Arsène Wenger fékk höfðinglegar móttökur og orðu í Líberíu Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 24. ágúst 2018 17:15 Arsène Wenger fær hér orðuna frá George Weah. Vísir/EPA Fyrir þá sem eru að pæla í því hvar Arsène Wenger, fyrrum knattspyrnustjóri Arsenal, er staddur á hnettinum í dag þá er franski stjórinn kominn til Líberíu í vestur Afríku. Líberíumenn veittu Wenger hæstu orðu þjóðarinnar í dag en Frakkinn verður þá tekinn inn í fámennan hóp fólks sem hefur fengið „Order of Distinction“ í landinu.(BBC Africa) Arsène Wenger gets hero's welcome in Liberia https://t.co/RCI9eNpn3r — DNP News (@DNP_News) August 23, 2018Gamla fótboltagoðsögnin George Weah er nú forseti Líberíu og hefur verið það síðan í janúar. Það var einmitt Arsène Wenger sem sótti George Weah til Evrópu á sínum tíma eða þegar Wenger var knattspyrnustjóri hjá Mónakó. Weah kom til Mónakó árið 1988 en hann var þarna 22 ára og skoraði 14 mörk í 23 leikjum fyrsta tímabilið sitt með Mónakó liðinu 1988-89. Árið 1995 varð George Weah fyrsti og eini Afríkumaðurinn til að vera kosinn besti knattspyrnumaður Evrópu. Þá hafði Weah farið frá Mónakó til Paris Saint-Germain og þaðan til AC Milan á Ítalíu. Wenger fær titilinn „Knight Grand Commander of the Humane Order of African Redemption“.Arsene Wenger in Liberia with a baby named after him. Amazing photo. pic.twitter.com/sZdnYGvMGK — Chris Wheatley (@ChrisWheatley_) August 23, 2018Arsène Wenger fékk höfðinglegar móttökur á flugvellinum sem er í 52 kílómetra fjarlægð frá höfuðborginni Monrovia. Wenger sagði á flugvellinum að hann væri kominn til að heimsækja George Weah og að hann vissi ekki af orðuveitingunni. George Weah hefur líka verið gagnrýndur í Líberíu fyrir að láta Wenger fá orðu fyrir það sem hann gerði fyrir forsetann persónulega en ekki fyrir eitthvað sem hann gerði fyrir líberísku þjóðina. Þjálfarnir sem gerðu hann að þeim leikmanni sem hann var orðinn 22 ára gamall ættu alveg eins skilið slíka orðu eins og Wenger. Eugene Nagbe sem starfar sem upplýsingaráðherra í ríkisstjórn landsins, segir að Wenger hafi þarna opnað dyrnar fyrir afríska knattspyrnumenn til Evrópu og hafi þar með gert mikið fyrir Líberíu og alla Afríku. Sextán afrískir leikmenn léku fyrir Wenger hjá Arsenal og þar á meðal voru Fílabeinsstrendingurinn Kolo Toure, Kamerúnmaðurinn Lauren og Nígeríubúinn Nwankwo Kanu. Enski boltinn Líbería Mest lesið „Ísland í hópi með Norður-Kóreu og Íran“ Sport Alfreð klæddist kvennatreyjunni á leiknum við Ísland Handbolti Dönsk landsliðskona eignaðist barn tólf vikum fyrir tímann Handbolti Loksins þorði einhver í Kolbein sem stígur aftur inn í hringinn Sport Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta Íslenski boltinn „Búnt á skenkinn, Halli Egils á vegginn“ Sport Forðuðu sér frá bráðsmitandi óléttu í Fram Handbolti Kærastan tók eftir því að eitthvað var að Handbolti Segir allt tal um leiðinlegan fótbolta hjá Arsenal heimskulegt Enski boltinn Ósammála um Gyökeres: „Hefðirðu verið ánægður með fjögur mörk?“ Enski boltinn Fleiri fréttir Segir Wirtz enn vera að venjast leikjaálaginu Spence og van de Ven báðust afsökunar Telja United mun líklegra til að enda í sjöunda en öðru sæti Rekinn eftir aðeins fimm mánuði í starfi Leitin heldur áfram og Lúðvík leysir af Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta Ósammála um Gyökeres: „Hefðirðu verið ánægður með fjögur mörk?“ Eigandi Forest býður fram aðstoð eftir stunguárásina Gæti tekið við Úlfunum ellefu mánuðum eftir að hafa verið rekinn frá þeim Sjáðu mörkin úr kærkomnum sigri West Ham og tvennu Haalands Van Dijk frábiður sér letilega gagnrýni Rooneys Segir allt tal um leiðinlegan fótbolta hjá Arsenal heimskulegt Guardiola segir að dómararnir hafi verið á móti City í áratug Viðtökurnar á Anfield munu ekki breyta neinu „Örugglega nokkrir Fantasy-þjálfarar ósáttir“ Lygilega jafnt á toppnum eftir sigur AC Milan „Haaland er þetta góður“ Spánarmeistararnir halda í við toppliðið „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Hermann tekinn við Val Viðar Ari lagði upp tvö í Íslendingaslag Daníel Leó hetjan í dramatískum sigri Ísak Bergmann og félagar nálgast Evrópusæti Annað tap spútnikliðsins kom í Manchester Loksins West Ham-sigur í London Kristian Nökkvi skoraði í Íslendingaslagnum Arna og Sædís nánast öruggar með silfrið Bölvun fylgir úrslitaleik Meistaradeildarinnar Hólmbert skoraði í Suður-Kóreu og stjórnaði sigursöngvum eftir leik Leggur til breytingar og vill að fótboltinn læri af handboltanum Sjá meira
Fyrir þá sem eru að pæla í því hvar Arsène Wenger, fyrrum knattspyrnustjóri Arsenal, er staddur á hnettinum í dag þá er franski stjórinn kominn til Líberíu í vestur Afríku. Líberíumenn veittu Wenger hæstu orðu þjóðarinnar í dag en Frakkinn verður þá tekinn inn í fámennan hóp fólks sem hefur fengið „Order of Distinction“ í landinu.(BBC Africa) Arsène Wenger gets hero's welcome in Liberia https://t.co/RCI9eNpn3r — DNP News (@DNP_News) August 23, 2018Gamla fótboltagoðsögnin George Weah er nú forseti Líberíu og hefur verið það síðan í janúar. Það var einmitt Arsène Wenger sem sótti George Weah til Evrópu á sínum tíma eða þegar Wenger var knattspyrnustjóri hjá Mónakó. Weah kom til Mónakó árið 1988 en hann var þarna 22 ára og skoraði 14 mörk í 23 leikjum fyrsta tímabilið sitt með Mónakó liðinu 1988-89. Árið 1995 varð George Weah fyrsti og eini Afríkumaðurinn til að vera kosinn besti knattspyrnumaður Evrópu. Þá hafði Weah farið frá Mónakó til Paris Saint-Germain og þaðan til AC Milan á Ítalíu. Wenger fær titilinn „Knight Grand Commander of the Humane Order of African Redemption“.Arsene Wenger in Liberia with a baby named after him. Amazing photo. pic.twitter.com/sZdnYGvMGK — Chris Wheatley (@ChrisWheatley_) August 23, 2018Arsène Wenger fékk höfðinglegar móttökur á flugvellinum sem er í 52 kílómetra fjarlægð frá höfuðborginni Monrovia. Wenger sagði á flugvellinum að hann væri kominn til að heimsækja George Weah og að hann vissi ekki af orðuveitingunni. George Weah hefur líka verið gagnrýndur í Líberíu fyrir að láta Wenger fá orðu fyrir það sem hann gerði fyrir forsetann persónulega en ekki fyrir eitthvað sem hann gerði fyrir líberísku þjóðina. Þjálfarnir sem gerðu hann að þeim leikmanni sem hann var orðinn 22 ára gamall ættu alveg eins skilið slíka orðu eins og Wenger. Eugene Nagbe sem starfar sem upplýsingaráðherra í ríkisstjórn landsins, segir að Wenger hafi þarna opnað dyrnar fyrir afríska knattspyrnumenn til Evrópu og hafi þar með gert mikið fyrir Líberíu og alla Afríku. Sextán afrískir leikmenn léku fyrir Wenger hjá Arsenal og þar á meðal voru Fílabeinsstrendingurinn Kolo Toure, Kamerúnmaðurinn Lauren og Nígeríubúinn Nwankwo Kanu.
Enski boltinn Líbería Mest lesið „Ísland í hópi með Norður-Kóreu og Íran“ Sport Alfreð klæddist kvennatreyjunni á leiknum við Ísland Handbolti Dönsk landsliðskona eignaðist barn tólf vikum fyrir tímann Handbolti Loksins þorði einhver í Kolbein sem stígur aftur inn í hringinn Sport Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta Íslenski boltinn „Búnt á skenkinn, Halli Egils á vegginn“ Sport Forðuðu sér frá bráðsmitandi óléttu í Fram Handbolti Kærastan tók eftir því að eitthvað var að Handbolti Segir allt tal um leiðinlegan fótbolta hjá Arsenal heimskulegt Enski boltinn Ósammála um Gyökeres: „Hefðirðu verið ánægður með fjögur mörk?“ Enski boltinn Fleiri fréttir Segir Wirtz enn vera að venjast leikjaálaginu Spence og van de Ven báðust afsökunar Telja United mun líklegra til að enda í sjöunda en öðru sæti Rekinn eftir aðeins fimm mánuði í starfi Leitin heldur áfram og Lúðvík leysir af Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta Ósammála um Gyökeres: „Hefðirðu verið ánægður með fjögur mörk?“ Eigandi Forest býður fram aðstoð eftir stunguárásina Gæti tekið við Úlfunum ellefu mánuðum eftir að hafa verið rekinn frá þeim Sjáðu mörkin úr kærkomnum sigri West Ham og tvennu Haalands Van Dijk frábiður sér letilega gagnrýni Rooneys Segir allt tal um leiðinlegan fótbolta hjá Arsenal heimskulegt Guardiola segir að dómararnir hafi verið á móti City í áratug Viðtökurnar á Anfield munu ekki breyta neinu „Örugglega nokkrir Fantasy-þjálfarar ósáttir“ Lygilega jafnt á toppnum eftir sigur AC Milan „Haaland er þetta góður“ Spánarmeistararnir halda í við toppliðið „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Hermann tekinn við Val Viðar Ari lagði upp tvö í Íslendingaslag Daníel Leó hetjan í dramatískum sigri Ísak Bergmann og félagar nálgast Evrópusæti Annað tap spútnikliðsins kom í Manchester Loksins West Ham-sigur í London Kristian Nökkvi skoraði í Íslendingaslagnum Arna og Sædís nánast öruggar með silfrið Bölvun fylgir úrslitaleik Meistaradeildarinnar Hólmbert skoraði í Suður-Kóreu og stjórnaði sigursöngvum eftir leik Leggur til breytingar og vill að fótboltinn læri af handboltanum Sjá meira