Eineltishugtakið þrengt Kolbrún Baldursdóttir skrifar 18. desember 2018 07:00 Ég hef átt fund með félags- og jafnréttisráðherra til að ræða við hann um reglugerð um aðgerðir gegn einelti, kynferðislegri áreitni, kynbundinni áreitni og ofbeldi á vinnustöðum. Tilefnið var annars vegar beiðni um breytingar vegna þrengingar sem gerð var á skilgreiningu eineltis í eineltisreglugerð árið 2015 og hins vegar að rannsakendur væru óháðir. Breytingin sem átti sér stað 2015 fól í sér að það sem var „ámælisverð eða síendurtekin ótilhlýðileg háttsemi“ breyttist í aðeins „síendurtekin ámælisverð hegðun“. Túlkunin á þessari þröngu skilgreiningu hefur gengið svo langt hjá mörgum þeim sem rannsaka eineltiskvartanir að þeir hafa fullyrt að háttsemin þurfi að vera viðhöfð vikulega yfir það tímabil sem kvörtunin nær til ef hún eigi að flokkast sem síendurtekin og þ.a.l. undir einelti. Þrenging skilgreiningarinnar hefur haft fælingarmátt. Fólk sem telur sig þolendur segir að það þýði ekki að kvarta þar sem skilgreiningin sé svo þröng. Með vísan til þessa má telja að óheillaskref hafi verið stigið með breytingunni á skilgreiningu eineltis með setningu reglugerðar nr. 1009/2015. Vandséð er hvað vakti fyrir framkvæmdarvaldinu með þrengingu skilgreiningarinnar. Það er óskandi að ráðherra geri þær breytingar á reglugerðinni að skilgreiningin á einelti verði færð í fyrra form og þannig miðað við að einelti sé ámælisverð eða síendurtekin ótilhlýðileg háttsemi, svo sem áður var mælt fyrir um í reglugerð.Er rannsakandinn óháður? Einnig ræddum við um að margir sem komið hafa að þessum málum hafa orðið varir við að utanaðkomandi sérfræðingar sem rannsaka eineltisásakanir á vinnustað, komast nánast alltaf að sömu niðurstöðu og vinnuveitandinn virðist hafa á eineltismálinu, þ.e. sami aðilinn og kallar sérfræðinginn til og greiðir fyrir rannsóknina. Rannsakandinn er eins og gefur að skilja háður vinnuveitandanum með þóknun sína. Oft er atvikum einnig háttað á þann veg að vinnuveitandinn er tengdur málinu eða kann að hafa sterkar skoðanir á því hvort einelti hefur átt sér stað eða ekki. Á mannamáli, eins og margir þolendur hafa sagt, þá er eins og niðurstaðan sé keypt. Mikilvægt er að tryggja að rannsakandi sé óháður með sama hætti og gert er þegar dómstóll kallar til dómkvaddan matsmann. Tilkynnandi verður að fá tækifæri til að hafa hönd í bagga með hverjir rannsaka mál hans. Hann þarf að geta treyst því að sá sem fenginn er til að rannsaka málið sé sannarlega óháður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Kolbrún Baldursdóttir Mest lesið Ferðamenn: Vanmetnir skattgreiðendur í íslensku hagkerfi Þórir Garðarsson Skoðun Við höfum ekki efni á tvískinnungi SFS Vala Árnadóttir Skoðun Góð vísa... Ole Anton Bieltvedt Skoðun Er kominn tími á Útlendingafrí? Marion Poilvez Skoðun Halldór 03.05.2025 Halldór Hvað getum við lært af Víetnamstríðinu? Einar Magnússon Skoðun Við höfum ekki efni á norsku leiðinni Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Ríkisstjórn sem skeytir engu Diljá Matthíasardóttir Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson Skoðun Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty Skoðun Skoðun Skoðun Ferðamenn: Vanmetnir skattgreiðendur í íslensku hagkerfi Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Góð vísa... Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Við höfum ekki efni á tvískinnungi SFS Vala Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað getum við lært af Víetnamstríðinu? Einar Magnússon skrifar Skoðun Góður rekstur Mosfellsbæjar og framtíðin björt Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir ,Lovísa Jónsdóttir skrifar Skoðun Fristund.is fyrir öll - líka eldra fólk Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn sem skeytir engu Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir skrifar Skoðun Fólkið sem gleymdist í Grindavík Bryndís Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Á að sameina ÍSÍ og UMFÍ? Ómar Stefánsson skrifar Skoðun Elsku ASÍ, bara… Nei Sunna Arnardóttir skrifar Skoðun Gigtarmaí 2025 – Stuðlum að forvörnum, fræðslu og vitundarvakningu Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Við höfum ekki efni á norsku leiðinni Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Sósíalistar á vaktinni í átta ár Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Styðjum þá sem bjarga okkur Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Hver er viðskiptalegur ávinningur af EES-samningnum? Sigurbjörn Svavarsson skrifar Skoðun Embætti þitt geta allir séð Ragnheiður Davíðsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Hver á dómur að vera hjá ungmenni fyrir að fremja alvarlegt afbrot, jafnvel morð? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Sigursaga Evrópu í 21 ár Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Verkalýðshreyfingin, Dagbjört og ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Börnin á Gasa Ebba Margrét Magnúsdóttir skrifar Skoðun Myndir þú ráða fatlað fólk í vinnu? Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Hvað ert þú að gera? Eiður Welding skrifar Skoðun Rauðir sokkar á 1. maí Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun 1. maí er líka fyrir fatlað fólk! Geirdís Hanna Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Verkalýðshreyfingin á næsta leik í Evrópuumræðunni Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Á milli steins og sleggju Heinemann Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Heiðrum íslenska hestinn Berglind Margo Þorvaldsdóttir skrifar Sjá meira
Ég hef átt fund með félags- og jafnréttisráðherra til að ræða við hann um reglugerð um aðgerðir gegn einelti, kynferðislegri áreitni, kynbundinni áreitni og ofbeldi á vinnustöðum. Tilefnið var annars vegar beiðni um breytingar vegna þrengingar sem gerð var á skilgreiningu eineltis í eineltisreglugerð árið 2015 og hins vegar að rannsakendur væru óháðir. Breytingin sem átti sér stað 2015 fól í sér að það sem var „ámælisverð eða síendurtekin ótilhlýðileg háttsemi“ breyttist í aðeins „síendurtekin ámælisverð hegðun“. Túlkunin á þessari þröngu skilgreiningu hefur gengið svo langt hjá mörgum þeim sem rannsaka eineltiskvartanir að þeir hafa fullyrt að háttsemin þurfi að vera viðhöfð vikulega yfir það tímabil sem kvörtunin nær til ef hún eigi að flokkast sem síendurtekin og þ.a.l. undir einelti. Þrenging skilgreiningarinnar hefur haft fælingarmátt. Fólk sem telur sig þolendur segir að það þýði ekki að kvarta þar sem skilgreiningin sé svo þröng. Með vísan til þessa má telja að óheillaskref hafi verið stigið með breytingunni á skilgreiningu eineltis með setningu reglugerðar nr. 1009/2015. Vandséð er hvað vakti fyrir framkvæmdarvaldinu með þrengingu skilgreiningarinnar. Það er óskandi að ráðherra geri þær breytingar á reglugerðinni að skilgreiningin á einelti verði færð í fyrra form og þannig miðað við að einelti sé ámælisverð eða síendurtekin ótilhlýðileg háttsemi, svo sem áður var mælt fyrir um í reglugerð.Er rannsakandinn óháður? Einnig ræddum við um að margir sem komið hafa að þessum málum hafa orðið varir við að utanaðkomandi sérfræðingar sem rannsaka eineltisásakanir á vinnustað, komast nánast alltaf að sömu niðurstöðu og vinnuveitandinn virðist hafa á eineltismálinu, þ.e. sami aðilinn og kallar sérfræðinginn til og greiðir fyrir rannsóknina. Rannsakandinn er eins og gefur að skilja háður vinnuveitandanum með þóknun sína. Oft er atvikum einnig háttað á þann veg að vinnuveitandinn er tengdur málinu eða kann að hafa sterkar skoðanir á því hvort einelti hefur átt sér stað eða ekki. Á mannamáli, eins og margir þolendur hafa sagt, þá er eins og niðurstaðan sé keypt. Mikilvægt er að tryggja að rannsakandi sé óháður með sama hætti og gert er þegar dómstóll kallar til dómkvaddan matsmann. Tilkynnandi verður að fá tækifæri til að hafa hönd í bagga með hverjir rannsaka mál hans. Hann þarf að geta treyst því að sá sem fenginn er til að rannsaka málið sé sannarlega óháður.
Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty Skoðun
Skoðun Góður rekstur Mosfellsbæjar og framtíðin björt Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir ,Lovísa Jónsdóttir skrifar
Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir skrifar
Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson skrifar
Skoðun Gigtarmaí 2025 – Stuðlum að forvörnum, fræðslu og vitundarvakningu Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Hver á dómur að vera hjá ungmenni fyrir að fremja alvarlegt afbrot, jafnvel morð? Davíð Bergmann skrifar
Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty Skoðun