Lagerbäck sá síðasti sem fór svona illa með Ísland í Laugardalnum Tómas Þór Þórðarson skrifar 12. september 2018 09:00 Erik Hamrén svekktur í dalnum í gær. vísir/vilhelm Strákarnir okkar í íslenska karlalandsliðinu í fótbolta fengu sinn stærsta skell á Laugardalsvelli í mótsleik í fjórtán ár þegar að liðið tapaði fyrir Belgíu, 3-0, í annarri umferð Þjóðadeildarinnar í gærkvöldi. Eden Hazard skoraði eitt og Romelu Lukaku tvö mörk fyrir bronslið HM 2018 en sigurinn var vægast sagt sanngjarn þar sem að belgíska liðið var mun meira með boltann og stýrði leiknum nánast frá upphafi. Ísland var fyrir leikinn í gærkvöldi búið að tapa í mótsleik á Laugardalsvelli í rúm fimm ár eða síðan að liðið lá fyrir Slóveníu, 4-2, í undankeppni HM 2014.Romelu Lukaku skorar þriðja mark Belgíu.vísir/vilhelmSíðan þá hefur íslenska liðið spilað þrettán mótsleiki í dalnum, unnið tíu og gert eitt jafntefli. Ísland vann alla leikina í undankeppni HM 2018 en eftir að leggja Finnland, 3-2, hélt liðið hreinu á móti Tyrklandi, Króatíu, Úkraínu og Kósóvó á leið sinni á HM. Tapið í gær var það stærsta í mótsleik í Laugardalnum í tæp fjórtán ár eða síðan að Ísland tapaði fyrir Svíþjóð, 4-1, í undankeppni HM 2006. Svíar voru þá 4-0 yfir í hálfleik en Eiður Smári Guðjohnsen minnkaði muninn í seinni hálfleik. Lars Lagerbäck, sem ásamt Heimi Hallgrímssyni reif íslenska landsliðið upp úr mikilli lægð og hóf fótboltaævintýrið hér á landi, stýrði sænska liðinu í þessum leik. Framherjinn Marcus Allbäck, þáverandi leikmaður Aston Villa, skoraði eitt mark fyrir Svíþjóð í leiknum en hann er umboðsmaður Erik Hamrén, landsliðsþjálfara Íslands. Hamrén hefur í tveimur fyrstu leikjum með Ísland horft upp á annars vegar stærsta tap liðsins í 17 ár (6-0 á móti Sviss) og stærsta tapið í mótsleik á Laugardalsvelli í fjórtán ár. Þjóðadeild UEFA Tengdar fréttir Freyr gerði upp leikina tvo: „Eru mistök og við viðurkennum það“ Freyr Alexandersson, aðstoðarlandsliðsþjálfari, kíkti í settið til Harðar Magnússonar og sparkspekinga kvöldsins eftir 2-0 tap gegn Belgíu í Þjóðadeildinni. 11. september 2018 22:45 Sverrir Ingi: Erfitt að eiga við Lukaku "Tilfinningarnar eru allt aðrar eftir þennan leik en hinn. Mér fannst liðið spila töluvert betur í dag en á laugardag. Leikurinn á laugardag var ekki ásættanlegur og við vissum það sjálfir. Við vorum staðráðnir í að koma til baka og sýna það að við gætum varist sem lið og sýnt baráttu. Mér fannst við gera það.“ 11. september 2018 21:57 Rúnar Már: Aldrei ásættanlegt að tapa Rúnar Már Sigurjónsson var besti leikmaður Íslands í tapinu fyrir Belgum á Laugardalsvelli í kvöld. Rúnar kom aftur inn í landsliðshópinn fyrir þessa tvo leiki gegn Sviss og Belgíu og nýtti sénsinn vel. 11. september 2018 21:59 Hannes: Þegar allt gengur upp eigum við séns í þetta lið Hannes Þór Halldórsson þurfti að sækja boltann þrisvar í mark sitt í kvöld þegar Ísland tapaði fyrir Belgíu á Laugardalsvelli í Þjóðadeild UEFA. 11. september 2018 22:16 Gylfi og Raggi neituðu að koma í viðtöl Gylfi Þór Sigurðson, fyrirliði íslenska karlalandsliðsins í fótbolta í dag, og Ragnar Sigurðsson neituðu að tala við fjölmiðla eftir tap Íslands fyrir Belgíu í Þjóðadeildinni í kvöld. 11. september 2018 21:27 Myndaveisla: Ógnasterkt lið Belga hafði betur í Laugardalnum Íslenska landsliðið sýndi mun betri frammistöðu gegn Belgum í kvöld en gegn Sviss á laugardaginn. Það dugði hins vegar ekki til og lokatölur 2-0 tap. 11. september 2018 21:43 Mest lesið Staðfestir brottför frá Liverpool Enski boltinn Íslensk hjón fóru holu í höggi á sama hring Golf Freyr á toppnum: „Ég elska Bergen“ Fótbolti „Loksins fæ ég að hafa hann í mínu liði“ Körfubolti „Þær eru stærri en við erum drullusterkar“ Körfubolti Pirraður Hamilton biðst ekki afsökunar Formúla 1 Kane fékk loksins að syngja sigurlagið Fótbolti Þorleifur snýr heim í Breiðablik Íslenski boltinn Heimamaður setti met í fjölmennasta utanvegahlaupi Íslands Sport Sendu Houston enn á ný í háttinn Körfubolti Fleiri fréttir Sjáðu Flóka færa Val fyrsta tapið, ÍA í stuði og hvernig Vestri fór á toppinn Wenger á móti umbuninni sem Man. Utd og Tottenham þrá Þorleifur snýr heim í Breiðablik Staðfestir brottför frá Liverpool Freyr á toppnum: „Ég elska Bergen“ Kane fékk loksins að syngja sigurlagið Uppgjör: FH - Valur 3-0| FH skellti Valsmönnum „Vantar hjarta og baráttu í mína menn“ „Náðum að nýta kröftuga byrjun með mörkum“ Lille bjargaði mikilvægu stigi Nik sendi Ástu skeyti: „Mikil eftirvænting fyrir þessari frumraun“ Hörður í hóp eftir tæplega tveggja ára meiðsli Uppgjörið: ÍA - KA 3-0 | Skagamenn risu upp og Viktor fann markaskóna Bayern varð sófameistari Logi skoraði í tapi en Stefán setti sigurmark Erfitt hjá Íslendingunum í Svíþjóð Uppgjörið: ÍBV - Vestri 0-2 | Vestramenn aftur á toppinn Vont tap hjá Alberti í Rómarborg Meistaraþynnka hjá Liverpool og Chelsea græddi mikilvæg stig Isak tryggði Skjórunum stig gegn Mávunum Sjö marka leikur í Lundúnum og enn eitt tap United Hamrarnir jöfnuðu gegn Spurs en biðin eftir sigri lengist enn Titilvonir Real Madrid lifa og El Clásico framundan Yngstur til að byrja leik fyrir United í ensku úrvalsdeildinni Leikmaður Palace vann tvær og hálfa milljón á skákmóti Sjáðu markaveislu Breiðabliks og FH og mörkin úr sögulegum sigri Fram Ætla að nýta reiðina í Meistaradeildinni Markmaðurinn á batavegi eftir harkalegt höfuðhögg Börsungar sneru við blaðinu gegn botnliðinu „Við gátum ekki farið mikið neðar“ Sjá meira
Strákarnir okkar í íslenska karlalandsliðinu í fótbolta fengu sinn stærsta skell á Laugardalsvelli í mótsleik í fjórtán ár þegar að liðið tapaði fyrir Belgíu, 3-0, í annarri umferð Þjóðadeildarinnar í gærkvöldi. Eden Hazard skoraði eitt og Romelu Lukaku tvö mörk fyrir bronslið HM 2018 en sigurinn var vægast sagt sanngjarn þar sem að belgíska liðið var mun meira með boltann og stýrði leiknum nánast frá upphafi. Ísland var fyrir leikinn í gærkvöldi búið að tapa í mótsleik á Laugardalsvelli í rúm fimm ár eða síðan að liðið lá fyrir Slóveníu, 4-2, í undankeppni HM 2014.Romelu Lukaku skorar þriðja mark Belgíu.vísir/vilhelmSíðan þá hefur íslenska liðið spilað þrettán mótsleiki í dalnum, unnið tíu og gert eitt jafntefli. Ísland vann alla leikina í undankeppni HM 2018 en eftir að leggja Finnland, 3-2, hélt liðið hreinu á móti Tyrklandi, Króatíu, Úkraínu og Kósóvó á leið sinni á HM. Tapið í gær var það stærsta í mótsleik í Laugardalnum í tæp fjórtán ár eða síðan að Ísland tapaði fyrir Svíþjóð, 4-1, í undankeppni HM 2006. Svíar voru þá 4-0 yfir í hálfleik en Eiður Smári Guðjohnsen minnkaði muninn í seinni hálfleik. Lars Lagerbäck, sem ásamt Heimi Hallgrímssyni reif íslenska landsliðið upp úr mikilli lægð og hóf fótboltaævintýrið hér á landi, stýrði sænska liðinu í þessum leik. Framherjinn Marcus Allbäck, þáverandi leikmaður Aston Villa, skoraði eitt mark fyrir Svíþjóð í leiknum en hann er umboðsmaður Erik Hamrén, landsliðsþjálfara Íslands. Hamrén hefur í tveimur fyrstu leikjum með Ísland horft upp á annars vegar stærsta tap liðsins í 17 ár (6-0 á móti Sviss) og stærsta tapið í mótsleik á Laugardalsvelli í fjórtán ár.
Þjóðadeild UEFA Tengdar fréttir Freyr gerði upp leikina tvo: „Eru mistök og við viðurkennum það“ Freyr Alexandersson, aðstoðarlandsliðsþjálfari, kíkti í settið til Harðar Magnússonar og sparkspekinga kvöldsins eftir 2-0 tap gegn Belgíu í Þjóðadeildinni. 11. september 2018 22:45 Sverrir Ingi: Erfitt að eiga við Lukaku "Tilfinningarnar eru allt aðrar eftir þennan leik en hinn. Mér fannst liðið spila töluvert betur í dag en á laugardag. Leikurinn á laugardag var ekki ásættanlegur og við vissum það sjálfir. Við vorum staðráðnir í að koma til baka og sýna það að við gætum varist sem lið og sýnt baráttu. Mér fannst við gera það.“ 11. september 2018 21:57 Rúnar Már: Aldrei ásættanlegt að tapa Rúnar Már Sigurjónsson var besti leikmaður Íslands í tapinu fyrir Belgum á Laugardalsvelli í kvöld. Rúnar kom aftur inn í landsliðshópinn fyrir þessa tvo leiki gegn Sviss og Belgíu og nýtti sénsinn vel. 11. september 2018 21:59 Hannes: Þegar allt gengur upp eigum við séns í þetta lið Hannes Þór Halldórsson þurfti að sækja boltann þrisvar í mark sitt í kvöld þegar Ísland tapaði fyrir Belgíu á Laugardalsvelli í Þjóðadeild UEFA. 11. september 2018 22:16 Gylfi og Raggi neituðu að koma í viðtöl Gylfi Þór Sigurðson, fyrirliði íslenska karlalandsliðsins í fótbolta í dag, og Ragnar Sigurðsson neituðu að tala við fjölmiðla eftir tap Íslands fyrir Belgíu í Þjóðadeildinni í kvöld. 11. september 2018 21:27 Myndaveisla: Ógnasterkt lið Belga hafði betur í Laugardalnum Íslenska landsliðið sýndi mun betri frammistöðu gegn Belgum í kvöld en gegn Sviss á laugardaginn. Það dugði hins vegar ekki til og lokatölur 2-0 tap. 11. september 2018 21:43 Mest lesið Staðfestir brottför frá Liverpool Enski boltinn Íslensk hjón fóru holu í höggi á sama hring Golf Freyr á toppnum: „Ég elska Bergen“ Fótbolti „Loksins fæ ég að hafa hann í mínu liði“ Körfubolti „Þær eru stærri en við erum drullusterkar“ Körfubolti Pirraður Hamilton biðst ekki afsökunar Formúla 1 Kane fékk loksins að syngja sigurlagið Fótbolti Þorleifur snýr heim í Breiðablik Íslenski boltinn Heimamaður setti met í fjölmennasta utanvegahlaupi Íslands Sport Sendu Houston enn á ný í háttinn Körfubolti Fleiri fréttir Sjáðu Flóka færa Val fyrsta tapið, ÍA í stuði og hvernig Vestri fór á toppinn Wenger á móti umbuninni sem Man. Utd og Tottenham þrá Þorleifur snýr heim í Breiðablik Staðfestir brottför frá Liverpool Freyr á toppnum: „Ég elska Bergen“ Kane fékk loksins að syngja sigurlagið Uppgjör: FH - Valur 3-0| FH skellti Valsmönnum „Vantar hjarta og baráttu í mína menn“ „Náðum að nýta kröftuga byrjun með mörkum“ Lille bjargaði mikilvægu stigi Nik sendi Ástu skeyti: „Mikil eftirvænting fyrir þessari frumraun“ Hörður í hóp eftir tæplega tveggja ára meiðsli Uppgjörið: ÍA - KA 3-0 | Skagamenn risu upp og Viktor fann markaskóna Bayern varð sófameistari Logi skoraði í tapi en Stefán setti sigurmark Erfitt hjá Íslendingunum í Svíþjóð Uppgjörið: ÍBV - Vestri 0-2 | Vestramenn aftur á toppinn Vont tap hjá Alberti í Rómarborg Meistaraþynnka hjá Liverpool og Chelsea græddi mikilvæg stig Isak tryggði Skjórunum stig gegn Mávunum Sjö marka leikur í Lundúnum og enn eitt tap United Hamrarnir jöfnuðu gegn Spurs en biðin eftir sigri lengist enn Titilvonir Real Madrid lifa og El Clásico framundan Yngstur til að byrja leik fyrir United í ensku úrvalsdeildinni Leikmaður Palace vann tvær og hálfa milljón á skákmóti Sjáðu markaveislu Breiðabliks og FH og mörkin úr sögulegum sigri Fram Ætla að nýta reiðina í Meistaradeildinni Markmaðurinn á batavegi eftir harkalegt höfuðhögg Börsungar sneru við blaðinu gegn botnliðinu „Við gátum ekki farið mikið neðar“ Sjá meira
Freyr gerði upp leikina tvo: „Eru mistök og við viðurkennum það“ Freyr Alexandersson, aðstoðarlandsliðsþjálfari, kíkti í settið til Harðar Magnússonar og sparkspekinga kvöldsins eftir 2-0 tap gegn Belgíu í Þjóðadeildinni. 11. september 2018 22:45
Sverrir Ingi: Erfitt að eiga við Lukaku "Tilfinningarnar eru allt aðrar eftir þennan leik en hinn. Mér fannst liðið spila töluvert betur í dag en á laugardag. Leikurinn á laugardag var ekki ásættanlegur og við vissum það sjálfir. Við vorum staðráðnir í að koma til baka og sýna það að við gætum varist sem lið og sýnt baráttu. Mér fannst við gera það.“ 11. september 2018 21:57
Rúnar Már: Aldrei ásættanlegt að tapa Rúnar Már Sigurjónsson var besti leikmaður Íslands í tapinu fyrir Belgum á Laugardalsvelli í kvöld. Rúnar kom aftur inn í landsliðshópinn fyrir þessa tvo leiki gegn Sviss og Belgíu og nýtti sénsinn vel. 11. september 2018 21:59
Hannes: Þegar allt gengur upp eigum við séns í þetta lið Hannes Þór Halldórsson þurfti að sækja boltann þrisvar í mark sitt í kvöld þegar Ísland tapaði fyrir Belgíu á Laugardalsvelli í Þjóðadeild UEFA. 11. september 2018 22:16
Gylfi og Raggi neituðu að koma í viðtöl Gylfi Þór Sigurðson, fyrirliði íslenska karlalandsliðsins í fótbolta í dag, og Ragnar Sigurðsson neituðu að tala við fjölmiðla eftir tap Íslands fyrir Belgíu í Þjóðadeildinni í kvöld. 11. september 2018 21:27
Myndaveisla: Ógnasterkt lið Belga hafði betur í Laugardalnum Íslenska landsliðið sýndi mun betri frammistöðu gegn Belgum í kvöld en gegn Sviss á laugardaginn. Það dugði hins vegar ekki til og lokatölur 2-0 tap. 11. september 2018 21:43