„Ekki sjálfsagt að geta orðið ófrísk“ Andri Eysteinsson skrifar 17. september 2018 22:00 Það er algengara en fólk heldur að konur missi fóstur en umræðan um þessi mál hefur ekki verið áberandi. Sjónvarpskokkurinn Eva Laufey Kjaran Hermannsdóttir sagði Sindra Sindrasyni sögu sína af fósturmissi í Íslandi í dag. Eva Laufey giftist æskuástinni sinni Haraldi Haraldssyni fyrir tveimur árum og áttu þau þá fyrir eina dóttur, Ingibjörgu Rósu sem nú er 4 ára gömul. Fyrir ári síðan bættist önnur dóttir við í fjölskylduna en þá fæddist Kristín Rannveig. Hjónin fundu um leið og yngri dóttirin fæddist að þau langaði að eignast þriðja barnið. „Ég segi að ég gleymi fæðingunni hratt og var strax farin að hugsa um þriðja barnið“.Fékk ónotatilfinningu á meðan að á tökum stóð Eva segist vera manneskja sem veit nákvæmlega hvað hún vill gera í lífinu, og er því búin að lista því upp sem hún ætlar að gera fyrir fram. Þegar í ljós kom að Eva var ófrísk af þriðja barni hjónanna fór því allt á fullt, nöfn valin, húsið skipulagt og framtíðin skipulögð. „Ég hélt að þetta væri alltaf nákvæmlega eins, ég á tvær hraustar og heilbrigðar stelpur og það gekk allt mjög vel og af hverju ætti þetta ekki að ganga líka jafnvel“. En þegar Eva var komin tíu vikur á leið missti hún fóstrið. Eva tók eftir blæðingum og fékk strax ónotatilfinningu, kláraði vinnudaginn og hélt að honum loknum í skoðun. „Ég fékk að koma upp á spítala og þar tóku á móti mér yndislegar hjúkkur ljósmóðir og svo læknir, þá kom í ljós að það var ekki hjartsláttur og ekki í lagi með þetta fóstur“. „Það kom mér mjög mikið á óvart hvað þetta er mikil sorg, fóstrið er ekki það stórt en væntingar og þrár eru orðnar stórar þetta er orðinn hluti af okkar lífi“ segir Eva.Hefur fengið fjölmörg skilaboð frá konum Eva segist ekki bara hafa fundið fyrir sorg heldur líka sektarkennd, hún taldi að hún hlyti að hafa gert eitthvað rangt. Eva byrjaði að efast um mataræði hennar og jafnvel hlaupahraða. Algengt er að konur sem lenda í fósturmissi kenni sjálfri sér um hvernig fer og fékk Eva mörg skilaboð frá konum sem höfðu verið í sömu stöðu. Eva segist þó vita að sú hugmynd er fráleit. Eva þakkar fyrir að hún hafi eignast tvö börn áður en þessi staða kom upp. Þegar ég skrifaði þetta fékk ég skilaboð frá konum sem hafa aldrei sagt frá en hafa upplifað fósturmissi allt að 10 sinnum. „Þegar ég horfi á stelpurnar mínar tvær, sé ég hvað þetta er mikið kraftaverk að geta orðið ófrísk og geta fætt heilbrigð börn, þetta er ekki sjálfsagt.“ Eva segist halda að fósturmissir sé enn tabú í samfélaginu, konur þori ekki að stíga fram og segja frá sorginni vegna hræðslu við skilningsleysi annarra. Skilaboð Evu til þeirra kvenna og para sem hafa lent í aðstæðum sem þessum eru þau að vera ekki feimin við að sýna tilfinningar,sama hversu stutt meðgangan var. Mest lesið Afhjúpaði óléttuna á epískan hátt enn og aftur Tíska og hönnun Klækir, prettir og kardínálaklíkur í páfakjöri Gagnrýni Jóhanna og Geir trúlofuðu sig við Eiffel-turninn Lífið Þau allra nettustu á Met Gala Tíska og hönnun Blautir búkar og pylsupartí Menning Var ekki beðinn um að skrifa meira á RÚV eftir pistilinn 2022 Lífið Kaleo með tónleika á Íslandi í fyrsta sinn í áratug Tónlist Trump tollar kvikmyndir: „Eins og reiður, fullur pabbi sem ætlar að hætta við jólin“ Bíó og sjónvarp Plönuðu skemmtileg stefnumót fyrir fjögur þúsund krónur Lífið Stjörnulífið: Drottningar á Bessastöðum Lífið Fleiri fréttir Jóhanna og Geir trúlofuðu sig við Eiffel-turninn Plönuðu skemmtileg stefnumót fyrir fjögur þúsund krónur Fyrsti opinberi kossinn í þrítugsafmælinu Réttarhöld yfir Diddy hafin: Á lífstíðarfangelsi yfir höfði sér Lára og lyfjaprinsinn eignuðust stúlku Stjörnulífið: Drottningar á Bessastöðum Áttu sturlaða stund á Times Square The Wire og Sopranos-leikari látinn Var ekki beðinn um að skrifa meira á RÚV eftir pistilinn 2022 Björgólfur og Kristín í fimmtugsafmæli Beckham Katrín Tanja og Brooks eiga von á barni Frábær þjóðbúningamessa í Fljótshlíð Tónleikar Lady Gaga æðislegir og öryggisgæslan svakaleg Pedro Pascal fékk sér að borða á Kaffi Vest Hátt í þrjú þúsund manns sóttu „þjóðfund“ EVE-spilara Áhorfendur djúpt snortnir á forsýningu Stóru stundarinnar Stærsti sinueldur Íslandssögunnar í myndum „Ég fór úr sjötíu prósent þjáningu niður í tíu prósent“ „Svo byrjaði ég að kyssa stráka og varð allt í einu algjör uppreisnarseggur“ Krakkatían: Nintendo, tunglið og prinsessur Milljón manns í Rio til að sjá ókeypis Lady Gaga tónleika Býður í hláturstund við gömlu þvottalaugarnar Sýningin gott fyrir- og eftirpartý Ingvar E. valinn besti leikarinn í Belgíu Forstjórabaninn fær söngleik á fjalirnar „Ye mátti þola versnandi andlega heilsu vegna gjörða þinna“ Fréttatía vikunnar: Rafmagnsleysi, njósnir og SFS Ætlaði aldrei að enda í herskóla í Bandaríkjunum Með höfuðið rétt skrúfað á og gleyma aldrei hjálminum „Ég er búin að fæða þrjú börn en þetta er versta sem ég hef upplifað“ Sjá meira
Það er algengara en fólk heldur að konur missi fóstur en umræðan um þessi mál hefur ekki verið áberandi. Sjónvarpskokkurinn Eva Laufey Kjaran Hermannsdóttir sagði Sindra Sindrasyni sögu sína af fósturmissi í Íslandi í dag. Eva Laufey giftist æskuástinni sinni Haraldi Haraldssyni fyrir tveimur árum og áttu þau þá fyrir eina dóttur, Ingibjörgu Rósu sem nú er 4 ára gömul. Fyrir ári síðan bættist önnur dóttir við í fjölskylduna en þá fæddist Kristín Rannveig. Hjónin fundu um leið og yngri dóttirin fæddist að þau langaði að eignast þriðja barnið. „Ég segi að ég gleymi fæðingunni hratt og var strax farin að hugsa um þriðja barnið“.Fékk ónotatilfinningu á meðan að á tökum stóð Eva segist vera manneskja sem veit nákvæmlega hvað hún vill gera í lífinu, og er því búin að lista því upp sem hún ætlar að gera fyrir fram. Þegar í ljós kom að Eva var ófrísk af þriðja barni hjónanna fór því allt á fullt, nöfn valin, húsið skipulagt og framtíðin skipulögð. „Ég hélt að þetta væri alltaf nákvæmlega eins, ég á tvær hraustar og heilbrigðar stelpur og það gekk allt mjög vel og af hverju ætti þetta ekki að ganga líka jafnvel“. En þegar Eva var komin tíu vikur á leið missti hún fóstrið. Eva tók eftir blæðingum og fékk strax ónotatilfinningu, kláraði vinnudaginn og hélt að honum loknum í skoðun. „Ég fékk að koma upp á spítala og þar tóku á móti mér yndislegar hjúkkur ljósmóðir og svo læknir, þá kom í ljós að það var ekki hjartsláttur og ekki í lagi með þetta fóstur“. „Það kom mér mjög mikið á óvart hvað þetta er mikil sorg, fóstrið er ekki það stórt en væntingar og þrár eru orðnar stórar þetta er orðinn hluti af okkar lífi“ segir Eva.Hefur fengið fjölmörg skilaboð frá konum Eva segist ekki bara hafa fundið fyrir sorg heldur líka sektarkennd, hún taldi að hún hlyti að hafa gert eitthvað rangt. Eva byrjaði að efast um mataræði hennar og jafnvel hlaupahraða. Algengt er að konur sem lenda í fósturmissi kenni sjálfri sér um hvernig fer og fékk Eva mörg skilaboð frá konum sem höfðu verið í sömu stöðu. Eva segist þó vita að sú hugmynd er fráleit. Eva þakkar fyrir að hún hafi eignast tvö börn áður en þessi staða kom upp. Þegar ég skrifaði þetta fékk ég skilaboð frá konum sem hafa aldrei sagt frá en hafa upplifað fósturmissi allt að 10 sinnum. „Þegar ég horfi á stelpurnar mínar tvær, sé ég hvað þetta er mikið kraftaverk að geta orðið ófrísk og geta fætt heilbrigð börn, þetta er ekki sjálfsagt.“ Eva segist halda að fósturmissir sé enn tabú í samfélaginu, konur þori ekki að stíga fram og segja frá sorginni vegna hræðslu við skilningsleysi annarra. Skilaboð Evu til þeirra kvenna og para sem hafa lent í aðstæðum sem þessum eru þau að vera ekki feimin við að sýna tilfinningar,sama hversu stutt meðgangan var.
Mest lesið Afhjúpaði óléttuna á epískan hátt enn og aftur Tíska og hönnun Klækir, prettir og kardínálaklíkur í páfakjöri Gagnrýni Jóhanna og Geir trúlofuðu sig við Eiffel-turninn Lífið Þau allra nettustu á Met Gala Tíska og hönnun Blautir búkar og pylsupartí Menning Var ekki beðinn um að skrifa meira á RÚV eftir pistilinn 2022 Lífið Kaleo með tónleika á Íslandi í fyrsta sinn í áratug Tónlist Trump tollar kvikmyndir: „Eins og reiður, fullur pabbi sem ætlar að hætta við jólin“ Bíó og sjónvarp Plönuðu skemmtileg stefnumót fyrir fjögur þúsund krónur Lífið Stjörnulífið: Drottningar á Bessastöðum Lífið Fleiri fréttir Jóhanna og Geir trúlofuðu sig við Eiffel-turninn Plönuðu skemmtileg stefnumót fyrir fjögur þúsund krónur Fyrsti opinberi kossinn í þrítugsafmælinu Réttarhöld yfir Diddy hafin: Á lífstíðarfangelsi yfir höfði sér Lára og lyfjaprinsinn eignuðust stúlku Stjörnulífið: Drottningar á Bessastöðum Áttu sturlaða stund á Times Square The Wire og Sopranos-leikari látinn Var ekki beðinn um að skrifa meira á RÚV eftir pistilinn 2022 Björgólfur og Kristín í fimmtugsafmæli Beckham Katrín Tanja og Brooks eiga von á barni Frábær þjóðbúningamessa í Fljótshlíð Tónleikar Lady Gaga æðislegir og öryggisgæslan svakaleg Pedro Pascal fékk sér að borða á Kaffi Vest Hátt í þrjú þúsund manns sóttu „þjóðfund“ EVE-spilara Áhorfendur djúpt snortnir á forsýningu Stóru stundarinnar Stærsti sinueldur Íslandssögunnar í myndum „Ég fór úr sjötíu prósent þjáningu niður í tíu prósent“ „Svo byrjaði ég að kyssa stráka og varð allt í einu algjör uppreisnarseggur“ Krakkatían: Nintendo, tunglið og prinsessur Milljón manns í Rio til að sjá ókeypis Lady Gaga tónleika Býður í hláturstund við gömlu þvottalaugarnar Sýningin gott fyrir- og eftirpartý Ingvar E. valinn besti leikarinn í Belgíu Forstjórabaninn fær söngleik á fjalirnar „Ye mátti þola versnandi andlega heilsu vegna gjörða þinna“ Fréttatía vikunnar: Rafmagnsleysi, njósnir og SFS Ætlaði aldrei að enda í herskóla í Bandaríkjunum Með höfuðið rétt skrúfað á og gleyma aldrei hjálminum „Ég er búin að fæða þrjú börn en þetta er versta sem ég hef upplifað“ Sjá meira
Trump tollar kvikmyndir: „Eins og reiður, fullur pabbi sem ætlar að hætta við jólin“ Bíó og sjónvarp
Trump tollar kvikmyndir: „Eins og reiður, fullur pabbi sem ætlar að hætta við jólin“ Bíó og sjónvarp