„Hugsaði þegar hún var að lemja mig að einhver myndi koma og taka mig“ Stefán Árni Pálsson skrifar 9. október 2018 11:30 Karítas Ósk var í viðtali við Sindra Sindrason í síðasta þætti af Fósturbörnum. „Ég er ekki í bandi við þau. Ég er ótrúlega heppin, ég á stjúppabba, ég á fósturforeldra, ég á ótrúlega mikið af vinum og yndislegu fólki,“ segir Karítas Ósk Þorsteinsdóttir. Saga Karítasar var sögð í þættinum Fósturbörn á Stöð 2 á sunnudagskvöldið. Karítas var tekin í fóstur þegar hún var komin vel yfir unglingsaldur og telur að það hafi verið allt of seint. Hún er ekki í neinu sambandi við foreldra sína. „Ég í raun og veru þarf ekki að vera í bandi við þau en innst inni þá býr alltaf hugmyndin um það að eiga mömmu og pabba. Sem barn var ég alltaf að vona að einn daginn myndu foreldrar mínir hætta að vera svona við mig, taka utan um mig og segja að þetta verði allt í lagi. Í raun og veru fer ég í fóstur rosalega seint og ég hugsaði þegar hún var að lemja mig að einhver myndi koma og taka mig úr þessum aðstæðum. Svo skildi ég ekki af hverju hún gerði þetta við mig, en ekki hina.“ Karítas efast um að samband sitt við foreldrana muni nokkurn tímann batna.Þetta verður ekki alltaf svona „Þetta hefur alltaf verið svona. Blóðpabbi minn er útlenskur og ég held að það verði aldrei nein samskipti þannig. Það mynduðust aldrei nein tengsl, en vonandi einn daginn.“ Hún hefur ákveðin skilaboð til barna sem eru í sömu stöðu og hún var í. „Þetta verður ekki alltaf svona. Þegar maður er svona ungur þá upplifir maður eins og heimurinn sé bara búinn og þetta verði alltaf svona.“ Hér að neðan má sjá brot úr síðasta þætti.Sindri Sindrason heldur áfram að kynna sér fósturkerfið á Íslandi í þáttunum Fósturbörn. Hann heyrir sögur foreldra sem hafa misst börn sín frá sér og eru allt annað en sáttir við starfsfólk barnaverndarnefnda og fólkinu sem tekur við börnunum og hræðist ekkert meira en að þau fari til baka. Hann kynnist líka fólki sem vill ekkert með kynforeldra sína hafa, syrgir jafnvel ekki dauða þeirra og heyri lýsingu fólks á því hvaða áhrif það hafði á þau að vera tekin af foreldrum sínum á unga aldri. Fósturbörn Mest lesið Ungfrú Ísland rýfur tengslin við Ungfrú Ísland Lífið Ískaldir IceGuys jólatónleikar Lífið Bríet ældi á miðjum tónleikum Lífið Hver mínúta tók heilan mánuð af vinnu Lífið „Góður vetrardagur hér er 23 gráður“ Lífið Eldsvoðinn í Reykjavík sem líkt var við náttúruhamfarir Lífið „Var fljót að henda kjólnum aftur niður og labba inn á sviðið“ Lífið Upphitaðir afneitunarafgangar Frosta Gagnrýni Fordæmir barnaskap „skáeygðra“ sannra Finna Lífið „Litlu aumingjarnir þurftu að fara heim að sofa“ Lífið Fleiri fréttir Ungfrú Ísland rýfur tengslin við Ungfrú Ísland Draumadís Þórhildar og Hjalta skírð Ískaldir IceGuys jólatónleikar Bríet ældi á miðjum tónleikum Hver mínúta tók heilan mánuð af vinnu Þátttökulöndin ekki færri síðan 2003 Fordæmir barnaskap „skáeygðra“ sannra Finna „Litlu aumingjarnir þurftu að fara heim að sofa“ „Góður vetrardagur hér er 23 gráður“ Prestarnir sem passa þau sem samfélagið afskrifar eða dæmir Eldsvoðinn í Reykjavík sem líkt var við náttúruhamfarir Ebba Katrín hlaut styrk úr Minningarsjóði Stefaníu Krakkatían: HúbbaBúbba, Eurovision og handbolti Ein áhrifamesta grínleikkona Hollywood á lausu „Það eru forréttindi að eiga systur með Downs“ Fréttatía vikunnar: Afsökunarbeiðni, fréttastef og blaðamannafundur Þetta gúggluðu Íslendingar á árinu Klámleikkona slapp með sekt og brottvísun Grunaði strax að ókunnugur maður væri faðir vinkonu sinnar Róbert hættur við að mæta í hlaðvarp vegna viðtals við Albert Sannir Finnar lýsa yfir stuðningi við slaufuðu fegurðardrottninguna Innlit í glænýja mathöll í Smáralindinni Hanskar Gunna Nels, árituð ManU-treyja og Elli Egils á uppboði Húsið fallega í Eyjum komið langt á veg Sigurvegari Eurovision skilar bikarnum Krökkt af kempum í útgáfuhófi Óla Jó Framkvæmdastjóri Eurovision bregst við ákvörðun Íslands Svipt krúnunni eftir að hafa gert sig skáeygða Spígsporandi górilla á fyndnustu dýralífsmynd ársins Tóku áskoruninni og Joey Christ sver af sér sviðsetningu Sjá meira
„Ég er ekki í bandi við þau. Ég er ótrúlega heppin, ég á stjúppabba, ég á fósturforeldra, ég á ótrúlega mikið af vinum og yndislegu fólki,“ segir Karítas Ósk Þorsteinsdóttir. Saga Karítasar var sögð í þættinum Fósturbörn á Stöð 2 á sunnudagskvöldið. Karítas var tekin í fóstur þegar hún var komin vel yfir unglingsaldur og telur að það hafi verið allt of seint. Hún er ekki í neinu sambandi við foreldra sína. „Ég í raun og veru þarf ekki að vera í bandi við þau en innst inni þá býr alltaf hugmyndin um það að eiga mömmu og pabba. Sem barn var ég alltaf að vona að einn daginn myndu foreldrar mínir hætta að vera svona við mig, taka utan um mig og segja að þetta verði allt í lagi. Í raun og veru fer ég í fóstur rosalega seint og ég hugsaði þegar hún var að lemja mig að einhver myndi koma og taka mig úr þessum aðstæðum. Svo skildi ég ekki af hverju hún gerði þetta við mig, en ekki hina.“ Karítas efast um að samband sitt við foreldrana muni nokkurn tímann batna.Þetta verður ekki alltaf svona „Þetta hefur alltaf verið svona. Blóðpabbi minn er útlenskur og ég held að það verði aldrei nein samskipti þannig. Það mynduðust aldrei nein tengsl, en vonandi einn daginn.“ Hún hefur ákveðin skilaboð til barna sem eru í sömu stöðu og hún var í. „Þetta verður ekki alltaf svona. Þegar maður er svona ungur þá upplifir maður eins og heimurinn sé bara búinn og þetta verði alltaf svona.“ Hér að neðan má sjá brot úr síðasta þætti.Sindri Sindrason heldur áfram að kynna sér fósturkerfið á Íslandi í þáttunum Fósturbörn. Hann heyrir sögur foreldra sem hafa misst börn sín frá sér og eru allt annað en sáttir við starfsfólk barnaverndarnefnda og fólkinu sem tekur við börnunum og hræðist ekkert meira en að þau fari til baka. Hann kynnist líka fólki sem vill ekkert með kynforeldra sína hafa, syrgir jafnvel ekki dauða þeirra og heyri lýsingu fólks á því hvaða áhrif það hafði á þau að vera tekin af foreldrum sínum á unga aldri.
Fósturbörn Mest lesið Ungfrú Ísland rýfur tengslin við Ungfrú Ísland Lífið Ískaldir IceGuys jólatónleikar Lífið Bríet ældi á miðjum tónleikum Lífið Hver mínúta tók heilan mánuð af vinnu Lífið „Góður vetrardagur hér er 23 gráður“ Lífið Eldsvoðinn í Reykjavík sem líkt var við náttúruhamfarir Lífið „Var fljót að henda kjólnum aftur niður og labba inn á sviðið“ Lífið Upphitaðir afneitunarafgangar Frosta Gagnrýni Fordæmir barnaskap „skáeygðra“ sannra Finna Lífið „Litlu aumingjarnir þurftu að fara heim að sofa“ Lífið Fleiri fréttir Ungfrú Ísland rýfur tengslin við Ungfrú Ísland Draumadís Þórhildar og Hjalta skírð Ískaldir IceGuys jólatónleikar Bríet ældi á miðjum tónleikum Hver mínúta tók heilan mánuð af vinnu Þátttökulöndin ekki færri síðan 2003 Fordæmir barnaskap „skáeygðra“ sannra Finna „Litlu aumingjarnir þurftu að fara heim að sofa“ „Góður vetrardagur hér er 23 gráður“ Prestarnir sem passa þau sem samfélagið afskrifar eða dæmir Eldsvoðinn í Reykjavík sem líkt var við náttúruhamfarir Ebba Katrín hlaut styrk úr Minningarsjóði Stefaníu Krakkatían: HúbbaBúbba, Eurovision og handbolti Ein áhrifamesta grínleikkona Hollywood á lausu „Það eru forréttindi að eiga systur með Downs“ Fréttatía vikunnar: Afsökunarbeiðni, fréttastef og blaðamannafundur Þetta gúggluðu Íslendingar á árinu Klámleikkona slapp með sekt og brottvísun Grunaði strax að ókunnugur maður væri faðir vinkonu sinnar Róbert hættur við að mæta í hlaðvarp vegna viðtals við Albert Sannir Finnar lýsa yfir stuðningi við slaufuðu fegurðardrottninguna Innlit í glænýja mathöll í Smáralindinni Hanskar Gunna Nels, árituð ManU-treyja og Elli Egils á uppboði Húsið fallega í Eyjum komið langt á veg Sigurvegari Eurovision skilar bikarnum Krökkt af kempum í útgáfuhófi Óla Jó Framkvæmdastjóri Eurovision bregst við ákvörðun Íslands Svipt krúnunni eftir að hafa gert sig skáeygða Spígsporandi górilla á fyndnustu dýralífsmynd ársins Tóku áskoruninni og Joey Christ sver af sér sviðsetningu Sjá meira