Góður lokasprettur í Jöklu Karl Lúðvíksson skrifar 27. september 2018 10:31 Þessi lax veiddist á Jöklusvæðinu í gær. Mynd: Strengir Veiðiþjónusta Jökla fór óvenjusnemma í yfirfall sem gerði veiðina í Jöklu sjálfri ómögulega en veiðin í hliðaránum var engu að síður ágæt á veiðitímanum. Jökla varð hrein aftur núna í september en var lítið veidd. Veiðin í hliðaránum hefur aftur á móti verið fín en til að mynda veiddust 15 laxar á fjórar stangir þar í gær og var leginn og nýgengin lax þar í bland þar af nokkrir rígvænir. Svæðið er komið í 500 laxa en veiðin hefði klárlega verið mun meiri ef Jökla hefði farið á yfirfall seinna eins og hún gerir venjulega eða um lok ágúst eða byjrun september. Framtíðin fyrir veiði á Jöklusvæðinu er björt því samkvæmt seiðatalningum er mikil aukning í hrygningu og sýnir þéttleiki seiða í mælingum það svart á hvítu. Þéttleikinn hefur nær þrefaldast á nokkrum árum og með þessu framhaldi stefnir í að hrygningin verði orðin það góð að veiðin verði alveg sjálfbær í Jöklu. Mest lesið Flugufréttir og Veiðivon fagna veiðisumrinu næsta föstudag Veiði Góður lokasprettur í Jöklu Veiði Dýrasti dagurinn á 450.000 í Laxá í Ásum? Veiði Gömul en fyndin saga af ungum veiðiþjófum Veiði Verður að gæda við Rio Grande til vors Veiði Dýrbítur að verða ein vinsælasta vorflugan Veiði Veiðistaðir sem detta inn og út Veiði Lax eða sjóbirtingur? Veiði Bleikjan í Brúará komin í tökustuð Veiði Víðidalsá komin í 25 laxa og áinn í góðu vatni Veiði
Jökla fór óvenjusnemma í yfirfall sem gerði veiðina í Jöklu sjálfri ómögulega en veiðin í hliðaránum var engu að síður ágæt á veiðitímanum. Jökla varð hrein aftur núna í september en var lítið veidd. Veiðin í hliðaránum hefur aftur á móti verið fín en til að mynda veiddust 15 laxar á fjórar stangir þar í gær og var leginn og nýgengin lax þar í bland þar af nokkrir rígvænir. Svæðið er komið í 500 laxa en veiðin hefði klárlega verið mun meiri ef Jökla hefði farið á yfirfall seinna eins og hún gerir venjulega eða um lok ágúst eða byjrun september. Framtíðin fyrir veiði á Jöklusvæðinu er björt því samkvæmt seiðatalningum er mikil aukning í hrygningu og sýnir þéttleiki seiða í mælingum það svart á hvítu. Þéttleikinn hefur nær þrefaldast á nokkrum árum og með þessu framhaldi stefnir í að hrygningin verði orðin það góð að veiðin verði alveg sjálfbær í Jöklu.
Mest lesið Flugufréttir og Veiðivon fagna veiðisumrinu næsta föstudag Veiði Góður lokasprettur í Jöklu Veiði Dýrasti dagurinn á 450.000 í Laxá í Ásum? Veiði Gömul en fyndin saga af ungum veiðiþjófum Veiði Verður að gæda við Rio Grande til vors Veiði Dýrbítur að verða ein vinsælasta vorflugan Veiði Veiðistaðir sem detta inn og út Veiði Lax eða sjóbirtingur? Veiði Bleikjan í Brúará komin í tökustuð Veiði Víðidalsá komin í 25 laxa og áinn í góðu vatni Veiði