Óli Geir selur höllina Benedikt Bóas skrifar 28. september 2018 07:00 Ekki náðist í Óla Geir í gær og ekki er vitað hvort hann er að stækka við sig eða minnka. Mynd/Samsett Athafnamaðurinn Ólafur Geir Jónsson, betur þekktur sem Óli Geir, hefur sett 208 fermetra höll sína í Fitjaási í Reykjanesbæ á sölu. Er ásett verð 63 milljónir króna. Húsið er fimm herbergja einbýli á einni hæð, byggt á því herrans ári 2007, með tvöföldum 40 fermetra bílskúr. Anddyrið er flísalagt með góðum fataskápum. Inn af því er komið inn í flísalagt stórt alrými. Eldhúsið sæmir eðalbornum og hvaða kokk sem er. Risastórt með sérsmíðuðum hvítum innréttingum og miklu borðplássi. Þar má henda í allra handa rétti án þess að finna til plássleysis.Eignasalan.is hefur höllina hans Óla til sölu. Þar er meðal annars leðurklæddur bar og svarti og hvíti liturinn nýtur sín í botn.Mynd/Eignasalan.isHjónaherbergið er vel skreytt með stóru fataherbergi inn af. Silkimjúkt harðparket er þar á gólfum. Dugar ekkert minna. Tvö önnur herbergi eru í húsinu einnig með harðparketi. Baðherbergið er með hornbaðkari og sturtu sem rúmar tvo auðveldlega. Sturtuhausinn er fyrsta flokks. Gólfhiti er í húsinu og þvottahúsið er eins og klippt út úr Húsum og híbýlum. Glæsileg vinnuaðstaða. Bílskúrinn er síðan draumur allra enda tvöfaldur og nóg af plássi. Óli Geir varð hluti af þjóðarsálinni þegar hann var kosinn Herra Ísland árið 2005. Hann varð síðar að skila þeim titli. Var það í fyrsta sinn sem það gerðist í sögu Fegurðarsamkeppni Íslands. Ástæðan sem honum var gefin var að hann hefði kynnt hjálpartæki ástalífsins í sjónvarpsþættinum Splash og bloggað um daginn og veginn. Jón Gunnlaugur Viggósson tók við keflinu. Óli Geir hefur síðan haldið tónlistarhátíð og snertir á sjálfum tímanum með úrafyrirtæki sínu Nora.Mynd/Eignasalan.isMynd/Eignasalan.is Birtist í Fréttablaðinu Hús og heimili Mest lesið Björgólfur og Kristín í fimmtugsafmæli Beckham Lífið Mæðgin á stóra sviðinu í Feneyjum með íslenskan arkitektúr Menning Áhorfendur djúpt snortnir á forsýningu Stóru stundarinnar Lífið „Ég fór úr sjötíu prósent þjáningu niður í tíu prósent“ Lífið Glamúr og glæsileiki í fimmtugsafmæli Kristínar Ólafs Lífið „Svo byrjaði ég að kyssa stráka og varð allt í einu algjör uppreisnarseggur“ Lífið Tónleikar Lady Gaga æðislegir og öryggisgæslan svakaleg Lífið Pedro Pascal fékk sér að borða á Kaffi Vest Lífið Stærsti sinueldur Íslandssögunnar í myndum Lífið Þakka aðdáendum fyrir að hafa fjármagnað nýja húsið Lífið Fleiri fréttir Björgólfur og Kristín í fimmtugsafmæli Beckham Katrín Tanja og Brooks eiga von á barni Frábær þjóðbúningamessa í Fljótshlíð Tónleikar Lady Gaga æðislegir og öryggisgæslan svakaleg Pedro Pascal fékk sér að borða á Kaffi Vest Hátt í þrjú þúsund manns sóttu „þjóðfund“ EVE-spilara Áhorfendur djúpt snortnir á forsýningu Stóru stundarinnar Stærsti sinueldur Íslandssögunnar í myndum „Ég fór úr sjötíu prósent þjáningu niður í tíu prósent“ „Svo byrjaði ég að kyssa stráka og varð allt í einu algjör uppreisnarseggur“ Krakkatían: Nintendo, tunglið og prinsessur Milljón manns í Rio til að sjá ókeypis Lady Gaga tónleika Býður í hláturstund við gömlu þvottalaugarnar Sýningin gott fyrir- og eftirpartý Ingvar E. valinn besti leikarinn í Belgíu Forstjórabaninn fær söngleik á fjalirnar „Ye mátti þola versnandi andlega heilsu vegna gjörða þinna“ Fréttatía vikunnar: Rafmagnsleysi, njósnir og SFS Ætlaði aldrei að enda í herskóla í Bandaríkjunum Með höfuðið rétt skrúfað á og gleyma aldrei hjálminum „Ég er búin að fæða þrjú börn en þetta er versta sem ég hef upplifað“ Þakka aðdáendum fyrir að hafa fjármagnað nýja húsið Íslenski Eurovision-hópurinn lagður af stað Mætti í eigið afmæli í lokaðri líkkistu Verðmiðinn hækkar á höll Antons Skúli og Gríma fengu sér hund Menningarlegt heimili með stórbrotnu útsýni Stærsta tímahylki Íslandssögunnar Langar að berjast við OnlyFans-stelpur Margbraut á sér ökklann á Snæfellsjökli Sjá meira
Athafnamaðurinn Ólafur Geir Jónsson, betur þekktur sem Óli Geir, hefur sett 208 fermetra höll sína í Fitjaási í Reykjanesbæ á sölu. Er ásett verð 63 milljónir króna. Húsið er fimm herbergja einbýli á einni hæð, byggt á því herrans ári 2007, með tvöföldum 40 fermetra bílskúr. Anddyrið er flísalagt með góðum fataskápum. Inn af því er komið inn í flísalagt stórt alrými. Eldhúsið sæmir eðalbornum og hvaða kokk sem er. Risastórt með sérsmíðuðum hvítum innréttingum og miklu borðplássi. Þar má henda í allra handa rétti án þess að finna til plássleysis.Eignasalan.is hefur höllina hans Óla til sölu. Þar er meðal annars leðurklæddur bar og svarti og hvíti liturinn nýtur sín í botn.Mynd/Eignasalan.isHjónaherbergið er vel skreytt með stóru fataherbergi inn af. Silkimjúkt harðparket er þar á gólfum. Dugar ekkert minna. Tvö önnur herbergi eru í húsinu einnig með harðparketi. Baðherbergið er með hornbaðkari og sturtu sem rúmar tvo auðveldlega. Sturtuhausinn er fyrsta flokks. Gólfhiti er í húsinu og þvottahúsið er eins og klippt út úr Húsum og híbýlum. Glæsileg vinnuaðstaða. Bílskúrinn er síðan draumur allra enda tvöfaldur og nóg af plássi. Óli Geir varð hluti af þjóðarsálinni þegar hann var kosinn Herra Ísland árið 2005. Hann varð síðar að skila þeim titli. Var það í fyrsta sinn sem það gerðist í sögu Fegurðarsamkeppni Íslands. Ástæðan sem honum var gefin var að hann hefði kynnt hjálpartæki ástalífsins í sjónvarpsþættinum Splash og bloggað um daginn og veginn. Jón Gunnlaugur Viggósson tók við keflinu. Óli Geir hefur síðan haldið tónlistarhátíð og snertir á sjálfum tímanum með úrafyrirtæki sínu Nora.Mynd/Eignasalan.isMynd/Eignasalan.is
Birtist í Fréttablaðinu Hús og heimili Mest lesið Björgólfur og Kristín í fimmtugsafmæli Beckham Lífið Mæðgin á stóra sviðinu í Feneyjum með íslenskan arkitektúr Menning Áhorfendur djúpt snortnir á forsýningu Stóru stundarinnar Lífið „Ég fór úr sjötíu prósent þjáningu niður í tíu prósent“ Lífið Glamúr og glæsileiki í fimmtugsafmæli Kristínar Ólafs Lífið „Svo byrjaði ég að kyssa stráka og varð allt í einu algjör uppreisnarseggur“ Lífið Tónleikar Lady Gaga æðislegir og öryggisgæslan svakaleg Lífið Pedro Pascal fékk sér að borða á Kaffi Vest Lífið Stærsti sinueldur Íslandssögunnar í myndum Lífið Þakka aðdáendum fyrir að hafa fjármagnað nýja húsið Lífið Fleiri fréttir Björgólfur og Kristín í fimmtugsafmæli Beckham Katrín Tanja og Brooks eiga von á barni Frábær þjóðbúningamessa í Fljótshlíð Tónleikar Lady Gaga æðislegir og öryggisgæslan svakaleg Pedro Pascal fékk sér að borða á Kaffi Vest Hátt í þrjú þúsund manns sóttu „þjóðfund“ EVE-spilara Áhorfendur djúpt snortnir á forsýningu Stóru stundarinnar Stærsti sinueldur Íslandssögunnar í myndum „Ég fór úr sjötíu prósent þjáningu niður í tíu prósent“ „Svo byrjaði ég að kyssa stráka og varð allt í einu algjör uppreisnarseggur“ Krakkatían: Nintendo, tunglið og prinsessur Milljón manns í Rio til að sjá ókeypis Lady Gaga tónleika Býður í hláturstund við gömlu þvottalaugarnar Sýningin gott fyrir- og eftirpartý Ingvar E. valinn besti leikarinn í Belgíu Forstjórabaninn fær söngleik á fjalirnar „Ye mátti þola versnandi andlega heilsu vegna gjörða þinna“ Fréttatía vikunnar: Rafmagnsleysi, njósnir og SFS Ætlaði aldrei að enda í herskóla í Bandaríkjunum Með höfuðið rétt skrúfað á og gleyma aldrei hjálminum „Ég er búin að fæða þrjú börn en þetta er versta sem ég hef upplifað“ Þakka aðdáendum fyrir að hafa fjármagnað nýja húsið Íslenski Eurovision-hópurinn lagður af stað Mætti í eigið afmæli í lokaðri líkkistu Verðmiðinn hækkar á höll Antons Skúli og Gríma fengu sér hund Menningarlegt heimili með stórbrotnu útsýni Stærsta tímahylki Íslandssögunnar Langar að berjast við OnlyFans-stelpur Margbraut á sér ökklann á Snæfellsjökli Sjá meira