Þingmenn vestanhafs vilja koma böndum á Facebook Þorbjörn Þórðarson skrifar 20. desember 2018 12:00 Mark Zuckerberg stofnandi og forstjóri Facebook. Vísir/getty Þingmenn í Bandaríkjunum kölluðu í gær eftir betra eftirliti með Facebook eftir að greint var frá því að fyrirtækið hefði veitt stórfyrirtækjum víðtækan aðgang að persónuupplýsingum notenda og einkaskilaboðum þeirra án samþykkis.Afhjúpun New York Times í gær um að Facebook hefði veitt stórfyrirtækjum víðtækan aðgang að persónuupplýsingum notenda án samþykkis þeirra hefur enn á ný vakið umræðu vestanhafs um hvort bandarísk stjórnvöld þurfi ekki að koma böndum á starfsemi Facebook eða brjóta hreinlega fyrirtækið upp. Einfaldasta leiðin til að brjóta fyrirtækið upp væri að þvinga það til að selja frá sér Whatsapp og Instagram en yfirtakan á báðum miðlum gekk tiltölulega greiðlega í gegn á sínum tíma. Fram kemur í umfjöllun New York Times að Facebook hafi leyft Bing leitarvél Microsoft að sjá nöfn allra vina notenda án samþykkis og veitti Netflix og Spotify heimild til að lesa einkaskilaboð notenda. Þá hvatti Facebook Apple til að fela fyrir notendum að snjallsímar þeirra væru að safna upplýsingum um þá. Samkvæmt skilmálum sáttar sem Facebook gerði við Samkeppniseftirlit Bandaríkjanna árið 2011 þurfti Facebook að styrkja persónuvernd og upplýsa með skýrum hætti hvernig persónuupplýsingar notenda væru meðhöndlaðar. Nú virðist Facebook hafa þverbrotið skilmála þessa sáttar. Þingmenn í bæði Bandaríkjunum og Bretlandi kölluðu í gær eftir betra eftirliti með Facebook. Roy Blunt, öldungardeildarþingmaður repúblikana fyrir Missouri, sagði á Fox News að Bandaríkjaþing myndi þurfa að setja Facebook reglur og koma böndum á fyrirtækið. Ron Wyden, öldungadeildarþingmaður Demókrata yfir Oregon gagnrýndi Mark Zuckerberg fyrir að hafa ekki upplýst um þessa samninga við stórfyrirtækin við vitnaleiðslur síðasta vor. Wyden sagði að Zuckerberg hefði eytt miklu púðri í að sannfæra Bandaríkjamenn að þeir hefðu sjálfir yfirráð yfir persónuupplýsingum sínum en í annarri hverri viku kæmi fram nýtt hneyksli sem leiddi í ljós misnotkun Facebook á persónuupplýsingum notenda. Kallað var eftir því í leiðara New York Times í síðasta mánuði að Demókratar í fulltrúadeild Bandaríkjaþings settu eftirlit með Facebook í algjöran forgang nú þegar þeir hefðu náð meirihluta í fulltrúadeildinni. Hins vegar liggur ekki fyrir hvernig best er að koma böndum á Facebook með hertum reglum. Spjallþáttastjórnandinn Jimmy Fallon gerði sér mat úr þessu nýjasta hneyksli í gær og sagði að hinn sanni jólaandi væri ráðandi hjá Facebook. Fyrirtækið gæfi allar persónuupplýsingar notenda. Facebook Persónuvernd Tengdar fréttir Facebook gaf tæknirisum víðtækari aðgang en stjórnendur viðurkenndu Stjórnendur Facebook töldu að ekki þyrfti leyfi notenda fyrir að deila upplýsingunum með fyrirtækjunum því þeir litu á þau sem framlengingu á samfélagsmiðlinum sjálfum. 19. desember 2018 12:09 Facebook klárar árið með enn einu hneykslinu Árið 2018 er án nokkurs vafa það versta í sögu samfélagsmiðlarisans Facebook. 20. desember 2018 07:45 Mest lesið Óttast ekki komu Starbucks til Íslands Viðskipti innlent Reyndist ekki rétt: „Reykvíkingar munu aldrei koma“ Atvinnulíf Hömlulaus einokun á Keflavíkurflugvelli Viðskipti innlent Selja Íslandsbanka á næstu vikum þó það sé „mikil óvissa“ Viðskipti innlent „Þetta eru bara krakkar sem eru í þessu fyrir peningana“ Neytendur „Var með skipt í miðju og notaði óhóflegt magn af geli“ Atvinnulíf Engar viðræður fyrr en Trump fellir niður tolla Viðskipti erlent Minni sala í skugga slæmra efnahagshorfa Viðskipti erlent Buffet hættir sem forstjóri við lok árs Viðskipti erlent Mikill samdráttur á pöntunum til kínverskra verksmiðja Viðskipti erlent Fleiri fréttir Buffet hættir sem forstjóri við lok árs Minni sala í skugga slæmra efnahagshorfa Sekta TikTok um tæpa áttatíu milljarða Engar viðræður fyrr en Trump fellir niður tolla Mikill samdráttur á pöntunum til kínverskra verksmiðja Kemur til móts við bílaframleiðendur vegna tolla Amazon í samkeppni við SpaceX í geimnum Kalifornía fjórða öflugasta efnahagsríki heims Gefur eftir í tollastríði við Kína ESB sektar Apple og Meta um rúma hundrað milljarða Ætlar að einbeita sér að Tesla eftir slæmt uppgjör Spá minni hagvexti um nær allan heim vegna tolla Bandaríkjastjórnar Ummæli Trumps um „meiriháttar lúser“ leggjast illa í markaðinn Notendur þurfi að bregðast við vilji þeir ekki að gögn verði notuð Heimsskortur á pistasíum vegna Dúbaí-súkkulaðis Tímamótasamkomulag um að draga úr losun skipaflotans Hlutabréfaverð í Asíu hækkar Trump hafi „ekki hugmynd“ um hvað hann sé að gera Færri fara til Bandaríkjanna en fækkunin hvað mest frá Íslandi Kínverjar svara fyrir sig og hækka enn tolla á bandarískar vörur Órói á mörkuðum heldur áfram og gullverð aldrei hærra Hækkar tolla á Kína aftur í 145 prósent Prada kaupir Versace á 183 milljarða króna Evrópusambandið frestar tollahækkunum Kauphallir rétta úr kútnum Hækkar tolla á Kína og samþykkir níutíu daga „hlé“ fyrir tugi ríkja Trump boðar „stórfellda“ tolla á lyf en Róbert hefur ekki áhyggjur Trump-tollar tóku gildi í nótt Bjartara yfir við opnun markaða Gefur reikniformúlu tollgjaldanna falleinkunn Sjá meira
Þingmenn í Bandaríkjunum kölluðu í gær eftir betra eftirliti með Facebook eftir að greint var frá því að fyrirtækið hefði veitt stórfyrirtækjum víðtækan aðgang að persónuupplýsingum notenda og einkaskilaboðum þeirra án samþykkis.Afhjúpun New York Times í gær um að Facebook hefði veitt stórfyrirtækjum víðtækan aðgang að persónuupplýsingum notenda án samþykkis þeirra hefur enn á ný vakið umræðu vestanhafs um hvort bandarísk stjórnvöld þurfi ekki að koma böndum á starfsemi Facebook eða brjóta hreinlega fyrirtækið upp. Einfaldasta leiðin til að brjóta fyrirtækið upp væri að þvinga það til að selja frá sér Whatsapp og Instagram en yfirtakan á báðum miðlum gekk tiltölulega greiðlega í gegn á sínum tíma. Fram kemur í umfjöllun New York Times að Facebook hafi leyft Bing leitarvél Microsoft að sjá nöfn allra vina notenda án samþykkis og veitti Netflix og Spotify heimild til að lesa einkaskilaboð notenda. Þá hvatti Facebook Apple til að fela fyrir notendum að snjallsímar þeirra væru að safna upplýsingum um þá. Samkvæmt skilmálum sáttar sem Facebook gerði við Samkeppniseftirlit Bandaríkjanna árið 2011 þurfti Facebook að styrkja persónuvernd og upplýsa með skýrum hætti hvernig persónuupplýsingar notenda væru meðhöndlaðar. Nú virðist Facebook hafa þverbrotið skilmála þessa sáttar. Þingmenn í bæði Bandaríkjunum og Bretlandi kölluðu í gær eftir betra eftirliti með Facebook. Roy Blunt, öldungardeildarþingmaður repúblikana fyrir Missouri, sagði á Fox News að Bandaríkjaþing myndi þurfa að setja Facebook reglur og koma böndum á fyrirtækið. Ron Wyden, öldungadeildarþingmaður Demókrata yfir Oregon gagnrýndi Mark Zuckerberg fyrir að hafa ekki upplýst um þessa samninga við stórfyrirtækin við vitnaleiðslur síðasta vor. Wyden sagði að Zuckerberg hefði eytt miklu púðri í að sannfæra Bandaríkjamenn að þeir hefðu sjálfir yfirráð yfir persónuupplýsingum sínum en í annarri hverri viku kæmi fram nýtt hneyksli sem leiddi í ljós misnotkun Facebook á persónuupplýsingum notenda. Kallað var eftir því í leiðara New York Times í síðasta mánuði að Demókratar í fulltrúadeild Bandaríkjaþings settu eftirlit með Facebook í algjöran forgang nú þegar þeir hefðu náð meirihluta í fulltrúadeildinni. Hins vegar liggur ekki fyrir hvernig best er að koma böndum á Facebook með hertum reglum. Spjallþáttastjórnandinn Jimmy Fallon gerði sér mat úr þessu nýjasta hneyksli í gær og sagði að hinn sanni jólaandi væri ráðandi hjá Facebook. Fyrirtækið gæfi allar persónuupplýsingar notenda.
Facebook Persónuvernd Tengdar fréttir Facebook gaf tæknirisum víðtækari aðgang en stjórnendur viðurkenndu Stjórnendur Facebook töldu að ekki þyrfti leyfi notenda fyrir að deila upplýsingunum með fyrirtækjunum því þeir litu á þau sem framlengingu á samfélagsmiðlinum sjálfum. 19. desember 2018 12:09 Facebook klárar árið með enn einu hneykslinu Árið 2018 er án nokkurs vafa það versta í sögu samfélagsmiðlarisans Facebook. 20. desember 2018 07:45 Mest lesið Óttast ekki komu Starbucks til Íslands Viðskipti innlent Reyndist ekki rétt: „Reykvíkingar munu aldrei koma“ Atvinnulíf Hömlulaus einokun á Keflavíkurflugvelli Viðskipti innlent Selja Íslandsbanka á næstu vikum þó það sé „mikil óvissa“ Viðskipti innlent „Þetta eru bara krakkar sem eru í þessu fyrir peningana“ Neytendur „Var með skipt í miðju og notaði óhóflegt magn af geli“ Atvinnulíf Engar viðræður fyrr en Trump fellir niður tolla Viðskipti erlent Minni sala í skugga slæmra efnahagshorfa Viðskipti erlent Buffet hættir sem forstjóri við lok árs Viðskipti erlent Mikill samdráttur á pöntunum til kínverskra verksmiðja Viðskipti erlent Fleiri fréttir Buffet hættir sem forstjóri við lok árs Minni sala í skugga slæmra efnahagshorfa Sekta TikTok um tæpa áttatíu milljarða Engar viðræður fyrr en Trump fellir niður tolla Mikill samdráttur á pöntunum til kínverskra verksmiðja Kemur til móts við bílaframleiðendur vegna tolla Amazon í samkeppni við SpaceX í geimnum Kalifornía fjórða öflugasta efnahagsríki heims Gefur eftir í tollastríði við Kína ESB sektar Apple og Meta um rúma hundrað milljarða Ætlar að einbeita sér að Tesla eftir slæmt uppgjör Spá minni hagvexti um nær allan heim vegna tolla Bandaríkjastjórnar Ummæli Trumps um „meiriháttar lúser“ leggjast illa í markaðinn Notendur þurfi að bregðast við vilji þeir ekki að gögn verði notuð Heimsskortur á pistasíum vegna Dúbaí-súkkulaðis Tímamótasamkomulag um að draga úr losun skipaflotans Hlutabréfaverð í Asíu hækkar Trump hafi „ekki hugmynd“ um hvað hann sé að gera Færri fara til Bandaríkjanna en fækkunin hvað mest frá Íslandi Kínverjar svara fyrir sig og hækka enn tolla á bandarískar vörur Órói á mörkuðum heldur áfram og gullverð aldrei hærra Hækkar tolla á Kína aftur í 145 prósent Prada kaupir Versace á 183 milljarða króna Evrópusambandið frestar tollahækkunum Kauphallir rétta úr kútnum Hækkar tolla á Kína og samþykkir níutíu daga „hlé“ fyrir tugi ríkja Trump boðar „stórfellda“ tolla á lyf en Róbert hefur ekki áhyggjur Trump-tollar tóku gildi í nótt Bjartara yfir við opnun markaða Gefur reikniformúlu tollgjaldanna falleinkunn Sjá meira
Facebook gaf tæknirisum víðtækari aðgang en stjórnendur viðurkenndu Stjórnendur Facebook töldu að ekki þyrfti leyfi notenda fyrir að deila upplýsingunum með fyrirtækjunum því þeir litu á þau sem framlengingu á samfélagsmiðlinum sjálfum. 19. desember 2018 12:09
Facebook klárar árið með enn einu hneykslinu Árið 2018 er án nokkurs vafa það versta í sögu samfélagsmiðlarisans Facebook. 20. desember 2018 07:45