Löglausar mjólkurhækkanir? Þórólfur Matthíasson skrifar 4. september 2018 07:00 Í 8. gr. búvörulaga (l.nr. 99/1993) er sagt fyrir um hvernig staðið skuli að því að ákvarða verð á mjólk og mjólkurvörum. Þar segir: „Ákvörðun um lágmarksverð mjólkur skal byggjast á gerð verðlagsgrundvallar fyrir bú af hagkvæmri stærð, með framleiðsluaðstöðu þar sem tekið er mið af opinberum heilbrigðis- og aðbúnaðarkröfum og hagkvæmum framleiðsluháttum.“ Nefndarmenn sem sátu í verðlagsnefnd búvara undir forsæti Kristrúnar Frostadóttur (seinnihluta árs 2017 til miðs árs 2018) veittu því eftirtekt að fyrri verðlagsnefndir höfðu virt þessi ákvæði laganna að vettugi. Þrátt fyrir skýr ákvæði um að verðlagsgrundvöllur endurspegli „hagkvæma framleiðsluhætti“ á hverjum tíma hafði verðlagsgrundvöllur kúabús verið óbreyttur frá því um árið 2000 og jafnvel fyrr. Á sama tíma hefur nyt kúa stóraukist, vinnufyrirkomulag í fjósum gjörbreyst, mjaltaþjarkar komið til sögunnar o.s.frv. Undirritaður sem sat í nefndinni á formannstíma Kristrúnar lýsti þeirri skoðun sinni á nefndarfundum að framkvæmd fyrri nefnda stríddi bæði gegn anda og bókstaf búvörulaganna. Formaður verðlagsnefndarinnar setti í gang vinnu við að reikna nýjan verðlagsgrundvöll. Þrátt fyrir eftirrekstur formanns gekk sú vinna afar hægt. Þó bárust þau boð til nefndarmanna undir lok mars 2018 að farið væri að hilla undir að nýr verðlagsgrundvöllur liti dagsins ljós. Undirritaður benti enn og aftur á að nefndin gæti ekki tekið ákvarðanir um verðbreytingar með löglegum hætti fyrr en nýr verðlagsgrundvöllur væri tilbúinn. Jafnframt benti undirritaður á að nefndin hefði allsendis ónægar upplýsingar til að ákvarða heildsöluverð mjólkur, skyrs og smjörs. Fulltrúar afurðastöðva tók mjög illa tillögum um að upplýsinga yrði aflað erlendis frá um framleiðslukostnað einstakra afurða. Í lok júní 2018 var ný verðlagsnefnd með nýjum formanni og nýjum fulltrúum landbúnaðar- og neytendamálaráðherra skipuð. Seint í ágúst 2018 samþykkti hin nýja verðlagsnefnd búvara að hækka verð á hrámjólk til bænda um 3,52% og heildsöluverð frá Mjólkursamsölunni um 5,3%. Þar af skyldi smjör hækka um 15%. Verðlagsnefndin birtir ekki neinn rökstuðning samhliða ákvörðun sinni. En ráða má að nefndin hafi metið „hækkunarþörf“ með hliðsjón af hinum löngu úrelta verðlagsgrundvelli kúabús en endurnýjuðu verðlagslíkani mjólkurvinnslunnar! Hvernig sú ákvörðun er tilkomin að hækka smjör um 15% er algjörlega órökstutt, en líklega hefur Mjólkursamsalan haft frumkvæði að þeirri gjörð. Kannski kom hið nýja kostnaðarlíkan mjólkurvinnslunnar þaðan í pósti til ráðuneytisins, hver veit. Miðað við þær upplýsingar sem ég hafði í lok mars 2018 tel ég líklegt að uppfærður verðlagsgrundvöllur kúabús liggi þegar fyrir í ráðuneytinu. Ágiskanir mínar um það hvers vegna hann er ekki notaður við síðustu ákvörðun eru jafn góðar og ágiskanir þínar, lesandi góður. En hver svo sem ástæðan er tel ég að síðasta ákvörðun verðlagsnefndar búvara sé á skjön við búvörulögin, anda þeirra og bókstaf. Ég vil hér með hvetja Umboðsmann Alþingis til að taka málið til skoðunar því lögleysa í skjóli ráðuneytisvalds er verri en önnur lögleysa. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Þórólfur Matthíasson Mest lesið Krónan úthlutar ekki byggingalóðum Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Öll börn eiga að geta tekið þátt Þorvaldur Davíð Kristjánsson Skoðun Fermingarbörn, sjálfsfróun og frjálslyndisfíkn Einar Baldvin Árnason Skoðun Þegar sannleikurinn krefst vísinda – ekki tilfinninga Liv Åse Skarstad Skoðun Bætt staða stúdenta - en verkefninu ekki lokið Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir Skoðun Jesú er hot! Þorsteinn Jakob Klemenzson Skoðun Evra vs. króna. Áhugaverð viðbrögð við ótrúlegum vaxtamun Dagur B. Eggertsson Skoðun Vændi og opin umræða Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Fimm skipstjórar en engin við stýrið Þórdís Lóa Þórhallsdóttir Skoðun Kíkt í húsnæðispakkann Björn Brynjúlfur Björnsson Skoðun Skoðun Skoðun Þegar veikindi mæta vantrú Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Öll börn eiga að geta tekið þátt Þorvaldur Davíð Kristjánsson skrifar Skoðun Krónan úthlutar ekki byggingalóðum Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar sannleikurinn krefst vísinda – ekki tilfinninga Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun Fimm skipstjórar en engin við stýrið Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Fermingarbörn, sjálfsfróun og frjálslyndisfíkn Einar Baldvin Árnason skrifar Skoðun Ekki framfærsla í skilningi laga Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Bætt staða stúdenta - en verkefninu ekki lokið Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Evra vs. króna. Áhugaverð viðbrögð við ótrúlegum vaxtamun Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Hverjar eru hinar raunverulegu afætur? Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Vændi og opin umræða Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Jesú er hot! Þorsteinn Jakob Klemenzson skrifar Skoðun Kíkt í húsnæðispakkann Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Óbærilegur ómöguleiki íslenskrar krónu Guðbrandur Einarsson skrifar Skoðun Íslenskir Trumpistar Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun „Sofðu rótt í alla nótt“ – Um stöðu íslenskunnar, lestrarmenningu og ákall til okkar sjálfra Gunnar Már Gunnarsson skrifar Skoðun Í hvað á orkan að fara? Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Vegatálmar á skólagöngunni Birna Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Þegar Evrópa fer á hnén og kallar það vináttu Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Hvað var RÚV að hvítþvo – og til hvers? Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Stjórnvöld mega ekki klúðra nýju vaxtaviðmiði Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Að vera húsbyggjandi Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Hærri vörugjöld, lægri samkeppnishæfni Arnar Þór Hafsteinsson skrifar Skoðun Að einfalda veruleikann og breyta öllu í pólitískt fóður Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Tími til kominn Berglind Friðriksdóttir,Gunnsteinn R. Ómarsson,Hrönn Guðmundsdóttir,Sigfús Benóný Harðarson,Vilhjálmur Baldur Guðmundsson skrifar Skoðun Hvers virði er ég ? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun RÚV brýtur á börnum Guðbjörg Hildur Kolbeins skrifar Skoðun Framtíðarsýn Íslands: Raunsæ tækni, græn orka og friður fyrir hugann Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun „Ég ætlaði aldrei að hætta í útgerð“ Sigurgeir B. Kristgeirsson skrifar Skoðun Frjósemisvandi – samfélagsleg ábyrgð og stuðningur María Rut Baldursdóttir,Sigríður Auðunsdóttir skrifar Sjá meira
Í 8. gr. búvörulaga (l.nr. 99/1993) er sagt fyrir um hvernig staðið skuli að því að ákvarða verð á mjólk og mjólkurvörum. Þar segir: „Ákvörðun um lágmarksverð mjólkur skal byggjast á gerð verðlagsgrundvallar fyrir bú af hagkvæmri stærð, með framleiðsluaðstöðu þar sem tekið er mið af opinberum heilbrigðis- og aðbúnaðarkröfum og hagkvæmum framleiðsluháttum.“ Nefndarmenn sem sátu í verðlagsnefnd búvara undir forsæti Kristrúnar Frostadóttur (seinnihluta árs 2017 til miðs árs 2018) veittu því eftirtekt að fyrri verðlagsnefndir höfðu virt þessi ákvæði laganna að vettugi. Þrátt fyrir skýr ákvæði um að verðlagsgrundvöllur endurspegli „hagkvæma framleiðsluhætti“ á hverjum tíma hafði verðlagsgrundvöllur kúabús verið óbreyttur frá því um árið 2000 og jafnvel fyrr. Á sama tíma hefur nyt kúa stóraukist, vinnufyrirkomulag í fjósum gjörbreyst, mjaltaþjarkar komið til sögunnar o.s.frv. Undirritaður sem sat í nefndinni á formannstíma Kristrúnar lýsti þeirri skoðun sinni á nefndarfundum að framkvæmd fyrri nefnda stríddi bæði gegn anda og bókstaf búvörulaganna. Formaður verðlagsnefndarinnar setti í gang vinnu við að reikna nýjan verðlagsgrundvöll. Þrátt fyrir eftirrekstur formanns gekk sú vinna afar hægt. Þó bárust þau boð til nefndarmanna undir lok mars 2018 að farið væri að hilla undir að nýr verðlagsgrundvöllur liti dagsins ljós. Undirritaður benti enn og aftur á að nefndin gæti ekki tekið ákvarðanir um verðbreytingar með löglegum hætti fyrr en nýr verðlagsgrundvöllur væri tilbúinn. Jafnframt benti undirritaður á að nefndin hefði allsendis ónægar upplýsingar til að ákvarða heildsöluverð mjólkur, skyrs og smjörs. Fulltrúar afurðastöðva tók mjög illa tillögum um að upplýsinga yrði aflað erlendis frá um framleiðslukostnað einstakra afurða. Í lok júní 2018 var ný verðlagsnefnd með nýjum formanni og nýjum fulltrúum landbúnaðar- og neytendamálaráðherra skipuð. Seint í ágúst 2018 samþykkti hin nýja verðlagsnefnd búvara að hækka verð á hrámjólk til bænda um 3,52% og heildsöluverð frá Mjólkursamsölunni um 5,3%. Þar af skyldi smjör hækka um 15%. Verðlagsnefndin birtir ekki neinn rökstuðning samhliða ákvörðun sinni. En ráða má að nefndin hafi metið „hækkunarþörf“ með hliðsjón af hinum löngu úrelta verðlagsgrundvelli kúabús en endurnýjuðu verðlagslíkani mjólkurvinnslunnar! Hvernig sú ákvörðun er tilkomin að hækka smjör um 15% er algjörlega órökstutt, en líklega hefur Mjólkursamsalan haft frumkvæði að þeirri gjörð. Kannski kom hið nýja kostnaðarlíkan mjólkurvinnslunnar þaðan í pósti til ráðuneytisins, hver veit. Miðað við þær upplýsingar sem ég hafði í lok mars 2018 tel ég líklegt að uppfærður verðlagsgrundvöllur kúabús liggi þegar fyrir í ráðuneytinu. Ágiskanir mínar um það hvers vegna hann er ekki notaður við síðustu ákvörðun eru jafn góðar og ágiskanir þínar, lesandi góður. En hver svo sem ástæðan er tel ég að síðasta ákvörðun verðlagsnefndar búvara sé á skjön við búvörulögin, anda þeirra og bókstaf. Ég vil hér með hvetja Umboðsmann Alþingis til að taka málið til skoðunar því lögleysa í skjóli ráðuneytisvalds er verri en önnur lögleysa.
Bætt staða stúdenta - en verkefninu ekki lokið Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir Skoðun
Skoðun Bætt staða stúdenta - en verkefninu ekki lokið Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun „Sofðu rótt í alla nótt“ – Um stöðu íslenskunnar, lestrarmenningu og ákall til okkar sjálfra Gunnar Már Gunnarsson skrifar
Skoðun Tími til kominn Berglind Friðriksdóttir,Gunnsteinn R. Ómarsson,Hrönn Guðmundsdóttir,Sigfús Benóný Harðarson,Vilhjálmur Baldur Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðarsýn Íslands: Raunsæ tækni, græn orka og friður fyrir hugann Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Frjósemisvandi – samfélagsleg ábyrgð og stuðningur María Rut Baldursdóttir,Sigríður Auðunsdóttir skrifar
Bætt staða stúdenta - en verkefninu ekki lokið Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir Skoðun