Óréttlæt samræmd próf Jóna Benediktsdóttir skrifar 23. september 2018 16:25 Mig sveið óréttlæti í garð barna sem ekki hafa íslensku að móðurmáli þar sem ég sat yfir í samræmdu prófi í morgun og setti að því loknu saman þessar hugleiðingar og sendi á Menntamálastofnun. Hugleiðingar að lokinni yfirsetu í samræmdu próf í 7.bekk, í skóla þar sem nemendur eru með fjölbreyttan móðurmálsbakgrunn. Á síðustu tuttugu árum hefur margt breytst á Íslandi. Samsetning íbúanna hvað málbakgrunn varðar er orðin fjölbreyttari en áður var. Margir nemendur hafa ekki bakgrunn sem telst að öllu leyti íslenskur, eiga kannski annan eða báða foreldrana af erlendum uppruna þó að þeir sjálfir séu fæddir á Íslandi. Það að alast upp í umhverfi þar sem heimamálið er annað en skólamálið hefur mikil áhrif á þann málbakgrunn sem nemendur eiga möguleika á að byggja upp. Málbakgrunnurinn verður ekki endilega fátækur, því þessir nemendur eiga líka annað móðurmál, en hann verður annar. Í samræmdu prófi í íslensku fyrir 7.bekk voru nokkur orð og orðasambönd sem nemendur mínir, sem eiga einmitt svona bakgrunn, spurðu um, til dæmis: hugarlund, hugljúfi, brögð í tafli, þung á brún, illa til höfð, blær, askvaðandi, tortrygginn, híalín, og að virða einhvern viðlits svo nokkur dæmi séu nefnd. Einnig var einn lesskilningskafli úr barnabók sem lesin er fyrir krakka á mörgum heimilum þar sem foreldrar tala íslensku og lesa almennt fyrir börn sín, Emil og Skunda og annar úr sögunni Nú skyldi ég hlæja væri ég ekki dauður þar sem koma fyrir allskonar flókin orð og orðasambönd sem ekki eru notuð í daglegu tali lengur. Þessar spurningar nemenda og lesskilningstextar leiddu huga minn að þeim vangaveltum hvort ekki væri kominn tími til að við hugsuðum þessi próf með öðrum hætti. Það er svo ósanngjarnt gagnvart krökkum með erlendan bakgrunn að neikvæður veldisvöxtur sé í þeim mælistikum sem lagðar eru á frammistöðu þeirra í tungumálinu. Það er bæði að þeir hafa færri tækifæri til að byggja upp orðaforða og að prófað sé úr efni sem tilheyrir íslenskri heimilismenningu og þeir sem hafa tungumálalegt forskot hafa líka menningarlegt forskot á því sviði. Núna eru nemendur með fjölbreyttan móðurmálsgrunn á Íslandi og í grófum dráttum má að mínu viti skipta þeim í þrjá hópa. Nemendur sem eiga alfarið íslenskan grunn, nemendur sem hafa búið á Íslandi í nokkur ár en eiga foreldra sem tala litla eða enga íslensku og svo þá sem eru tiltölulega nýlega fluttir til Íslands og tala litla íslensku. Þeir nemendur sem eiga annan málbakgrunn en þann sem þekktist best á Íslandi til langs tíma, eiga ekki möguleika á að hafa aflað sér vitneskju um tungumálið með sama hætti og þeir sem eiga al-íslenskan málbakgrunn en allir eru samt metnir með sömu mælistiku. Í skóla fyrir alla tel ég það skjóta verulega skökku við og vil leggja til að Menntamálastofnun bjóði upp á tvær tegundir af samræmdum prófum í íslensku. Annars vegar þetta hefðbundna próf sem við þekkjum og hins vegar íslenskupróf fyrir nemendur með annan bakgrunn í móðurmáli. Þetta ætti að vera tiltölulega einfalt í framkvæmd og verða til þess að mælikvarðinn verði sanngjarnari. Við vitum öll að það að vera metinn eftir ósanngjörnum mælikvarða hefur ekki einungis áhrif á þá einu niðurstöðu sem gefin er í það skiptið heldur líka á heildarmyndina sem fólk er að byggja upp af sjálfu sér. Það er mikilvægt fyrir sjálfsmynd nemenda að mælikvarðar séu eins sanngjarnir og hægt er og þeir eiga auðvitað ekki að vera með innbyggða neikvæða áhrifavalda.Höfundur er grunnskólakennari. Pistillinn birtist fyrst á Facebook-síðu höfundar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skóla - og menntamál Mest lesið Ferðamenn: Vanmetnir skattgreiðendur í íslensku hagkerfi Þórir Garðarsson Skoðun Endurnýjun hugarfarsins Bjarni Karlsson Skoðun Við höfum ekki efni á tvískinnungi SFS Vala Árnadóttir Skoðun Góð vísa... Ole Anton Bieltvedt Skoðun Er kominn tími á Útlendingafrí? Marion Poilvez Skoðun Hvað getum við lært af Víetnamstríðinu? Einar Magnússon Skoðun Hvenær leiddist þér síðast? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun Halldór 03.05.2025 Halldór Ríkisstjórn sem skeytir engu Diljá Matthíasardóttir Skoðun Við höfum ekki efni á norsku leiðinni Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Endurnýjun hugarfarsins Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Ferðamenn: Vanmetnir skattgreiðendur í íslensku hagkerfi Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Góð vísa... Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Við höfum ekki efni á tvískinnungi SFS Vala Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað getum við lært af Víetnamstríðinu? Einar Magnússon skrifar Skoðun Góður rekstur Mosfellsbæjar og framtíðin björt Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir ,Lovísa Jónsdóttir skrifar Skoðun Fristund.is fyrir öll - líka eldra fólk Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn sem skeytir engu Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir skrifar Skoðun Fólkið sem gleymdist í Grindavík Bryndís Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Á að sameina ÍSÍ og UMFÍ? Ómar Stefánsson skrifar Skoðun Elsku ASÍ, bara… Nei Sunna Arnardóttir skrifar Skoðun Gigtarmaí 2025 – Stuðlum að forvörnum, fræðslu og vitundarvakningu Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Við höfum ekki efni á norsku leiðinni Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Sósíalistar á vaktinni í átta ár Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Styðjum þá sem bjarga okkur Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Hver er viðskiptalegur ávinningur af EES-samningnum? Sigurbjörn Svavarsson skrifar Skoðun Embætti þitt geta allir séð Ragnheiður Davíðsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Hver á dómur að vera hjá ungmenni fyrir að fremja alvarlegt afbrot, jafnvel morð? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Sigursaga Evrópu í 21 ár Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Verkalýðshreyfingin, Dagbjört og ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Börnin á Gasa Ebba Margrét Magnúsdóttir skrifar Skoðun Myndir þú ráða fatlað fólk í vinnu? Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Hvað ert þú að gera? Eiður Welding skrifar Skoðun Rauðir sokkar á 1. maí Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun 1. maí er líka fyrir fatlað fólk! Geirdís Hanna Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Verkalýðshreyfingin á næsta leik í Evrópuumræðunni Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Á milli steins og sleggju Heinemann Ólafur Stephensen skrifar Sjá meira
Mig sveið óréttlæti í garð barna sem ekki hafa íslensku að móðurmáli þar sem ég sat yfir í samræmdu prófi í morgun og setti að því loknu saman þessar hugleiðingar og sendi á Menntamálastofnun. Hugleiðingar að lokinni yfirsetu í samræmdu próf í 7.bekk, í skóla þar sem nemendur eru með fjölbreyttan móðurmálsbakgrunn. Á síðustu tuttugu árum hefur margt breytst á Íslandi. Samsetning íbúanna hvað málbakgrunn varðar er orðin fjölbreyttari en áður var. Margir nemendur hafa ekki bakgrunn sem telst að öllu leyti íslenskur, eiga kannski annan eða báða foreldrana af erlendum uppruna þó að þeir sjálfir séu fæddir á Íslandi. Það að alast upp í umhverfi þar sem heimamálið er annað en skólamálið hefur mikil áhrif á þann málbakgrunn sem nemendur eiga möguleika á að byggja upp. Málbakgrunnurinn verður ekki endilega fátækur, því þessir nemendur eiga líka annað móðurmál, en hann verður annar. Í samræmdu prófi í íslensku fyrir 7.bekk voru nokkur orð og orðasambönd sem nemendur mínir, sem eiga einmitt svona bakgrunn, spurðu um, til dæmis: hugarlund, hugljúfi, brögð í tafli, þung á brún, illa til höfð, blær, askvaðandi, tortrygginn, híalín, og að virða einhvern viðlits svo nokkur dæmi séu nefnd. Einnig var einn lesskilningskafli úr barnabók sem lesin er fyrir krakka á mörgum heimilum þar sem foreldrar tala íslensku og lesa almennt fyrir börn sín, Emil og Skunda og annar úr sögunni Nú skyldi ég hlæja væri ég ekki dauður þar sem koma fyrir allskonar flókin orð og orðasambönd sem ekki eru notuð í daglegu tali lengur. Þessar spurningar nemenda og lesskilningstextar leiddu huga minn að þeim vangaveltum hvort ekki væri kominn tími til að við hugsuðum þessi próf með öðrum hætti. Það er svo ósanngjarnt gagnvart krökkum með erlendan bakgrunn að neikvæður veldisvöxtur sé í þeim mælistikum sem lagðar eru á frammistöðu þeirra í tungumálinu. Það er bæði að þeir hafa færri tækifæri til að byggja upp orðaforða og að prófað sé úr efni sem tilheyrir íslenskri heimilismenningu og þeir sem hafa tungumálalegt forskot hafa líka menningarlegt forskot á því sviði. Núna eru nemendur með fjölbreyttan móðurmálsgrunn á Íslandi og í grófum dráttum má að mínu viti skipta þeim í þrjá hópa. Nemendur sem eiga alfarið íslenskan grunn, nemendur sem hafa búið á Íslandi í nokkur ár en eiga foreldra sem tala litla eða enga íslensku og svo þá sem eru tiltölulega nýlega fluttir til Íslands og tala litla íslensku. Þeir nemendur sem eiga annan málbakgrunn en þann sem þekktist best á Íslandi til langs tíma, eiga ekki möguleika á að hafa aflað sér vitneskju um tungumálið með sama hætti og þeir sem eiga al-íslenskan málbakgrunn en allir eru samt metnir með sömu mælistiku. Í skóla fyrir alla tel ég það skjóta verulega skökku við og vil leggja til að Menntamálastofnun bjóði upp á tvær tegundir af samræmdum prófum í íslensku. Annars vegar þetta hefðbundna próf sem við þekkjum og hins vegar íslenskupróf fyrir nemendur með annan bakgrunn í móðurmáli. Þetta ætti að vera tiltölulega einfalt í framkvæmd og verða til þess að mælikvarðinn verði sanngjarnari. Við vitum öll að það að vera metinn eftir ósanngjörnum mælikvarða hefur ekki einungis áhrif á þá einu niðurstöðu sem gefin er í það skiptið heldur líka á heildarmyndina sem fólk er að byggja upp af sjálfu sér. Það er mikilvægt fyrir sjálfsmynd nemenda að mælikvarðar séu eins sanngjarnir og hægt er og þeir eiga auðvitað ekki að vera með innbyggða neikvæða áhrifavalda.Höfundur er grunnskólakennari. Pistillinn birtist fyrst á Facebook-síðu höfundar.
Skoðun Góður rekstur Mosfellsbæjar og framtíðin björt Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir ,Lovísa Jónsdóttir skrifar
Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir skrifar
Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson skrifar
Skoðun Gigtarmaí 2025 – Stuðlum að forvörnum, fræðslu og vitundarvakningu Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Hver á dómur að vera hjá ungmenni fyrir að fremja alvarlegt afbrot, jafnvel morð? Davíð Bergmann skrifar