Skrýtnast hvernig jörðin hélt bara áfram að snúast Stefán Árni Pálsson skrifar 3. desember 2018 15:30 Aron Már Ólafsson kallar sig AronMola á samfélagsmiðlum. Hann opnar sig í þættinum Íslandi í dag í kvöld. „Daginn eftir þá heldur allt umhverfið í kringum þig áfram að gera nákvæmlega það sama og í gær. Jörðin heldur áfram að snúast og það er það skrýtnasta sem þú lendir í þegar þú missir einhvern. Maður upplifir eins og allir ættu bara að koma að hlúa að manni eða gráta með þér, en það er bara ekki þannig.“ Þetta segir samfélagsmiðlastjarnan og leikarinn Aron Már Ólafsson, en rúm sjö ár eru nú liðin síðan hann missti fimm ára gamla systur sína, Evu Lynn, í slysi við sumarbústað á Suðurlandi. Hann segir að maður jafni sig aldrei almennilega á slíku áfalli, en læri frekar að lifa með því. Hann barðist lengi við tilfinningar sínar eftir áfallið, byrgði þær inni, notaði áfengi og vímuefni til að sefa sársaukann og á hann leituðu sjálfsskaðandi hugsanir.Sjá einnig: Lést af slysförum við HelluEkki hægt að „halda í sér skítnum“ Það liðu meira en tvö ár þar til Aron ákvað að leita sér aðstoðar hjá sálfræðingi, eitthvað sem hann hafði lengi haft litla trú á. Aftur á móti hafi það gjörbreytt allri sinni líðan að tala upphátt um tilfinningarnar. Þannig sé jafn mikilvægt að rækta andlegu hliðina eins og að sinna líkamlegum kvillum. „Þetta er ekkert annað en bara grunntilfinningar. Grunntilfinningar eru bara nákvæmlega að það sama og grunnþarfir. Ef þú ætlar bara að halda í þér skítnum í þrjá, fjóra mánuði og segja engum frá því, bara sleppa því að kúka, þá vil ég ekki ímynda mér hvað gerist. Það er bara beint upp á slysó og það þarf að þræða eitthvað, þú verður bara fárveikur.“Réðust á garðinn þar sem hann er lægstur Þessu vilja Aron og unnustan hans Hildur Skúladóttir, sem nýlega eignuðust fyrsta barn, koma til skila í nýrri barnabók um björninn Tilfinninga-Blæ. Bókina gefa þau út ásamt félaga sínum Orra Gunnlaugssyni, en saman mynda þau góðgerðasamtökin Allir gráta – sem láta allan ágóða af starfsemi sinni renna í verkefni til að bæta tilfinningavitund og líðan ungs fólks. Bókinni er ætlað að ná til tveggja til átta ára gamalla barna, en Aron segir aldrei of seint að byrja að ræða þessi mál við börn - og hefði sjálfur viljað fá slíka fræðslu miklu fyrr. „Við vildum bara ráðast á garðinn þar sem hann er lægstur,“ segir Aron. Rætt verður við Aron Má og litið í heimsókn til ungu fjölskyldunnar á Hringbraut í Íslandi í dag klukkan 18:55, strax eftir kvöldfréttir. Ísland í dag Mest lesið Milljón manns í Rio til að sjá ókeypis Lady Gaga tónleika Lífið Forstjórabaninn fær söngleik á fjalirnar Lífið Verðmiðinn hækkar á höll Antons Lífið Býður í hláturstund við gömlu þvottalaugarnar Lífið Þakka aðdáendum fyrir að hafa fjármagnað nýja húsið Lífið Ætlaði aldrei að enda í herskóla í Bandaríkjunum Lífið Ingvar E. valinn besti leikarinn í Belgíu Lífið „Ye mátti þola versnandi andlega heilsu vegna gjörða þinna“ Lífið „Ég er búin að fæða þrjú börn en þetta er versta sem ég hef upplifað“ Lífið Með höfuðið rétt skrúfað á og gleyma aldrei hjálminum Lífið Fleiri fréttir Milljón manns í Rio til að sjá ókeypis Lady Gaga tónleika Býður í hláturstund við gömlu þvottalaugarnar Sýningin gott fyrir- og eftirpartý Ingvar E. valinn besti leikarinn í Belgíu Forstjórabaninn fær söngleik á fjalirnar „Ye mátti þola versnandi andlega heilsu vegna gjörða þinna“ Fréttatía vikunnar: Rafmagnsleysi, njósnir og SFS Ætlaði aldrei að enda í herskóla í Bandaríkjunum Með höfuðið rétt skrúfað á og gleyma aldrei hjálminum „Ég er búin að fæða þrjú börn en þetta er versta sem ég hef upplifað“ Þakka aðdáendum fyrir að hafa fjármagnað nýja húsið Íslenski Eurovision-hópurinn lagður af stað Mætti í eigið afmæli í lokaðri líkkistu Verðmiðinn hækkar á höll Antons Skúli og Gríma fengu sér hund Menningarlegt heimili með stórbrotnu útsýni Stærsta tímahylki Íslandssögunnar Langar að berjast við OnlyFans-stelpur Margbraut á sér ökklann á Snæfellsjökli Söngkonan Jill Sobule lést í húsbruna Dóttir De Niro kemur út sem trans Rapphljómsveit til rannsóknar hjá hryðjuverkadeildinni Segist hafa gert merka uppgötvun nú þegar hann „nálgast endalok lífs“ síns „Þetta er lúmskt skrímsli“ Michael Bolton með ólæknandi krabbamein Forsalan sögð slá öll fyrri met „Burtu með fordóma“ tónleikar á Selfossi 1. maí Hafa náð að auka ráðstöfunartekjur sínar um 37 prósent Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Segir netheima kexruglaðra hafa gert sig að mennskum boxpúða Sjá meira
„Daginn eftir þá heldur allt umhverfið í kringum þig áfram að gera nákvæmlega það sama og í gær. Jörðin heldur áfram að snúast og það er það skrýtnasta sem þú lendir í þegar þú missir einhvern. Maður upplifir eins og allir ættu bara að koma að hlúa að manni eða gráta með þér, en það er bara ekki þannig.“ Þetta segir samfélagsmiðlastjarnan og leikarinn Aron Már Ólafsson, en rúm sjö ár eru nú liðin síðan hann missti fimm ára gamla systur sína, Evu Lynn, í slysi við sumarbústað á Suðurlandi. Hann segir að maður jafni sig aldrei almennilega á slíku áfalli, en læri frekar að lifa með því. Hann barðist lengi við tilfinningar sínar eftir áfallið, byrgði þær inni, notaði áfengi og vímuefni til að sefa sársaukann og á hann leituðu sjálfsskaðandi hugsanir.Sjá einnig: Lést af slysförum við HelluEkki hægt að „halda í sér skítnum“ Það liðu meira en tvö ár þar til Aron ákvað að leita sér aðstoðar hjá sálfræðingi, eitthvað sem hann hafði lengi haft litla trú á. Aftur á móti hafi það gjörbreytt allri sinni líðan að tala upphátt um tilfinningarnar. Þannig sé jafn mikilvægt að rækta andlegu hliðina eins og að sinna líkamlegum kvillum. „Þetta er ekkert annað en bara grunntilfinningar. Grunntilfinningar eru bara nákvæmlega að það sama og grunnþarfir. Ef þú ætlar bara að halda í þér skítnum í þrjá, fjóra mánuði og segja engum frá því, bara sleppa því að kúka, þá vil ég ekki ímynda mér hvað gerist. Það er bara beint upp á slysó og það þarf að þræða eitthvað, þú verður bara fárveikur.“Réðust á garðinn þar sem hann er lægstur Þessu vilja Aron og unnustan hans Hildur Skúladóttir, sem nýlega eignuðust fyrsta barn, koma til skila í nýrri barnabók um björninn Tilfinninga-Blæ. Bókina gefa þau út ásamt félaga sínum Orra Gunnlaugssyni, en saman mynda þau góðgerðasamtökin Allir gráta – sem láta allan ágóða af starfsemi sinni renna í verkefni til að bæta tilfinningavitund og líðan ungs fólks. Bókinni er ætlað að ná til tveggja til átta ára gamalla barna, en Aron segir aldrei of seint að byrja að ræða þessi mál við börn - og hefði sjálfur viljað fá slíka fræðslu miklu fyrr. „Við vildum bara ráðast á garðinn þar sem hann er lægstur,“ segir Aron. Rætt verður við Aron Má og litið í heimsókn til ungu fjölskyldunnar á Hringbraut í Íslandi í dag klukkan 18:55, strax eftir kvöldfréttir.
Ísland í dag Mest lesið Milljón manns í Rio til að sjá ókeypis Lady Gaga tónleika Lífið Forstjórabaninn fær söngleik á fjalirnar Lífið Verðmiðinn hækkar á höll Antons Lífið Býður í hláturstund við gömlu þvottalaugarnar Lífið Þakka aðdáendum fyrir að hafa fjármagnað nýja húsið Lífið Ætlaði aldrei að enda í herskóla í Bandaríkjunum Lífið Ingvar E. valinn besti leikarinn í Belgíu Lífið „Ye mátti þola versnandi andlega heilsu vegna gjörða þinna“ Lífið „Ég er búin að fæða þrjú börn en þetta er versta sem ég hef upplifað“ Lífið Með höfuðið rétt skrúfað á og gleyma aldrei hjálminum Lífið Fleiri fréttir Milljón manns í Rio til að sjá ókeypis Lady Gaga tónleika Býður í hláturstund við gömlu þvottalaugarnar Sýningin gott fyrir- og eftirpartý Ingvar E. valinn besti leikarinn í Belgíu Forstjórabaninn fær söngleik á fjalirnar „Ye mátti þola versnandi andlega heilsu vegna gjörða þinna“ Fréttatía vikunnar: Rafmagnsleysi, njósnir og SFS Ætlaði aldrei að enda í herskóla í Bandaríkjunum Með höfuðið rétt skrúfað á og gleyma aldrei hjálminum „Ég er búin að fæða þrjú börn en þetta er versta sem ég hef upplifað“ Þakka aðdáendum fyrir að hafa fjármagnað nýja húsið Íslenski Eurovision-hópurinn lagður af stað Mætti í eigið afmæli í lokaðri líkkistu Verðmiðinn hækkar á höll Antons Skúli og Gríma fengu sér hund Menningarlegt heimili með stórbrotnu útsýni Stærsta tímahylki Íslandssögunnar Langar að berjast við OnlyFans-stelpur Margbraut á sér ökklann á Snæfellsjökli Söngkonan Jill Sobule lést í húsbruna Dóttir De Niro kemur út sem trans Rapphljómsveit til rannsóknar hjá hryðjuverkadeildinni Segist hafa gert merka uppgötvun nú þegar hann „nálgast endalok lífs“ síns „Þetta er lúmskt skrímsli“ Michael Bolton með ólæknandi krabbamein Forsalan sögð slá öll fyrri met „Burtu með fordóma“ tónleikar á Selfossi 1. maí Hafa náð að auka ráðstöfunartekjur sínar um 37 prósent Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Segir netheima kexruglaðra hafa gert sig að mennskum boxpúða Sjá meira