Stefnum á að klára þetta með sigri í dag Hjörvar Ólafsson skrifar 1. september 2018 07:45 Ísland, Brasilía, kvenna, blaðamannafundur, Freyr Alexandersson, fótbolti, knattspyrna, vináttulands Ef allt gengur að óskum mun Freyr Alexandersson svífa um á bleiku skýi síðdegis í dag og fagna vel og innilega með leikmönnum sínum í íslenska kvennalandsliðinu í knattspyrnu. Freyr hefur fengið drjúgan tíma til þess að smíða áætlun sem verður til þess að íslenska liðið leggur stjörnum prýtt lið Þýskalands að velli og koma liðinu í lokakeppni HM i fyrsta skipti í sögunni. „Það eru allir leikmenn liðsins heilir og klárir í bátana. Við vorum komin með skýra mynd í kollinn um það hvernig við ætluðum að stilla upp byrjunarliðinu og hvernig leikskipulag verður. Það breytir litlu hvað undirbúninginn varðar að þýska liðið hafi skipt um þjálfara á milli leikja liðanna og ég tel mig vita hvernig hann mun stilla liði sínu upp og hvert uppleggið verður,“ sagði Freyr Alexandersson um toppslag Íslands og Þýskalands í undankeppni HM 2019 sem fram fer á Laugardalsvellinum í dag. „Við höfum tekist á við stór verkefni undanfarin ár og leikmenn liðsins eru reynslumiklir á stærsta sviðinu. Þessir leikmenn hafa leikið lengi saman og ég hef stýrt þeim í töluverðan tíma og við erum því farin að læra vel inn á styrkleika hvers annars. Ég hef engar áhyggjur af því að stærð leiksins og það hversu þýðingarmikill hann er muni verða leikmönnum liðsins um megn. Það væri geggjað ef stuðningsmenn gætu mætt snemma á völlinn og hjálpað leikmönnum að fá orku á meðan þær eru að undirbúa sig fyrir leikinn. Það er heillavænlegra að stemmingin vaxi á meðan leikmenn hita upp og nái hámarki í leiknum sjálfum, en komi ekki eins og þruma úr heiðskíru lofti þegar leikurinn hefst,“ sagði hann um það hvernig leikmenn liðsins muni nálgast leikinn. „Það er stefnan að sækja sigur, en við vitum það vel að leikurinn getur þróast í margar áttir. Það er erfitt að lesa í það hvernig leikmyndin verður, en sama hvað gerist munum við halda við það leikskipulag sem við setjum upp og sýna þolinmæði. Eðlilega niðurstaðan úr þessum leik væri þýskur sigur, en við höfum margoft sýnt að við erum langt frá því að vera eðlileg. Pressan er öll á þýska liðinu og það væri katastrófa ef þær myndu tapa. Vonandi náum við hagstæðum úrslitum og gerum það að verkum að við getum hlaðið í gott partý, sagði Breiðhyltingurinn enn fremur um verkefni dagsins. hjorvaro@frettabladid.is Birtist í Fréttablaðinu Fótbolti Tengdar fréttir Sara Björk er hundrað prósent tilbúin: „Skiptir engu máli hvað var, það snýst allt um laugardaginn“ Landsliðsfyrirliðinn Sara Björk Gunnarsdóttir mun leiða íslenska liðið út á stútfullan Laugardalsvöll á laugardaginn þegar liðið spilar sinn mikilvægasta leik til þessa. Sara Björk segist vera 100 prósent tilbúin í leikinn. 30. ágúst 2018 13:30 Stór útsending frá Laugardalsvelli á morgun Ísland og Þýskaland mætast í stærsta leik íslenska kvennalandsliðsins frá upphafi á morgun. Það verður risastór útsending frá leiknum á Stöð 2 Sport. 31. ágúst 2018 15:37 Höfum þurft að berjast fyrir tilverurétti okkar Sigur á Þýskalandi í dag kemur kvennalandsliðinu á HM. Í samtali við Fréttablaðið ræða Sif Atladóttir og Guðbjörg Gunnarsdóttir um leikinn, skrefin sem KSÍ hefur tekið í jafnréttisbaráttunni og hættuna á að missa tengslin við fótboltann þegar skórnir fara á hilluna. 1. september 2018 07:15 Mest lesið Dóttir Scholes fékk svakalegt augnaráð frá pabba sínum Enski boltinn Gefa allan hagnað af Ísraelsleiknum til góðgerðamála Fótbolti Liverpool búið að selja leikmenn fyrir meira en 33 milljarða í sumar Enski boltinn Isak rýfur þögnina og segir Newcastle hafa svikið loforð Enski boltinn Pep Guardiola hjálpar Ten Hag Enski boltinn Fóru að slást í klefanum og voru báðir settir á sölulista Fótbolti Keyptu nýjan leikmann fyrir sektina hans Gyökeres Sport Bræðraslagur í bikarúrslitaleiknum í ár: „Er alltaf að reyna að ögra mér“ Íslenski boltinn Ein frægasta íþróttakona Úkraínu dæmd í fjögurra ára bann Sport Völdu Mo Salah bestan en Chris Wood frekar en Haaland í lið ársins Enski boltinn Fleiri fréttir Stoltir af að klófesta hæfileikabúnt frá Íslandi Bræðraslagur í bikarúrslitaleiknum í ár: „Er alltaf að reyna að ögra mér“ Dóttir Scholes fékk svakalegt augnaráð frá pabba sínum Liverpool búið að selja leikmenn fyrir meira en 33 milljarða í sumar Pep Guardiola hjálpar Ten Hag Gefa allan hagnað af Ísraelsleiknum til góðgerðamála Kylian Mbappe tryggði Real Madrid sigurinn Isak rýfur þögnina og segir Newcastle hafa svikið loforð Völdu Mo Salah bestan en Chris Wood frekar en Haaland í lið ársins Fóru að slást í klefanum og voru báðir settir á sölulista Ronaldo sýndi mikla óeigingirni og nú er bikar í boði í næsta leik Sóla ekki skemmt yfir Owen-treyju: „Vil ekki sjá hana“ Eze fari til Spurs fyrir vikulok KSÍ opið fyrir sjálfkrafa bönnum en reglubreyting ekki í vinnslu Sjáðu mark Chiesa frá öllum vinklum og öll hin mörkin Valsmenn bara mannlegir? „Ég ætla ekki í eina einustu tæklingu hérna“ Isak skrópar á verðlaunahátíð Úlfarnir kaupa hraðasta leikmann Ítalíu Klárlega búið að vanmeta Man. City Chiesa núna ákveðinn í að vera áfram hjá Liverpool Tvö mörk með fyrstu tveimur snertingunum Sá ekki fram á tækifæri hjá Rosenborg og getur ekki hætt að skora fyrir Lyngby Stúkan birti samskipti dómara: „Ég þarf að taka stórar ákvarðanir“ Sjáðu Galdurinn á bak við það að KR komst úr fallsæti Fyrrum leikmaður Sir Alex er prestur Sjáðu vítadóminn sem færði Leeds sigurinn í gærkvöldi Ung fótboltakona afvopnaði nettröllin á glæsilegan hátt Fagnaði með syni sínum en var vísað af leikvanginum: „Þetta er sonur minn“ Óskar Hrafn: Spurningar sem þarf að svara fyrir næsta leik Júlíus: Ógeðslega sætt Sjá meira
Ef allt gengur að óskum mun Freyr Alexandersson svífa um á bleiku skýi síðdegis í dag og fagna vel og innilega með leikmönnum sínum í íslenska kvennalandsliðinu í knattspyrnu. Freyr hefur fengið drjúgan tíma til þess að smíða áætlun sem verður til þess að íslenska liðið leggur stjörnum prýtt lið Þýskalands að velli og koma liðinu í lokakeppni HM i fyrsta skipti í sögunni. „Það eru allir leikmenn liðsins heilir og klárir í bátana. Við vorum komin með skýra mynd í kollinn um það hvernig við ætluðum að stilla upp byrjunarliðinu og hvernig leikskipulag verður. Það breytir litlu hvað undirbúninginn varðar að þýska liðið hafi skipt um þjálfara á milli leikja liðanna og ég tel mig vita hvernig hann mun stilla liði sínu upp og hvert uppleggið verður,“ sagði Freyr Alexandersson um toppslag Íslands og Þýskalands í undankeppni HM 2019 sem fram fer á Laugardalsvellinum í dag. „Við höfum tekist á við stór verkefni undanfarin ár og leikmenn liðsins eru reynslumiklir á stærsta sviðinu. Þessir leikmenn hafa leikið lengi saman og ég hef stýrt þeim í töluverðan tíma og við erum því farin að læra vel inn á styrkleika hvers annars. Ég hef engar áhyggjur af því að stærð leiksins og það hversu þýðingarmikill hann er muni verða leikmönnum liðsins um megn. Það væri geggjað ef stuðningsmenn gætu mætt snemma á völlinn og hjálpað leikmönnum að fá orku á meðan þær eru að undirbúa sig fyrir leikinn. Það er heillavænlegra að stemmingin vaxi á meðan leikmenn hita upp og nái hámarki í leiknum sjálfum, en komi ekki eins og þruma úr heiðskíru lofti þegar leikurinn hefst,“ sagði hann um það hvernig leikmenn liðsins muni nálgast leikinn. „Það er stefnan að sækja sigur, en við vitum það vel að leikurinn getur þróast í margar áttir. Það er erfitt að lesa í það hvernig leikmyndin verður, en sama hvað gerist munum við halda við það leikskipulag sem við setjum upp og sýna þolinmæði. Eðlilega niðurstaðan úr þessum leik væri þýskur sigur, en við höfum margoft sýnt að við erum langt frá því að vera eðlileg. Pressan er öll á þýska liðinu og það væri katastrófa ef þær myndu tapa. Vonandi náum við hagstæðum úrslitum og gerum það að verkum að við getum hlaðið í gott partý, sagði Breiðhyltingurinn enn fremur um verkefni dagsins. hjorvaro@frettabladid.is
Birtist í Fréttablaðinu Fótbolti Tengdar fréttir Sara Björk er hundrað prósent tilbúin: „Skiptir engu máli hvað var, það snýst allt um laugardaginn“ Landsliðsfyrirliðinn Sara Björk Gunnarsdóttir mun leiða íslenska liðið út á stútfullan Laugardalsvöll á laugardaginn þegar liðið spilar sinn mikilvægasta leik til þessa. Sara Björk segist vera 100 prósent tilbúin í leikinn. 30. ágúst 2018 13:30 Stór útsending frá Laugardalsvelli á morgun Ísland og Þýskaland mætast í stærsta leik íslenska kvennalandsliðsins frá upphafi á morgun. Það verður risastór útsending frá leiknum á Stöð 2 Sport. 31. ágúst 2018 15:37 Höfum þurft að berjast fyrir tilverurétti okkar Sigur á Þýskalandi í dag kemur kvennalandsliðinu á HM. Í samtali við Fréttablaðið ræða Sif Atladóttir og Guðbjörg Gunnarsdóttir um leikinn, skrefin sem KSÍ hefur tekið í jafnréttisbaráttunni og hættuna á að missa tengslin við fótboltann þegar skórnir fara á hilluna. 1. september 2018 07:15 Mest lesið Dóttir Scholes fékk svakalegt augnaráð frá pabba sínum Enski boltinn Gefa allan hagnað af Ísraelsleiknum til góðgerðamála Fótbolti Liverpool búið að selja leikmenn fyrir meira en 33 milljarða í sumar Enski boltinn Isak rýfur þögnina og segir Newcastle hafa svikið loforð Enski boltinn Pep Guardiola hjálpar Ten Hag Enski boltinn Fóru að slást í klefanum og voru báðir settir á sölulista Fótbolti Keyptu nýjan leikmann fyrir sektina hans Gyökeres Sport Bræðraslagur í bikarúrslitaleiknum í ár: „Er alltaf að reyna að ögra mér“ Íslenski boltinn Ein frægasta íþróttakona Úkraínu dæmd í fjögurra ára bann Sport Völdu Mo Salah bestan en Chris Wood frekar en Haaland í lið ársins Enski boltinn Fleiri fréttir Stoltir af að klófesta hæfileikabúnt frá Íslandi Bræðraslagur í bikarúrslitaleiknum í ár: „Er alltaf að reyna að ögra mér“ Dóttir Scholes fékk svakalegt augnaráð frá pabba sínum Liverpool búið að selja leikmenn fyrir meira en 33 milljarða í sumar Pep Guardiola hjálpar Ten Hag Gefa allan hagnað af Ísraelsleiknum til góðgerðamála Kylian Mbappe tryggði Real Madrid sigurinn Isak rýfur þögnina og segir Newcastle hafa svikið loforð Völdu Mo Salah bestan en Chris Wood frekar en Haaland í lið ársins Fóru að slást í klefanum og voru báðir settir á sölulista Ronaldo sýndi mikla óeigingirni og nú er bikar í boði í næsta leik Sóla ekki skemmt yfir Owen-treyju: „Vil ekki sjá hana“ Eze fari til Spurs fyrir vikulok KSÍ opið fyrir sjálfkrafa bönnum en reglubreyting ekki í vinnslu Sjáðu mark Chiesa frá öllum vinklum og öll hin mörkin Valsmenn bara mannlegir? „Ég ætla ekki í eina einustu tæklingu hérna“ Isak skrópar á verðlaunahátíð Úlfarnir kaupa hraðasta leikmann Ítalíu Klárlega búið að vanmeta Man. City Chiesa núna ákveðinn í að vera áfram hjá Liverpool Tvö mörk með fyrstu tveimur snertingunum Sá ekki fram á tækifæri hjá Rosenborg og getur ekki hætt að skora fyrir Lyngby Stúkan birti samskipti dómara: „Ég þarf að taka stórar ákvarðanir“ Sjáðu Galdurinn á bak við það að KR komst úr fallsæti Fyrrum leikmaður Sir Alex er prestur Sjáðu vítadóminn sem færði Leeds sigurinn í gærkvöldi Ung fótboltakona afvopnaði nettröllin á glæsilegan hátt Fagnaði með syni sínum en var vísað af leikvanginum: „Þetta er sonur minn“ Óskar Hrafn: Spurningar sem þarf að svara fyrir næsta leik Júlíus: Ógeðslega sætt Sjá meira
Sara Björk er hundrað prósent tilbúin: „Skiptir engu máli hvað var, það snýst allt um laugardaginn“ Landsliðsfyrirliðinn Sara Björk Gunnarsdóttir mun leiða íslenska liðið út á stútfullan Laugardalsvöll á laugardaginn þegar liðið spilar sinn mikilvægasta leik til þessa. Sara Björk segist vera 100 prósent tilbúin í leikinn. 30. ágúst 2018 13:30
Stór útsending frá Laugardalsvelli á morgun Ísland og Þýskaland mætast í stærsta leik íslenska kvennalandsliðsins frá upphafi á morgun. Það verður risastór útsending frá leiknum á Stöð 2 Sport. 31. ágúst 2018 15:37
Höfum þurft að berjast fyrir tilverurétti okkar Sigur á Þýskalandi í dag kemur kvennalandsliðinu á HM. Í samtali við Fréttablaðið ræða Sif Atladóttir og Guðbjörg Gunnarsdóttir um leikinn, skrefin sem KSÍ hefur tekið í jafnréttisbaráttunni og hættuna á að missa tengslin við fótboltann þegar skórnir fara á hilluna. 1. september 2018 07:15