Ein af vinsælustu flugum sumarsins Karl Lúðvíksson skrifar 8. október 2018 08:28 Skáskorinn Skuggi Mynd: www.haugur.is Á hverju sumri virðast koma fram flugur eða fluga sem verður sú sem flestir kalla spútniflugu ársins. Það var líka þannig á þessu ári og líklega nokkrar flugur sem veiðimönnum dettur í hug að séu nefndar en þegar lauslegri athugun í gegnum nokkrar veiðibækur er lokið virðist ein fluga standa upp úr. Það skal að sama skapi tekið fram að flugur eins og Rauð Frances, Collie Dog, Haugur, Sunray og Hitch eru ennþá á toppnum yfir þær sem eru að gefa best þá er greinilegur munur á milli ára á flugunni sem Veiðivísir telur vera fluguna sem sótti mest í sig veðrið. Þetta verður líklega ekki óumdeilt þar sem flugan sú arna er líklega ekkert annað en afbrigði af Sunray Shadow og ber nafnið þess merki. Flugan heitir Skuggi en þessi sem hefur verið svo vinsæl í sumar er frábrugðin að því leiti að hún er það sem er kallað skáskorin. Veiðimenn eru svo sem ekki sammála um hvort þetta sé betra eða breyti engu en klárlega má sjá í sumum hollum að sú skáskorna hefur bæði verið mikið notuð og kannski þar af leiðandi veitt vel. Gæti veiðin hafa verið sú sama ef hefðbundin Sunray hefði verið undir? Greinarhöfundur tók nú engu að síður eftir því við leiðsögn í sumar að þegar Sunray hafði farið yfir nokkra veiðistaði án árangurs og veiðimaðurinn sem var verið að leiðsegja vildi endilega prófa þessa skáskornu þá komu laxar á fluguna. Gæti hafa verið tilviljun eða þá að skurðurinn framan við hausinn á henni gerir eitthvað, hún kannski hegðar sér öðruvísi í vatninu en hvað sem því líður er hún vinsæl og samkvæmt veiðibókum gjöful eftir því. Mest lesið Hvað á rjúpa að hanga lengi? Veiði 85 laxa holl í Laxá í Dölum Veiði Blanda gefur enn vel Veiði Stórfiskar í Geirlandsá Veiði 93 fiskar á land í Litluá Veiði Laxveiðin líklega undir meðallagi í sumar Veiði Fín bleikjuveiði og þétt setnir bakkar Veiði Frábært veiðiveður framundan um helgina Veiði Næst besta opnun sumarsins er í Stóru Laxá IV Veiði Kársstaðaá verður hjá SVFR í sumar Veiði
Á hverju sumri virðast koma fram flugur eða fluga sem verður sú sem flestir kalla spútniflugu ársins. Það var líka þannig á þessu ári og líklega nokkrar flugur sem veiðimönnum dettur í hug að séu nefndar en þegar lauslegri athugun í gegnum nokkrar veiðibækur er lokið virðist ein fluga standa upp úr. Það skal að sama skapi tekið fram að flugur eins og Rauð Frances, Collie Dog, Haugur, Sunray og Hitch eru ennþá á toppnum yfir þær sem eru að gefa best þá er greinilegur munur á milli ára á flugunni sem Veiðivísir telur vera fluguna sem sótti mest í sig veðrið. Þetta verður líklega ekki óumdeilt þar sem flugan sú arna er líklega ekkert annað en afbrigði af Sunray Shadow og ber nafnið þess merki. Flugan heitir Skuggi en þessi sem hefur verið svo vinsæl í sumar er frábrugðin að því leiti að hún er það sem er kallað skáskorin. Veiðimenn eru svo sem ekki sammála um hvort þetta sé betra eða breyti engu en klárlega má sjá í sumum hollum að sú skáskorna hefur bæði verið mikið notuð og kannski þar af leiðandi veitt vel. Gæti veiðin hafa verið sú sama ef hefðbundin Sunray hefði verið undir? Greinarhöfundur tók nú engu að síður eftir því við leiðsögn í sumar að þegar Sunray hafði farið yfir nokkra veiðistaði án árangurs og veiðimaðurinn sem var verið að leiðsegja vildi endilega prófa þessa skáskornu þá komu laxar á fluguna. Gæti hafa verið tilviljun eða þá að skurðurinn framan við hausinn á henni gerir eitthvað, hún kannski hegðar sér öðruvísi í vatninu en hvað sem því líður er hún vinsæl og samkvæmt veiðibókum gjöful eftir því.
Mest lesið Hvað á rjúpa að hanga lengi? Veiði 85 laxa holl í Laxá í Dölum Veiði Blanda gefur enn vel Veiði Stórfiskar í Geirlandsá Veiði 93 fiskar á land í Litluá Veiði Laxveiðin líklega undir meðallagi í sumar Veiði Fín bleikjuveiði og þétt setnir bakkar Veiði Frábært veiðiveður framundan um helgina Veiði Næst besta opnun sumarsins er í Stóru Laxá IV Veiði Kársstaðaá verður hjá SVFR í sumar Veiði