Óréttlæt samræmd próf Jóna Benediktsdóttir skrifar 23. september 2018 16:25 Mig sveið óréttlæti í garð barna sem ekki hafa íslensku að móðurmáli þar sem ég sat yfir í samræmdu prófi í morgun og setti að því loknu saman þessar hugleiðingar og sendi á Menntamálastofnun. Hugleiðingar að lokinni yfirsetu í samræmdu próf í 7.bekk, í skóla þar sem nemendur eru með fjölbreyttan móðurmálsbakgrunn. Á síðustu tuttugu árum hefur margt breytst á Íslandi. Samsetning íbúanna hvað málbakgrunn varðar er orðin fjölbreyttari en áður var. Margir nemendur hafa ekki bakgrunn sem telst að öllu leyti íslenskur, eiga kannski annan eða báða foreldrana af erlendum uppruna þó að þeir sjálfir séu fæddir á Íslandi. Það að alast upp í umhverfi þar sem heimamálið er annað en skólamálið hefur mikil áhrif á þann málbakgrunn sem nemendur eiga möguleika á að byggja upp. Málbakgrunnurinn verður ekki endilega fátækur, því þessir nemendur eiga líka annað móðurmál, en hann verður annar. Í samræmdu prófi í íslensku fyrir 7.bekk voru nokkur orð og orðasambönd sem nemendur mínir, sem eiga einmitt svona bakgrunn, spurðu um, til dæmis: hugarlund, hugljúfi, brögð í tafli, þung á brún, illa til höfð, blær, askvaðandi, tortrygginn, híalín, og að virða einhvern viðlits svo nokkur dæmi séu nefnd. Einnig var einn lesskilningskafli úr barnabók sem lesin er fyrir krakka á mörgum heimilum þar sem foreldrar tala íslensku og lesa almennt fyrir börn sín, Emil og Skunda og annar úr sögunni Nú skyldi ég hlæja væri ég ekki dauður þar sem koma fyrir allskonar flókin orð og orðasambönd sem ekki eru notuð í daglegu tali lengur. Þessar spurningar nemenda og lesskilningstextar leiddu huga minn að þeim vangaveltum hvort ekki væri kominn tími til að við hugsuðum þessi próf með öðrum hætti. Það er svo ósanngjarnt gagnvart krökkum með erlendan bakgrunn að neikvæður veldisvöxtur sé í þeim mælistikum sem lagðar eru á frammistöðu þeirra í tungumálinu. Það er bæði að þeir hafa færri tækifæri til að byggja upp orðaforða og að prófað sé úr efni sem tilheyrir íslenskri heimilismenningu og þeir sem hafa tungumálalegt forskot hafa líka menningarlegt forskot á því sviði. Núna eru nemendur með fjölbreyttan móðurmálsgrunn á Íslandi og í grófum dráttum má að mínu viti skipta þeim í þrjá hópa. Nemendur sem eiga alfarið íslenskan grunn, nemendur sem hafa búið á Íslandi í nokkur ár en eiga foreldra sem tala litla eða enga íslensku og svo þá sem eru tiltölulega nýlega fluttir til Íslands og tala litla íslensku. Þeir nemendur sem eiga annan málbakgrunn en þann sem þekktist best á Íslandi til langs tíma, eiga ekki möguleika á að hafa aflað sér vitneskju um tungumálið með sama hætti og þeir sem eiga al-íslenskan málbakgrunn en allir eru samt metnir með sömu mælistiku. Í skóla fyrir alla tel ég það skjóta verulega skökku við og vil leggja til að Menntamálastofnun bjóði upp á tvær tegundir af samræmdum prófum í íslensku. Annars vegar þetta hefðbundna próf sem við þekkjum og hins vegar íslenskupróf fyrir nemendur með annan bakgrunn í móðurmáli. Þetta ætti að vera tiltölulega einfalt í framkvæmd og verða til þess að mælikvarðinn verði sanngjarnari. Við vitum öll að það að vera metinn eftir ósanngjörnum mælikvarða hefur ekki einungis áhrif á þá einu niðurstöðu sem gefin er í það skiptið heldur líka á heildarmyndina sem fólk er að byggja upp af sjálfu sér. Það er mikilvægt fyrir sjálfsmynd nemenda að mælikvarðar séu eins sanngjarnir og hægt er og þeir eiga auðvitað ekki að vera með innbyggða neikvæða áhrifavalda.Höfundur er grunnskólakennari. Pistillinn birtist fyrst á Facebook-síðu höfundar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skóla - og menntamál Mest lesið Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir Skoðun Sumt er bara ekki hægt að rökræða Ása Lind Finnbogadóttir Skoðun Vaxtamunarviðskipti láta aftur á sér kræla Jökull Sólberg Auðunsson Skoðun Sterk staða Hafnarfjarðar Orri Björnsson Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun Pjattkratar taka til Þorsteinn Sæmundsson Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir Skoðun Þvílíkt „plan“ fyrir íslensk heimili Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun Veðmál barna – hættulegur leikur sem hægt er að stöðva Jóhann Steinar Ingimundarson Skoðun Skoðun Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar Skoðun Stjórnendur sem mega ekki stjórna Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Stokkhólmseinkenni sem við ættum að forðast Aðalsteinn Júlíus Magnússon skrifar Skoðun Eflum iðnlöggjöfina og stöðvum brotin Hilmar Harðarson skrifar Skoðun Pjattkratar taka til Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Sumt er bara ekki hægt að rökræða Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Vaxtamunarviðskipti láta aftur á sér kræla Jökull Sólberg Auðunsson skrifar Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir skrifar Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Græðgin í forgrunni Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Greiningar eða lausnir – hvort vegur þyngra? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Sterk staða Hafnarfjarðar Orri Björnsson skrifar Skoðun Bless bless jafnlaunavottun Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar Skoðun Miðstýrt skólakerfi eða fjölbreytni með samræmdu gæðamati? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Heiðursgestur Viðreisnar vill heimsveldi Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Veðmál barna – hættulegur leikur sem hægt er að stöðva Jóhann Steinar Ingimundarson skrifar Skoðun Allt leikur í umburðarlyndi – eða hvað? Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson skrifar Skoðun Lyfjafræðingar - traustur stuðningur í flóknum heimi Sigurbjörg Sæunn Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Þvílíkt „plan“ fyrir íslensk heimili Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Ísland og móðurplanta með erindi Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Háttvirta nýja þingkonan, María Rut Kristinsdóttir Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun Alþjóðadagur krabbameinsrannsókna – eitthvað sem mig varðar? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Af hverju ættum við að stunda geðrækt, rétt eins og líkamsrækt? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Villa um fyrir bæjarbúum Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Olíufyrirtækin vissu Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Pistil eftir frétt um Davíð Tómas körfuknattleiksdómara Sigurður Ólafur Kjartansson skrifar Skoðun Bullandi hallarekstur í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar Sjá meira
Mig sveið óréttlæti í garð barna sem ekki hafa íslensku að móðurmáli þar sem ég sat yfir í samræmdu prófi í morgun og setti að því loknu saman þessar hugleiðingar og sendi á Menntamálastofnun. Hugleiðingar að lokinni yfirsetu í samræmdu próf í 7.bekk, í skóla þar sem nemendur eru með fjölbreyttan móðurmálsbakgrunn. Á síðustu tuttugu árum hefur margt breytst á Íslandi. Samsetning íbúanna hvað málbakgrunn varðar er orðin fjölbreyttari en áður var. Margir nemendur hafa ekki bakgrunn sem telst að öllu leyti íslenskur, eiga kannski annan eða báða foreldrana af erlendum uppruna þó að þeir sjálfir séu fæddir á Íslandi. Það að alast upp í umhverfi þar sem heimamálið er annað en skólamálið hefur mikil áhrif á þann málbakgrunn sem nemendur eiga möguleika á að byggja upp. Málbakgrunnurinn verður ekki endilega fátækur, því þessir nemendur eiga líka annað móðurmál, en hann verður annar. Í samræmdu prófi í íslensku fyrir 7.bekk voru nokkur orð og orðasambönd sem nemendur mínir, sem eiga einmitt svona bakgrunn, spurðu um, til dæmis: hugarlund, hugljúfi, brögð í tafli, þung á brún, illa til höfð, blær, askvaðandi, tortrygginn, híalín, og að virða einhvern viðlits svo nokkur dæmi séu nefnd. Einnig var einn lesskilningskafli úr barnabók sem lesin er fyrir krakka á mörgum heimilum þar sem foreldrar tala íslensku og lesa almennt fyrir börn sín, Emil og Skunda og annar úr sögunni Nú skyldi ég hlæja væri ég ekki dauður þar sem koma fyrir allskonar flókin orð og orðasambönd sem ekki eru notuð í daglegu tali lengur. Þessar spurningar nemenda og lesskilningstextar leiddu huga minn að þeim vangaveltum hvort ekki væri kominn tími til að við hugsuðum þessi próf með öðrum hætti. Það er svo ósanngjarnt gagnvart krökkum með erlendan bakgrunn að neikvæður veldisvöxtur sé í þeim mælistikum sem lagðar eru á frammistöðu þeirra í tungumálinu. Það er bæði að þeir hafa færri tækifæri til að byggja upp orðaforða og að prófað sé úr efni sem tilheyrir íslenskri heimilismenningu og þeir sem hafa tungumálalegt forskot hafa líka menningarlegt forskot á því sviði. Núna eru nemendur með fjölbreyttan móðurmálsgrunn á Íslandi og í grófum dráttum má að mínu viti skipta þeim í þrjá hópa. Nemendur sem eiga alfarið íslenskan grunn, nemendur sem hafa búið á Íslandi í nokkur ár en eiga foreldra sem tala litla eða enga íslensku og svo þá sem eru tiltölulega nýlega fluttir til Íslands og tala litla íslensku. Þeir nemendur sem eiga annan málbakgrunn en þann sem þekktist best á Íslandi til langs tíma, eiga ekki möguleika á að hafa aflað sér vitneskju um tungumálið með sama hætti og þeir sem eiga al-íslenskan málbakgrunn en allir eru samt metnir með sömu mælistiku. Í skóla fyrir alla tel ég það skjóta verulega skökku við og vil leggja til að Menntamálastofnun bjóði upp á tvær tegundir af samræmdum prófum í íslensku. Annars vegar þetta hefðbundna próf sem við þekkjum og hins vegar íslenskupróf fyrir nemendur með annan bakgrunn í móðurmáli. Þetta ætti að vera tiltölulega einfalt í framkvæmd og verða til þess að mælikvarðinn verði sanngjarnari. Við vitum öll að það að vera metinn eftir ósanngjörnum mælikvarða hefur ekki einungis áhrif á þá einu niðurstöðu sem gefin er í það skiptið heldur líka á heildarmyndina sem fólk er að byggja upp af sjálfu sér. Það er mikilvægt fyrir sjálfsmynd nemenda að mælikvarðar séu eins sanngjarnir og hægt er og þeir eiga auðvitað ekki að vera með innbyggða neikvæða áhrifavalda.Höfundur er grunnskólakennari. Pistillinn birtist fyrst á Facebook-síðu höfundar.
Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir Skoðun
Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun
Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir Skoðun
NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun
Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar
Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir skrifar
Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar
Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir skrifar
Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju ættum við að stunda geðrækt, rétt eins og líkamsrækt? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar
Skoðun Pistil eftir frétt um Davíð Tómas körfuknattleiksdómara Sigurður Ólafur Kjartansson skrifar
Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir Skoðun
Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun
Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir Skoðun
NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun