hafa lagt fram „mega“ tilboð í Wirtz Amorim gefur í skyn að hann fari frá Man Utd breytist kúltúrinn ekki Leiður að heyra púað á vin sinn: „Getur ekki sagt fólki hvernig því á að líða“ Eigandi Nott. Forest reifst við Nuno þjálfara inn á vellinum Pirruð Man City stjarna: „Þeir reyndu ekki einu sinni að vinna“ Arsenal kom til baka á móti meisturunum á Anfield Newcastle upp í þriðja sætið eftir sigur á Chelsea Enn eitt tapið á Old Trafford Palace fór létt með Tottenham sem hvíldi marga „Snýst um félagið, liðið og hvað við áorkum saman“ Hæstánægður með að Dýrlingarnir séu ekki lélegasta lið sögunnar Watkins hélt Meistaradeildardraum Villa á lífi „Vörðust og vörðust meira ásamt því að tefja tímann“ Man. City tapaði mjög óvænt stigum á móti botnliðinu Haaland hreinskilinn: Ég hef ekki verið nægilega góður Vill að Arsenal neiti að standa heiðursvörð fyrir Liverpool Sjá meira
Það er annar bragur yfir liði Liverpool þessa dagana sem er með fullt hús stiga eftir þrjár umferðir. Liðið hefur ekki átt sína bestu daga í síðustu tveimur leikjum gegn Crystal Palace og Brighton en gert nóg til að landa sigrinum. Markatalan er frábær, sjö mörk skoruð og Alisson Becker, brasilíski markvörðurinn sem félagið sótti frá Roma í sumar á enn eftir að ná í boltann í eigið net. Lið sem ætla að berjast um titla þurfa að kunna að vinna leiki þótt spilamennskan sé ekki upp á marka fiska. Eina mark leiksins skoraði Mohamed Salah, hans annað mark í sumar og 29. markið hans í jafn mörgum leikjum á Anfield eftir vistaskiptin yfir til Bítlaborgarinnar síðasta sumar. Allir leikmenn sóknarþríeykisins, Salah, Roberto Firmino og Sadio Mane komu við sögu í markinu en þeir áttu annars nokkuð rólegan dag. Í ljósi þess þurfti varnarlína Liverpool að standa vakt sína vel og standast pressuna við að verja eins marks forskot. Margoft hefur Liverpool bognað undan slíkri pressu undanfarin ár en þeim tókst að halda út.Hollenski kletturinn Það vakti mikla athygli þegar Liverpool greiddi metfé fyrir varnarmann í ársbyrjun til að sækja hollenska miðvörðinn Virgil Van Dijk. Klopp var lengi búinn að vera að eltast við Van Dijk en Southampton hótaði að kæra Liverpool fyrir að hafa ólöglega samband við leikmann og lauk þar með viðræðum. Hálfu ári síðar sóttist Liverpool eftir honum á ný og komst að samkomulagi um verðmiða sem ekki þekktist áður fyrir miðvörð, 75 milljónir punda. Sigurmark í nágrannaslagnum gegn Everton í fyrsta leik skyggði á ryðgaðar frammistöður næstu vikurnar en eftir að hann komst í sitt besta stand hefur hann fært varnarleik Liverpool upp á hærra plan. Hefur Liverpool eftir þennan leik haldið hreinu í alls sjö leikjum í röð en engu liði hefur tekist að skora á Anfield í ensku úrvalsdeildinni frá því í lok febrúar. Hefur Liverpool ekki haldið hreinu í sjö leikjum í röð á heimavelli síðan 2007 undir stjórn Rafa Benitez. „Það er ekki hægt að setja út á það að vera með níu stig eftir þrjá leiki né að hafa haldið hreinu í öllum þeirra. Við höfum bætt varnarleikinn verulega, bæði undir lok síðasta tímabils og í byrjun þessa tímabils," sagði Klopp eftir leikinn um helgina. Fyrir aftan hann hefur Alisson verið sannfærandi í fyrstu leikjum liðsins, eitthvað sem stuðningsmenn og leikmenn liðsins þurftu á að halda eftir glapræði Loris Karius í Kænugarði í vor. Hefur hann sýnt að hann er með frábæra spyrnutækni og hefur verið til staðar þegar Liverpool þurfti á honum að halda. Klopp mun eflaust ræða við hann um að vera duglegri að hreinsa í neyð eftir að hann slapp með skrekkinn tvívegis um helgina en sýndi að hann er afar leikinn með boltann. „Ég hef engan áhuga á að ræða verðmiðann á Alisson, við vorum vissir umað þetta væri rétti leikmaðurinn og hann sýndi á köflum hvað hann er góður fótboltamaður. Allt liðið er að öðlast meira sjálfstraust með hann í markinu á sama tíma og hann öðlast sjálfraust. Þetta er á réttri leið," sagði Klopp kampakátur um markvörð sinn.
Birtist í Fréttablaðinu Enski boltinn Tengdar fréttir Salah með sigurmark Liverpool gegn Brighton Mohamed Salah skoraði eina mark leiksins í 1-0 sigri Liverpool á Brighton á Anfield í kvöld. 25. ágúst 2018 18:15 Sérstakur innkastssérfræðingur ráðinn til Liverpool Liverpool ætlar sér að veita Manchester City samkeppni um Englandsmeistaratitilinn í vetur. Liðið hefur enn ekki fengið á sig mark og allt er í blóma í rauða hluta borgarinnar. 26. ágúst 2018 12:30 Sjáðu öll mörkin, rauðu spjöldin og dramatíkina í enska í gær Það voru fjórtán mörk skoruð í sex leikjum í ensku úrvalsdeildinni í gær. Mark skorað með hendinni, sjálfsmark og sigurmark Mohamed Salah. 26. ágúst 2018 10:30 Mest lesið Brjálaðist og gaf vellinum fokkmerki Golf Fulltrúar UEFA gengu út eftir að Infantino mætti seint Fótbolti Erfitt að sofa eftir tvo sólarhringa á hlaupum Sport Salah gagnrýndi stuðningsmenn Liverpool Enski boltinn Óðs manns æði Arnars: „Ég ætla samt að gera þetta“ Fótbolti Sjáðu mörkin: Berglind í hefndarhug með fleiri en allt Valsliðið í sumar Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Úrslitaleikur FA Cup, risamót í golfi og sjóðheit lið í Bestu Sport Stjörnurnar fögnuðu og hátíð á götum New York eftir sigur á meisturunum Körfubolti Stálheppinn þegar hann sló í hrífu og hélt toppsætinu Golf Eitt töfrabragð dugði gegn United í dýrmætum sigri Enski boltinn Fleiri fréttir Salah gagnrýndi stuðningsmenn Liverpool Eitt töfrabragð dugði gegn United í dýrmætum sigri Villa ekki í vandræðum með Spurs og stefnir aftur í Meistaradeildina Vonast til að Man United sé tilbúið að selja sig á tæplega sjö milljarða króna Dóttir Liams Gallagher á von á barni með guðsyni Guðna Bergs Þrír frá Liverpool og tveir frá Forest tilnefndir sem leikmaður ársins Maður Serenu kaupir hlut í Chelsea Awoniyi vaknaður eftir lífshættulegar en vel heppnaðar aðgerðir Segist ekki ætla að hætta en viðurkennir að hann gæti verið rekinn Kulusevski missir af úrslitaleiknum gegn Man United Sunderland sló áhorfendamet á leiðinni í úrslitaleikinn Awoniyi sofandi á gjörgæslu og gengst undir aðra aðgerð í dag Félagið neitar að borga svo Amorim opnar veskið Kvennalið Everton mun spila á Goodison sem verður ekki rifinn Man City sagt hafa lagt fram „mega“ tilboð í Wirtz Amorim gefur í skyn að hann fari frá Man Utd breytist kúltúrinn ekki Leiður að heyra púað á vin sinn: „Getur ekki sagt fólki hvernig því á að líða“ Eigandi Nott. Forest reifst við Nuno þjálfara inn á vellinum Pirruð Man City stjarna: „Þeir reyndu ekki einu sinni að vinna“ Arsenal kom til baka á móti meisturunum á Anfield Newcastle upp í þriðja sætið eftir sigur á Chelsea Enn eitt tapið á Old Trafford Palace fór létt með Tottenham sem hvíldi marga „Snýst um félagið, liðið og hvað við áorkum saman“ Hæstánægður með að Dýrlingarnir séu ekki lélegasta lið sögunnar Watkins hélt Meistaradeildardraum Villa á lífi „Vörðust og vörðust meira ásamt því að tefja tímann“ Man. City tapaði mjög óvænt stigum á móti botnliðinu Haaland hreinskilinn: Ég hef ekki verið nægilega góður Vill að Arsenal neiti að standa heiðursvörð fyrir Liverpool Sjá meira
Salah með sigurmark Liverpool gegn Brighton Mohamed Salah skoraði eina mark leiksins í 1-0 sigri Liverpool á Brighton á Anfield í kvöld. 25. ágúst 2018 18:15
Sérstakur innkastssérfræðingur ráðinn til Liverpool Liverpool ætlar sér að veita Manchester City samkeppni um Englandsmeistaratitilinn í vetur. Liðið hefur enn ekki fengið á sig mark og allt er í blóma í rauða hluta borgarinnar. 26. ágúst 2018 12:30
Sjáðu öll mörkin, rauðu spjöldin og dramatíkina í enska í gær Það voru fjórtán mörk skoruð í sex leikjum í ensku úrvalsdeildinni í gær. Mark skorað með hendinni, sjálfsmark og sigurmark Mohamed Salah. 26. ágúst 2018 10:30