FME hóf sérstaka skoðun á hæfi stjórnarmanna í VÍS eftir úrsagnir Þorbjörn Þórðarson skrifar 26. október 2018 18:30 Fjármálaeftirlitið ákvað í dag að taka hæfi stjórnarmanna í VÍS til sérstakrar skoðunar á grundvelli heimildar í lögum um vátryggingarstarfsemi. Ákvörðin var tekin eftir að tveir stjórnarmenn sögðu sig úr stjórninni vegna trúnaðarbrests. Lögmennirnir Helga Hlín Hákonardóttir og Jón Sigurðsson sögðu sig úr stjórninni í gær en Helga Hlín tók við stjórnarformennsku í VÍS síðasta sumar af Svanhildi Nönnu Vigfúsdóttur. Ágreiningurinn sem kom upp innan stjórnar laut ekki að stefnu félagsins eða ákvörðunum sem varða rekstur þess. Ágreiningurinn snýst fyrst og fremst um valdabaráttu í stjórn VÍS og á rætur sínar í því að Svanhildur Nanna vildi verða stjórnarformaður að nýju í félaginu. Svanhildur Nanna steig til hliðar sem stjórnarformaður VÍS hinn 1. júní síðastliðinn og var þá sagt í tilkynningu VÍS til Kauphallar Íslands að það væri vegna persónulegra ástæðna. Síðar kom í ljós að raunveruleg ástæða var sú staðreynd að viðskipti Svanhildar Nönnu og eiginmanns hennar, Guðmundar Arnar Þórðarsonar, með hlutabréf í Skeljungi og færeyska olíufélaginu P/F Magn eru til rannsóknar hjá embætti héraðssaksóknara og er þeirri rannsókn ekki lokið. Í yfirlýsingu þeirra hjóna frá 5. júní síðastliðnum kemur fram að Svanhildur Nanna ætli sér ekki að gegna stjórnarformennsku í VÍS á meðan rannsókn héraðssaksóknara stendur yfir. Valdimar Svavarsson, nýr stjórnarformaður VÍS, segir að eftir umræður í stjórn VÍS í gær hafi verið ljóst að Svanhildur Nanna yrði ekki formaður að nýju en hins vegar hafi meirihluta stjórnar þótt rétt að stjórn skipti með sér verkum og að Helga Hlín myndi hætta sem formaður. Var því borin upp tillaga þess efnis að Valdimar yrði formaður og var hún samþykkt með meirihluta atkvæða. Í kjölfarið sögðu þau Jón og Helga Hlín sig úr stjórninni. Valdimar sagði í samtali við fréttastofu í dag að meirihluti stjórnar hafi talið rétt að „stilla upp liði sem menn töldu að myndi virka best.“ Fjármálaeftirlitið (FME) ákvað svo í dag, eftir úrsagnir þeirra Helgu Hlínar og Jóns úr stjórninni, að taka hæfi sitjandi stjórnarmanna í VÍS til sérstakrar skoðunar samkvæmt upplýsingum fréttastofunnar. Boðaði stofnunin til sín fólk í viðtöl til að afla nánari upplýsinga um þann ágreining sem var til staðar innan stjórnar VÍS. FME metur hæfi stjórnarmanna en í 3. mgr. 41. gr. laga um vátryggingarstarfsemi segir: „Fjármálaeftirlitið getur á hverjum tíma tekið hæfi forstjóra, stjórnarmanna og þeirra sem bera ábyrgð á lykilstarfssviðum til sérstakrar skoðunar.“ Þurfa að uppfylla skilyrði um gott orðspor Eitt af þeim hæfisskilyrðum sem stjórnarmenn í vátryggingarfélögum þurfa að uppfylla samkvæmt lögunum er skilyrði um gott orðspor. Í reglum um framkvæmd hæfismats forstjóra, stjórnarmanna og starfsmanna sem bera ábyrgð á lykilstarfssviðum vátryggingafélaga kemur fram lýsing á því til hvaða atriða beri að líta til við mat á góðu orðspori. Þar segir: „Við mat á góðu orðspori er litið til þess hvort aðili hafi sýnt af sér háttsemi, athöfn eða athafnaleysi, sem gefur tilefni til að draga í efa hæfni þeirra til að standa fyrir traustum og heilbrigðum rekstri eða að líkur séu til að þeir muni misnota aðstöðu sína eða skaða félagið. Mat á hæfni skal byggt á mati á heiðarleika og fjárhagslegu heilbrigði sem byggist á upplýsingum um hegðun, heilindi, háttsemi og viðskiptasiðferði, þ.m.t. upplýsingar um afbrot, fjárhagsleg og önnur atriði sem skipta máli fyrir matið. Við matið er einnig litið til háttsemi aðila sem kynni að rýra trúverðugleika hans og skaða orðspor vátryggingafélags ef opinber væri. Í því sambandi koma m.a. til skoðunar fyrri afskipti Fjármálaeftirlitsins vegna starfa aðila eða vegna starfshátta eftirlitsskylds aðila sem hann var í forsvari fyrir eða bar ábyrgð á og hvort fyrri háttsemi hafi gefið tilefni til ávirðinga á hendur aðila.“ Ef það er niðurstaða FME að stjórnarmaður í vátryggingarfélagi uppfylli ekki hæfisskilyrði þarf að skipa nýjan stjórnarmann í hans stað. Skoðunin hefur hins vegar ekki áhrif á stöðu viðkomandi stjórnarmanns á meðan hún fer fram. Skeljungsmálið Tengdar fréttir Breytingar í stjórn VÍS snerust um völd en ekki stefnu félagsins Enginn efnislegur ágreiningur var innan stjórnar VÍS um stefnu félagsins áður en tveir stjórnarmenn sögðu sig úr stjórn í gær og virðast breytingar innan stjórnar eingöngu snúast um völd. 26. október 2018 12:15 Helga Hlín og Jón segja sig úr stjórn VÍS eftir deilur Þetta kemur fram í yfirlýsingu frá stjórnarformanni VÍS. 26. október 2018 06:43 Mest lesið Gat ekki skoðað mygluherbergið vegna „sofandi barns“ Neytendur Bannað að snorkla þar sem leiðsögumaður taldi þau ósynd Neytendur Sýn fær flýtimeðferð Viðskipti innlent Fjögurra billjóna hagnaður léttir fyrir fjárfesta Viðskipti erlent Ístak byggir Fossvogsbrú Viðskipti innlent Fyrirtæki óvenju virk í fasteignakaupum í október Viðskipti innlent Ísbúð Huppu flytur af Nesinu á Ægissíðuna Viðskipti innlent Ungum konum fjölgar í lögreglunni Atvinnulíf Viðbrögð bankanna eftir vaxtamálið vonbrigði Viðskipti innlent Íslandsbanki lækkar vexti Viðskipti innlent Fleiri fréttir Möguleiki á að verndaraðgerðirnar verði felldar fyrr úr gildi Sýn fær flýtimeðferð Ístak byggir Fossvogsbrú Fyrirtæki óvenju virk í fasteignakaupum í október Ísbúð Huppu flytur af Nesinu á Ægissíðuna Viðbrögð bankanna eftir vaxtamálið vonbrigði Gera ráð fyrir svipuðum hagvexti og í Covid Íslandsbanki lækkar vexti Óboðlegt að stórir aðilar auki arðsemi í krafti fákeppni Bentu hvor á annan og hlutu ólík örlög Taka minna mark á leiðsögn nefndarinnar og spá lækkunum Fyrrverandi forseti Hæstaréttar fer yfir svör gervigreindarinnar Indó ríður á vaðið Lækkuðu vegna vaxtamálsins: „Lánakjör heimilanna hafa snarlega versnað“ „Aumingjalegt skref“ í rétta átt Fullt tilefni enda hafi aðstæður gjörbreyst á skömmum tíma Svona virka verndaraðgerðir ESB vegna kísilmálms Bein útsending: Rökstyðja lækkun stýrivaxta Seðlabankinn lækkar óvænt stýrivexti Skilja töskur eftir ef von er á kröftugum mótvindi Efnahagslegt tjón lítið ef nokkuð en öll prinsipp þverbrotin „ESB hefur nú sýnt klærnar og sitt rétta andlit“ Frá Sýn til Fastus Þrír forstöðumenn til starfa hjá Íslandsbanka Kortavelta á fljúgandi siglingu og vaxtalækkun ólíkleg „Það er verið að brjóta gegn grundvallaratriðum EES-samningsins“ „Varnarsigur“ að fá inn texta um samráð um áhrif tollanna Selur hjörð en ekki jörð Samþykktu verndartolla sem bitna á Íslandi og Noregi Orri einbeitir sér að bæjarmálunum og Kári tekur við Sjá meira
Fjármálaeftirlitið ákvað í dag að taka hæfi stjórnarmanna í VÍS til sérstakrar skoðunar á grundvelli heimildar í lögum um vátryggingarstarfsemi. Ákvörðin var tekin eftir að tveir stjórnarmenn sögðu sig úr stjórninni vegna trúnaðarbrests. Lögmennirnir Helga Hlín Hákonardóttir og Jón Sigurðsson sögðu sig úr stjórninni í gær en Helga Hlín tók við stjórnarformennsku í VÍS síðasta sumar af Svanhildi Nönnu Vigfúsdóttur. Ágreiningurinn sem kom upp innan stjórnar laut ekki að stefnu félagsins eða ákvörðunum sem varða rekstur þess. Ágreiningurinn snýst fyrst og fremst um valdabaráttu í stjórn VÍS og á rætur sínar í því að Svanhildur Nanna vildi verða stjórnarformaður að nýju í félaginu. Svanhildur Nanna steig til hliðar sem stjórnarformaður VÍS hinn 1. júní síðastliðinn og var þá sagt í tilkynningu VÍS til Kauphallar Íslands að það væri vegna persónulegra ástæðna. Síðar kom í ljós að raunveruleg ástæða var sú staðreynd að viðskipti Svanhildar Nönnu og eiginmanns hennar, Guðmundar Arnar Þórðarsonar, með hlutabréf í Skeljungi og færeyska olíufélaginu P/F Magn eru til rannsóknar hjá embætti héraðssaksóknara og er þeirri rannsókn ekki lokið. Í yfirlýsingu þeirra hjóna frá 5. júní síðastliðnum kemur fram að Svanhildur Nanna ætli sér ekki að gegna stjórnarformennsku í VÍS á meðan rannsókn héraðssaksóknara stendur yfir. Valdimar Svavarsson, nýr stjórnarformaður VÍS, segir að eftir umræður í stjórn VÍS í gær hafi verið ljóst að Svanhildur Nanna yrði ekki formaður að nýju en hins vegar hafi meirihluta stjórnar þótt rétt að stjórn skipti með sér verkum og að Helga Hlín myndi hætta sem formaður. Var því borin upp tillaga þess efnis að Valdimar yrði formaður og var hún samþykkt með meirihluta atkvæða. Í kjölfarið sögðu þau Jón og Helga Hlín sig úr stjórninni. Valdimar sagði í samtali við fréttastofu í dag að meirihluti stjórnar hafi talið rétt að „stilla upp liði sem menn töldu að myndi virka best.“ Fjármálaeftirlitið (FME) ákvað svo í dag, eftir úrsagnir þeirra Helgu Hlínar og Jóns úr stjórninni, að taka hæfi sitjandi stjórnarmanna í VÍS til sérstakrar skoðunar samkvæmt upplýsingum fréttastofunnar. Boðaði stofnunin til sín fólk í viðtöl til að afla nánari upplýsinga um þann ágreining sem var til staðar innan stjórnar VÍS. FME metur hæfi stjórnarmanna en í 3. mgr. 41. gr. laga um vátryggingarstarfsemi segir: „Fjármálaeftirlitið getur á hverjum tíma tekið hæfi forstjóra, stjórnarmanna og þeirra sem bera ábyrgð á lykilstarfssviðum til sérstakrar skoðunar.“ Þurfa að uppfylla skilyrði um gott orðspor Eitt af þeim hæfisskilyrðum sem stjórnarmenn í vátryggingarfélögum þurfa að uppfylla samkvæmt lögunum er skilyrði um gott orðspor. Í reglum um framkvæmd hæfismats forstjóra, stjórnarmanna og starfsmanna sem bera ábyrgð á lykilstarfssviðum vátryggingafélaga kemur fram lýsing á því til hvaða atriða beri að líta til við mat á góðu orðspori. Þar segir: „Við mat á góðu orðspori er litið til þess hvort aðili hafi sýnt af sér háttsemi, athöfn eða athafnaleysi, sem gefur tilefni til að draga í efa hæfni þeirra til að standa fyrir traustum og heilbrigðum rekstri eða að líkur séu til að þeir muni misnota aðstöðu sína eða skaða félagið. Mat á hæfni skal byggt á mati á heiðarleika og fjárhagslegu heilbrigði sem byggist á upplýsingum um hegðun, heilindi, háttsemi og viðskiptasiðferði, þ.m.t. upplýsingar um afbrot, fjárhagsleg og önnur atriði sem skipta máli fyrir matið. Við matið er einnig litið til háttsemi aðila sem kynni að rýra trúverðugleika hans og skaða orðspor vátryggingafélags ef opinber væri. Í því sambandi koma m.a. til skoðunar fyrri afskipti Fjármálaeftirlitsins vegna starfa aðila eða vegna starfshátta eftirlitsskylds aðila sem hann var í forsvari fyrir eða bar ábyrgð á og hvort fyrri háttsemi hafi gefið tilefni til ávirðinga á hendur aðila.“ Ef það er niðurstaða FME að stjórnarmaður í vátryggingarfélagi uppfylli ekki hæfisskilyrði þarf að skipa nýjan stjórnarmann í hans stað. Skoðunin hefur hins vegar ekki áhrif á stöðu viðkomandi stjórnarmanns á meðan hún fer fram.
Skeljungsmálið Tengdar fréttir Breytingar í stjórn VÍS snerust um völd en ekki stefnu félagsins Enginn efnislegur ágreiningur var innan stjórnar VÍS um stefnu félagsins áður en tveir stjórnarmenn sögðu sig úr stjórn í gær og virðast breytingar innan stjórnar eingöngu snúast um völd. 26. október 2018 12:15 Helga Hlín og Jón segja sig úr stjórn VÍS eftir deilur Þetta kemur fram í yfirlýsingu frá stjórnarformanni VÍS. 26. október 2018 06:43 Mest lesið Gat ekki skoðað mygluherbergið vegna „sofandi barns“ Neytendur Bannað að snorkla þar sem leiðsögumaður taldi þau ósynd Neytendur Sýn fær flýtimeðferð Viðskipti innlent Fjögurra billjóna hagnaður léttir fyrir fjárfesta Viðskipti erlent Ístak byggir Fossvogsbrú Viðskipti innlent Fyrirtæki óvenju virk í fasteignakaupum í október Viðskipti innlent Ísbúð Huppu flytur af Nesinu á Ægissíðuna Viðskipti innlent Ungum konum fjölgar í lögreglunni Atvinnulíf Viðbrögð bankanna eftir vaxtamálið vonbrigði Viðskipti innlent Íslandsbanki lækkar vexti Viðskipti innlent Fleiri fréttir Möguleiki á að verndaraðgerðirnar verði felldar fyrr úr gildi Sýn fær flýtimeðferð Ístak byggir Fossvogsbrú Fyrirtæki óvenju virk í fasteignakaupum í október Ísbúð Huppu flytur af Nesinu á Ægissíðuna Viðbrögð bankanna eftir vaxtamálið vonbrigði Gera ráð fyrir svipuðum hagvexti og í Covid Íslandsbanki lækkar vexti Óboðlegt að stórir aðilar auki arðsemi í krafti fákeppni Bentu hvor á annan og hlutu ólík örlög Taka minna mark á leiðsögn nefndarinnar og spá lækkunum Fyrrverandi forseti Hæstaréttar fer yfir svör gervigreindarinnar Indó ríður á vaðið Lækkuðu vegna vaxtamálsins: „Lánakjör heimilanna hafa snarlega versnað“ „Aumingjalegt skref“ í rétta átt Fullt tilefni enda hafi aðstæður gjörbreyst á skömmum tíma Svona virka verndaraðgerðir ESB vegna kísilmálms Bein útsending: Rökstyðja lækkun stýrivaxta Seðlabankinn lækkar óvænt stýrivexti Skilja töskur eftir ef von er á kröftugum mótvindi Efnahagslegt tjón lítið ef nokkuð en öll prinsipp þverbrotin „ESB hefur nú sýnt klærnar og sitt rétta andlit“ Frá Sýn til Fastus Þrír forstöðumenn til starfa hjá Íslandsbanka Kortavelta á fljúgandi siglingu og vaxtalækkun ólíkleg „Það er verið að brjóta gegn grundvallaratriðum EES-samningsins“ „Varnarsigur“ að fá inn texta um samráð um áhrif tollanna Selur hjörð en ekki jörð Samþykktu verndartolla sem bitna á Íslandi og Noregi Orri einbeitir sér að bæjarmálunum og Kári tekur við Sjá meira
Breytingar í stjórn VÍS snerust um völd en ekki stefnu félagsins Enginn efnislegur ágreiningur var innan stjórnar VÍS um stefnu félagsins áður en tveir stjórnarmenn sögðu sig úr stjórn í gær og virðast breytingar innan stjórnar eingöngu snúast um völd. 26. október 2018 12:15
Helga Hlín og Jón segja sig úr stjórn VÍS eftir deilur Þetta kemur fram í yfirlýsingu frá stjórnarformanni VÍS. 26. október 2018 06:43