Glæpur eða gjörningur? Sigfús Aðalsteinsson og Baldur Borgþórsson skrifa 10. nóvember 2025 07:15 Á fyrri hluta árs 2024, skaut upp kollinum frétt um fyrirhuguð kaup Landsbankans á TM Tryggingar af Kvikubanka. Umsamið kaupverð var 28,6 milljarðar. Þetta var sannarlega óvænt því nokkrum mánuðum áður hafði slitnað upp úr samningsviðræðum milli Íslandsbanka og Kviku um sama félag, TM. Þar hafði Kvika sett TM fram í sameiningarviðræðum á verðinu 21 milljarðar. Það þótti of hátt og sameiningarviðræðum hætt vegna þess og annarra þátta. Hvernig má það vera að aðeins fáum mánuðum síðar geri Landsbankinn tilboð upp á 28,6 milljarða í TM? Félag sem Íslandsbanki vildi ekki fyrir 21 milljarð? Svarið er einfalt. Kaupverðið var stillt af með tilliti til eiginfjárstöðu LÍ og var 9,5% af eigin fé bankans á þeim tímapunkti. Hvers vegna? Vegna þess að stjórnendur bankans þurfa ekki samþykki eiganda, þjóðarinnar, ef kaupverðið er undir 10,0% af eiginfjárstöðu. En þar með er sagan aldeilis ekki öll. Þegar kaupin eru loks gerð upp í febrúar 2025 er kaupverðið ekki lengur 28,6 milljarðar heldur 32,3 sem er 10,66% af eiginfjárstöðu LÍ þegar kaupin voru gerð og því ætti skylda um leyfi eiganda að gilda! Þrjú þúsund og sjö hundruð milljónum hærra en umsamið kaupverð! Hvers vegna? Svarið er einfalt – 32,3 milljarðar eru 9,94% af ,,nýrri´´ eiginfjárstöðu LÍ og: Þá þurfa stjórnendur bankans ekki samþykki eiganda bankans, þjóðarinnar. Þetta var útskýrt sem ,,aðlagað kaupverð.´´ Eigendur Kvikubanka héldu auðvitað mikla veislu í kjölfarið og tilkynntu um útgreiðslu íturvaxinna arðgreiðslna upp á 23 milljarða til hluthafa þann 23.mars 2025 (heimild Viðskiptablaðið). Auðvitað. Það er svo ekki sé meira sagt, áhugavert að skoða þann hóp og sjá hverjir þar leynast og hvaða stjórnmálaflokkum þeir tilheyra. Það er ærið verkefni sem við leggjum í hendur blaðamanna með dug. Við vitum ekki með ykkur en okkur er ekki skemmt. Er ekki kominn tími á breytingar? Höfundar eru forsvarsmenn Okkar Borg – Þvert á Flokka, framboð til borgarstjórnar 2026. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Sveitarstjórnarkosningar 2026 Baldur Borgþórsson Mest lesið Glæpur eða gjörningur? Sigfús Aðalsteinsson,Baldur Borgþórsson Skoðun Dýrkeypt vinavæðing á vakt lögreglustjórans Ólafur Hauksson Skoðun Börn í biðröð hjá Sýslumanni Helga Vala Helgadóttir Skoðun Svöng Eflingarbörn Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Úr myrkri í von – Saga Grindvíkinga Bryndís Gunnlaugsdóttir Skoðun COP30, Ísland, lífsskilyrði og loftslagsvá Kamma Thordarson Skoðun Þak yfir höfuðið er mannréttindi ekki forréttindi Kristján Þórður Snæbjarnarson Skoðun Fúsk eða laumuspil? Eva Hauksdóttir Skoðun Fyrir hvað stöndum við? Brynja Hallgrímsdóttir Skoðun Orkuskiptin heima og að heiman Eiríkur Hjálmarsson Skoðun Skoðun Skoðun Orkuskiptin heima og að heiman Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Fyrir hvað stöndum við? Brynja Hallgrímsdóttir skrifar Skoðun COP30, Ísland, lífsskilyrði og loftslagsvá Kamma Thordarson skrifar Skoðun Dýrkeypt vinavæðing á vakt lögreglustjórans Ólafur Hauksson skrifar Skoðun Svöng Eflingarbörn Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Úr myrkri í von – Saga Grindvíkinga Bryndís Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þak yfir höfuðið er mannréttindi ekki forréttindi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Glæpur eða gjörningur? Sigfús Aðalsteinsson,Baldur Borgþórsson skrifar Skoðun Við erum að vinna fyrir þig Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Börn í biðröð hjá Sýslumanni Helga Vala Helgadóttir skrifar Skoðun Sofandaháttur Íslands í nýrri iðnbyltingu Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Byggjum fyrir síðustu kaupendur Friðjón R. Friðjónsson skrifar Skoðun Það sem við segjum er það sem við erum Guðný Björk Pálmadóttir skrifar Skoðun Óásættanleg bið, fordómar og aðrar hindranir í kerfinu Helga F. Edwardsdóttir skrifar Skoðun Má bjóða þér einelti? Linda Hrönn Bakkmann Þórisdóttir skrifar Skoðun Fyrir hverja eru ákvarðanir teknar? Helga Þórisdóttir skrifar Skoðun Þá var „útlendingur“ ekki sá sem kom frá framandi heimsálfum Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Kann barnið þitt að hjóla? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Er ég Íslendingur? En þú? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samkeppni um hagsæld Ríkarður Ríkarðsson skrifar Skoðun Inngilding – eða aðskilnaður? Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Húsnæðispakki fyrir unga fólkið og framtíðina Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Þegar úrvinnsla eineltismála klúðrast Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Virðum réttindi intersex fólks Daníel E. Arnarsson skrifar Skoðun Ha ég? Já þú! Ekki satt! Hver þá? Arna Sif Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Samfélagslegur spegill lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Rétt klukka síðan 1968: Höldum í síðdegisbirtuna Erlendur S. Þorsteinsson skrifar Skoðun Traust, von og tækifæri á Norðausturlandi Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Tími til að endurskoða persónuverndarlög sem kæfa nýsköpun Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar Skoðun Skilin eftir á SAk Gunnhildur H Gunnlaugsdóttir skrifar Sjá meira
Á fyrri hluta árs 2024, skaut upp kollinum frétt um fyrirhuguð kaup Landsbankans á TM Tryggingar af Kvikubanka. Umsamið kaupverð var 28,6 milljarðar. Þetta var sannarlega óvænt því nokkrum mánuðum áður hafði slitnað upp úr samningsviðræðum milli Íslandsbanka og Kviku um sama félag, TM. Þar hafði Kvika sett TM fram í sameiningarviðræðum á verðinu 21 milljarðar. Það þótti of hátt og sameiningarviðræðum hætt vegna þess og annarra þátta. Hvernig má það vera að aðeins fáum mánuðum síðar geri Landsbankinn tilboð upp á 28,6 milljarða í TM? Félag sem Íslandsbanki vildi ekki fyrir 21 milljarð? Svarið er einfalt. Kaupverðið var stillt af með tilliti til eiginfjárstöðu LÍ og var 9,5% af eigin fé bankans á þeim tímapunkti. Hvers vegna? Vegna þess að stjórnendur bankans þurfa ekki samþykki eiganda, þjóðarinnar, ef kaupverðið er undir 10,0% af eiginfjárstöðu. En þar með er sagan aldeilis ekki öll. Þegar kaupin eru loks gerð upp í febrúar 2025 er kaupverðið ekki lengur 28,6 milljarðar heldur 32,3 sem er 10,66% af eiginfjárstöðu LÍ þegar kaupin voru gerð og því ætti skylda um leyfi eiganda að gilda! Þrjú þúsund og sjö hundruð milljónum hærra en umsamið kaupverð! Hvers vegna? Svarið er einfalt – 32,3 milljarðar eru 9,94% af ,,nýrri´´ eiginfjárstöðu LÍ og: Þá þurfa stjórnendur bankans ekki samþykki eiganda bankans, þjóðarinnar. Þetta var útskýrt sem ,,aðlagað kaupverð.´´ Eigendur Kvikubanka héldu auðvitað mikla veislu í kjölfarið og tilkynntu um útgreiðslu íturvaxinna arðgreiðslna upp á 23 milljarða til hluthafa þann 23.mars 2025 (heimild Viðskiptablaðið). Auðvitað. Það er svo ekki sé meira sagt, áhugavert að skoða þann hóp og sjá hverjir þar leynast og hvaða stjórnmálaflokkum þeir tilheyra. Það er ærið verkefni sem við leggjum í hendur blaðamanna með dug. Við vitum ekki með ykkur en okkur er ekki skemmt. Er ekki kominn tími á breytingar? Höfundar eru forsvarsmenn Okkar Borg – Þvert á Flokka, framboð til borgarstjórnar 2026.
Skoðun Tími til að endurskoða persónuverndarlög sem kæfa nýsköpun Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar