Heimi og KSÍ greinir á um bónusgreiðslur vegna HM Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 27. september 2018 09:00 Guðni Bergsson og Heimir Hallgrímsson ræðir málin við Carlos Quiroz. Vísir/Getty Heimir Hallgrímsson, fyrrverandi þjálfari íslenska karlalandsins, stendur í stappi við Knattspyrnusamband Íslands að fá bónusgreiðslur greiddar sem hann telur sig eiga rétt á samkvæmt samningi. Þetta herma heimildir Vísis en fjárhæðin nemur milljónum króna. Heimir og forsvarsmenn KSÍ greinir á um hvernig eigi að túlka samning þjálfarans við sambandið hvað varðar árangurstengdar greiðslur. Heimir lét af störfum sem landsliðsþjálfari að loknu heimsmeistaramótinu í Rússlandi í sumar þar sem karlalandsliðið var í fyrsta skipti á meðal keppenda. Guðni Bergsson, formaður KSÍ, segir engan ágreining um málið af hans hálfu. Það eigi einfaldlega eftir að fara yfir málin og ganga frá þeim. „Það er í rauninni ekkert að tjá sig um,“ sagði Guðni um stöðu mála núna. Auk Heimis sjá Helgi Kolviðsson, aðstoðarþjálfari Heimis hjá landsliðinu, og KSÍ samninga um bónusgreiðslur vegna HM í ólíku ljósi. Óvíst er hvað tekur við hjá Heimi Hallgrímssyni eftir frábæran árangur með karlalandsliðið.vísirVel þekkt er að leikmenn karlalandsliðsins í knattspyrnu og þjálfarar fá árangurstengdar greiðslur þegar þeir spila með landsliðinu. Undanfarin ár hafa leikmenn fengið 100 þúsund krónur fyrir hvert stig í keppnisleikjum en auk þess fyrir bónus fyrir að komast á stórmót og árangur sinn þar. Þjálfarar hafa sömuleiðis fengið bónus fyrir góðan árangur. Bónusgreiðslurnar hafa valdið fjaðrafoki hjá KSÍ í gegnum tíðina. Bæði fengu leikmenn kvennalandsliðsins lægri greiðslur fyrir árangur í leikjum lengi vel en því var breytt í upphafi árs. Þá voru deilur innan karlalandsliðsins með skiptingu bónusanna í kringum árangurinn í undankeppni Evrópumótsins 2016. Heimir Hallgrímsson hefur verið án þjálfarastarfs síðan hann lét af störfum hjá landsliðinu í sumar. Hann sagði á blaðamannafundi í sumar að hann ætlaði að gefa sér vænan tíma til að meta stöðuna. Ekki náðist í Heimi við vinnslu fréttarinnar. Fótbolti HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Ísland í átta liða úrslit eftir ótrúlega endurkomu Körfubolti „Ég hef aldrei séð Stjörnuna spila svona“ Íslenski boltinn Aðeins sjö lið í heiminum eytt meira en nýliðar Sunderland Enski boltinn Sara Björk áfram í Sádi-Arabíu Fótbolti „Ég er mjög þreyttur“ Íslenski boltinn „Mæli með að dómarar nái þessum hraða með boltann“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Deila með sér stigunum Íslenski boltinn Dildó-faraldurinn heldur áfram í WNBA Körfubolti Hólmbert Aron til Suður-Kóreu Fótbolti Leiknir selur táning til Serbíu Íslenski boltinn Fleiri fréttir Aðeins sjö lið í heiminum eytt meira en nýliðar Sunderland Sara Björk áfram í Sádi-Arabíu „Ég hef aldrei séð Stjörnuna spila svona“ „Ég er mjög þreyttur“ Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Deila með sér stigunum „Mæli með að dómarar nái þessum hraða með boltann“ Uppgjörið: Fram - Stjarnan 1-1 | Allir ósáttir eftir jafntefli Leiknir selur táning til Serbíu Hólmbert Aron til Suður-Kóreu Katla kynnt til leiks í Flórens Markametið hans Patricks Pedersen í tölum Verðmætustu uppöldu leikmennirnir spila í Arsenal Lyfta fólki upp til að skrifa á Jota minningarvegginn Segir að þeir hafi notað Newcastle í pókerleik Ratcliffe-mótmæli á leik Manchester United og Arsenal Lars sendi kveðju til Íslands Sjáðu Pedersen bæta metið og Skagamenn jafna með skrýtnum mörkum Evrópudeildarleikur Blika í beinni á Sýn Sport Mourinho grét á blaðamannafundi Fótboltamaður drukknaði Liverpool búið að samþykkja tilboð en nú veltur allt á Darwin Nunez Dramatík í Barcelona: Félagið í mál við eigin leikmann Tölvuleikurinn Grand Theft Auto boðar mjög gott fyrir Man. United Patrick: Léttir að sjá boltann í netinu Lyon krækir í leikmann Liverpool Ómar Björn: Misreiknaði boltann Markalaust í baráttunni um brúna Uppgjör: ÍA - Valur 2-2 | Skaginn náði í stig með ótrúlegu marki Brann á toppinn og Lyngby skreið áfram í bikarnum Hansen hamingjusamur í Víkinni næstu árin Sjá meira
Heimir Hallgrímsson, fyrrverandi þjálfari íslenska karlalandsins, stendur í stappi við Knattspyrnusamband Íslands að fá bónusgreiðslur greiddar sem hann telur sig eiga rétt á samkvæmt samningi. Þetta herma heimildir Vísis en fjárhæðin nemur milljónum króna. Heimir og forsvarsmenn KSÍ greinir á um hvernig eigi að túlka samning þjálfarans við sambandið hvað varðar árangurstengdar greiðslur. Heimir lét af störfum sem landsliðsþjálfari að loknu heimsmeistaramótinu í Rússlandi í sumar þar sem karlalandsliðið var í fyrsta skipti á meðal keppenda. Guðni Bergsson, formaður KSÍ, segir engan ágreining um málið af hans hálfu. Það eigi einfaldlega eftir að fara yfir málin og ganga frá þeim. „Það er í rauninni ekkert að tjá sig um,“ sagði Guðni um stöðu mála núna. Auk Heimis sjá Helgi Kolviðsson, aðstoðarþjálfari Heimis hjá landsliðinu, og KSÍ samninga um bónusgreiðslur vegna HM í ólíku ljósi. Óvíst er hvað tekur við hjá Heimi Hallgrímssyni eftir frábæran árangur með karlalandsliðið.vísirVel þekkt er að leikmenn karlalandsliðsins í knattspyrnu og þjálfarar fá árangurstengdar greiðslur þegar þeir spila með landsliðinu. Undanfarin ár hafa leikmenn fengið 100 þúsund krónur fyrir hvert stig í keppnisleikjum en auk þess fyrir bónus fyrir að komast á stórmót og árangur sinn þar. Þjálfarar hafa sömuleiðis fengið bónus fyrir góðan árangur. Bónusgreiðslurnar hafa valdið fjaðrafoki hjá KSÍ í gegnum tíðina. Bæði fengu leikmenn kvennalandsliðsins lægri greiðslur fyrir árangur í leikjum lengi vel en því var breytt í upphafi árs. Þá voru deilur innan karlalandsliðsins með skiptingu bónusanna í kringum árangurinn í undankeppni Evrópumótsins 2016. Heimir Hallgrímsson hefur verið án þjálfarastarfs síðan hann lét af störfum hjá landsliðinu í sumar. Hann sagði á blaðamannafundi í sumar að hann ætlaði að gefa sér vænan tíma til að meta stöðuna. Ekki náðist í Heimi við vinnslu fréttarinnar.
Fótbolti HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Ísland í átta liða úrslit eftir ótrúlega endurkomu Körfubolti „Ég hef aldrei séð Stjörnuna spila svona“ Íslenski boltinn Aðeins sjö lið í heiminum eytt meira en nýliðar Sunderland Enski boltinn Sara Björk áfram í Sádi-Arabíu Fótbolti „Ég er mjög þreyttur“ Íslenski boltinn „Mæli með að dómarar nái þessum hraða með boltann“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Deila með sér stigunum Íslenski boltinn Dildó-faraldurinn heldur áfram í WNBA Körfubolti Hólmbert Aron til Suður-Kóreu Fótbolti Leiknir selur táning til Serbíu Íslenski boltinn Fleiri fréttir Aðeins sjö lið í heiminum eytt meira en nýliðar Sunderland Sara Björk áfram í Sádi-Arabíu „Ég hef aldrei séð Stjörnuna spila svona“ „Ég er mjög þreyttur“ Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Deila með sér stigunum „Mæli með að dómarar nái þessum hraða með boltann“ Uppgjörið: Fram - Stjarnan 1-1 | Allir ósáttir eftir jafntefli Leiknir selur táning til Serbíu Hólmbert Aron til Suður-Kóreu Katla kynnt til leiks í Flórens Markametið hans Patricks Pedersen í tölum Verðmætustu uppöldu leikmennirnir spila í Arsenal Lyfta fólki upp til að skrifa á Jota minningarvegginn Segir að þeir hafi notað Newcastle í pókerleik Ratcliffe-mótmæli á leik Manchester United og Arsenal Lars sendi kveðju til Íslands Sjáðu Pedersen bæta metið og Skagamenn jafna með skrýtnum mörkum Evrópudeildarleikur Blika í beinni á Sýn Sport Mourinho grét á blaðamannafundi Fótboltamaður drukknaði Liverpool búið að samþykkja tilboð en nú veltur allt á Darwin Nunez Dramatík í Barcelona: Félagið í mál við eigin leikmann Tölvuleikurinn Grand Theft Auto boðar mjög gott fyrir Man. United Patrick: Léttir að sjá boltann í netinu Lyon krækir í leikmann Liverpool Ómar Björn: Misreiknaði boltann Markalaust í baráttunni um brúna Uppgjör: ÍA - Valur 2-2 | Skaginn náði í stig með ótrúlegu marki Brann á toppinn og Lyngby skreið áfram í bikarnum Hansen hamingjusamur í Víkinni næstu árin Sjá meira