Hvetjum ungmenni til að rækta góðar svefnvenjur Sigurbjörn Árni og Steinn Jóhannsson skrifar 14. desember 2018 14:15 Nýlega var fjallað um að svefntími og hreyfing ungmenna færi minnkandi samkvæmt rannsóknum fræðimanna í íþrótta- og heilsufræði við Menntavísindasvið Háskóla Íslands. Í rannsókninni kom fram að „svefntími unglinga styttist að meðaltali um nærri hálfa klukkustund milli 15 og 17 ára aldurs og á sama tíma dregur töluvert úr hreyfingu á virkum dögum hjá þessum hópi.“ Það er vissulega áhyggjuefni ef íslensk ungmenn fá minni svefntíma en áður og ekki nægan svefn fyrir nám og dagleg störf. Samkvæmt þeim niðurstöðum sem fjallað var um bendir allt til þess að íslensk ungmenni vanti nokkra klukkutíma til að uppfylla viðmið um ráðlagða hreyfingu og svefn. Á vef Landlæknis kemur fram að unglingar þurfi að jafnaði 8-10 klukkustunda svefn. Góður svefn ungmenna er undirstaða fyrir árangur í námi og vinnu og nauðsynlegt að skólar og foreldrar/forráðamenn veiti ungmennum aðhald og hvatningu um mikilvægi svefns. Svefn er mikilvægur því þá erum við að vinna úr þeim upplýsingum sem við meðtökum yfir daginn. Í því ljósi hlýtur að vera enn mikilvægara fyrir ungmenni í námi að fá næga hvíld. Líf ungmenna er að vissu leyti flóknara en á árum áður og áreitið sem dynur á unga fólkinu meira en fyrir 20-30 árum. Það er staðreynd að ungmenni eyða miklum tíma á samskiptamiðlum, þ.e. Snapchat, Twitter, Instagram, Facebook, o.fl. Samskiptamiðlar eru órjúfanlegur hluti af lífi ungmenna og því verður ekki breytt. Það sem þarf að gera er að kenna börnum og ungmennum að umgangast samskiptamiðlana á þann máta að þeir snúi ekki sólarhringnum við. Því er afar mikilvægt að foreldrar og forráðamenn fylgist vel með hvernig börn og ungmenni eru að nota samskiptamiðla og hversu mikið á hverjum degi. Fjölmörg ungmenni nota samskiptamiðla í námi sem er jákvætt en það sem e.t.v. skiptir mestu máli er að gleyma sér ekki í notkun samskiptamiðla og vita sín takmörk um tímanotkun. Skólar og foreldrar/forráðamenn ættu að setja reglur um notkun til að tryggja að ungmennin séu með fulla athygli í skólanum en einnig heima hjá sér. Með reglum um notkun þá má t.d. auka samverustundir fjölskyldunnar og jafnvel verja meiri tíma í hreyfingu. Annar hugsanlegur áhrifaþáttur á æ minni svefntíma ungmenna er neysla koffeindrykkja. Neysla ungmenna á koffeindrykkjum hefur farið vaxandi og áhyggjuefni að margir af þeim drykkjum sem eru í boði innihalda koffein og einnig vítamín í margföldum ráðlögðum dagskömmtun. Slík neysla ruglar auðveldlega líkamsklukkuna og getur haft mikil áhrif á svefn. Einnig ber að nefna áhrif vinnu ungmenna með skóla. Fjölmargir nemendur í framhaldsskólum vinna mikið með námi og í góðu atvinnuástandi kallar atvinnulífið á unga fólkið. Nám er full vinna og kallar á fulla athygli og því þurfa skólasamfélagið og foreldrar/forráðamenn að vinna stöðugt í forvörnum til að tryggja hag íslenskra ungmenna. Það er staðreynd að ungmenni sem fá nægan svefn eru að standa sig betur í námi, eru líklegri til að hreyfa sig reglulega og eru ánægðari með lífið og tilveruna. Hvetjum því ungmennin okkar til að sofa nóg og vera þannig móttækilegri fyrir lærdómi í skólum landsins og ekki síður í daglegu lífi. Sigurbjörn Árni Arngrímsson, skólameistari Framhaldsskólans á Laugum Steinn Jóhannsson, rektor Menntaskólans við Hamrahlíð Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Steinn Jóhannsson Mest lesið Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir Skoðun Partí í Dúfnahólum 10 Þórlindur Kjartansson Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson Skoðun Skoðun Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson skrifar Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Loftslagsmál: tölur segja sögur en hvaða sögu viljum við? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson skrifar Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia skrifar Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Gengið til friðar Ingibjörg Haraldsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Fullveldi í framkvæmd Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Vextir á verðtryggðum lánum - ögurstund Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Rokk í boði Ríkisins - möguleg tímaskekkja Stefán Ernir Valmundarson skrifar Skoðun Orkuskiptin sem engu máli skiptu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Samtöl við þá sem hurfu of fljótt Sigurður Árni Reynisson skrifar Sjá meira
Nýlega var fjallað um að svefntími og hreyfing ungmenna færi minnkandi samkvæmt rannsóknum fræðimanna í íþrótta- og heilsufræði við Menntavísindasvið Háskóla Íslands. Í rannsókninni kom fram að „svefntími unglinga styttist að meðaltali um nærri hálfa klukkustund milli 15 og 17 ára aldurs og á sama tíma dregur töluvert úr hreyfingu á virkum dögum hjá þessum hópi.“ Það er vissulega áhyggjuefni ef íslensk ungmenn fá minni svefntíma en áður og ekki nægan svefn fyrir nám og dagleg störf. Samkvæmt þeim niðurstöðum sem fjallað var um bendir allt til þess að íslensk ungmenni vanti nokkra klukkutíma til að uppfylla viðmið um ráðlagða hreyfingu og svefn. Á vef Landlæknis kemur fram að unglingar þurfi að jafnaði 8-10 klukkustunda svefn. Góður svefn ungmenna er undirstaða fyrir árangur í námi og vinnu og nauðsynlegt að skólar og foreldrar/forráðamenn veiti ungmennum aðhald og hvatningu um mikilvægi svefns. Svefn er mikilvægur því þá erum við að vinna úr þeim upplýsingum sem við meðtökum yfir daginn. Í því ljósi hlýtur að vera enn mikilvægara fyrir ungmenni í námi að fá næga hvíld. Líf ungmenna er að vissu leyti flóknara en á árum áður og áreitið sem dynur á unga fólkinu meira en fyrir 20-30 árum. Það er staðreynd að ungmenni eyða miklum tíma á samskiptamiðlum, þ.e. Snapchat, Twitter, Instagram, Facebook, o.fl. Samskiptamiðlar eru órjúfanlegur hluti af lífi ungmenna og því verður ekki breytt. Það sem þarf að gera er að kenna börnum og ungmennum að umgangast samskiptamiðlana á þann máta að þeir snúi ekki sólarhringnum við. Því er afar mikilvægt að foreldrar og forráðamenn fylgist vel með hvernig börn og ungmenni eru að nota samskiptamiðla og hversu mikið á hverjum degi. Fjölmörg ungmenni nota samskiptamiðla í námi sem er jákvætt en það sem e.t.v. skiptir mestu máli er að gleyma sér ekki í notkun samskiptamiðla og vita sín takmörk um tímanotkun. Skólar og foreldrar/forráðamenn ættu að setja reglur um notkun til að tryggja að ungmennin séu með fulla athygli í skólanum en einnig heima hjá sér. Með reglum um notkun þá má t.d. auka samverustundir fjölskyldunnar og jafnvel verja meiri tíma í hreyfingu. Annar hugsanlegur áhrifaþáttur á æ minni svefntíma ungmenna er neysla koffeindrykkja. Neysla ungmenna á koffeindrykkjum hefur farið vaxandi og áhyggjuefni að margir af þeim drykkjum sem eru í boði innihalda koffein og einnig vítamín í margföldum ráðlögðum dagskömmtun. Slík neysla ruglar auðveldlega líkamsklukkuna og getur haft mikil áhrif á svefn. Einnig ber að nefna áhrif vinnu ungmenna með skóla. Fjölmargir nemendur í framhaldsskólum vinna mikið með námi og í góðu atvinnuástandi kallar atvinnulífið á unga fólkið. Nám er full vinna og kallar á fulla athygli og því þurfa skólasamfélagið og foreldrar/forráðamenn að vinna stöðugt í forvörnum til að tryggja hag íslenskra ungmenna. Það er staðreynd að ungmenni sem fá nægan svefn eru að standa sig betur í námi, eru líklegri til að hreyfa sig reglulega og eru ánægðari með lífið og tilveruna. Hvetjum því ungmennin okkar til að sofa nóg og vera þannig móttækilegri fyrir lærdómi í skólum landsins og ekki síður í daglegu lífi. Sigurbjörn Árni Arngrímsson, skólameistari Framhaldsskólans á Laugum Steinn Jóhannsson, rektor Menntaskólans við Hamrahlíð
Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson Skoðun
Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar
Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar
Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson Skoðun