Valsbræðurnir þrír í viðtali: Ég skoraði allavega í mínum fyrsta leik, ekki hann Víkingur Goði Sigurðarson skrifar 16. desember 2018 22:33 Bræðurnir kátir eftir leikinn Facebook/Valur handbolti Helsta einkenna meistaraflokks Vals í Olís-deild karla seinustu ár hafa verið línumennirnir og varnartröllin Orri Freyr og Ýmir Örn Gíslasynir. Það vill svo skemmtilega til að þeir eru bræður og spila saman í efstu deild. Í leik Vals og Gróttu í kvöld í Olís-deild karla bættist hinsvegar við þriðji bróðirinn, Tjörvi Týr. Það þarf ekki blóðprufu til að staðfesta að þessir strákar séu bræður. Þeir eru allir nánast eins í vexti, stórir og sterkir. Þar sem þetta var fyrsti leikurinn hans Tjörva í efstu deild þá fóru bræðurnir í viðtal en þeir voru allir léttir í lund. Þrátt fyrir að þeir hafi ekki viljað halda utan um hvorn annan í viðtalinu sást að það er mikil ást á milli bræðrana. „Bara góður sko en erfitt að spila þetta ég viðurkenni það,” sagði Tjörvi aðspurður hvernig hafi verið að spila fyrsta leikinn í efstu deild. Tjörvi sagðist vera búinn að bíða mjög lengi eftir fyrsta leiknum en hann á að baki glæsilegan feril í yngri flokkunum. Hann var einnig mjög ánægður að fá að taka þetta skref með bræðrum sínum og spenntur fyrir framhaldinu. Tjörvi fékk tveggja mínútna brottvísun í leiknum þrátt fyrir að hafa spilað minna en tvær mínútur í leiknum. Bræður hans voru vægast sagt ósammála dómnum og áttu rólegt og yfirvegað samtal við dómarann eftir leik um brotið. „Ég ætla bara að taka það strax fram að þetta voru ekki tvær mínútur sem hann fékk á sig. Þetta var kannski okkur að kenna mér og Ými að hann fékk tvær mínútur en það er geggjað að fá að spila svona þrír saman,” sagði Orri um að fá að spila núna með báðum bræðrum sínum. „Ýmir er kannski aðeins léttari á fæti en Tjörvi aðeins fastari fyrir,” sagði Orri aðspurður um muninn á bræðrum sínum á þessum aldri áður en Ýmir greip frammí fyrir honum. „Ég skoraði allavega í mínum fyrsta leik ekki hann. Hann nældi sér í tvær mínútur.” sagði Ýmir léttur um Tjörva. Bræðurnir eru allir miklir varnarmenn og eru duglegir að láta finna fyrir sér. Eiga það til að fá tvær mínútur og einstaka rauð spjöld. Þegar þeir voru spurðir hvaðan þessir taktar kæmu voru þeir allir strax sammála um að það kæmi frá mömmu þeirra frekar en pabba. „Það á náttúrulega eftir að velja lokahópinn. En ef ég er valinn sem ég vona að gerist. Þá væri það algjör snilld að fá að taka þátt í þessu.” sagði Ýmir um að hafa verið valinn í fyrsta landsliðshópinn fyrir heimsmeistaramótið í janúar. Olís-deild karla Mest lesið Leik lokið: Valur - Tindastóll 85-87 | Basile með sigurkörfu Körfubolti Opnaði sig um skilnaðinn og erfiða tíma Sport Niðurbrotin Eygló keppir ekki á HM Sport Trump fær blóðugan bardaga í Hvíta húsinu í afmælisgjöf Sport Bjarni Guðjóns tók einn KR-ing sérstaklega fyrir Íslenski boltinn Arnar Gunnlaugs segir gagnrýnendur Liverpool gleyma mannlega þættinum Enski boltinn „Hættiði að horfa á klám og hættiði að runka ykkur“ Sport UEFA grætur niðurstöðuna en gefur grænt ljós Fótbolti Gleðin í klefanum hjá nýju Íslandsmeisturunum Íslenski boltinn Stólarnir komust ekki heim og æfa í Grindavík fyrir stórleikinn Sport Fleiri fréttir Aron Rafn hetja Hauka gegn Val og Fjölnir henti Stjörnunni úr leik Bikarmeistararnir sluppu með skrekkinn Unnu síðustu átján mínúturnar með tíu mörkum Laus úr útlegðinni og mættur heim Selfoss úr leik þrátt fyrir sigur Misjafnt gengi Íslendingaliðanna Valur áfram eftir góðan sigur KA áfram eftir þægilegan sigur í Eyjum Ómar Ingi frábær með Magdeburg í naumum sigri Haukar og Fram með mikilvæga sigra Tíu íslensk mörk í góðum sigri toppliðsins „Það var smá stress og drama“ Afturelding áfram með fullt hús stiga Markaflóð á Akureyri Viktor Gísli og félagar í Barcelona heimsmeistarar félagsliða Tíu íslensk mörk þegar Magdeburg tók bronsið Valur vann stigalausu Stjörnuna Sandra með stórleik í sigri gegn Selfossi Stórleikur Hauks dugði ekki til sigurs Elín Klara markahæst hjá toppliðinu Íslendingaliðið í undanúrslit Tilfinningaþrungin stund eftir hörmungar síðustu ára Haukur með flestar stoðsendingar í Þýskalandi Íslendingarnir skutu Ringsted áfram Magdeburg fataðist flugið og Bjarki Már í úrslit Hroðaleg hnémeiðsli Janusar Daða Tryggðu sér sigurinn með því að skora síðustu fjögur mörkin Rut barnshafandi Haukur hafði betur í Íslendingaslagnum Eins marks sigur Valskvenna í Evrópudeildinni Sjá meira
Helsta einkenna meistaraflokks Vals í Olís-deild karla seinustu ár hafa verið línumennirnir og varnartröllin Orri Freyr og Ýmir Örn Gíslasynir. Það vill svo skemmtilega til að þeir eru bræður og spila saman í efstu deild. Í leik Vals og Gróttu í kvöld í Olís-deild karla bættist hinsvegar við þriðji bróðirinn, Tjörvi Týr. Það þarf ekki blóðprufu til að staðfesta að þessir strákar séu bræður. Þeir eru allir nánast eins í vexti, stórir og sterkir. Þar sem þetta var fyrsti leikurinn hans Tjörva í efstu deild þá fóru bræðurnir í viðtal en þeir voru allir léttir í lund. Þrátt fyrir að þeir hafi ekki viljað halda utan um hvorn annan í viðtalinu sást að það er mikil ást á milli bræðrana. „Bara góður sko en erfitt að spila þetta ég viðurkenni það,” sagði Tjörvi aðspurður hvernig hafi verið að spila fyrsta leikinn í efstu deild. Tjörvi sagðist vera búinn að bíða mjög lengi eftir fyrsta leiknum en hann á að baki glæsilegan feril í yngri flokkunum. Hann var einnig mjög ánægður að fá að taka þetta skref með bræðrum sínum og spenntur fyrir framhaldinu. Tjörvi fékk tveggja mínútna brottvísun í leiknum þrátt fyrir að hafa spilað minna en tvær mínútur í leiknum. Bræður hans voru vægast sagt ósammála dómnum og áttu rólegt og yfirvegað samtal við dómarann eftir leik um brotið. „Ég ætla bara að taka það strax fram að þetta voru ekki tvær mínútur sem hann fékk á sig. Þetta var kannski okkur að kenna mér og Ými að hann fékk tvær mínútur en það er geggjað að fá að spila svona þrír saman,” sagði Orri um að fá að spila núna með báðum bræðrum sínum. „Ýmir er kannski aðeins léttari á fæti en Tjörvi aðeins fastari fyrir,” sagði Orri aðspurður um muninn á bræðrum sínum á þessum aldri áður en Ýmir greip frammí fyrir honum. „Ég skoraði allavega í mínum fyrsta leik ekki hann. Hann nældi sér í tvær mínútur.” sagði Ýmir léttur um Tjörva. Bræðurnir eru allir miklir varnarmenn og eru duglegir að láta finna fyrir sér. Eiga það til að fá tvær mínútur og einstaka rauð spjöld. Þegar þeir voru spurðir hvaðan þessir taktar kæmu voru þeir allir strax sammála um að það kæmi frá mömmu þeirra frekar en pabba. „Það á náttúrulega eftir að velja lokahópinn. En ef ég er valinn sem ég vona að gerist. Þá væri það algjör snilld að fá að taka þátt í þessu.” sagði Ýmir um að hafa verið valinn í fyrsta landsliðshópinn fyrir heimsmeistaramótið í janúar.
Olís-deild karla Mest lesið Leik lokið: Valur - Tindastóll 85-87 | Basile með sigurkörfu Körfubolti Opnaði sig um skilnaðinn og erfiða tíma Sport Niðurbrotin Eygló keppir ekki á HM Sport Trump fær blóðugan bardaga í Hvíta húsinu í afmælisgjöf Sport Bjarni Guðjóns tók einn KR-ing sérstaklega fyrir Íslenski boltinn Arnar Gunnlaugs segir gagnrýnendur Liverpool gleyma mannlega þættinum Enski boltinn „Hættiði að horfa á klám og hættiði að runka ykkur“ Sport UEFA grætur niðurstöðuna en gefur grænt ljós Fótbolti Gleðin í klefanum hjá nýju Íslandsmeisturunum Íslenski boltinn Stólarnir komust ekki heim og æfa í Grindavík fyrir stórleikinn Sport Fleiri fréttir Aron Rafn hetja Hauka gegn Val og Fjölnir henti Stjörnunni úr leik Bikarmeistararnir sluppu með skrekkinn Unnu síðustu átján mínúturnar með tíu mörkum Laus úr útlegðinni og mættur heim Selfoss úr leik þrátt fyrir sigur Misjafnt gengi Íslendingaliðanna Valur áfram eftir góðan sigur KA áfram eftir þægilegan sigur í Eyjum Ómar Ingi frábær með Magdeburg í naumum sigri Haukar og Fram með mikilvæga sigra Tíu íslensk mörk í góðum sigri toppliðsins „Það var smá stress og drama“ Afturelding áfram með fullt hús stiga Markaflóð á Akureyri Viktor Gísli og félagar í Barcelona heimsmeistarar félagsliða Tíu íslensk mörk þegar Magdeburg tók bronsið Valur vann stigalausu Stjörnuna Sandra með stórleik í sigri gegn Selfossi Stórleikur Hauks dugði ekki til sigurs Elín Klara markahæst hjá toppliðinu Íslendingaliðið í undanúrslit Tilfinningaþrungin stund eftir hörmungar síðustu ára Haukur með flestar stoðsendingar í Þýskalandi Íslendingarnir skutu Ringsted áfram Magdeburg fataðist flugið og Bjarki Már í úrslit Hroðaleg hnémeiðsli Janusar Daða Tryggðu sér sigurinn með því að skora síðustu fjögur mörkin Rut barnshafandi Haukur hafði betur í Íslendingaslagnum Eins marks sigur Valskvenna í Evrópudeildinni Sjá meira