Þreytir frumraun sína í uppistandi fyrir fullum sal á Hard Rock Sylvía Hall skrifar 8. október 2018 12:45 Jakob segir móttökurnar hafa verið vonum framar. Vignir Daði Valtýsson Jakob Birgisson, tvítugur stjórnmálafræðinemi og fjöllistamaður, mun halda sitt fyrsta uppistand á Hard Rock Café í lok þessa mánaðar. Það þykir kannski ekki frásögu færandi nema fyrir þær sakir að sýningin er frumraun Jakobs í uppistandi og seldist upp á sýninguna á aðeins tveimur dögum. Fyrr í sumar vakti Jakob athygli þegar hann gaf út lagið sitt „Sumarsmellur“ sem hljómaði á hinum ýmsu útvarpsstöðvum og hefur verið spilað hátt í tíu þúsund sinnum á Spotify. Sjálfur segist hann þó hafa meiri áhuga á uppistandinu. „Ég hef skemmt í minni einkasamkvæmum og líka á viðburðum þegar ég var í menntaskóla. Mig hefur alltaf langað til þess að halda uppistand en ég hef nú aðallega bara talað um það frekar en að hrinda því í framkvæmd. Síðan ákvað ég í september að ég þyrfti að gera eitthvað í þessu,“ segir Jakob í samtali við Vísi. „Þetta var frekar mikil skyndiákvörðun“. View this post on InstagramKaupið ykkur miða (link í bio)! Hlakka til að sjá ykkur! A post shared by Jakob Birgisson (@jakobbirgis) on Oct 3, 2018 at 4:18am PDT Móttökurnar vonum framar Jakob segir móttökurnar hafa gengið vonum framar, líkt og áður sagði seldist upp á sýninguna á tveimur dögum eftir að miðar fóru í sölu og því hefur verið ákveðið að setja aukasýningu í sölu í dag. Hann hafi þó sett markið töluvert lægra í upphafi. „Ég var búinn að ákveða að ég væri frekar sáttur með að selja hundrað miða en nú er ég búinn að selja tvöhundruð og aukasýning að fara í sölu,“ segir Jakob. Sýningin er með persónulegu sniði og mun hann reifa sínar helstu hversdagsáhyggjur og velta fyrir sér almennu dægurþrasi Íslendinga um strákana okkar, bankamenn og stjórnmálin líkt og kemur fram í auglýsingu fyrir viðburðinn. Þá er sýningunni lýst sem uppgjöri við áleitnar spurningar og æskuminningar. Sýningarnar verða þann 26. október og hægt verður að nálgast miða á aukasýningu Jakobs á tix.is. Menning Mest lesið Fékk hvorki að setja eigið nafn né dulnefni á þættina sína Lífið Fyrrverandi ráðherra Dana: „Þið voruð aldrei nýlenda“ Menning Klæddi sig upp sem hjákona eiginmannsins Tíska og hönnun Svona er kynlífsþjónusta á Íslandi Lífið Stjörnulífið: „Ef fólk hættir að gagnrýna mig svelt ég“ Lífið Floppin í haust og sjónvarpslaus sjónvarpsverðlaun Menning Dagur Sig genginn í það heilaga Lífið Leikstýrir kærastanum í stærsta harmleik sögunnar Lífið Ljúffengir hafraklattar með kaffinu Lífið Hefur farið í gegnum sambandsslit, gjaldþrot og fjárkúgunarmál frammi fyrir þjóðinni Lífið Fleiri fréttir Stjörnulífið: „Ef fólk hættir að gagnrýna mig svelt ég“ Hefur farið í gegnum sambandsslit, gjaldþrot og fjárkúgunarmál frammi fyrir þjóðinni Leikstýrir kærastanum í stærsta harmleik sögunnar Fékk hvorki að setja eigið nafn né dulnefni á þættina sína Spenna á rafíþróttaæfingu fyrir eldri borgara Dagur Sig genginn í það heilaga Svona er kynlífsþjónusta á Íslandi Tók tíu klukkustundir að komast í búninginn Krakkatían: Dóra landkönnuður, Neyðarlínan og „borgin eilífa“ Kyngdi stoltinu og fjölmargir buðu fram nýra Tchéky Karyo látinn Stjörnurnar á hrekkjavökunni: Louvre-þjófur og vampírur Fréttatía vikunnar: Ríkislögreglustjóri, fellibylur og rasisti Láta forræðishyggju hinna fullorðnu ekki fipa sig Heillandi raðhús Evu Maríu og Trausta til sölu Nýr skemmti- og spjallþáttur á Sýn Fundin eftir sjö vikur á vergangi: „Takk hver sem þú ert“ Fresta hrekkjavöku til að tryggja öryggi lítilla skrímsla Stjörnurnar skinu skært á sögulegum sjónvarpsverðlaunum Atli Steinn fann ástina á ný „Síðasta flugtak“ Play í Gamla bíói Már Gunnars genginn út Verk Þórdísar Erlu munu prýða auglýsingaskilti borgarinnar Steingleymdi að taka niður sólgleraugun Hvenær má byrja að spila jólalög? Stílhrein og stílíseruð útsýnisíbúð við Heiðmörk Ískyggilega líkur ofurfyrirsætu: „Ég er með píku“ „Get ekki gengið óstudd og framundan er mikil endurhæfing“ Ótrúlegur bílskúr Hönnu Rúnar: „Hvar ertu?“ Lét flúra brúðkaupsdaginn á sig en gerði mistök Sjá meira
Jakob Birgisson, tvítugur stjórnmálafræðinemi og fjöllistamaður, mun halda sitt fyrsta uppistand á Hard Rock Café í lok þessa mánaðar. Það þykir kannski ekki frásögu færandi nema fyrir þær sakir að sýningin er frumraun Jakobs í uppistandi og seldist upp á sýninguna á aðeins tveimur dögum. Fyrr í sumar vakti Jakob athygli þegar hann gaf út lagið sitt „Sumarsmellur“ sem hljómaði á hinum ýmsu útvarpsstöðvum og hefur verið spilað hátt í tíu þúsund sinnum á Spotify. Sjálfur segist hann þó hafa meiri áhuga á uppistandinu. „Ég hef skemmt í minni einkasamkvæmum og líka á viðburðum þegar ég var í menntaskóla. Mig hefur alltaf langað til þess að halda uppistand en ég hef nú aðallega bara talað um það frekar en að hrinda því í framkvæmd. Síðan ákvað ég í september að ég þyrfti að gera eitthvað í þessu,“ segir Jakob í samtali við Vísi. „Þetta var frekar mikil skyndiákvörðun“. View this post on InstagramKaupið ykkur miða (link í bio)! Hlakka til að sjá ykkur! A post shared by Jakob Birgisson (@jakobbirgis) on Oct 3, 2018 at 4:18am PDT Móttökurnar vonum framar Jakob segir móttökurnar hafa gengið vonum framar, líkt og áður sagði seldist upp á sýninguna á tveimur dögum eftir að miðar fóru í sölu og því hefur verið ákveðið að setja aukasýningu í sölu í dag. Hann hafi þó sett markið töluvert lægra í upphafi. „Ég var búinn að ákveða að ég væri frekar sáttur með að selja hundrað miða en nú er ég búinn að selja tvöhundruð og aukasýning að fara í sölu,“ segir Jakob. Sýningin er með persónulegu sniði og mun hann reifa sínar helstu hversdagsáhyggjur og velta fyrir sér almennu dægurþrasi Íslendinga um strákana okkar, bankamenn og stjórnmálin líkt og kemur fram í auglýsingu fyrir viðburðinn. Þá er sýningunni lýst sem uppgjöri við áleitnar spurningar og æskuminningar. Sýningarnar verða þann 26. október og hægt verður að nálgast miða á aukasýningu Jakobs á tix.is.
Menning Mest lesið Fékk hvorki að setja eigið nafn né dulnefni á þættina sína Lífið Fyrrverandi ráðherra Dana: „Þið voruð aldrei nýlenda“ Menning Klæddi sig upp sem hjákona eiginmannsins Tíska og hönnun Svona er kynlífsþjónusta á Íslandi Lífið Stjörnulífið: „Ef fólk hættir að gagnrýna mig svelt ég“ Lífið Floppin í haust og sjónvarpslaus sjónvarpsverðlaun Menning Dagur Sig genginn í það heilaga Lífið Leikstýrir kærastanum í stærsta harmleik sögunnar Lífið Ljúffengir hafraklattar með kaffinu Lífið Hefur farið í gegnum sambandsslit, gjaldþrot og fjárkúgunarmál frammi fyrir þjóðinni Lífið Fleiri fréttir Stjörnulífið: „Ef fólk hættir að gagnrýna mig svelt ég“ Hefur farið í gegnum sambandsslit, gjaldþrot og fjárkúgunarmál frammi fyrir þjóðinni Leikstýrir kærastanum í stærsta harmleik sögunnar Fékk hvorki að setja eigið nafn né dulnefni á þættina sína Spenna á rafíþróttaæfingu fyrir eldri borgara Dagur Sig genginn í það heilaga Svona er kynlífsþjónusta á Íslandi Tók tíu klukkustundir að komast í búninginn Krakkatían: Dóra landkönnuður, Neyðarlínan og „borgin eilífa“ Kyngdi stoltinu og fjölmargir buðu fram nýra Tchéky Karyo látinn Stjörnurnar á hrekkjavökunni: Louvre-þjófur og vampírur Fréttatía vikunnar: Ríkislögreglustjóri, fellibylur og rasisti Láta forræðishyggju hinna fullorðnu ekki fipa sig Heillandi raðhús Evu Maríu og Trausta til sölu Nýr skemmti- og spjallþáttur á Sýn Fundin eftir sjö vikur á vergangi: „Takk hver sem þú ert“ Fresta hrekkjavöku til að tryggja öryggi lítilla skrímsla Stjörnurnar skinu skært á sögulegum sjónvarpsverðlaunum Atli Steinn fann ástina á ný „Síðasta flugtak“ Play í Gamla bíói Már Gunnars genginn út Verk Þórdísar Erlu munu prýða auglýsingaskilti borgarinnar Steingleymdi að taka niður sólgleraugun Hvenær má byrja að spila jólalög? Stílhrein og stílíseruð útsýnisíbúð við Heiðmörk Ískyggilega líkur ofurfyrirsætu: „Ég er með píku“ „Get ekki gengið óstudd og framundan er mikil endurhæfing“ Ótrúlegur bílskúr Hönnu Rúnar: „Hvar ertu?“ Lét flúra brúðkaupsdaginn á sig en gerði mistök Sjá meira