Hjörvar: Svo margar leiðir á EM 2020 að við hljótum að finna einhverja Anton Ingi Leifsson skrifar 16. október 2018 21:30 Hjörvar Hafliðason, sparkspekingur. vísir/skjáskot Íslenska liðið hefur ekki unnið í ellefu leikjum í röð sem er versta frammistaða liðsins í 40 ár en þó er engin ástæða til að örvænta segir Hjörvar Hafliðason. Hjörvar segir að íslenska liðið verður með í lokakeppni Evrópumótsins árið 2020 en veit ekki hverju um er að kenna er kíkt er á slakt gengi liðsins síðasta árið. „Þessi ofboðslegi stöðugleiki sem einkenndi íslenska landsliðið í mörg, mörg ár er ekki til staðar lengur," sagði Hjörvar í kvöldfréttum Stöðvar. „Við spiluðum á sama liðinu í fimm ár eða eitthvað slíkt. Nú eru komnar smá breytingar á liðinu og við erum farnir að gera fullt af einstaklingsmistökum." „Einnig erum við farnir að fá á okkur fullt af mörkum. Það kann aldrei góðri lukku að stýra," en andstæðingarnir undanfarna vikur og mánuði hafa verið ógnasterkir: „Við höfum verið að spila við besta landslið í heimi sem eru Frakkar og svo líklega það næst besta sem eru Belgar og svo Sviss sem er í áttunda sæti heimslistans." „Er ég skoða þessa leiki sem við erum án sigurs í eru aðallega bara tveir leikir sem maður er fúll yfir er Nígeríu-leikurinn sem var lélegur og svo hörmungin í Sviss en annað er ekki að trufla mig sérstaklega." En förum við á EM 2020? „Já, við erum með öflugt lið og það var var fullt í þessum leik í gær sem gaf manni von. Mér fannst við geta spilað aðeins minna hræddir því að við þurftum að vinna." „Við pressuðum þá ekkert fyrr en korter var eftir en varðandi EM; þá förum við þangað inn. Það eru svo margar leiðir þangað inn að ég held að við hljótum að finna einhverja," sagði Hjörvar. Innslagið í heild má sjá hér neðar. Þjóðadeild UEFA Mest lesið Kristófer Acox kallar sig glæpamann Körfubolti Littler kjörinn kynþokkafyllsti íþróttamaður heims Sport Þurfti að kaupa nýjan iPhone fyrir alla í liðinu Fótbolti Ógnaði leikmanni Tottenham með byssu út á götu Enski boltinn Arsenal jafnaði rúmlega aldargamalt félagsmet Fótbolti Segir Amorim ekki geta gert kraftaverk Fótbolti Liverpool vann risaslaginn Fótbolti Dagskráin í dag: Meistaradeildin heldur áfram Sport Jafnteflin ríkjandi í Meistaradeildinni í kvöld Fótbolti Sjáðu sigurmark Liverpool á móti Real Madrid og mörkin hjá Arsenal í Prag Fótbolti Fleiri fréttir Sjáðu sigurmark Liverpool á móti Real Madrid og mörkin hjá Arsenal í Prag „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Ógnaði leikmanni Tottenham með byssu út á götu Þurfti að kaupa nýjan iPhone fyrir alla í liðinu Segir Amorim ekki geta gert kraftaverk Arsenal jafnaði rúmlega aldargamalt félagsmet Jafnteflin ríkjandi í Meistaradeildinni í kvöld Liverpool vann risaslaginn Meistararnir lágu á heimavelli Sneypuför danskra til Lundúna Natasha semur við nýliða Grindavíkur/Njarðvíkur Slavia Prag engin fyrirstaða fyrir Arsenal Ráku lærlinga sem fögnuðu marki í beinni Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? David Beckham aðlaður: „Ég gæti ekki verið stoltari“ Fram líka fljótt að finna nýja ást Viðtal Kjartans við Carrick: „Þolinmæðin minni og dómharkan meiri í hverri viku“ Steini um martraðarriðilinn: „Ekki draumaandstæðingar“ Veggmynd af Alexander-Arnold skemmd: „Bless, rotta“ Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Gyökeres ekki með Arsenal í Prag Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Þjálfari Alberts rekinn Of kalt til að Ísland geti mætt Noregi og Svíþjóð Sjáðu glæsilegan einleik Ndiayes og jöfnunarmarkið frá Xhaka „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Ronaldo kveðst vera betri en Messi: „Vil ekki vera hógvær“ Fannst Tottenham spila eins og fjórðu deildarlið gegn Chelsea Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Umboðsmaður hótaði leikmanni með byssu Sjá meira
Íslenska liðið hefur ekki unnið í ellefu leikjum í röð sem er versta frammistaða liðsins í 40 ár en þó er engin ástæða til að örvænta segir Hjörvar Hafliðason. Hjörvar segir að íslenska liðið verður með í lokakeppni Evrópumótsins árið 2020 en veit ekki hverju um er að kenna er kíkt er á slakt gengi liðsins síðasta árið. „Þessi ofboðslegi stöðugleiki sem einkenndi íslenska landsliðið í mörg, mörg ár er ekki til staðar lengur," sagði Hjörvar í kvöldfréttum Stöðvar. „Við spiluðum á sama liðinu í fimm ár eða eitthvað slíkt. Nú eru komnar smá breytingar á liðinu og við erum farnir að gera fullt af einstaklingsmistökum." „Einnig erum við farnir að fá á okkur fullt af mörkum. Það kann aldrei góðri lukku að stýra," en andstæðingarnir undanfarna vikur og mánuði hafa verið ógnasterkir: „Við höfum verið að spila við besta landslið í heimi sem eru Frakkar og svo líklega það næst besta sem eru Belgar og svo Sviss sem er í áttunda sæti heimslistans." „Er ég skoða þessa leiki sem við erum án sigurs í eru aðallega bara tveir leikir sem maður er fúll yfir er Nígeríu-leikurinn sem var lélegur og svo hörmungin í Sviss en annað er ekki að trufla mig sérstaklega." En förum við á EM 2020? „Já, við erum með öflugt lið og það var var fullt í þessum leik í gær sem gaf manni von. Mér fannst við geta spilað aðeins minna hræddir því að við þurftum að vinna." „Við pressuðum þá ekkert fyrr en korter var eftir en varðandi EM; þá förum við þangað inn. Það eru svo margar leiðir þangað inn að ég held að við hljótum að finna einhverja," sagði Hjörvar. Innslagið í heild má sjá hér neðar.
Þjóðadeild UEFA Mest lesið Kristófer Acox kallar sig glæpamann Körfubolti Littler kjörinn kynþokkafyllsti íþróttamaður heims Sport Þurfti að kaupa nýjan iPhone fyrir alla í liðinu Fótbolti Ógnaði leikmanni Tottenham með byssu út á götu Enski boltinn Arsenal jafnaði rúmlega aldargamalt félagsmet Fótbolti Segir Amorim ekki geta gert kraftaverk Fótbolti Liverpool vann risaslaginn Fótbolti Dagskráin í dag: Meistaradeildin heldur áfram Sport Jafnteflin ríkjandi í Meistaradeildinni í kvöld Fótbolti Sjáðu sigurmark Liverpool á móti Real Madrid og mörkin hjá Arsenal í Prag Fótbolti Fleiri fréttir Sjáðu sigurmark Liverpool á móti Real Madrid og mörkin hjá Arsenal í Prag „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Ógnaði leikmanni Tottenham með byssu út á götu Þurfti að kaupa nýjan iPhone fyrir alla í liðinu Segir Amorim ekki geta gert kraftaverk Arsenal jafnaði rúmlega aldargamalt félagsmet Jafnteflin ríkjandi í Meistaradeildinni í kvöld Liverpool vann risaslaginn Meistararnir lágu á heimavelli Sneypuför danskra til Lundúna Natasha semur við nýliða Grindavíkur/Njarðvíkur Slavia Prag engin fyrirstaða fyrir Arsenal Ráku lærlinga sem fögnuðu marki í beinni Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? David Beckham aðlaður: „Ég gæti ekki verið stoltari“ Fram líka fljótt að finna nýja ást Viðtal Kjartans við Carrick: „Þolinmæðin minni og dómharkan meiri í hverri viku“ Steini um martraðarriðilinn: „Ekki draumaandstæðingar“ Veggmynd af Alexander-Arnold skemmd: „Bless, rotta“ Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Gyökeres ekki með Arsenal í Prag Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Þjálfari Alberts rekinn Of kalt til að Ísland geti mætt Noregi og Svíþjóð Sjáðu glæsilegan einleik Ndiayes og jöfnunarmarkið frá Xhaka „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Ronaldo kveðst vera betri en Messi: „Vil ekki vera hógvær“ Fannst Tottenham spila eins og fjórðu deildarlið gegn Chelsea Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Umboðsmaður hótaði leikmanni með byssu Sjá meira