Rúnar: Mér líka ekki holningin á liðinu Benedikt Grétarsson skrifar 16. desember 2018 18:20 Rúnar í leiknum í dag vísir/bára Rúnar Sigtryggsson, þjálfari Stjörnunnar var brúnaþungur eftir tapið gegn ÍBV. „Við náttúrulega vitum það fyrir leikinn að Árni (Sigtryggssson, innsk.blm) getur ekki skotið á markið og það eru í raun bara tveir leikmenn sem geta skotið fyrir utan hjá okkur. Ef þeir bjóða ekki upp á betri leik en í dag, þá fer þetta bara svona. Það er ekkert flóknara en það. Mér fannst þetta bara lélegt hjá þeim,“ sagði Rúnar og vísaði til Arons Dags Pálssonar og Egils Magnússonar sem skutu illa í leiknum. Hvað skildi liðin að? „Þeir unnu þennan leik vegna þess að í 5-1 vörninni okkar, þá eru þessir þrír sem standa fyrir aftan að tapa alltof mörgum návígum. Leikmenn ÍBV unnu öll návígi og Fannar Friðgeirsson labbaði framhjá þeim að vild. Það gerði útslagið í seinni hálfleik þar sem hinir útispilararnir hjá þeim voru frekar kaldir. Fannar kláraði þetta fyrir þá en það var bara allt opið hjá okkur,“ sagði gamli varnarjaxlinn ósáttur. En er Stjörnuliðið á svipuðum stað og Rúnar hefði getað gert sér vonir um fyrir mót? „Nei, við erum bara búnir að tapa of mörgum leikjum í restina. Það spilar ýmislegt inn í það en ég er að sjá holningu á liðinu sem mér líkar ekki við. Þegar reynir eitthvað á, þá stinga menn hausnum í sandinn. Þannig var það í kvöld og í stað þess að bíta á jaxlinn og reyna að gera sitt besta, þá eru alltof margir leikmenn sem eru heilir en eru ekki að skila sínu á vellinum,“ sagði óvenju hvassyrtur Rúnar Sigtryggsson. Olís-deild karla Mest lesið Leik lokið: Valur - Tindastóll 85-87 | Basile með sigurkörfu Körfubolti Opnaði sig um skilnaðinn og erfiða tíma Sport Niðurbrotin Eygló keppir ekki á HM Sport Trump fær blóðugan bardaga í Hvíta húsinu í afmælisgjöf Sport Bjarni Guðjóns tók einn KR-ing sérstaklega fyrir Íslenski boltinn Arnar Gunnlaugs segir gagnrýnendur Liverpool gleyma mannlega þættinum Enski boltinn „Hættiði að horfa á klám og hættiði að runka ykkur“ Sport UEFA grætur niðurstöðuna en gefur grænt ljós Fótbolti Gleðin í klefanum hjá nýju Íslandsmeisturunum Íslenski boltinn Stólarnir komust ekki heim og æfa í Grindavík fyrir stórleikinn Sport Fleiri fréttir Aron Rafn hetja Hauka gegn Val og Fjölnir henti Stjörnunni úr leik Bikarmeistararnir sluppu með skrekkinn Unnu síðustu átján mínúturnar með tíu mörkum Laus úr útlegðinni og mættur heim Selfoss úr leik þrátt fyrir sigur Misjafnt gengi Íslendingaliðanna Valur áfram eftir góðan sigur KA áfram eftir þægilegan sigur í Eyjum Ómar Ingi frábær með Magdeburg í naumum sigri Haukar og Fram með mikilvæga sigra Tíu íslensk mörk í góðum sigri toppliðsins „Það var smá stress og drama“ Afturelding áfram með fullt hús stiga Markaflóð á Akureyri Viktor Gísli og félagar í Barcelona heimsmeistarar félagsliða Tíu íslensk mörk þegar Magdeburg tók bronsið Valur vann stigalausu Stjörnuna Sandra með stórleik í sigri gegn Selfossi Stórleikur Hauks dugði ekki til sigurs Elín Klara markahæst hjá toppliðinu Íslendingaliðið í undanúrslit Tilfinningaþrungin stund eftir hörmungar síðustu ára Haukur með flestar stoðsendingar í Þýskalandi Íslendingarnir skutu Ringsted áfram Magdeburg fataðist flugið og Bjarki Már í úrslit Hroðaleg hnémeiðsli Janusar Daða Tryggðu sér sigurinn með því að skora síðustu fjögur mörkin Rut barnshafandi Haukur hafði betur í Íslendingaslagnum Eins marks sigur Valskvenna í Evrópudeildinni Sjá meira
Rúnar Sigtryggsson, þjálfari Stjörnunnar var brúnaþungur eftir tapið gegn ÍBV. „Við náttúrulega vitum það fyrir leikinn að Árni (Sigtryggssson, innsk.blm) getur ekki skotið á markið og það eru í raun bara tveir leikmenn sem geta skotið fyrir utan hjá okkur. Ef þeir bjóða ekki upp á betri leik en í dag, þá fer þetta bara svona. Það er ekkert flóknara en það. Mér fannst þetta bara lélegt hjá þeim,“ sagði Rúnar og vísaði til Arons Dags Pálssonar og Egils Magnússonar sem skutu illa í leiknum. Hvað skildi liðin að? „Þeir unnu þennan leik vegna þess að í 5-1 vörninni okkar, þá eru þessir þrír sem standa fyrir aftan að tapa alltof mörgum návígum. Leikmenn ÍBV unnu öll návígi og Fannar Friðgeirsson labbaði framhjá þeim að vild. Það gerði útslagið í seinni hálfleik þar sem hinir útispilararnir hjá þeim voru frekar kaldir. Fannar kláraði þetta fyrir þá en það var bara allt opið hjá okkur,“ sagði gamli varnarjaxlinn ósáttur. En er Stjörnuliðið á svipuðum stað og Rúnar hefði getað gert sér vonir um fyrir mót? „Nei, við erum bara búnir að tapa of mörgum leikjum í restina. Það spilar ýmislegt inn í það en ég er að sjá holningu á liðinu sem mér líkar ekki við. Þegar reynir eitthvað á, þá stinga menn hausnum í sandinn. Þannig var það í kvöld og í stað þess að bíta á jaxlinn og reyna að gera sitt besta, þá eru alltof margir leikmenn sem eru heilir en eru ekki að skila sínu á vellinum,“ sagði óvenju hvassyrtur Rúnar Sigtryggsson.
Olís-deild karla Mest lesið Leik lokið: Valur - Tindastóll 85-87 | Basile með sigurkörfu Körfubolti Opnaði sig um skilnaðinn og erfiða tíma Sport Niðurbrotin Eygló keppir ekki á HM Sport Trump fær blóðugan bardaga í Hvíta húsinu í afmælisgjöf Sport Bjarni Guðjóns tók einn KR-ing sérstaklega fyrir Íslenski boltinn Arnar Gunnlaugs segir gagnrýnendur Liverpool gleyma mannlega þættinum Enski boltinn „Hættiði að horfa á klám og hættiði að runka ykkur“ Sport UEFA grætur niðurstöðuna en gefur grænt ljós Fótbolti Gleðin í klefanum hjá nýju Íslandsmeisturunum Íslenski boltinn Stólarnir komust ekki heim og æfa í Grindavík fyrir stórleikinn Sport Fleiri fréttir Aron Rafn hetja Hauka gegn Val og Fjölnir henti Stjörnunni úr leik Bikarmeistararnir sluppu með skrekkinn Unnu síðustu átján mínúturnar með tíu mörkum Laus úr útlegðinni og mættur heim Selfoss úr leik þrátt fyrir sigur Misjafnt gengi Íslendingaliðanna Valur áfram eftir góðan sigur KA áfram eftir þægilegan sigur í Eyjum Ómar Ingi frábær með Magdeburg í naumum sigri Haukar og Fram með mikilvæga sigra Tíu íslensk mörk í góðum sigri toppliðsins „Það var smá stress og drama“ Afturelding áfram með fullt hús stiga Markaflóð á Akureyri Viktor Gísli og félagar í Barcelona heimsmeistarar félagsliða Tíu íslensk mörk þegar Magdeburg tók bronsið Valur vann stigalausu Stjörnuna Sandra með stórleik í sigri gegn Selfossi Stórleikur Hauks dugði ekki til sigurs Elín Klara markahæst hjá toppliðinu Íslendingaliðið í undanúrslit Tilfinningaþrungin stund eftir hörmungar síðustu ára Haukur með flestar stoðsendingar í Þýskalandi Íslendingarnir skutu Ringsted áfram Magdeburg fataðist flugið og Bjarki Már í úrslit Hroðaleg hnémeiðsli Janusar Daða Tryggðu sér sigurinn með því að skora síðustu fjögur mörkin Rut barnshafandi Haukur hafði betur í Íslendingaslagnum Eins marks sigur Valskvenna í Evrópudeildinni Sjá meira