Gaddavír, rafmagnsgirðing, hreyfiskynjarar og öryggisverðir allan sólarhringinn gæta Ikea-geitarinnar Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 20. október 2018 14:30 IKEA-geithafurinn kominn á lappir í Kauptúni. Fréttablaðið/Sigtryggur ari Það eru engir sénsar teknir með hina víðfrægu Ikea-geit sem nýlega var sett upp fyrir utan Ikea-verslunina í Garðabæ. Geitin er þekkt skotmark brennuvarga en framkvæmdastjóri Ikea er tilbúinn að ganga ansi langt til þess að vernda geitina. „Við erum með gaddavírsgirðingar, rafmagnsgirðingar og svo erum við með verði allan sólarhringinn við girðinguna,“ sagði Þórarinn Ævarsson, framkvæmdastjóri Ikea í samtali við strákana í Bakaríinu á Bylgjunni í dag. Ekki nóg með það þá hafa einnig verið settir upp hreyfiskynjarar til þess að koma í veg fyrir að óprúttnir aðilar geti nálgast geitina sem sett er upp fyrir hver jól. En hvað gerist ef einhver labbar í veg fyrir skynjarann? „Þá er þetta svolítið eins og í bíómyndunum. Þá kemur myndavél sem snýst beint að þér. Þetta er eins og í Tomma og Jenna,“ sagði Þórarinn.Algeng sjón á árum áður.Þekkt skotmark Líkt og komið hefur fram í fréttum undanfarin ár hefur ítrekað verið kveikt í geitinni, síðast árið 2016 en þá upphófst æsilegur eltingarleikur sem endaði með því að brennuvargarnir voru handteknir. Þá hefur einnig komið fyrir að kviknað hafi í geitinni af sjálfsdáðum. Það gerðist árið 2015 þegar kviknaði í henni út frá ljósaseríum sem voru á henni.Geitin á ættir sínar að rekja til Svíþjóðar og var nefnd í höfuðið á bænum Gävle, þar sem hún var fyrst reist á aðaltorgi bæjarinar árið 1966. Örlög hennar þar í landi eru oftar en ekki þau sömu og á Íslandi en þar hefur hún verið eyðilögð allt að fjörutíu sinnum. Ikea-geitin íslenska er smíðuð hér á landi og er rúmir sex metrar á hæð og nokkur tonn að þyngd og hefur hún stækkað að umfangi frá því fyrst var. Eftir því sem hún hefur stækkað hefur öryggisgæslan aukist enda segir Þórarinn að eðlilegt sé að menn kosti meiru til þegar verðmætin séu orðin töluverð en dýrt sé að setja upp svo stóra geit. Hlusta má á viðtalið við Þórarinn í heild sinni hér að neðan. Í því er hann meðal annars beðinn um að gefa álit sitt á þremur mismunandi leiðum til þess að kveikja í geitinni. Athygli skal þó vakin á því að svör Þórarins við spurningunum þremur eru „algjört bull“ líkt og hann komst að orði í samtali við Vísi og því skal ekki taka svörum hans við þeim bókstaflega. IKEA Tengdar fréttir Sjáðu IKEA-geitina loga Brennuvargarnir verða kærðir og krafðir bóta. 14. nóvember 2016 09:21 Geitin komin á sinn stað IKEA-geithafurinn, óformlegur boðberi jólahátíðarinnar, er kominn á sinn stað við verslun IKEA í Kauptúni í Garðabæ. 18. október 2018 06:00 IKEA-geitin tortímdi sjálfri sér "Ég er bara miður mín yfir þessu,“ segir Þórarinn Ævarsson framkvæmdastjóri IKEA. 26. október 2015 13:26 Mest lesið Kyngdi stoltinu og fjölmargir buðu fram nýra Lífið Tók tíu klukkustundir að komast í búninginn Lífið Svona er kynlífsþjónusta á Íslandi Lífið Dagur Sig genginn í það heilaga Lífið Stjörnurnar á hrekkjavökunni: Louvre-þjófur og vampírur Lífið Tchéky Karyo látinn Lífið „Get ekki gengið óstudd og framundan er mikil endurhæfing“ Lífið Krakkatían: Dóra landkönnuður, Neyðarlínan og „borgin eilífa“ Lífið Ískyggilega líkur ofurfyrirsætu: „Ég er með píku“ Lífið Telur Sweeney hafa verið blekkta í kjólinn Tíska og hönnun Fleiri fréttir Dagur Sig genginn í það heilaga Svona er kynlífsþjónusta á Íslandi Tók tíu klukkustundir að komast í búninginn Krakkatían: Dóra landkönnuður, Neyðarlínan og „borgin eilífa“ Kyngdi stoltinu og fjölmargir buðu fram nýra Tchéky Karyo látinn Stjörnurnar á hrekkjavökunni: Louvre-þjófur og vampírur Fréttatía vikunnar: Ríkislögreglustjóri, fellibylur og rasisti Láta forræðishyggju hinna fullorðnu ekki fipa sig Heillandi raðhús Evu Maríu og Trausta til sölu Nýr skemmti- og spjallþáttur á Sýn Fundin eftir sjö vikur á vergangi: „Takk hver sem þú ert“ Fresta hrekkjavöku til að tryggja öryggi lítilla skrímsla Stjörnurnar skinu skært á sögulegum sjónvarpsverðlaunum Atli Steinn fann ástina á ný „Síðasta flugtak“ Play í Gamla bíói Már Gunnars genginn út Verk Þórdísar Erlu munu prýða auglýsingaskilti borgarinnar Steingleymdi að taka niður sólgleraugun Hvenær má byrja að spila jólalög? Stílhrein og stílíseruð útsýnisíbúð við Heiðmörk Ískyggilega líkur ofurfyrirsætu: „Ég er með píku“ „Get ekki gengið óstudd og framundan er mikil endurhæfing“ Ótrúlegur bílskúr Hönnu Rúnar: „Hvar ertu?“ Lét flúra brúðkaupsdaginn á sig en gerði mistök Sviti, mjólk og hóstakast eftir að hafa manað hvor annan Yfir 170 góðgerðafélög hlutu styrk í áheitasöfnun Reykjavíkurmaraþons Sigurjón og Sóley gjörbreyttu eldhúsinu með einstakri útkomu „Alvöru“ jólasveinn gisti á Hótel Rangá Fasteignasalar og ofurskvísur í Októberfest stemningu Sjá meira
Það eru engir sénsar teknir með hina víðfrægu Ikea-geit sem nýlega var sett upp fyrir utan Ikea-verslunina í Garðabæ. Geitin er þekkt skotmark brennuvarga en framkvæmdastjóri Ikea er tilbúinn að ganga ansi langt til þess að vernda geitina. „Við erum með gaddavírsgirðingar, rafmagnsgirðingar og svo erum við með verði allan sólarhringinn við girðinguna,“ sagði Þórarinn Ævarsson, framkvæmdastjóri Ikea í samtali við strákana í Bakaríinu á Bylgjunni í dag. Ekki nóg með það þá hafa einnig verið settir upp hreyfiskynjarar til þess að koma í veg fyrir að óprúttnir aðilar geti nálgast geitina sem sett er upp fyrir hver jól. En hvað gerist ef einhver labbar í veg fyrir skynjarann? „Þá er þetta svolítið eins og í bíómyndunum. Þá kemur myndavél sem snýst beint að þér. Þetta er eins og í Tomma og Jenna,“ sagði Þórarinn.Algeng sjón á árum áður.Þekkt skotmark Líkt og komið hefur fram í fréttum undanfarin ár hefur ítrekað verið kveikt í geitinni, síðast árið 2016 en þá upphófst æsilegur eltingarleikur sem endaði með því að brennuvargarnir voru handteknir. Þá hefur einnig komið fyrir að kviknað hafi í geitinni af sjálfsdáðum. Það gerðist árið 2015 þegar kviknaði í henni út frá ljósaseríum sem voru á henni.Geitin á ættir sínar að rekja til Svíþjóðar og var nefnd í höfuðið á bænum Gävle, þar sem hún var fyrst reist á aðaltorgi bæjarinar árið 1966. Örlög hennar þar í landi eru oftar en ekki þau sömu og á Íslandi en þar hefur hún verið eyðilögð allt að fjörutíu sinnum. Ikea-geitin íslenska er smíðuð hér á landi og er rúmir sex metrar á hæð og nokkur tonn að þyngd og hefur hún stækkað að umfangi frá því fyrst var. Eftir því sem hún hefur stækkað hefur öryggisgæslan aukist enda segir Þórarinn að eðlilegt sé að menn kosti meiru til þegar verðmætin séu orðin töluverð en dýrt sé að setja upp svo stóra geit. Hlusta má á viðtalið við Þórarinn í heild sinni hér að neðan. Í því er hann meðal annars beðinn um að gefa álit sitt á þremur mismunandi leiðum til þess að kveikja í geitinni. Athygli skal þó vakin á því að svör Þórarins við spurningunum þremur eru „algjört bull“ líkt og hann komst að orði í samtali við Vísi og því skal ekki taka svörum hans við þeim bókstaflega.
IKEA Tengdar fréttir Sjáðu IKEA-geitina loga Brennuvargarnir verða kærðir og krafðir bóta. 14. nóvember 2016 09:21 Geitin komin á sinn stað IKEA-geithafurinn, óformlegur boðberi jólahátíðarinnar, er kominn á sinn stað við verslun IKEA í Kauptúni í Garðabæ. 18. október 2018 06:00 IKEA-geitin tortímdi sjálfri sér "Ég er bara miður mín yfir þessu,“ segir Þórarinn Ævarsson framkvæmdastjóri IKEA. 26. október 2015 13:26 Mest lesið Kyngdi stoltinu og fjölmargir buðu fram nýra Lífið Tók tíu klukkustundir að komast í búninginn Lífið Svona er kynlífsþjónusta á Íslandi Lífið Dagur Sig genginn í það heilaga Lífið Stjörnurnar á hrekkjavökunni: Louvre-þjófur og vampírur Lífið Tchéky Karyo látinn Lífið „Get ekki gengið óstudd og framundan er mikil endurhæfing“ Lífið Krakkatían: Dóra landkönnuður, Neyðarlínan og „borgin eilífa“ Lífið Ískyggilega líkur ofurfyrirsætu: „Ég er með píku“ Lífið Telur Sweeney hafa verið blekkta í kjólinn Tíska og hönnun Fleiri fréttir Dagur Sig genginn í það heilaga Svona er kynlífsþjónusta á Íslandi Tók tíu klukkustundir að komast í búninginn Krakkatían: Dóra landkönnuður, Neyðarlínan og „borgin eilífa“ Kyngdi stoltinu og fjölmargir buðu fram nýra Tchéky Karyo látinn Stjörnurnar á hrekkjavökunni: Louvre-þjófur og vampírur Fréttatía vikunnar: Ríkislögreglustjóri, fellibylur og rasisti Láta forræðishyggju hinna fullorðnu ekki fipa sig Heillandi raðhús Evu Maríu og Trausta til sölu Nýr skemmti- og spjallþáttur á Sýn Fundin eftir sjö vikur á vergangi: „Takk hver sem þú ert“ Fresta hrekkjavöku til að tryggja öryggi lítilla skrímsla Stjörnurnar skinu skært á sögulegum sjónvarpsverðlaunum Atli Steinn fann ástina á ný „Síðasta flugtak“ Play í Gamla bíói Már Gunnars genginn út Verk Þórdísar Erlu munu prýða auglýsingaskilti borgarinnar Steingleymdi að taka niður sólgleraugun Hvenær má byrja að spila jólalög? Stílhrein og stílíseruð útsýnisíbúð við Heiðmörk Ískyggilega líkur ofurfyrirsætu: „Ég er með píku“ „Get ekki gengið óstudd og framundan er mikil endurhæfing“ Ótrúlegur bílskúr Hönnu Rúnar: „Hvar ertu?“ Lét flúra brúðkaupsdaginn á sig en gerði mistök Sviti, mjólk og hóstakast eftir að hafa manað hvor annan Yfir 170 góðgerðafélög hlutu styrk í áheitasöfnun Reykjavíkurmaraþons Sigurjón og Sóley gjörbreyttu eldhúsinu með einstakri útkomu „Alvöru“ jólasveinn gisti á Hótel Rangá Fasteignasalar og ofurskvísur í Októberfest stemningu Sjá meira
Geitin komin á sinn stað IKEA-geithafurinn, óformlegur boðberi jólahátíðarinnar, er kominn á sinn stað við verslun IKEA í Kauptúni í Garðabæ. 18. október 2018 06:00
IKEA-geitin tortímdi sjálfri sér "Ég er bara miður mín yfir þessu,“ segir Þórarinn Ævarsson framkvæmdastjóri IKEA. 26. október 2015 13:26