Var alltaf með augastað á Ástralíu Kristinn Páll Teitsson skrifar 26. september 2018 08:00 Gunnhildur Yrsa hefur verið fastamaður í landsliðinu síðustu ár vísir/vilhelm Landsliðskonurnar Fanndís Friðriksdóttir og Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir eru á leiðinni í afar spennandi verkefni en þær eru búnar að samþykkja að ganga til liðs við Adelaide United í áströlsku kvennadeildinni á láni fyrir komandi tímabil. Tæpur mánuður er í að deildin hefjist í Ástralíu og lýkur deildarkeppninni í febrúar. Verða þær því báðar komnar aftur til liða sinna, Vals og Utah Royals, áður en tímabilin hefjast. Kemur þetta því í staðinn fyrir langt undirbúningstímabil, eitthvað sem þekkist í bandarísku NWSL deildinni sem Gunnhildur leikur í. Styðja liðin þar við bakið á leikmönnum sem kjósa að leika í Ástralíu yfir vetrartímann þegar bandaríska deildin er ekki í gangi. „Það eru fimm mánuðir á milli tímabila í Bandaríkjunum og ég var alltaf með það í hausnum að fara til Ástralíu eins og margar í deildinni kjósa að gera. Ég ræddi það við þjálfarann þegar ég skrifaði undir og hann studdi þá ákvörðun en ég vildi ekki taka neina ákvörðun fyrr en það væri allt komið á hreint hvort það væru leikir með landsliðinu á þessum tíma. Ég hefði ekki farið ef þetta hefði komið í veg fyrir landsliðsverkefni,“ segir Gunnhildur. Gunnhildur fékk tilboð frá nokkrum liðum í Ástralíu. „Auðvitað er þetta að einhverju leyti ævintýraþrá og það hefði verið erfitt að segja nei við þessu tækifæri. Þetta er sterk deild og í staðinn fyrir undirbúningstímabil fæ ég að æfa og spila leiki í sterkri deild.“ Hún verður ekki eini Íslendingurinn í liðinu og það líst henni vel á. „Það er mikill kostur að hafa Fanndísi, við vorum saman í liði í Noregi en náðum aldrei leik saman því ég var meidd. Ég var mjög ánægð að heyra að hún væri tilbúin að stökkva á þetta tækifæri. Liðið vantaði framherja og ég stakk upp á Fanndísi og þeir vissu hver hún er og voru strax spenntir,“ segir Gunnhildur og heldur áfram: „Ég á ekki von á fleiri Íslendingum, það hefði verið flott að fá fleiri en það er búið að semja við fjóra erlenda leikmenn sem er hámarkið,“ segir hún létt í lund aðspurð hvort von sé á fleiri Íslendingum í liðið. Birtist í Fréttablaðinu NWSL Mest lesið Áhorfendum vísað út af Anfield Enski boltinn Uppgjörið: Valur - Breiðablik 0-3 | Létt verk fyrir meistarana Íslenski boltinn Risaskjár og stuðsvæði á Íslandsmótinu í golfi Golf „Mikið í gangi sem enginn veit af“ Formúla 1 Barist um undirskrift Nunez Enski boltinn Kærastinn kemur til varnar: „Allir glíma við sín vandamál“ Sport Gott silfur gulli betra en hvað nú? Enski boltinn Sjáðu umdeilda vítadóminn og sigurmarkið sem var dæmt af Íslenski boltinn Fékk annað gult fyrir að keyra inn í Mikael og lét dómarann heyra það Fótbolti „Augljóslega þurfum við fleiri leikmenn“ Enski boltinn Fleiri fréttir „Þeir standa fyrir eitthvað annað“ Kári reynir að hjálpa HK upp um deild Liverpool vann Athletic tvívegis á Anfield „Báðir endar vallarins mættu vera betri“ „Skemmtilegra þegar vel gengur“ Uppgjörið: Valur - Breiðablik 0-3 | Létt verk fyrir meistarana Mark Kolbeins svo gott sem gulltryggði sigurinn „Við erum Newcastle United“ Everton að ganga frá kaupum á miðjumanni Chelsea Áhorfendum vísað út af Anfield Orri Steinn fær portúgalska samkeppni Breiðablik og Víkingur vita hverjum þau mæta næst Rashford með sitt fyrsta mark fyrir Barcelona Sjáðu umdeilda vítadóminn og sigurmarkið sem var dæmt af Sjáðu tvennu Sigurðar og snögg svör Víkinga Barist um undirskrift Nunez Tómas Bent seldur til Skotlands Ronaldo vill gera Greenwood aftur að liðsfélaga „Augljóslega þurfum við fleiri leikmenn“ Gott silfur gulli betra en hvað nú? Fékk annað gult fyrir að keyra inn í Mikael og lét dómarann heyra það Hato mættur á Brúnna Þvælu að starf Ole Gunnar sé í hættu Partey á leið til Villareal þrátt fyrir nauðgunar ákærur Palhinha mættur til Lundúna á ný eftir stutt stopp hjá Bayern Vill vera hjá Man United næstu tvo áratugina Sigurður grautfúll: „Líður eins og við höfum tapað þessum leik“ „Dómur af himnum ofan“ Þurfa þrjú stig „ef við ætlum ekki að lenda í veseni“ „Ég veit ekkert hverjir þetta voru“ Sjá meira
Landsliðskonurnar Fanndís Friðriksdóttir og Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir eru á leiðinni í afar spennandi verkefni en þær eru búnar að samþykkja að ganga til liðs við Adelaide United í áströlsku kvennadeildinni á láni fyrir komandi tímabil. Tæpur mánuður er í að deildin hefjist í Ástralíu og lýkur deildarkeppninni í febrúar. Verða þær því báðar komnar aftur til liða sinna, Vals og Utah Royals, áður en tímabilin hefjast. Kemur þetta því í staðinn fyrir langt undirbúningstímabil, eitthvað sem þekkist í bandarísku NWSL deildinni sem Gunnhildur leikur í. Styðja liðin þar við bakið á leikmönnum sem kjósa að leika í Ástralíu yfir vetrartímann þegar bandaríska deildin er ekki í gangi. „Það eru fimm mánuðir á milli tímabila í Bandaríkjunum og ég var alltaf með það í hausnum að fara til Ástralíu eins og margar í deildinni kjósa að gera. Ég ræddi það við þjálfarann þegar ég skrifaði undir og hann studdi þá ákvörðun en ég vildi ekki taka neina ákvörðun fyrr en það væri allt komið á hreint hvort það væru leikir með landsliðinu á þessum tíma. Ég hefði ekki farið ef þetta hefði komið í veg fyrir landsliðsverkefni,“ segir Gunnhildur. Gunnhildur fékk tilboð frá nokkrum liðum í Ástralíu. „Auðvitað er þetta að einhverju leyti ævintýraþrá og það hefði verið erfitt að segja nei við þessu tækifæri. Þetta er sterk deild og í staðinn fyrir undirbúningstímabil fæ ég að æfa og spila leiki í sterkri deild.“ Hún verður ekki eini Íslendingurinn í liðinu og það líst henni vel á. „Það er mikill kostur að hafa Fanndísi, við vorum saman í liði í Noregi en náðum aldrei leik saman því ég var meidd. Ég var mjög ánægð að heyra að hún væri tilbúin að stökkva á þetta tækifæri. Liðið vantaði framherja og ég stakk upp á Fanndísi og þeir vissu hver hún er og voru strax spenntir,“ segir Gunnhildur og heldur áfram: „Ég á ekki von á fleiri Íslendingum, það hefði verið flott að fá fleiri en það er búið að semja við fjóra erlenda leikmenn sem er hámarkið,“ segir hún létt í lund aðspurð hvort von sé á fleiri Íslendingum í liðið.
Birtist í Fréttablaðinu NWSL Mest lesið Áhorfendum vísað út af Anfield Enski boltinn Uppgjörið: Valur - Breiðablik 0-3 | Létt verk fyrir meistarana Íslenski boltinn Risaskjár og stuðsvæði á Íslandsmótinu í golfi Golf „Mikið í gangi sem enginn veit af“ Formúla 1 Barist um undirskrift Nunez Enski boltinn Kærastinn kemur til varnar: „Allir glíma við sín vandamál“ Sport Gott silfur gulli betra en hvað nú? Enski boltinn Sjáðu umdeilda vítadóminn og sigurmarkið sem var dæmt af Íslenski boltinn Fékk annað gult fyrir að keyra inn í Mikael og lét dómarann heyra það Fótbolti „Augljóslega þurfum við fleiri leikmenn“ Enski boltinn Fleiri fréttir „Þeir standa fyrir eitthvað annað“ Kári reynir að hjálpa HK upp um deild Liverpool vann Athletic tvívegis á Anfield „Báðir endar vallarins mættu vera betri“ „Skemmtilegra þegar vel gengur“ Uppgjörið: Valur - Breiðablik 0-3 | Létt verk fyrir meistarana Mark Kolbeins svo gott sem gulltryggði sigurinn „Við erum Newcastle United“ Everton að ganga frá kaupum á miðjumanni Chelsea Áhorfendum vísað út af Anfield Orri Steinn fær portúgalska samkeppni Breiðablik og Víkingur vita hverjum þau mæta næst Rashford með sitt fyrsta mark fyrir Barcelona Sjáðu umdeilda vítadóminn og sigurmarkið sem var dæmt af Sjáðu tvennu Sigurðar og snögg svör Víkinga Barist um undirskrift Nunez Tómas Bent seldur til Skotlands Ronaldo vill gera Greenwood aftur að liðsfélaga „Augljóslega þurfum við fleiri leikmenn“ Gott silfur gulli betra en hvað nú? Fékk annað gult fyrir að keyra inn í Mikael og lét dómarann heyra það Hato mættur á Brúnna Þvælu að starf Ole Gunnar sé í hættu Partey á leið til Villareal þrátt fyrir nauðgunar ákærur Palhinha mættur til Lundúna á ný eftir stutt stopp hjá Bayern Vill vera hjá Man United næstu tvo áratugina Sigurður grautfúll: „Líður eins og við höfum tapað þessum leik“ „Dómur af himnum ofan“ Þurfa þrjú stig „ef við ætlum ekki að lenda í veseni“ „Ég veit ekkert hverjir þetta voru“ Sjá meira