Kynjajafnrétti lykill að sjálfbærri þróun Heimsljós kynnir 30. september 2018 09:00 Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra flytur ræðu á 73. allsherjarþingi SÞ UN Loey Felipe Guðlaugur Þór Þórðarson, utanríkisráðherra, ávarpaði allsherjarþing Sameinuðu þjóðanna í nýliðinni viku. Mannréttindamál, sjálfbær þróun og stríð í Sýrlandi og Jemen voru á meðal þess sem ráðherra fjallaði um í ræðu sinni. Sameinuðu þjóðirnar hafa gegnt stóru hlutverki við að stuðla að friði og framþróun. Flestir lífskjaravísar segja jákvæða sögu – söguna af okkar sameiginlega árangri. Það er saga sem við ættum að segja oftar,“ sagði Guðlaugur Þór í upphafi ræðunnar. Guðlaugur Þór fór í ræðunni yfir mikilvægi kynjajafnréttis sem væri lykillinn að sjálfbærri þróun. Íslendingar væru reiðubúnir að deila reynslu sinni á þessu sviði með öðrum þjóðum. Þá sagði hann mikilvægt að grípa strax til loftslagsaðgerða líkt og Ísland hyggst gera með nýkynntri loftslagsáætlun. Íslendingar yrðu vitni að örum breytingum á norðurslóðum og annars staðar ógnaði eyðimerkurmyndun lífsgæðum fólks. „Sjálfbær þróun og málefni hafsins voru reifuð í ræðunni og minnti utanríkisráðherra á formennsku Íslands í Norðurskautsráðinu, sem hefst á næsta ári og mun hafa sjálfbærni að leiðarljósi. Þá kom Guðlaugur Þór inn á smitlausa sjúkdóma í ræðu sinni og lagði áherslu á að betur verði hugað að taugasjúkdómum, þá sérstaklega mænuskaða. Guðlaugur Þór sagðist stoltur af því að Ísland skuli hafa tekið sæti í mannréttindaráði Sameinuðu þjóðanna á hundrað ára afmæli fullveldisins og sjötíu ára afmæli mannréttindayfirlýsingar Sameinuðu þjóðanna. Vaxandi virðing fyrir mannréttindum frá fullveldi hafi átt stóran þátt í aukinni velsæld þjóðarinnar og því væri það hverju ríki hagsmunamál að tryggja mannréttindi borgaranna. Reifaði Guðlaugur Þór helstu áherslumál Íslands í mannréttindaráðinu, sem lúta meðal annars jafnrétti kynjanna og réttindum barna, réttindum hinsegin fólks og umbótum á starfsháttum mannréttindaráðsins. Utanríkisráðherra kom inn á átökin í Sýrlandi og Jemen, stöðu mála í Venesúela og Mjanmar og vakti máls á flóttamannavandanum og stöðu barna í því samhengi. Að endingu gerði Guðlaugur Þór grundvallargildi Sameinuðu þjóðanna að umtalsefni og stöðu alþjóðakerfisins, og mikilvægi þess að standa vörð um það. „Meðal undirstaða okkar sjálfstæðis og velgengni eru reglur alþjóðakerfisins og gildi sem meðal annars lúta að opnum mörkuðum, fríverslun, öflugum alþjóðastofnunum, frjálslyndi og lýðræði og alþjóðlegri samvinnu. Þessari undirstöðu má aldrei taka sem sjálfsögðum hlut og það kemur í okkar hlut, aðildarríkja Sameinuðu þjóðanna, að sjá til þess að kynslóðir framtíðarinnar njóti þessara sömu fríðinda.Fréttin birtist áður á vef Upplýsingaskrifstofu Sameinuðu þjóðanna.Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim.Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál. Þróunarsamvinna Mest lesið Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Innlent Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Innlent „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Innlent Starfsmaður Múlaborgar ákærður Innlent „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Innlent Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Innlent Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Erlent
Guðlaugur Þór Þórðarson, utanríkisráðherra, ávarpaði allsherjarþing Sameinuðu þjóðanna í nýliðinni viku. Mannréttindamál, sjálfbær þróun og stríð í Sýrlandi og Jemen voru á meðal þess sem ráðherra fjallaði um í ræðu sinni. Sameinuðu þjóðirnar hafa gegnt stóru hlutverki við að stuðla að friði og framþróun. Flestir lífskjaravísar segja jákvæða sögu – söguna af okkar sameiginlega árangri. Það er saga sem við ættum að segja oftar,“ sagði Guðlaugur Þór í upphafi ræðunnar. Guðlaugur Þór fór í ræðunni yfir mikilvægi kynjajafnréttis sem væri lykillinn að sjálfbærri þróun. Íslendingar væru reiðubúnir að deila reynslu sinni á þessu sviði með öðrum þjóðum. Þá sagði hann mikilvægt að grípa strax til loftslagsaðgerða líkt og Ísland hyggst gera með nýkynntri loftslagsáætlun. Íslendingar yrðu vitni að örum breytingum á norðurslóðum og annars staðar ógnaði eyðimerkurmyndun lífsgæðum fólks. „Sjálfbær þróun og málefni hafsins voru reifuð í ræðunni og minnti utanríkisráðherra á formennsku Íslands í Norðurskautsráðinu, sem hefst á næsta ári og mun hafa sjálfbærni að leiðarljósi. Þá kom Guðlaugur Þór inn á smitlausa sjúkdóma í ræðu sinni og lagði áherslu á að betur verði hugað að taugasjúkdómum, þá sérstaklega mænuskaða. Guðlaugur Þór sagðist stoltur af því að Ísland skuli hafa tekið sæti í mannréttindaráði Sameinuðu þjóðanna á hundrað ára afmæli fullveldisins og sjötíu ára afmæli mannréttindayfirlýsingar Sameinuðu þjóðanna. Vaxandi virðing fyrir mannréttindum frá fullveldi hafi átt stóran þátt í aukinni velsæld þjóðarinnar og því væri það hverju ríki hagsmunamál að tryggja mannréttindi borgaranna. Reifaði Guðlaugur Þór helstu áherslumál Íslands í mannréttindaráðinu, sem lúta meðal annars jafnrétti kynjanna og réttindum barna, réttindum hinsegin fólks og umbótum á starfsháttum mannréttindaráðsins. Utanríkisráðherra kom inn á átökin í Sýrlandi og Jemen, stöðu mála í Venesúela og Mjanmar og vakti máls á flóttamannavandanum og stöðu barna í því samhengi. Að endingu gerði Guðlaugur Þór grundvallargildi Sameinuðu þjóðanna að umtalsefni og stöðu alþjóðakerfisins, og mikilvægi þess að standa vörð um það. „Meðal undirstaða okkar sjálfstæðis og velgengni eru reglur alþjóðakerfisins og gildi sem meðal annars lúta að opnum mörkuðum, fríverslun, öflugum alþjóðastofnunum, frjálslyndi og lýðræði og alþjóðlegri samvinnu. Þessari undirstöðu má aldrei taka sem sjálfsögðum hlut og það kemur í okkar hlut, aðildarríkja Sameinuðu þjóðanna, að sjá til þess að kynslóðir framtíðarinnar njóti þessara sömu fríðinda.Fréttin birtist áður á vef Upplýsingaskrifstofu Sameinuðu þjóðanna.Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim.Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál.
Þróunarsamvinna Mest lesið Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Innlent Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Innlent „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Innlent Starfsmaður Múlaborgar ákærður Innlent „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Innlent Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Innlent Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Erlent